Afmælisbörn 19. október 2025

Sex afmælisbörn eru á skrá hjá Glatkistunni í dag: Guðmundur S. Steingrímsson (Papa Jazz) trommuleikari með meiru (f. 1929) hefði átt afmæli í dag en hann lést 2021. Guðmundur lék á sínum tíma með fjöldanum öllum af djass- og danshljómsveitum þess tíma og alltof langt mál yrði að telja þær allar upp en sem dæmi…

Höfuðlausn [1] (1995-2007)

Djasspíanóleikarinn Egill B. Hreinsson starfrækti hljómsveitir, bæði tríó og kvartetta um langt árabil og er fjallað um tríó hans annars staðar á síðunni – hér eru hins vegar settir undir einn hatt kvartettar Egils en hann kom reglulega fram með slíka á árunum 1995 til 2007, fyrirferðamestur þeirra er kvartettinn Höfuðlausn. Elstu heimildir um kvartett…

Hrægammarnir [2] (1983)

Hrægammarnir voru djasshljómsveit undir stjórn gítarleikarans Björns Thoroddsen, sem spilaði töluvert sumarið og haustið 1983 á stöðum eins og Stúdentakjallaranum og Djúpinu. Heilmiklar mannabreytingar urðu á sveitinni en hún var eins konar forveri eða jafnvel fyrsta útgáfa hljómsveitarinnar Gamma sem síðar áttu m.a. eftir að gefa út nokkrar breiðskífur. Hrægammar voru í fyrstu útgáfu þarna…

Hljómur [4] (2008 / 2010)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem sett var saman innan harmonikkufélagsins Hljóms haustið 2008 undir sama nafni (Hljómur) en þessi sveit lék á samkomu félagsins undir stjórn Sigurðar Alfonssonar. Sveitin mun hafa verið sett saman úr minni harmonikkuhópum innan félagsins, Eldborginni, Fönix, Smáranum og Dragspilsdrottningunum – auk þess léku Guðmundur Steingrímsson trommuleikari og Carl…

Hljómsveit Grettis Björnssonar (1949-2005)

Harmonikkuleikarinn Grettir Björnsson starfrækti nokkrar hljómsveitir af ýmsum stærðum og gerðum en upplýsingar um þær eru almennt mjög takmarkaðar. Fyrsta sveitin sem Grettir rak var tríó sem starfaði á árunum 1949 og 50, sú sveit lék m.a. á Keflavíkurflugvelli en einnig á höfuðborgarsvæðinu. Engar upplýsingar er að finna um hverjir skipuðu tríóið með honum. Næsta…

Hljómsveit Þóris Jónssonar (1942-47)

Hljómsveit Þóris Jónssonar sem lengi var bendluð við Hótel Borg (og reyndar einnig nefnd Hljómsveit Hótel Borgar eða Borgarbandið) varð til fyrir hálfgerða tilviljun en hún starfaði í nokkur ár og telst vera fyrsta alíslenska djasshljómsveitin. Tildrög þess að sveitin var stofnuð voru þau að Þórir Jónsson fiðlu- og saxófónleikari starfaði með Hljómsveit Jack Quinet…

Hljómsveit Guðmundar Steingrímssonar (1965-2012)

Trommuleikarinn Guðmundur Steingrímsson lék með ógrynni hljómsveita alla sína ævi en hann starfrækti jafnframt í nokkur skipti hljómsveitir í eigin nafni, þær léku flestar einhvers konar djasstónlist Elstu heimildir um hljómsveit Guðmundar í eigin nafni eru frá því um vorið 1965 en þá lék kvartett hans á djasskvöldi á vegum Jazzklúbbsins, engar upplýsingar er að…

Hljómsveit Þorleifs Gíslasonar (1984 / 2006)

Þorleifur Gíslason saxófónleikari var tvívegis með hljómsveitir í eigin nafni en þær voru báðar starfræktar í tengslum við tónlistarsýningar með áherslu á frumrokkið, slíkar tónlistardagskrár nutu um þær mundir mikilla vinsælda. Fyrri sveit Þorleifs starfaði árið 1984 og lék í tónlistarskemmtun í upphafi árs sem gekk undir yfirskriftinni Rock-festival en þar var gamla rokkið í…

Hljómsveit Stefáns Þorleifssonar (1949-60)

