Afmælisbörn 23. nóvember 2025

Afmælisbörnin í dag eru átta talsins á skrá Glatkistunnar: Erlingur Björnsson (Kristján Erlingur Rafn Björnsson) gítarleikari Hljóma er áttatíu og eins árs á þessum degi. Erlingur varð ungur ein táknmynda bítilæðisins á Íslandi þótt hann væri ekki þeirra mest áberandi. Hann var gítarleikari Hljóma og Thor‘s hammer en hafði áður spilað með Skuggum og Hljómsveit…

Afmælisbörn 23. nóvember 2024

Afmælisbörnin í dag eru átta talsins á skrá Glatkistunnar: Erlingur Björnsson (Kristján Erlingur Rafn Björnsson) gítarleikari Hljóma á stórafmæli en hann er áttræður á þessum degi. Erlingur varð ungur ein táknmynda bítilæðisins á Íslandi þótt hann væri ekki þeirra mest áberandi. Hann var gítarleikari Hljóma og Thor‘s hammer en hafði áður spilað með Skuggum og…

Hljómsveit Ólafs Gauks (1954-65 / 1970-2002)

Gítarleikarinn Ólafur Gaukur Þórhallsson starfrækti hljómsveitir svo að segja samfleytt frá því um 1950 og allt til 1985 en þó þeim mun lengur séu allar hans sveitir með taldar. Hans fyrsta sveit var Tríó Ólafs Gauks sem er fjallað um í sér umfjöllun annars staðar á Glatkistunni en sú sveit hafði verið stofnuð 1948, hún…

Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar (1957-72 / 1981-82)

Magnús Ingimarsson píanóleikari starfrækti nokkrar hljómsveitir í eigin nafni en ein þeirra var afar vinsæl húshljómsveit á Röðli til margra ára og um leið stúdíóhljómsveit sem lék inn á fjölda hljómplatna en Magnús starfaði á annan áratug sem útsetjari og hljómsveitarstjóri fyrir SG-hljómplötu-útgáfuna. Fyrsta hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar starfaði undir lok sjötta áratugarins en ekki liggja…

Hljómsveit Finns Eydal (1960-92)

Hljómsveit Finns Eydal var í raun nokkrar hljómsveitir sem störfuðu á löngu tímabili, yfirleitt gengu þær undir nafninu Hljómsveit Finns Eydal og stundum Tríó Finns Eydal og Kvintett Finns Eydal en einnig starfrækti Finnur hljómsveit sem bar nafnið Atlantic kvartettinn en um hana er fjallað sérstaklega á síðunni. Hljómsveitin var stofnuð í Reykjavík haustið 1960…

Hljómsveit Hauks Morthens (1962-91)

Stórsöngvarinn Haukur Morthens starfrækti hljómsveitir í eigin nafni um árabil, nánast sleitulaust á árunum 1962 til 1991 en hann lést ári síðar. Sveitir hans voru mis stórar og mismunandi eftir verkefninu hverju sinni en honum hélst ótrúlega vel á mannskap og sumir samstarfsmanna hans störfuðu með honum lengi. Haukur Morthens var orðinn vel þekkt nafn…

Hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar (1974-2004)

Tónlistarmaðurinn Birgir Gunnlaugsson starfrækti hljómsveit/ir líklega nokkuð samfleytt í um þrjá áratugi eða allt frá árinu 1974 og fram á þessa öld, jafnframt hefur hljómsveitin komið við sögu á nokkrum plötum en tvær þeirra voru gefnar út í nafni sveitarinnar. Birgir Gunnlaugsson stofnaði sína fyrstu hljómsveit af því er virðist árið 1974 og voru meðlimir…

Hljómsveit Friðriks Theodórssonar (1977-2001)

Friðrik Theodórsson básúnuleikari starfrækti fjölmargar hljómsveitir í eigin nafni af ýmsum stærðum og af ýmsum toga, flestar voru þær þó djasstengdar. Elstu heimildir um hljómsveitir Friðriks eru þó af sveit/um sem léku á jólaböllum fyrir börn og þar hefur varla verið um djasshljómsveitir að ræða, þannig eru heimildir um slíkar sveitir frá 1977 og 79…

Hljómsveit Árna Elfar (1958-64 / 1981-85)

Píanistinn og myndlistarmaðurinn Árni Elfar starfrækti nokkrar hljómsveitir á starfsævi sinni, hann hafði t.a.m. verið með tríó sem starfaði á árunum 1952-53 en árið 1958 stofnaði hann danshljómsveit sem starfaði um nokkurra ára skeið á skemmtistöðum Reykjavíkur undir nafninu Hljómsveit Árna Elfar og var þá á meðal vinsælustu hljómsveita landsins. Tildrög þess að Hljómsveit Árna…

