Afmælisbörn 17. júní 2025

Fjögur afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum annars ágæta þjóðhátíðardegi Íslendinga: Magnús Stefánsson trommuleikari frá Raufarhöfn er sextíu og sex ára gamall í dag. Magnús lék á sínum tíma með mörgum misþekktum hljómsveitum og voru Utangarðsmenn, Egó, Sálin hans Jóns míns, Maó, Skuggar, Tíbet tabú, Jenný og Bodies meðal þeirra. Magnús hefur í seinni…

Hljómsveit Siggu Beinteins (1987-88 / 1994)

Í nokkur skipti hafa hljómsveitir starfað í nafni Sigríðar Beinteinsdóttur söngkonu, stundum hefur það verið í formi tímabundinna eða stakra verkefna en einnig til lengri tíma – engar þessar hljómsveitir hafa þó sent frá sér efni til útgáfu eða útvarpsspilunar. Fyrsta Hljómsveit Siggu Beinteins (eða Hljómsveit Sigríðar Beinteinsdóttur) var sett saman vorið 1987 til að…

Hljómsveit Jóns Hrólfssonar (1963-84)

Harmonikkuleikarinn Jón Hrólfsson starfrækti hljómsveitir á Raufarhöfn í nokkur skipti og voru þær líklega flestar ef ekki allar það sem flokkast undir harmonikkuhljómsveitir. Jón hafði ungur byrjað að leika fyrir dansi bæði einn og með fleirum en fyrsta hljómsveit hans í eigin nafni starfaði á árunum 1963 til 67 á Raufarhöfn en á þeim tíma…

Hljómsveit Hauks Morthens (1962-91)

Stórsöngvarinn Haukur Morthens starfrækti hljómsveitir í eigin nafni um árabil, nánast sleitulaust á árunum 1962 til 1991 en hann lést ári síðar. Sveitir hans voru mis stórar og mismunandi eftir verkefninu hverju sinni en honum hélst ótrúlega vel á mannskap og sumir samstarfsmanna hans störfuðu með honum lengi. Haukur Morthens var orðinn vel þekkt nafn…

Afmælisbörn 17. júní 2024

Fjögur afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum annars ágæta þjóðhátíðardegi Íslendinga: Magnús Stefánsson trommuleikari frá Raufarhöfn er sextíu og fimm ára gamall í dag. Magnús lék á sínum tíma með mörgum misþekktum hljómsveitum og voru Utangarðsmenn, Egó, Sálin hans Jóns míns, Maó, Skuggar, Tíbet tabú, Jenný og Bodies meðal þeirra. Magnús hefur í seinni…

Afmælisbörn 17. júní 2023

Fjögur afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum annars ágæta þjóðhátíðardegi Íslendinga: Magnús Stefánsson trommuleikari frá Raufarhöfn er sextíu og fjögurra ára gamall í dag. Magnús lék á sínum tíma með mörgum misþekktum hljómsveitum og voru Utangarðsmenn, Egó, Sálin hans Jóns míns, Maó, Skuggar, Tíbet tabú, Jenný og Bodies meðal þeirra. Magnús hefur í seinni…

Sveinsstaðasextettinn (um 1978)

Hljómsveit sem gekk undir nafninu Sveinsstaðasextettinn starfaði á Ólafsvík líklega á árunum 1977-78 eða um það leyti. Meðlimir Sveinsstaðasextettsins voru þau Ísólfur Gylfi Pálmason, Sveinn Þór Elinbergsson [trommuleikari?], Sigurður Elinbergsson [bassaleikari?], Sigurður Kr. Höskuldsson [gítarleikari?], Ævar Guðmundsson, Örn Guðmundsson og Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir söngkona en einnig mun Magnús Stefánsson hafa komið við sögu sveitarinnar. Óskað…

Afmælisbörn 17. júní 2022

Fjögur afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum annars ágæta þjóðhátíðardegi Íslendinga: Magnús Stefánsson trommuleikari frá Raufarhöfn er sextíu og þriggja ára gamall í dag. Magnús lék á sínum tíma með mörgum misþekktum hljómsveitum og voru Utangarðsmenn, Egó, Sálin hans Jóns míns, Maó, Skuggar, Tíbet tabú, Jenný og Bodies meðal þeirra. Magnús hefur í seinni…

Sálin hans Jóns míns (1988-2018)