Tónlistarmaðurinn Stefán Þorleifsson starfrækti hljómsveitir um árabil um og eftir miðja síðustu öld en sú sem lengst starfaði lék nokkuð samfleytt á árinum 1949 til 1960. Sveit Stefáns var allþekkt en lék aldrei inn á hljómplötur meðan hún starfaði. Stefán hafði árið 1947 starfrækt hljómsveit sem gekk undir nafninu Swingtríó Stefáns Þorleifssonar og er fjallað…

Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar (1961 / 1965-92)

Saga hinnar einu sönnu Hljómsveitar Ragnars Bjarnasonar er tvíþætt, annars vegar lék sveitin um árabil á Hótel Sögu við miklar vinsældir – reyndar svo miklar að þegar ný hljómsveit tók við henni var sú sveit nánast púuð niður af tryggum og prúðbúnum miðaldra dansleikjagestum, hins vegar lék sveitin yfir sumartímann ásamt fleiri skemmtikröftum undir nafninu…

Afmælisbörn 19. október 2024

Sex afmælisbörn eru á skrá hjá Glatkistunni í dag: Guðmundur S. Steingrímsson (Papa Jazz) trommuleikari með meiru (f. 1929) hefði átt afmæli í dag en hann lést 2021. Guðmundur lék á sínum tíma með fjöldanum öllum af djass- og danshljómsveitum þess tíma og alltof langt mál yrði að telja þær allar upp en sem dæmi…

Hljómsveit Karls Lilliendahl (1958 / 1960-61 / 1964-72)

Gítarleikarinn Karls Lilliendahl var einn fjölmargra sem hófu að starfrækja hljómsveit um og upp úr miðri 20. öldinni en algengt var þá að sveitir væru í nafni hljómsveitarstjórans og að lausráðnir söngvarar syngju með sveitunum um lengri eða skemmri tíma en væru í raun ekki hluti af hljómsveitinni. Karl hafði fyrst verið með skólahljómsveit þegar…

Hljómsveit Jóns Sigurðssonar [1] (1947-49 / 1961 / 1964)

Jón Sigurðsson trompetleikari eins og hann var yfirleitt nefndur (til aðgreiningar frá Jóni Sigurðssyni í bankanum og Jóni Sigurðssyni bassaleikara) var frá Akureyri og þar starfaði hann með og starfrækti hljómsveitir á yngri árum. Hann var tvítugur þegar hann stofnaði hljómsveit í eigin nafni sem lék mestmegnis á Hótel Norðurlandi en einnig á skemmtunum og…

Hljómsveit Jóns Sigurðssonar [2] (1954-93)

Jón Sigurðsson bassaleikari eða Jón bassi, eins og hann var iðulega kallaður til aðgreiðingar frá nöfnum sínum Jóni trompetleikara og Jóni í bankanum (og reyndar fleirum), stjórnaði ógrynni hljómsveita um ævi sína – þar var bæði um að ræða danshljómsveitir sem léku á skemmtistöðum og félagsheimilum víða um land og einnig hljómsveitir sem hann stjórnaði…

Hljómsveit Hauks Morthens (1962-91)

Stórsöngvarinn Haukur Morthens starfrækti hljómsveitir í eigin nafni um árabil, nánast sleitulaust á árunum 1962 til 1991 en hann lést ári síðar. Sveitir hans voru mis stórar og mismunandi eftir verkefninu hverju sinni en honum hélst ótrúlega vel á mannskap og sumir samstarfsmanna hans störfuðu með honum lengi. Haukur Morthens var orðinn vel þekkt nafn…

Hljómsveit Gunnars Reynis Sveinssonar (1957-58)

Gunnar Reynir Sveinsson starfrækti hljómsveitir á sjötta áratug síðustu aldar, annars var um að ræða Tríó Gunnars Reynis Sveinssonar sem fjallað er sérstaklega um í annarri grein, hins vegar Hljómsveit Gunnars Reynis Sveinssonar sem hér um ræðir. Hljómsveit Gunnars Reynis Sveinssonar var líkast til sett sérstaklega saman fyrir upptökur með Skapta Ólafssyni söngvara á tveimur…

Hljómsveit Gunnars Ormslev (1950-71)

