Afmælisbörn 14. júní 2018

Fjögur afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Steinunn Harðardóttir er fyrsta afmælisbarnið á listanum en hún er þrjátíu og eins árs gömul í dag. Steinunn hefur verið í hljómsveitum og verkefnum eins og Sparkle poison, Fushigi four og Skelki í bringu en er að sjálfsögðu þekktust sem Dj flugvél og geimskip og hefur…

Afmælisbörn 13. júní 2018

Hvorki fleiri né færri en fimm afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar í dag: Bjartmar A. Guðlaugsson tónlistarmaður og listmálari er sextíu og sex ára. Bjartmar þekkja allir og lög hans og texta en hann hefur gefið út á annan tug sólóplatna og í félagi við aðra, lög eins og Fimmtán ára á föstu, Sumarliði er…

Afmælisbörn 12. júní 2018

Tvö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Jakob Smári Magnússon bassaleikari er fimmtíu og fjögurra ára gamall á þessum degi. Jakob hóf sinn feril með hljómsveitum eins og Tappa tíkarass og Das Kapital en síðar lék hann með Síðan skein sól / SSSól, Grafík, Todmobile og Pláhnetunni svo einungis fáeinar af þeim þekktustu…

Afmælisbörn 11. júní 2018

Í dag eru afmælisbörn Glatkistunnar tvö: Jón Þór Hannesson framleiðandi er sjötíu og fjögurra ára gamall í dag. Hann hóf sinn tónlistartengda feril með rekstri ólöglegrar útvarpsstöðvar 1962 ásamt Pétri Steingrímssyni og var handtekinn fyrir uppátækið. Jón Þór var einnig í hljómsveitinni Tónum um miðjan sjöunda áratuginn áður en hann sneri sér upptökufræðum, þar sem…

Afmælisbörn 10. júní 2018

Fjögur afmælisbörn koma við sögu hjá Glatkistunni á þessum degi: Hugi Guðmundsson tónskáld er fjörutíu og eins árs gamall í dag, hann nam tónsmíðar hér heima, auk mastersgráða í Danmörku og Hollandi og hefur unnið til ýmissa verðlauna og viðurkenninga fyrir verk sín, m.a. á Íslensku tónlistarverðlaununum í flokki sígildrar og samtímatónlistar. Hugi hefur starfað…

Afmælisbörn 9. júní 2018

Glatkistan hefur þrjú afmælisbörn á skrá í dag sem eitthvað hafa með tónlist að gera: Guðni Már Henningsson útvarpsmaður með meiru, ljóðskáld og tónlistarmaður er sextíu og sex ára í dag. Guðni Már hefur starfað við vinsældir hjá Ríkisútvarpinu í áratugi og hefur náð eins konar trúnaðarsambandi við marga af þeim hlustendum sem hlusta á…

Afmælisbörn 8. júní 2018

Tvö tónlistartengt afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar í dag: Sindri (Þórsson) Eldon er fertugur og á því stórafmæli dagsins. Sindri hefur gefið út sólóplötuna Bitter and resentful en hann hefur verið viðloðandi tónlist með einum eða öðrum hætti nánast frá fæðingu, mest í hljómsveitum en þeirra á meðal má nefna Dáðadrengi, Slugs, Desidiu, Dynamo fog…

Afmælisbörn 7. júní 2018

Í dag eru afmælisbörn á skrá Glatkistunnar tvö talsins en þau eru eftirfarandi: Tvíburabræðurnir Kristinn og Guðlaugur Júníussynir eru fjörutíu og tveggja ára gamlir en þeir eru eins og kunnugt er af mikilli tónlistarfjölskyldu. Þeir bræður hafa mikið unnið saman í tónlist sinni, voru í hljómsveitum eins og Tjalz Gissur, Vinyl (Vínyll), Lace, Jet Black…

Barnakór Varmárskóla (1979-)