Sálin hans Jóns míns er eitt stærsta nafn íslenskrar tónlistar, og líklega það allra stærsta þegar talað er um hljómsveitir. Sveitin afrekaði á sínum 30 ára ferli ótrúlega hluti, hún var upphaflega stofnuð upp úr soultónlistar-verkefni og var aldrei ætlaður lengri líftími en eitt sumar á sveitaböllum en næstu árin varð hún hins vegar ein…

Skuggar [8] (um 1967)

Um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar, líklega 1967 var starfrækt hljómsveit á Raufarhöfn, skipuð ungum meðlimum á barnaskólaaldri, undir nafninu Skuggar. Ekki er víst að þessi sveit hafi komið opinberlega fram. Upplýsingar um Skugga eru afar takmarkaðar og herma heimildir m.a. að Magnús Stefánsson trommuleikari (Utangarðsmenn, Sálin hans Jóns míns o.fl.) hafi stigið sín fyrstu…

Sfinx (1966-67)

Hljómsveitin Sfinx var starfandi á árunum 1966-67 og lék á dansleikjum á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. Meðlimir Sfinx voru þeir Ólafur Sigurðsson trommuleikari, Pétur Þorsteinsson bassaleikari, Magnús Stefánsson gítarleikari og Hannes Jón Hannesson gítarleikari, ekki er ljóst hver þeirra söng í hljómsveitinni en þeir félagar voru á aldrinum 17 til 19 ára gamlir.

Afmælisbörn 17. júní 2021

Þrjú afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum annars ágæta þjóðhátíðardegi Íslendinga: Magnús Stefánsson trommuleikari frá Raufarhöfn er sextíu og tveggja ára gamall í dag. Magnús lék á sínum tíma með mörgum misþekktum hljómsveitum og voru Utangarðsmenn, Egó, Sálin hans Jóns míns, Maó, Skuggar, Tíbet tabú, Jenný og Bodies meðal þeirra. Magnús hefur í seinni…

Íslenskur aðall (1990-91)

Íslenskur aðall var skammlíf ballhljómsveit sem starfaði í nokkrar vikur veturinn 1990-91 og lék líklega einvörðungu á höfuðborgarsvæðinu. Sveitin var stofnuð um haustið 1990 og voru meðlimir hennar þeir Magnús Stefánsson trommuleikari, Jóhannes Eiðsson söngvari, Bergur Heiðar Hinriksson bassaleikari og Sigurgeir Sigmundsson gítarleikari. Strax eftir áramótin hafði hljómborðsleikarinn Þórir Úlfarsson bæst í hópinn en sveitin…

Capital (1979-80)

Skólahljómsveit Samvinnuskólans á Bifröst bar heitið Capital veturinn 1979-80 en hefð var fyrir því að hljómsveit starfaði innan skólans og léki á ýmsum samkomum innan hans. Meðlimir Capital voru þeir Sigurður Vilberg Dagbjartsson gítarleikari, Magnús Stefánsson bassaleikari, Birgir Sævar Jóhannsson gítarleikari, Ingimar Jónsson trommuleikari og Kristján Björn Snorrason harmonikku- og hljómborðsleikari. Einnig munu þeir Friðrik…

Afmælisbörn 17. júní 2020

Þrjú afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum annars ágæta þjóðhátíðardegi Íslendinga: Magnús Stefánsson trommuleikari frá Raufarhöfn er sextíu og eins árs gamall í dag. Magnús lék á sínum tíma með mörgum misþekktum hljómsveitum og voru Utangarðsmenn, Egó, Sálin hans Jóns míns, Maó, Skuggar, Tíbet tabú, Jenný og Bodies meðal þeirra. Magnús hefur í seinni…

Miðnæturmenn (1979-80)

Veturinn 1979-80 starfrækti Bjarni Sigurðsson harmonikkuleikari frá Geysi tríóið Miðnæturmenn. Með honum í sveitinni voru Halldór Svavarsson gítarleikari og söngvari og Magnús Stefánsson trommuleikari og söngvari, sjálfur lék Bjarni á bassa auk þess að grípa til harmonikkunnar og cordovox, sem reyndar er náskylt harmonikkunni. Miðnæturmenn léku einkum og líklega eingöngu á dansleikjum á Suðurlandsundirlendinu.