Gunnar Ormslev saxófónleikari starfrækti nokkrar hljómsveitir í eigin nafni frá sjötta og fram á áttunda áratug síðustu aldar en þekktust þeirra sveita var án nokkurs vafa sú sem fór til Sovétríkjanna á heimsmót æskunnar og vakti þar mikla athygli en Haukur Morthens var þá söngvari sveitarinnar. Gunnar hafði starfrækt hljómsveit (GO kvintett) á síðari hluta…

Hljómsveit Guðmundar Ingólfssonar [2] (1966-91)

Djasspíanistinn Guðmundur Ingólfsson starfrækti margar hljómsveitir um ævi sína, hann er þekktastur fyrir það sem hefur verið kallað Tríó Guðmundar Ingólfssonar (sjá sér umfjöllun á Glatkistunni) en það eru djasssveitir hans sem störfuðu allt frá því um miðjan sjöunda áratuginn og þar til hann lést 1991. Hér er hins vegar reynt að varpa einhverju ljósi…

Hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar (1974-2004)

Tónlistarmaðurinn Birgir Gunnlaugsson starfrækti hljómsveit/ir líklega nokkuð samfleytt í um þrjá áratugi eða allt frá árinu 1974 og fram á þessa öld, jafnframt hefur hljómsveitin komið við sögu á nokkrum plötum en tvær þeirra voru gefnar út í nafni sveitarinnar. Birgir Gunnlaugsson stofnaði sína fyrstu hljómsveit af því er virðist árið 1974 og voru meðlimir…

Hljómsveit Bjarna Böðvarssonar (1932-55)

Hljómsveit Bjarna Böðvarssonar er um margt merkileg hljómsveit eða öllu heldur hljómsveitir því í raun var um að ræða nokkrar sveitir skipaðar mismunandi mannskap hverju sinni og allt frá því að vera tríó og upp í fimmtán manna sveit. Hún var aukinheldur fyrsta danshljómsveit Íslands og að öllum líkindum fyrsta hljómsveit sinnar tegundar sem hafði…

Hljómsveit Árna Ísleifssonar (1945-97)

Það sem hér er kallað Hljómsveit Árna Ísleifssonar (Hljómsveit Árna Ísleifs) er í raun fjölmargar og ólíkar hljómsveitir sem starfræktar voru með mismunandi mannskap og á mismunandi tímum í nafni Árna, saga þeirra spannar tímabil sem nær yfir ríflega hálfa öld. Fyrsta sveit Árna virðist hafa verið stofnuð árið 1945 en hún starfaði á Hótel…

Hljómsveit Gunnars Jónssonar (1944-47 / 1955)

Upplýsingar um Hljómsveit Gunnars Jónssonar sem starfaði um miðjan fimmta áratug síðustu aldar eru afar takmarkaðar en svo virðist sem sveitin hafi verið starfrækt í Hafnarfirðinum á árunum 1944-47, a.m.k. lék hún mest á Hótel Birninum þar í bæ sem og Góðtemplarahúsinu. Árið 1947 lék sveitin hins vegar á kabarettsýningum í Trípólí leikhúsinu í Reykjavík.…

Hljómsveit Gunnars Kvaran [2] (2008-12)

Harmonikkuleikarinn Gunnar Kvaran starfrækti hljómsveit innan harmonikkusamfélagsins og lék sveit hans oftsinnis á uppákomum tengdum Félagi harmonikuunnenda í Reykjavík á árunum 2008 til 2012, og líklega lengur án þess þó að heimildir liggi fyrir um það. Árið 2011 skipuðu þeir Helgi E. Kristjánsson gítar- og bassaleikari, Hreinn Vilhjálmsson harmonikkuleikari, Guðmundur Steingrímsson trommuleikari og Reynir Jónasson…

Hljómsveit Eyþórs Þorlákssonar (1948-49 / 1952)

Eyþór Þorláksson gítarleikari starfrækti nokkrar hljómsveitir í eigin nafni á fimmta, sjötta og sjöunda áratug liðinnar aldar, þær gengu undir ýmsum nöfnum s.s. Tríó Eyþórs Þorlákssonar (1953-62), Orion (1956-58) og Combó Eyþórs Þorlákssonar sem reyndar gekk einnig undir nafninu Hljómsveit Eyþórs Þorlákssonar um tíma (1959-66) en þær sveitir hafa allar sér umfjöllun á Glatkistunni. Eyþór…

