Poppland [1] (1994-95)

Hljómsveitin Poppland starfaði í nokkra mánuði um miðjan tíunda áratug síðustu aldar. Reyndar hafði Poppland verið sett saman til að fylgja eftir plötu Björns Jörundar Friðbjörnssonar, BJF fyrir jólin 1994 en sveitin fékk þó ekki nafn fyrr en í upphafi árs 1995 þegar hún var formlega stofnuð. Meðlimir sveitarinnar voru auk Björns Jörundar sem söng,…

Blue Ice band & Karen Lovely á Rosenberg

Blue Ice Band & Karen Lovely leika á Café Rosenberg þriðjudagskvöldið 25. júlí nk. klukkan 21:00. Blue Ice band spilar gæða blús en sveitin er skipuð gítarleikurunum Halldóri Bragasyni og Guðmundi Péturssyni, Róberti Þórhallssyni bassaleikara og Birgi Baldurssyni trommuleikara. Karen Lovely er ein skærasta stjarnan í bandaríska blúsheiminum um þessar mundir og er margverðlaun söngkona. Hún sló…

Blúsband Þorleifs Gauks á Rósenberg

Blúsband Þorleifs Gauks kemur fram á Café Rósenberg við Klapparstíg mánudagskvöldið 4. júlí nk. klukkan 22:00. Blúsband Þorleifs Gauk sló í gegn á Blúshátíð Reykjavíkur um páskana, með Þorleifi sem leikur sjálfur á munnhörpu auk þess að syngja, verða í för kontrabassaleikarinn og söngvarinn Colescott Rubin, gítarleikarinn Guðmundur Pétursson og Birgir Baldursson slagverksleikari. Þorleifur Gaukur Davíðsson…

Jónatan Livingstone kría (1983)

Jónatan Livingstone kría var hljómsveit starfandi 1983 Meðlimir sveitarinnar voru Sigurður Björnsson gítarleikari, Sigurður Halldórsson bassaleikari, Guðmundur Viðar Arnarson söngvari og Birgir Baldursson trommuleikari. Sveitin var fremur skammlíf.

Kikk (1982-86)

Kikk var merkileg hljómsveit í þeim skilningi að í henni komu Sigríður Beinteinsdóttir söngkona og Guðmundur Jónsson gítarleikari og lagasmiður sér fyrst sæmilega á poppkortið en þau áttu bæði eftir að verða meðal þeirra fremstu í íslensku tónlistarlífi. Sveitarinnar verður þó helst minnst fyrir sex laga plötu og tíð mannaskipti. Hljómsveitin var stofnuð haustið 1982…

Samfélagslega ábyrgt blúskvöld á Rósenberg

Tónlistarviðburður sem hlotið hefur heitið Samfélagslega ábyrgt blúskvöld, verður haldinn á Rósenberg mánudagskvöldið 1. febrúar nk. klukkan 21. Þarna verður leikinn blús til styrktar verkefni sem heitir Frú Ragnheiður, og verður hljómsveit kvöldsins skipuð eftirtöldum hljóðfæraleikurum: Sigurður Sigurðsson munnharpa og söngur, Jón Ólafsson bassi og söngur, Halldór Bragason gítar og söngur, Tryggvi Hubner gítar og Birgir…

Blúsfélag Reykjavíkur fagnar 12 ára afmæli

Blúsfélags Reykjavíkur heldur upp á tólf ára afmæli sitt með blúskvöldi á Café Rosenberg mánudagskvöldið 2. nóvember kl 21:00. Þar verða á ferðinni Andrea Gylfadóttir söngkona, Einar Rúnasson orgelleikari, Guðmundur Pétursson gítarleikari, Halldór Bragason gítarleikari, Birgir Baldursson trommuleikari og Róbert Þórhallsson bassaleikari. Airwaves krúttarar hafa þetta kvöld í sigtinu.  

Dýragarðsbörnin (1995)

Hljómsveitin Dýragarðsbörnin mun hafa verið starfandi 1995. Litlar upplýsingar finnast um þessa sveit en Birgir Baldursson mun hafa verið trommuleikari hennar. Dýragarðsbörnin gæti á einhverjum tímapunkti hafa verið húshljómsveit á skemmtistaðnum Óðali.

Afmælisbörn 2. október 2015

Afmælisbörn dagsins eru tvö í dag, í báðum tilfellum er um trommuleikara að ræða: Birgir Baldursson trommuleikari er fimmtíu og fjögurra ára gamall. Birgir hefur leikið með ógrynni hljómsveita þar sem fjölbreytileikinn er í fyrirrúmi og hann er án efa sá trommuleikari sem leikið hefur með flestum sveitum hérlendis, hér eru einungis fáein sýnishorn: S.H.…

Ys (1983)

Hljómsveitin Ys úr Kópavogi var skipuð þeim Steini Skaptasyni og Birgi Baldurssyni og starfaði 1983. Hugsanlega voru fleiri í þessari sveit en engar upplýsingar finnast um það eða né um líftíma hennar.

