Picasso (1979)

Picasso var ein þeirra hljómsveita sem kennd var við Pétur Kristjánsson en sveitin var sú síðasta í röð nokkurra sem höfðu stafinn P að upphafsstaf. Picasso var stofnuð vorið 1979, fljótlega eftir að Póker lagði upp laupana. Það var aldrei ætlunin að sveitin yrði langlíf enda varð hún það ekki, Pétur var á þessum tíma…

Piltur & stúlka – Efni á plötum

Piltur & stúlka – Endist varla Útgefandi: Tónsmiðja Tómasar og Ingunnar Útgáfunúmer: CD 007 Ár: 1995 1. Endist varla 2. Söngur næturdrottningarinnar 3. Einleikur 4. Mér líður 5. Töfrar dagsins 6. Manstu 7. Hugarsmuga 8. Fallin fegurð 9. Heimsmaður, hirðfífl 10. Söngur um tengsl 11. Þau trúa 12. Brenndar brýr 13. Gereikkaðíessu; aukalag Flytjendur: Ingunn…

Piltur & stúlka (1995)

Tvíeykið Tómas Hermannsson og Ingunn Gylfadóttir sendu frá sér eina breiðskífu undir heitinu Piltur & stúlka haustið 1995 en platan vakti nokkra athygli. Tómas (f. 1971) og Ingunn (f. 1969) voru par á sínum tíma en höfðu hafið eiginlegt tónlistarsamstarf með þátttöku í undankeppni Eurovision keppninnar haustið 1991 fyrir keppnina sem haldin var 1992. Þar…

Afmælisbörn 8. júní 2016

Tvö tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar í dag: Sindri (Þórsson) Eldon er þrítugur í dag og á því stórafmæli. Sindri hefur gefið út sólóplötuna Bitter and resentful en hann hefur verið viðloðandi tónlist með einum eða öðrum hætti nánast frá fæðingu, mest í hljómsveitum en þeirra á meðal má nefna Dáðadrengi, Slugs, Desidiu, Dynamo…

Afmælisbörn 7. júní 2016

Í dag eru afmælisbörn á skrá Glatkistunnar tvö talsins en þau eru eftirfarandi: Tvíburabræðurnir Kristinn og Guðlaugur Júníussynir eru fertugir á þessum annars ágæta degi en þeir eru eins og kunnugt er af mikilli tónlistarfjölskyldu. Þeir bræður hafa mikið unnið saman í tónlist sinni, voru í hljómsveitum eins og Tjalz Gissur, Vinyl (Vínyll), Lace, Jet…

Afmælisbörn 6. júní 2016

Þrjú afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar á þessum degi: Bubbi Morthens (Ásbjörn Kristinsson) á stórafmæli en hann er sextugur í dag. Honum skaut á stjörnuhimininn með eftirminnilegum hætti 1980 þegar hann spratt fram með hljómsveitinni Utangarðsmönnum og sólóplötu um svipað leyti. Í kjölfarið fylgdu sólóplötur sem skipta um fjórum tugum auk hljómsveita sem flestar hafa…

Afmælisbörn 5. júní 2016

Í dag eru afmælisbörnin fimm talsins: Fyrstan skal telja Einar Val Scheving trommuleikara og tónskáld en hann er fjörutíu og þriggja ára. Einar sem hefur leikið á ógrynni platna annarra tónlistarmanna, hefur einnig starfað með hljómsveitum eins og Stórsveit Reykjavíkur, Atlantshafsbandalaginu, Icelandic All Star Jazzband og Gleðigjöfunum auk margra annarra. Hann hefur ennfremur gefið út þrjár…

Afmælisbörn 4. júní 2016

Afmælisbörn dagsins á Glatkistunni að þessu sinni eru þrjú talsins: Jörundur (Arnar) Guðmundsson eftirherma og skemmtikraftur er sextíu og níu ára gamall í dag. Jörundur fór mikinn í skemmtanabransanum einkum á áttunda og níunda áratug liðinnar aldar þar sem hann skemmti með eftirhermu- og skemmtanaprógrammi sínu um land allt. Hann gaf ennfremur út plötu á sínum…

Pétur Kristjánsson og fleiri komnir í gagnagrunn Glatkistunnar

Enn bætist í gagnagrunn Glatkistunnar en um þrjátíu og fimm flytjendur tónlistar bættust í hann í maímánuði. Sem fyrr er þar bæði um að ræða einstaklinga og hljómsveitir auk kóra og annarra flytjenda en meðal þekktra nafna má nefna Pétur Kristjánsson söngvara, Pál Ísólfsson tónskáld, Pál Kr. Pálsson orgelleikara, Pétur Á. Jónsson óperusöngvara og Pál…

Afmælisbörn 2. júní 2015

Tvö tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu á vef Glatkistunnar í dag: Þorgeir Ástvaldsson mannfræðingur og dagskrárgerðarmaður er fyrra afmælisbarn dagsins, sextíu og sex ára gamall. Hann varð þekktur strax á barnsaldri þegar hann lék með hljómsveitinni Tempó sem hitaði meðal annars upp fyrir bresku sveitina Kinks þegar þeir komu til landsins um miðjan sjöunda áratug…

Ný plata frá Hráefni

Hljómsveitin Hráefni sendi nýlega frá sér smáskífu með frumsömdu blúsrokki. Á plötunni er að finna þrjú lög eftir meðlimi sveitarinnar við texta Valdimars Arnar Flygenring söngvara hennar. Hráefni er skipuð auk Valdimars sem syngur og leikur á gítar, þeim Þorleifi Guðjónssyni bassaleikara, Bergþóri Morthens gítarleikara og Þórdísi Claessen trommuleikara en auk þeirra koma fram á…

Afmælisbörn 1. júní 2016

Á þessum fyrsta degi júnímánaðar eru þrjú afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Jón Örn Arnarson trommuleikari Jet Black Joe og Ensíma er fjörutíu og tveggja í dag. Jón Örn var nokkuð áberandi á tíunda áratugnum með sveitunum tveimur, fyrst með Jet Black Joe og síðan Ensími en báðar sveitirnar nutu mikilla vinsælda á sínum tíma. Síðar…