Barnakór Varmárskóla (sem hin síðari ár hefur oftar gengið undir nafninu Skólakór Varmárskóla) hefur starfað við Varmárskóla í Mosfellsbæ (áður Mosfellssveit) síðan 1979, alla tíð undir stjórn sama manns. Kórinn var stofnaður 1979 og hefur síðan verið hluti af fjölbreyttu og öflugu kórastarfi í Mosfellsbæ en hvergi er að finna fleiri kóra miðað við mannfjölda.…

Barnakór Útvarpsins (1949-51)

Barnakór var starfandi á vegum Ríkisútvarpsins á árunum 1949-51. Það var umsjónarmaður Barnatímans í útvarpinu, Þorsteinn Ö. Stephensen, sem hafði frumkvæði af því að stofna kórinn sem Páll Kr. Pálsson stjórnaði síðan í um tvö ár. Kórinn var mestmegnis skipaður stúlkum en honum var skipt í yngri og eldri deild. Reyndar eru heimildir um söng…

Barnakór Vesturbæjarskóla (1976-2011)

Kór starfaði í áratugi við Vesturbæjarskóla, ýmist nefndur Barnakór, Skólakór eða bara Kór Vesturbæjarskóla. Kórinn var líklega formlega stofnaður veturinn 1976-77 en þá hafði verið hefð um nokkurt skeið að skólastjórinn Hans Jörgensson kenndi söng við skólann, þar voru einkum sungin skátalög og svo jólasöngvar fyrir jólin auk þess sem börnin lærðu að syngja þjóðsönginn.…

Barnakór Þorlákshafnar [1] – Efni á plötum

Barnakór Þorlákshafnar – Vor Þorlákur [snælda] Útgefandi: Barnakór Þorlákshafnar Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1985 1. Upphaf 2. Eigi stjörnum ofar 3. Slá þú hjartans hörpu strengi 4. Lítill fugl 5. Dögun 6. Garðljóð 7. Augu dalsins 8. Á Sprengisandi 9. Lokasöngur úr Ofvitanum 10. Hærra hærra 11. Komdu að reka 12. Óskasteinar 13. Maístjarnan 14.…

Barnakór Þorlákshafnar [1] (1983-85)

Barnakór starfaði í Þorlákshöfn um miðjan níunda áratug liðinnar aldar undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar sem þá kenndi við tónlistarskólann í bænum. Kórinn, sem innihélt um þrjátíu börn á aldrinum 8 til 14 ára, starfaði á árunum 1983-85 og í lok starfstímans (vorið 1985) gaf hann út snældu en sú útgáfa var tengd þemaviku Grunnskólans…

Barnakór þjóðkirkjunnar (1994-96)

Barnakór þjóðkirkjunnar virðist hafa starfað um þriggja ára skeið um miðjan tíunda áratug síðustu aldar í Hafnarfirði en Brynhildur Auðbjargardóttir var stjórnandi hans. Glatkistan óskast eftir frekari upplýsingum um þennan kór.

Barnakór Þorlákshafnar [2] (1991-)

Barnakór Þorlákshafnar (hinn síðari) var stofnaður árið 1991 og hefur veriðr starfræktur líklega nokkuð samfellt við grunnskólann í bænum síðan þá. Það var líklega að frumkvæði tónlistarkennarans Robert Darling sem kórinn var stofnaður 1991 og var hann stjórnandi hans á fyrstu starfsárunum en þar kom einnig við sögu Ester Hjartardóttir. Robert var við stjórvölinn til…

Barningur (1993)

Hljómsveit (líklega rokksveit) bar nafnið Barningur sumarið 1993 og starfaði að öllum líkindum á Akureyri. Allar upplýsingar um þessa sveit, meðlimi hennar, starfstíma og annað má gjarnan senda Glatkistunni.

