Flamingo [3] (1991-92)

Veturinn 1991-92 var söngskemmtun haldin í Ártúni í tilefni af 30 ára söngafmæli söngkonunnar Önnu Vilhjálmsdóttur. Hljómsveitin sem lék undir með Önnu á þessum skemmtunum bar heitið Flamingo en allar upplýsingar vantar um þessa sveit og er því hér með auglýst eftir þeim, þ.e. hverjir skipuðu sveitina og hljóðfæraskipan hennar.

Afmælisbörn 14. september 2020

Í dag eru fjögur afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Anna Vilhjálms söngkona með meiru á sjötíu og fimm ára afmæli í dag. Auk þess að syngja með ýmsum þekktum söngvurum á plötum á sjötta áratugnum gaf hún sjálf út sólóplötuna Frá mér til þín (1991) þar sem m.a. er að finna stórsmellinn Fráskilin að vestan en…

Borgarsveitin (1991)

Borgarsveitin var húshljómsveit á skemmtistaðnum Borgarvirkinu haustið 1991 og lék einkum kántrítónlist. Meðlimir sveitarinnar voru Pétur Pétursson hljómborðsleikari, Einar Jónsson gítarleikari og Torfi Ólafsson bassaleikari en þeir sungu einnig allir. Söngvararnir Anna Vilhjálms og Bjarni Ara skiptust á að syngja með Borgarsveitinni en einnig söng Sigurður Johnny með henni í nokkur skipti.

Afmælisbörn 14. september 2018

Í dag eru tvö afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Anna Vilhjálms söngkona með meiru á sjötíu og þriggja ára afmæli í dag. Auk þess að syngja með ýmsum þekktum söngvurum á plötum á sjötta áratugnum gaf hún sjálf út sólóplötuna Frá mér til þín (1991) þar sem m.a. er að finna stórsmellinn Fráskilin að vestan en…

Tríó Elfars Berg (1966-72)

Tónlistarmaðurinn Elfar Berg starfrækti í nokkur ár tríó í kringum 1970. Hljómsveitin var ýmist nefnd Tríó Elfars Berg eða Hljómsveit Elfars Berg og fór það eftir stærð hennar hverju sinni en yfirleitt var tríó skipanin við lýði. Sveitin var húshljómsveit í Klúbbnum en lék einnig eitthvað á öðrum skemmtistöðum borgarinnar. Meðlimir Tríós Elfars Berg voru…

Thalia (1978-80)

Hljómsveitin Thalia var húshljómsveit í Þjóðleikhúskjallaranum um tíma. Sveitin var stofnuð haustið 1978 og tók til starfa í Leikhúskjallaranum um áramótin 1978-79. Meðlimir sveitarinnar voru þau Sigurður Þórarinsson píanó- og orgelleikari, Garðar Karlasson gítar- og bassaleikari, Grétar Guðmundsson söngvari og trommuleikari og Anna Vilhjálmsdóttir söngkona en hún var þá nýkomin aftur heim til Íslands eftir…

Í gegnum tíðina (1988-89)

Hljómsveitin Í gegnum tíðina var húshljómsveit í Danshúsinu Glæsibæ veturinn 1988-89. Meðlimir sveitarinnar voru Mark Brink söngvari og bassaleikari, Hilmar Sverrisson söngvari og hljómborðsleikari, Sigurður Hafsteinsson söngvari og gítarleikari og Ólafur Kolbeins trommuleikari. Einnig komu söngvararnir Ari Jónsson og Anna Vilhjálms við sögu, þó ekki samtímis.

Nóva tríóið (1964-65)

Nóva tríóið (einnig nefnt Nova tríóið) starfaði í Leikhúskjallaranum í eitt ár 1964 og 65. Tríóið var stofnað haustið 1964 og lék um veturinn í kjallaranum og fram á sumar 1965 en meðlimir þess voru Björn Jónsson gítarleikari, Friðrik Theódórsson bassaleikari og Sigurður Guðmundsson píanóleikari. Söngkona með tríóinu var Sigrún Jónsdóttir en Anna Vilhjálms söng…

Afmælisbörn 14. september 2016

Í dag eru tvö afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Anna Vilhjálms söngkona með meiru á sjötíu og eins árs afmæli í dag. Auk þess að syngja með ýmsum þekktum söngvurum á plötum á sjötta áratugnum gaf hún sjálf út sólóplötuna Frá mér til þín (1991) þar sem m.a. er að finna stórsmellinn Fráskilin að vestan en…

J.E. kvintett (1960-61)

Litlar sem engar upplýsingar er að finna um J.E. kvintettinn, skammlífa sveit sem starfaði 1960-61 og lék í Gúttó. J.E. mun hafa staðið fyrir Jón Egill Sigurjónsson en ekki liggja fyrir aðrar upplýsingar um hann eða aðra meðlimir hljómsveitarinnar. Anna Vilhjálms söng með sveitinni og var þetta hennar fyrsta söngreynsla með hljómsveit.