Hljómsveit Andrésar Ingólfssonar (1954-64)

Saxófónleikarinn Andrés Ingólfsson starfrækti hljómsveitir í þrígang á sjötta og sjöunda áratug liðinnar aldar og segja má að síðasta sveitin hafi skipað sér meðal vinsælustu hljómsveita landsins, hún gaf þó aldrei út plötu. Hljómsveit Andrésar Ingólfssonar hin fyrsta starfaði um eins árs skeið 1954 til 55 en engar upplýsingar er að finna um skipan þeirrar…

Afmælisbörn 23. nóvember 2023

Afmælisbörnin í dag eru átta talsins á skrá Glatkistunnar: Erlingur Björnsson (Kristján Erlingur Rafn Björnsson) gítarleikari Hljóma er sjötíu og níu ára gamall á þessum degi. Erlingur varð ungur ein táknmynda bítilæðisins á Íslandi þótt hann væri ekki þeirra mest áberandi. Hann var gítarleikari Hljóma og Thor‘s hammer en hafði áður spilað með Skuggum og…

Sultarleikur (1993)

Sumarið 1993 var skammlíf hljómsveit starfandii á höfuðborgarsvæðinu undir nafninu Sultarleikur en hún var einhvers konar afkvæmi sveitar sem þá hafði áður verið starfandi undir nafninu Sultur. Sultarleikur kom líklega aðeins einu sinni fram opinberlega og var skipuð þeim Ágústi Karlssyni gítarleikara, Alfreð Alfreðssyni trommuleikara og Harry Óskarssyni bassaleikara en þeir höfðu allir verið í…

Sultur [1] (1992-94)

Rokksveitin Sultur var stofnuð árið 1992 og virðist fyrst í stað hafa gengið undir nafninu Hiti en meðlimir hennar komu að mestu leyti úr hljómsveitinni Leiksviði fáránleikans. Sveitin starfaði til ársins 1994 og lék frumsamið rokk, mestmegnis á Púlsinum við Vitastíg (sem fékk síðan nafnið Plúsinn) og að öllum líkindum einvörðungu á höfuðborgarsvæðinu. Meðlimir Sults…

Afmælisbörn 23. nóvember 2022

Afmælisbörnin í dag eru átta talsins á skrá Glatkistunnar: Erlingur Björnsson (Kristján Erlingur Rafn Björnsson) gítarleikari Hljóma er sjötíu og átta ára gamall á þessum degi. Erlingur varð ungur ein táknmynda bítilæðisins á Íslandi þótt hann væri ekki þeirra mest áberandi. Hann var gítarleikari Hljóma og Thor‘s hammer en hafði áður spilað með Skuggum og…

Næturgalar [2] (1972-97)

Hljómsveit sem sérhæfði sig líklega í gömlu dönsunum starfaði á áttunda áratug síðustu aldar undir nafninu Næturgalar en þá hafði sveit með sams konar nafn verið starfandi um nokkurra ára skeið og því allt eins líklegt að einhvers konar ruglingur milli sveitanna sé fyrir hendi. Þessi sveit starfaði líklega fyrst á árunum 1972 til 1977…

Sextett Ólafs Gauks (1965-71)

Tónlistarmaðurinn Ólafur Gaukur Þórhallsson rak hljómsveitir í eigin nafni um lengri og skemmri tíma nánast allan sinn starfsferil, allt frá því fyrir 1950 og fram á þessa öld, þekktust þeirra sveita var án nokkurs vafa Sextett Ólafs Gauks sem starfaði á árunum 1965 til 1971 og gaf þá út fjölda laga sem nutu mikilla vinsælda.…

Felan (1984)

Hljómsveitin Felan starfaði innan veggja Menntaskólans við Sund árið 1984 en þá lék sveitin á maraþontónleikum á Þorravöku skólans í febrúar og setti þar Íslandsmet, spilaði í rúmlega þrjátíu klukkustundir. Ekki liggur hvort sveitin var stofnuð sérstaklega fyrir þennan atburð eða hvort hún hafði þá starfað í einhvern tíma. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Alfreð Alfreðsson…

Gleðigjafar [1] (1991-2003)

André Bachmann starfrækti um árabil hljómsveit sem bar nafnið Gleðigjafar (einnig oft kölluð Gleðigjafarnir), sveitin hafði m.a. þá föstu punkta í starfsemi sinni að leika á dansleikjum fyrir fatlaða annars vegar og börn á Barnaspítala Hringsins hins vegar. Upphaf sveitarinnar má líklega rekja allt til haustsins 1991 en þá mun hún hafa komið fyrst fram,…

Mánakvartettinn [1] (1956-60)