Hljómsveit Baldurs Kristjánssonar (1946-63)

Saga Hljómsveitar Baldurs Kristjánssonar píanóleikara er nokkuð löng og um leið flókin því Baldur starfrækti hljómsveitir á ýmsum tímum í eigin nafni en einnig aðrar sveitir undir öðrum nöfnum sem í heimildum eru gjarnan kallaðar hljómsveit Baldurs Kristjánssonar, hér verður þó eftir fremsta megni reynt að setja saman nokkuð heildstæða mynd af þeim sveitum sem…

Afmælisbörn 19. október 2023

Fjögur afmælisbörn eru á skrá hjá Glatkistunni í dag: Guðmundur S. Steingrímsson (Papa Jazz) trommuleikari með meiru (f. 1929) hefði átt afmæli í dag en hann lést 2021. Guðmundur lék á sínum tíma með fjöldanum öllum af djass- og danshljómsveitum þess tíma og alltof langt mál yrði að telja þær allar upp en sem dæmi…

Sumargleðin [1] (1972-86)

Sumargleðin var ómissandi þáttur í sveitaballamenningu áttunda og níunda áratugarins og beinlínis nauðsynlegur sumargestur skemmtanaþyrstra landsbyggðarmanna þar sem hópurinn troðfyllti hvert félagsheimilið á fætur öðru sumar eftir sumar. Þegar best lét skemmti Sumargleðin allt að þrjátíu og fimm til fjörutíu sinnum á tæplega tveggja mánaða sumartúrum sínum í júlí og ágúst, og munaði ekki um…

Afmælisbörn 19. október 2022

Fjögur afmælisbörn eru á skrá hjá Glatkistunni í dag: Guðmundur S. Steingrímsson (Papa Jazz) trommuleikari með meiru (f. 1929) hefði átt afmæli í dag en hann lést 2021. Guðmundur lék á sínum tíma með fjöldanum öllum af djass- og danshljómsveitum þess tíma og alltof langt mál yrði að telja þær allar upp en sem dæmi…

Stórhljómsveit Reynis Sigurðssonar (1992)

Reynir Sigurðsson fór austur á Hérað fyrir jólin 1992 með hljómsveit sem kallaðist Stórhljómsveit Reynis Sigurðssonar og lék á einum dansleik í Fellabæ en allt lítur út fyrir að sveitin hafi verið sett saman fyrir þetta eina gigg, alltént finnast ekki aðrar heimildir um hana. Auk Reynis sem gæti hafa leikið á hljómborð eða jafnvel…

Slagbítar (1996-97)

Þrír trommuleikarar komnir af léttasta skeiðinu mynduðu slagverkstríóið Slagbíta sem kom fram að minnsta kosti tvívegis, 1996 og 97. Þetta voru trommugoðsagnirnar Guðmundur Steingrímsson (Papa Jazz), Þorsteinn Eiríksson (Steini Krupa) og Skapti Ólafsson, sem komu annars vegar fram á slagverkstónleikum í tengslum við RÚREK-hátíðina 1996 og svo hins vegar á Jazzhátíð Egilsstaða 1997 – á…

Tónlistarfólk sem lést á árinu 2021

Um áramót er við hæfi að líta um öxl og minnast tónlistarfólks sem féll frá á árinu 2021, Glatkistan hefur tekið saman lista fjórtán tónlistarkvenna og -manna sem létust á árinu en þau komu að íslenskri tónlistarsögu með mismiklum og ólíkum hætti. Fjóla Karlsdóttir (1936-2021) – dægurlagasöngkona             Gerður Benediktsdóttir…

Skárren ekkert (1992-)

Skárren ekkert var töluvert þekkt hljómsveit um tíma þótt hún væri ekki beinlínis í vinsældapoppinu, margir sóttust þó eftir að komast á tónleika með sveitinni sem lék fjölbreytta tónlist á borð við kvikmynda- og leikhústónlist, kaffihúsatónlist eða jafnvel bara þjóðlög, íslensk og erlend. Hún er þó líklega þekktust fyrir frumsamda tónlist sína fyrir leikhús og…

Afmælisbörn 19. október 2021

Fjögur afmælisbörn eru á skrá hjá Glatkistunni í dag: Guðmundur S. Steingrímsson (Papa Jazz) trommuleikari með meiru (f. 1929) hefði átt afmæli í dag en hann lést fyrr á þessu ári. Guðmundur lék á sínum tíma með fjöldanum öllum af djass- og danshljómsveitum þess tíma og alltof langt mál yrði að telja þær allar upp…