Kaskó [2] (1986-91)

Dansstaðadúettinn Kaskó var kunnur á sínum tíma en Kaskó starfaði mestmegnis á Skálafelli á Hótel Esju, oft fjögur kvöld vikunnar að minnsta kosti. Dúóið kom fyrst fram 1986 og voru meðlimir þess Guðlaugur Sigurðsson hljómborðsleikari úr Vestmannaeyjum sem leikið hafði m.a. með Logum og Sín, og Helgi Sigurjónsson gítarleikari og söngvari. Þeir félagar komu oft…

Experiment (1970-77)

Hljómsveitin Experiment starfaði í nokkuð langan tíma á áttunda áratug síðustu aldar og höfðu margir viðkomu í þessari danshljómsveit. Reyndar hét sveitin upphaflega Hljómsveit Önnu Vilhjálms, stofnuð vorið 1969 en starfaði aðeins í fáeina mánuði undir því nafni áður en þau breyttu nafni sínu í Experiment árið 1970. Framan af lék sveitin eingöngu fyrir hermenn…

Capri [1] (1961-63 / 1973)

Hljómsveitin Capri (oft einnig nefnd Kapri eða jafnvel Kaprí) var á þeim tíma sem hún starfaði æði mis stór, allt frá því að vera tríó í byrjun og upp í það að vera sextett, og auðvitað allt þar á milli á þeim þremur árum er hún var starfrækt. Baldur Kristjánsson stofnaði sveitina 1961 og í…

Dansbandið [1] (1981-)

Hljómsveitin Dansbandið (sú fyrsta með þessu nafni) á sér langa og viðburðaríka sögu, sem enn sér líklega ekki fyrir endann á. Dansbandið var stofnað í Hafnarfirði í upphafi ársins 1981, stofnmeðlimir voru líklegast þeir Sveinn Guðjónsson söngvari og hljómborðsleikari, Kristján Hermannsson trompetleikari og söngvari, Gunnar Ársælsson gítarleikari, Svavar Ellertsson trommuleikari og Ágúst Ragnarsson bassaleikari. Mannabreytingar…

The Robots (1972-74)

Hljómsveitin The Robots var hálfgerð hliðarútgáfa Hljómsveitar Elfars Berg sem starfaði á fyrri hluta áttunda áratugar síðustu aldar. Sextett Jóns Sigurðssonar hafði spilað nokkuð á Keflavíkurflugvelli hjá bandaríska hernum, í þeirri sveit höfðu þeir Stefán Jónsson, Arthur Moon, Berti Möller og Elfar Berg verið en þeir höfðu einnig skipað kjarnann í Lúdó sextett nokkrum árum…

Galabandið (1997-2000)

Hljómsveitin Galabandið starfaði á árunum 1997-2000 með hléum en söngkona sveitarinnar var Anna Vilhjálmsdóttir og reyndar var sveitin stundum kölluð Hljómsveit Önnu Vilhjálms enda var heimavöllur hennar skemmtistaðurinn Næturgalinn við Smiðjuveg í Kópavogi sem Anna rak í samstarfi við aðra konu – nafn sveitarinnar, Galabandið vísar einmitt til Næturgalans. Sveitin var stofnuð haustið 1997 og…

Hljómsveit Svavars Gests (1949-65)

Hljómsveit Svavars Gests var ein af vinsælustu danshljómsveitum Íslands á sjötta og sjöunda áratug 20. aldar, sveitin keppti um þá nafnbót einkum við KK sextettinn en Svavar hafði reyndar verið í þeirri sveit nokkru áður. Sveitin var stofnuð haustið 1949 til að spila í Þórskaffi. Hana skipuðu þá Svavar sjálfur er lék á trommur, Árni…

Stuðlatríó (1965-91)

Stuðlatríó(ið) (sem upphaflega kom úr Kópavogi) starfaði um ríflega tuttugu og fimm ára skeið (með hléum þó) á síðari hluta liðinnar aldar. Eftir nokkra rannsóknarvinnu er niðurstaðan sú að Stuðlatríóið og Stuðlar sé sama sveitin og hún hafi gengið undir mismunandi nöfnum eftir meðlimafjölda hverju sinni, gengið er út frá því þar til annað kemur…