Dýrlingarnir [2] (1995)

engin mynd tiltækAcid-jazzsveitin Dýrlingarnir lék sumarið 1995 sem eins konar húshljómsveit á Hótel Borg.

Meðlimir Dýrlinganna voru Ingólfur Sigurðsson trommuleikari (Rauðir fletir, Síðan skein sól o.fl.), Hermann Jónsson bassaleikari (Rauðir fletir, Orgill o.fl.), Kristján Eldjárn gítarleikari (Fyrirbæri, Smartband o.fl.), Kjartan Valdemarsson hljómborðsleikari (Todmobile o.fl.) og Ólafur Jónsson saxófónleikari (Skófílar, Stórsveit Reykjavíkur o.fl.)

Sveitin var leyst upp að sumrinu loknu.