Rask [2] (1993-94)

Hljómsveitin Rask vakti nokkra athygli um miðbik tíunda áratugarins fyrir vasklega framgöngu á böllum og lög sem komu út á safnplötum, sveitin boðaði breiðskífu sem aldrei kom þó út. Rask var líklega stofnuð 1993 og skartaði söngkonunni Sigríði Guðnadóttur sem þá hafði nýlega vakið mikla athygli fyrir lagið Freedom sem hún flutti ásamt Jet Black…

Busy doing nothing (2005)

Busy doing nothing var eins konar blúsdjasssveit, starfandi 2005. Þetta var kvartett skipaður þeim Birgi Baldurssyni trommuleikara, Eðvarði Lárussyni gítarleikara, Sigurði Perez saxófónleikara og Þórði Högnasyni kontrabassaleikara. Ekki liggja fyrir nánari upplýsingar um sveitina.

Fánar (1992-96)

Hljómsveitin Fánar vakti nokkra athygli árið 1994 fyrir lagið Greidd skuld glatað fé, á safnplötunni Já takk, sem Japis gaf út. Meðlimir sveitarinnar í því lagi voru Magnús Einarsson gítarleikari og söngvari, Ásgeir Óskarsson trommuleikari og Haraldur Þorsteinsson bassaleikari. Tríóið hafði verið stofnuð árið 1992 og þá voru meðlimir þess Magnús, Þórður Högnason bassaleikari og…

Gakk (1984-85)

Fremur litlar upplýsingar er að finna um hljómsveitina Gakk, sem starfaði 1984 og 85, hún mun hafa gengið áður undir nafninu Barnsburður. Gakk starfaði í Kópavogi og voru meðlimir hennar þeir Sigurður Halldórsson bassaleikari, Birgir Baldursson trommuleikari, Ingólfur Örn Björgvinsson söngvari og Sigurður Ingibergur Björnsson gítarleikari. Einhvern hluta starfstíma sveitarinnar var hún tríó.

Kópabandið (1976-79)

Kópabandið var níu manna sveit, afsprengi Skólahljómsveitar Kópavogs og starfaði líklega á árunum 1976-79. Þessi sveit hafði að geyma nokkra meðlimi sem síðar áttu eftir að vekja athygli á öðrum vettvangi í tónlistarheiminum s.s. Birgir Baldursson trommuleikara og Jóhann Morávek bassaleikara og kórstjórnanda. Einnig er hugsanlegt að Sigurður Flosason saxófónleikari hafi verið í Kópabandinu en…

Lamarnir ógurlegu (1989-90)

Lamarnir ógurlega var ekki eiginleg hljómsveit heldur sá hópur sem vann plötuna Nóttin langa sem Bubbi Morthens sendi frá sér fyrir jólin 1989. Hópurinn innihélt þá Bubba sjálfan, Svíann Cristian Falk sem hafði unnið með honum nokkrar plötur þegar hér var komið sögu, Johan Söderberg slagverksleikara, Ken Thomas upptökumann og Hilmar Örn Hilmarsson sem kannski…

Rabbi og Rúnar – Efni á plötum

Rabbi og Rúnar – Í álögum Útgefandi: R&R músík Útgáfunúmer: RRCD 2002 Ár: 2000 1. Móðir mín í kví kví 2. Huldumaðurinn 3. Ég sé 4. Ýsa var það heillin 5. Sofðu rótt 6. Hlini kóngsson 7. Álfkonan 8. Gilitrutt 9. Skröggur og Skellinefja 10. Áfram kringum eldinn 11. Draugadans 12. Marbendillinn hló 13. Búálfarnir Flytjendur…

Rabbi – Efni á plötum

Rafn Jónsson – Andartak Útgefandi: eigin útgáfa Útgáfunúmer: RRJ LP 1 / RRJ CD 1 Ár: 1991 1. Andartak 2. Ég elska bara þig 3. Hvernig líður þér í dag 4. Leynistaðurinn 5. Hafið – forleikur 6. Hafið 7. Orðin 8. Draumurinn 9. Hve lengi 10. Í fyrra lífi 11. Æskustöðvar Flytjendur Kristján Edelstein – gítar…

Rúnar Júlíusson – Efni á plötum

Rúnar Júlíusson – Come into my life / Let’s go dancin’ [ep] Útgefandi: Hljómar Útgáfunúmer: HLJ 003 Ár: 1975 1. Come into my life 2. Let’s go dancing Flytjendur Björgvin Halldórsson – raddir Engilbert Jensen – raddir Rúnar Júlíusson – bassi og söngur Rick Leob – trommur Gunnar Þórðarson – gítar Rúnar Júlíusson – Hvað dreymdi sveininn?…

Svefngalsar (1986)

Hljómsveitin Svefngalsar er líkelga flestum gleymd en hún vakti nokkra athygli 1986 er hún gaf út sína fyrstu og einu plötu. Svefngölsum skaut skyndilega upp á sjónarsviðið með fullunna plötu haustið 1986 en hún hafði þá lítið sem ekkert leikið opinberlega, reyndar virðist hún ekkert hafa spilað opinberlega þrátt fyrir að hafa ætlað sér það…

Svefngalsar – Efni á plötum

Svefngalsar – Spilduljónið Útgefandi: Blaðstíft aftan Útgáfunúmer: BA 001 Ár: 1986 1. Sveitavargur 2. Þú ert stúlkan 3. Réttar vísur 4. Tilbrigði um nótt 5. Það rignir í Reykjavík 6. Strammaðu þig af 7. Obbosí 8. Þorgeirsboli 9. Alfa laval 10. Íslandsóð Flytjendur Eggert Þorleifsson – klarinetta Níels Ragnarsson – hljómborð og raddir Stefán S. Stefánsson – saxófónn…