Afmælisbörn 5. apríl 2015

Arnþór Helgason1

Arnþór Helgason

Þrjú tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag:

Fyrst skal telja tvíburabræðurna frá Vestmannaeyjum, þá Gísla og Arnþór Helgasyni sem eru 63 ára. Framan af störfuðu þeir bræður mikið saman, fóru um landið og léku saman á mörgum tónleikum ungir að árum um miðjan sjöunda áratuginn og létu sjónskerðingu ekki aftra sér í því. Þeir störfuðu einnig saman í hljómsveitum eins og Austrið er rautt og Eyjaliðinu, og gáfu saman út plötuna Í bróðerni árið 1981. Arnþór var síðar í Wulfilins-orkestra en Gísli hefur verið mun meira áberandi í tónlistinni hin síðari ár, var í Hálfu í hvoru, Vísnavinum og Islandicu, starfrækt eigin sveit, hefur gefið út sólóplötur og leikið á plötum annarra listamanna auk þess að vera viðloðandi hljóðvinnslu ýmis konar.

Áskell Jónsson (1911-2002) tónlistarfrömuður á Akureyri hefði einnig átt afmæli á þessum degi, hann stýrði kórum og lúðrasveitum, kenndi tónlist, annaðist undirleik, samdi tónlist og var öflugur í félagsmálum tónlistarmanna nyrðra.