Andlát – Guðmundur Steingrímsson (1929-2021)

Tónlistarmaðurinn Guðmundur Steingrímsson (Papa Jazz) er látinn, á nítugasta og öðru aldursári. Guðmundur var einn allra þekktasti trommuleikari landsins og náði ferill hann yfir ýmsa og ólíka strauma og stefnur tónlistarinnar allt frá miðri síðustu öld og allt fram á annan áratug þessarar aldar. Þannig kom hann við sögu á mörgum klassískum tónlistarperlum frá sjötta…

Afmælisbörn 19. október 2020

Fjögur afmælisbörn eru á skrá hjá Glatkistunni í dag: Guðmundur S. Steingrímsson (Papa Jazz) trommuleikari með meiru er níutíu og eins árs gamall í dag. Guðmundur lék á sínum tíma með fjöldanum öllum af djass- og danshljómsveitum þess tíma og alltof langt mál yrði að telja þær allar upp en sem dæmi má nefna Unga…

Combo Eyþórs Þorlákssonar (1959-66)

Combo Eyþórs Þorláksson starfaði um nokkurra ára skeið á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar en combo-ið var lengst af húshljómsveit á Röðli. Sveitin kom fyrst fram árið 1959 og var þá skipuð hljómsveitarstjóranum Eyþóri Þorlákssyni gítarleikara, Reyni Jónassyni saxófónleikara, Guðjóni Pálssyni píanóleikara, Hrafni Pálssyni bassaleikara og Guðmundur Steingrímssyni trommuleikara. Haustið 1962 var sveitin ráðin…

Guðmundur Steingrímsson (1929-2021)

Guðmundur Steingrímsson er án nokkurs vafa einn allra þekktasti trommuleikari landsins en starfsferill hans náði í raun yfir flesta strauma og stefnur frá stríðslokum. Hann lék á trommur í mörgum af þekktustu dægurlagaperlum Íslendinga á sjötta áratugnum, starfaði sem session trommari um árabil, kenndi tónlist og spilaði djass frá hjartanu enda færasti swing trommuleikari sem…

GO kvintett (1946-48)

GO kvintett vakti mikla athygli á sínum tíma en hún var meðal fyrstu djasssveita hér á landi og jafnframt sú fyrsta sem kennd var við sveiflutónlist. Sveitin var stofnuð í Hafnarfirði upp úr hljómsveitinni Ungum piltum árið 1946, í nafni Gunnars Ormslev en hann var þá á unglingsaldri, nýfluttur heim til Íslands frá Danmörku þar…

Gammar [2] (1982-94 / 2006-07)

Hljómsveitin Gammar starfaði í rúmlega áratug á síðari hluta síðustu aldar, hætti störfum en birtist svo aftur á nýrri öld. Sveitin hefur sent frá sér nokkrar plötur en tónlist hennar má skilgreina sem djass- eða bræðingstónlist. Það var gítarleikarinn Björn Thoroddsen sem stofnaði Gamma árið 1982 og voru aðrir meðlimir sveitarinnar í upphafi þeir Hjörtur…

Afmælisbörn 19. október 2019

Fjögur afmælisbörn eru á skrá hjá Glatkistunni í dag: Guðmundur S. Steingrímsson (Papa Jazz) trommuleikari með meiru er níræður á þessum degi og á þessi stórmerki maður því stórafmæli dagsins. Guðmundur lék á sínum tíma með fjöldanum öllum af djass- og danshljómsveitum þess tíma og alltof langt mál yrði að telja þær allar upp en…

Bob Magnusson group (1980)

Bob Magnusson group var ekki starfandi sveit en var sett saman fyrir afmælishátíð Jazzvakningar haustið 1980 þar sem hún hélt tónleika sem voru teknir upp og síðar gefnir út á plötu. Jazzvakning hélt upp á fimm ára afmæli sitt m.a. með því að bjóða hingað til lands bandaríska bassaleikaranum Bob Magnusson (Robert Magnusson f. 1947)…

Bluebirds (1963-66)

