Dægurlagacombó Jóns Ólafssonar (1991-92)

Dægurlagacombó Jóns Ólafssonar

Dægurlagacombó Jóns Ólafssonar

Dægurlagacombó Jóns Ólafssonar var hljómsveit sem lék undir á söngskemmtuninni Aftur til fortíðar: íslenskir tónar í 30 ár – 1950-80, sem sett var á svið á Hótel Íslandi veturinn 1991-92 en þar sungu fjölmargir dægurlagasöngvarar af nýrri kynslóð sem þá var að koma upp, söngvarar eins og Páll Óskar Hjálmtýsson, Móeiður Júníusdóttir, Daníel Ágúst Haraldsson og fleiri.

Dægurlagacombóið var skipað þekktum hljóðfæraleikurum sem höfðu starfað saman í ýmsum hljómsveitum en þeir voru Ólafur Hólm Einarsson trommuleikari, Stefán Hjörleifsson gítarleikari, Haraldur Þorsteinsson bassaleikari, Einar Bragi Bragason flautu- og saxófónleikari, Jón Elfar Hafsteinsson gítarleikari, Ásgeir Óskarsson slagverksleikari og svo auðvitað hljómsveitarstjórinn og hljómborðsleikarinn Jón Ólafsson.