Hljómsveitin Mánakvartettinn var starfrækt á Ísafirði á síðari hluta sjötta áratugs síðustu aldar, Karl Einarsson var hljómsveitarstjóri hennar og gekk sveitin einnig undir nafninu Hljómsveit Karls Einarssonar á einhverjum tímapunkti. Sveitin starfaði á árunum 1956 til 1960 að minnsta kosti en síðast nefnda árið urðu breytingar á liðsskipan hennar og varð BG & Ingibjörg til…

Tríó Jóns Páls Bjarnasonar (1959-2010)

Gítarleikarinn Jón Páll Bjarnason starfrækti oft og iðulega djasstríó á meðan hann bjó hér á landi en hann bjó lengi erlendis, í Svíþjóð og Bandaríkjunum. Fyrst er tríóa getið í hans nafni á árunum í kringum 1960, í því voru auk hans Gunnar Ormslev tenór-saxófónleikari og Sigurbjörn Ingþórsson bassaleikari. Það tríó er líklega það þekktasta…

Tríó Guðmundar Ingólfssonar (1965-91)

Tríó Guðmundar Ingólfssonar píanóleikara var í rauninni mörg tríó sem voru starfaði á ýmsum tímum frá miðjum sjöunda áratug síðustu aldar allt til andláts Guðmundar sumarið 1991, stundum gekk það undir nafninu Jazztríó Guðmundar Ingólfssonar eða jafnvel Jazzgrallararnir. Frægasta útgáfa tríósins er án nokkurs vafa sú sem lék með söngkonunni Björku Guðmundsdóttur á plötunni Gling…

Kammerjazzsveitin (1977)

Kammerjazzsveitin starfaði 1977, þá tók hún upp efni í útvarpssal Ríkisútvarpsins en það efni var að einhverju leyti notað á plötunni Jazz í 30 ár, sem gefin var út Gunnari Ormslev til heiðurs. Meðlimir sveitarinnar voru Viðar Alfreðsson trompetleikari, Alfreð Alfreðsson trommuleikari, Gunnar Reynir Sveinsson víbrafónleikari, Helgi E. Kristánsson kontrabassaleikari og svo Gunnar Ormslev sjálfur…

Fimm í fullu fjöri (1958-60)

Fimm í fullu fjöri hefur oft verið nefnd fyrsta íslenska rokksveitin og um leið fyrsta íslenska unglingasveitin. Líklega er þarna nokkuð fast að orði kveðið en sveitin var allavega fyrsta sveitin af því tagi sem náði almennri hylli. Sveitin var skipuð nokkrum ungum hljóðfæraleikurum sem jafnvel þóttu nokkuð villtir og mun sveitin jafnvel stundum hafa…

Jazzmiðlar (1972-73)

Jazzmiðlar var djasshljómsveit starfandi um miðjan áttunda áratuginn, líklegast veturinn 1972-73 en þá var Jón Páll Bjarnason gítarleikari staddur hérlendis. Meðlimir sveitarinnar voru Gunnar Ormslev saxófónleikari, Rúnar Georgsson saxófónleikari, Árni Scheving bassaleikari, Alfreð Alfreðsson trommuleikari og Jón Páll. Sveitin gaf aldrei út plötu en upptaka með sveitinni kom út á plötunni Jazz í 30 ár…

Musica Quadro (1979)

Djassband starfandi 1979, meðlimir voru Gunnar Ormslev saxófónleikari, Reynir Sigurðsson víbrafónleikari, Helgi E. Kristjánsson bassaleikari og Alfreð Alfreðsson trommuleikari. Til er upptaka með sveitinni sem gefin var út á plötunni Jazz í 30 ár.

Musicamaxima (1972-73)

Hljómsveitin Musicamaxima spilaði 1972-73 fyrir gesti Leikhúskjallarans. Sveitin var stofnuð sumarið 1972 og hóf að leika þar í byrjun september. Í byrjun skipuðu þessa fjögurra manna sveit líklega þeir Pálmi Gunnarsson söngvari og bassaleikari, Halldór Pálsson saxófónleikari, Alfreð Alfreðsson trommuleikari og Úlfar Sigmarsson hljómborðsleikari. Laust eftir áramótin hætti Pálmi söngvari í sveitinni en hann fór…

Skagakvartettinn – Efni á plötum

Skagakvartettinn – Kátir voru karlar Útgefandi: SG hljómplötur / Íslenskir tónar Útgáfunúmer: SG 090 / IT 065 Ár: 1976 / 2001 1. Kátir voru karlar 2. Skagamenn skoruðu mörkin 3. Sofnaðu vinur 4. Ríðum ríðum 5. Það vorar senn 6. Jón granni 7. Heimaleikfimi 8. Umbarassa 9. Kvöld í Honolulu 10. Það var í Vaglaskóg 11.…