Hljómsveit að nafni Bluebirds lék í fjölmörg skipti í klúbbum á Keflavíkurflugvelli á árunum 1963-66. Ekki liggur fyrir hvort sveitin var sett saman sérstaklega fyrir þessi gigg á Vellinum eða hvort um var að ræða aðra sveit sem kallaði sig þessu nafni við þau tækifæri, t.d. Hljómsveit Guðmundur Ingólfssonar úr Keflavík sem skipuð var sömu…

Afmælisbörn 19. október 2018

Fjögur afmælisbörn eru á skrá hjá Glatkistunni í dag: Guðmundur S. Steingrímsson (Papa Jazz) trommuleikari með meiru er áttatíu og níu ára á þessum degi. Guðmundur lék á sínum tíma með fjöldanum öllum af djass- og danshljómsveitum þess tíma og alltof langt mál yrði að telja þær allar upp en sem dæmi má nefna Unga…

Bláa bandið [3] (1980)

Hljómsveit að nafni Bláa bandið lék á djasskvöldi árið 1980, að líkindum í aðeins eitt skipti. Meðlimir þessarar sveitar voru Carl Möller píanóleikari, Viðar Alfreðsson trompetleikari, Árni Scheving bassaleikari og Guðmundur Steingrímsson trommuleikari.

Tríó Steinþórs Steingrímssonar (1953 / 1971-72 / 1983)

Steinþór Steingrímsson píanóleikari var þrívegis með tríó á sinni könnu, þau voru ýmist kölluð Tríó Steinþórs Steingrímssonar eða Tríó Steina Steingríms. Vorið 1953 lék tríó undir hans stjórn með breska trompetleikaranum Leslie Hutchinson sem hélt hér tónleika en auk Steinþórs voru Guðmundur Steingrímsson trommuleikari og Pétur Urbancic bassaleikari í tríóinu. Steinþór mun einnig hafa starfrækt…

Tríó Ólafs Gauks (1948-56 / 2000-01)

Ólafur Gaukur Þórhallsson gítarleikari starfrækti fjöldann allan af hljómsveitum á sínum tíma og voru þar á meðal tríó en fyrsta hljómsveit Ólafs var einmitt tríó. Ólafur Gaukur var aðeins átján ára þegar hann stofnaði tríó í eigin nafni árið 1948, ásamt honum voru í tríóinu Kristján Magnússon píanóleikari og Hallur Símonarson bassaleikari en jafnframt söng…

Tríó Jóns Möller (?)

Píanóleikarinn Jón Möller starfrækti í gegnum tíðina nokkur djasstríó í sínu nafni en í öllum tilfellum var um að ræða skammlífar sveitir og á löngu tímabili. Það er fyrst árið 1959, þegar Jón var aðeins tvítugur, sem tríó í hans nafni kemur til sögunnar en svo ekki fyrr en 1977, engar upplýsingar er að hafa…

Tríó Jóns Páls Bjarnasonar (1959-2010)

Gítarleikarinn Jón Páll Bjarnason starfrækti oft og iðulega djasstríó á meðan hann bjó hér á landi en hann bjó lengi erlendis, í Svíþjóð og Bandaríkjunum. Fyrst er tríóa getið í hans nafni á árunum í kringum 1960, í því voru auk hans Gunnar Ormslev tenór-saxófónleikari og Sigurbjörn Ingþórsson bassaleikari. Það tríó er líklega það þekktasta…

Tríó Guðmundar Steingrímssonar (1992-2005)

Guðmundur Steingrímsson (Papa Jazz) starfrækti djasstríó með hléum á árunum 1992 til 2005. Litlar upplýsingar er að finna um hverjir skipuðu tríóið með honum enda hefur það sjálfsagt verið nokkuð mismunandi, þó liggur fyrir að Carl Möller píanóleikari lék með því 1993. Ýmsir kunnir söngvarar hafa sungið með tríóinu og eru Linda Walker, Andrea Gylfadóttir,…

Tríó Eyþórs Þorlákssonar (1953-62)

Eyþór Þorláksson starfrækti tríó í eigin nafni á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar en þó með hléum þar sem hann m.a. starfaði og nam gítarfræði á þeim tíma á Spáni. Tríóið kemur fyrst við sögu sumarið 1953 og var þá líklega sett saman fyrir tónleika sem breska söngkonan Honey Brown hélt hérlendis, svipaður viðburður…