Afmælisbörn 14. september 2016

Anna Vilhjálms

Anna Vilhjálms

Í dag eru tvö afmælisbörn á skrá Glatkistunnar:

Anna Vilhjálms söngkona með meiru á sjötíu og eins árs afmæli í dag. Auk þess að syngja með ýmsum þekktum söngvurum á plötum á sjötta áratugnum gaf hún sjálf út sólóplötuna Frá mér til þín (1991) þar sem m.a. er að finna stórsmellinn Fráskilin að vestan en hún hafði flutt heim frá Bandaríkjunum nokkru áður, þar gaf hún einnig út plötu. Anna starfrækti eigin hljómsveitir um árabil en söng þar að auki með fjölda hljómsveita hér heima og vestra. Meðal þekktra laga Önnu Vilhjálms má nefna Ef þú giftist, Það er bara þú og Manstu vinur.

Rúnar Georgsson saxófónleikari átti einnig afmæli á þessum degi. Rúnar fæddist 1943, byrjaði að læra tónlist í Vestmannaeyjum en síðan í Reykjavík og víðar. Hann lék með ýmsum danshljómsveitum á árum áður, s.s. KK-sextett, Hljómsveit Björns R. Einarssonar og Lúdó sextett en fyrst og fremst tileinkaði hann sér þó djasstónlist. Leik hans má finna á mörgum plötum frá ýmsum tímum, bæði djass- og poppplötum. Hann gaf út plötuna Til eru fræ, ásamt Þóri Baldurssyni árið 1986.