Barnaleikir [safnplöturöð] – Efni á plötum

Barnaleikir – ýmsir [snælda] Útgefandi: BG útgáfan / Umferðarráð Útgáfunúmer: BG003 Ár: 1989 1. Siggi var úti 2. Hjólin á strætó 3. Upp á grænum hól 4. Út um mela og móa 5. Rautt, rautt, rautt 6. Sértu glaður 7. Fingrasöngur 8. Tíu grænar flöskur 9. Letidansinn 10. Bílalag 11. Afi minn og amma mín…

Barnaleikir [safnplöturöð] (1989-92)

Á árunum 1989-92 komu út fjórar snældur í útgáfuröðinni Barnaleikir en á þeim var að finna blöndu tónlistar og leikins efnis fyrir börn. Það var tónlistarmaðurinn Birgir Gunnlaugsson sem var upphafsmaður og hugmyndasmiðurinn á bak við Barnaleiki en um svipað leyti var hann að setja á fót Rokklingana sem nutu mikilla vinsælda í kjölfarið. Rokklingarnir…

Barnalagasöngsveitin (1979)

Heimildir um Barnalagasöngsveitina svokölluðu eru nánast engar en sú sveit mun hafa tengst Rauðsokkuhreyfingunni á einhvern hátt, var e.t.v. hluti af henni. Söngsveitin mun hafa komið að minnsta kosti einu sinni  fram opinberlega. Allar tiltækar upplýsingar um Barnalagasöngsveitina mætti senda Glatkistunni.

Afmælisbörn 6. júní 2018

Fjögur afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar á þessum degi: Bubbi Morthens (Ásbjörn Kristinsson) er sextíu og tveggja ára gamall í dag. Honum skaut á stjörnuhimininn með eftirminnilegum hætti 1980 þegar hann spratt fram með hljómsveitinni Utangarðsmönnum og sólóplötu um svipað leyti. Í kjölfarið fylgdu sólóplötur sem skipta um fjórum tugum auk hljómsveita sem flestar hafa…

Afmælisbörn 5. júní 2018

Í dag eru afmælisbörnin sex talsins: Fyrstan skal telja Einar Val Scheving trommuleikara og tónskáld en hann er fjörutíu og fimm ára. Einar sem hefur leikið á ógrynni platna annarra tónlistarmanna, hefur einnig starfað með hljómsveitum eins og Stórsveit Reykjavíkur, Atlantshafsbandalaginu, Icelandic All Star Jazzband og Gleðigjöfunum auk margra annarra. Hann hefur gefið út þrjár…

Afmælisbörn 4. júní 2018

Afmælisbörn dagsins í dag eru fimm talsins: Jörundur (Arnar) Guðmundsson eftirherma og skemmtikraftur á sjötíu og eins árs afmæli í dag. Jörundur fór mikinn í skemmtanabransanum einkum á áttunda og níunda áratug liðinnar aldar þar sem hann skemmti með eftirhermu- og skemmtanaprógrammi sínu um land allt. Hann gaf ennfremur út plötu á sínum tíma auk…

Afmælisbörn 2. júní 2018

Tvö tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu á vef Glatkistunnar í dag: Þorgeir Ástvaldsson mannfræðingur og dagskrárgerðarmaður er fyrra afmælisbarn dagsins, sextíu og átta ára gamall. Hann varð þekktur strax á barnsaldri þegar hann lék með hljómsveitinni Tempó sem hitaði meðal annars upp fyrir bresku sveitina Kinks þegar þeir komu til landsins um miðjan sjöunda áratug…

Afmælisbörn 1. júní 2018

Á þessum fyrsta degi júnímánaðar eru þrjú afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Jón Örn Arnarson trommuleikari Jet Black Joe og Ensíma er fjörutíu og fjögurra ára í dag. Jón Örn var nokkuð áberandi á tíunda áratugnum með sveitunum tveimur, fyrst með Jet Black Joe og síðan Ensími en báðar sveitirnar nutu mikilla vinsælda á sínum tíma.…