MAO (1986-88)

Ballhljómsveitin MAO (Meðal annarra orða) var starfrækt á höfuðborgarsvæðinu á síðari hluta níunda áratugarins og lék einkum á skemmtistöðum í Reykjavík, Evrópu og Broadway en einnig á skólaböllum og almennum dansleikjum. MAO var stofnuð í byrjun árs 1986, tilurð sveitarinnar var með nokkuð sérstökum hætti en þeir Sigurður Hrafn Guðmundsson gítarleikari og Olaf Forberg söngvari…

Afmælisbörn 17. júní 2019

Tvö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum annars ágæta þjóðhátíðardegi Íslendinga: Magnús Stefánsson trommuleikari frá Raufarhöfn er sextugur á þessum degi og á stórafmæli dagsins. Magnús lék á sínum tíma með mörgum misþekktum hljómsveitum og voru Utangarðsmenn, Egó, Sálin hans Jóns míns, Maó, Skuggar, Tíbet tabú, Jenný og Bodies meðal þeirra. Magnús hefur í…

Boy’s brigade (1983-84)

Hljómsveitin Boy‘s brigade var eins konar undanfari Rikshaw sem gerði garðinn frægan um miðjan níunda áratuginn. Sveitin var stofnuð 1983 en hlaut líklega ekki nafn fyrr en vorið 1984 þegar hún birtist fyrst opinberlega á Safari og lék þar frumsamda tónlist kennda við nýrómantík. Skipan sveitarinnar var nokkuð sérstök en hún var þá án bassaleikara…

Bodies (1981-82)

Hljómsveitin Bodies spratt fram á sjónarsviðið í kjölfar þess að Utangarðsmenn sprungu í loft upp sumarið 1981, en naut aldrei vinsælda í líkingu við það sem Utangarðsmenn gerðu. Í raun má segja að sveitin hafi orðið til síðla árs 1979 þegar fjórmenningarnir Mike Pollock gítarleikari og söngvari, Dan Pollock gítarleikari, Magnús Stefánsson Stefánsson og Rúnar…

Afmælisbörn 17. júní 2018

Tvö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum annars ágæta þjóðhátíðardegi Íslendinga: Magnús Stefánsson trommuleikari frá Raufarhöfn er fimmtíu og níu ára gamall á þessum degi. Magnús lék á sínum tíma með mörgum misþekktum hljómsveitum og voru Utangarðsmenn, Egó, Sálin hans Jóns míns, Maó, Skuggar, Tíbet tabú, Jenný og Bodies meðal þeirra. Magnús hefur í…

Tíbet tabú (1987-88)

Hljómsveitin Tíbet tabú starfaði veturinn 1987-88 en hún innihélt tónlistarmenn sem síðar áttu eftir að vekja mun meiri athygli í íslensku tónlistarlífi. Tveir meðlima hennar, gítarleikarinn Guðmundur Jónsson og trommuleikarinn Magnús Stefánsson, höfðu reyndar gert garðinn frægan með hljómsveitunum Kikk og Utangarðsmönnum en Flosi Þorgeirsson bassaleikari og Jóhannes Eiðsson söngvari höfðu ekki unnið nein stórafrek…

Afmælisbörn 17. júní 2017

Tvö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum annars ágæta þjóðhátíðardegi Íslendinga: Magnús Stefánsson trommuleikari frá Raufarhöfn er fimmtíu og átta ára gamall á þessum degi. Magnús lék á sínum tíma með mörgum misþekktum hljómsveitum og voru Utangarðsmenn, Egó, Sálin hans Jóns míns, Maó, Skuggar, Tíbet tabú, Jenný og Bodies meðal þeirra. Magnús hefur í…

Utangarðsmenn (1980-81)

Nafn Utangarðsmanna er fyrirferðamikið þegar talað er um pönkbyltinguna sem skall á landann sumarið 1980 þó tónlist sveitarinnar teljist miklu fremur til blúsrokks en pönktónlistar. Utangarðsmenn kom fram á sama tíma og Bubbi Morthens sem sólólistamaður, og breytti íslensku tónlistarlífi sem þá hafði verið í ládeyðu til fjölda ára. Á sama tíma og í kjölfarið…

Afmælisbörn 17. júní 2016

Tvö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum annars ágæta þjóðhátíðardegi Íslendinga: Magnús Stefánsson trommuleikari frá Raufarhöfn er fimmtíu og sjö ára gamall á þessum degi. Magnús lék á sínum tíma með mörgum misþekktum hljómsveitum og voru Utangarðsmenn, Egó, Sálin hans Jóns míns, Maó, Skuggar, Tíbet tabú, Jenný og Bodies meðal þeirra. Magnús hefur í…

Kikk (1982-86)

Kikk var merkileg hljómsveit í þeim skilningi að í henni komu Sigríður Beinteinsdóttir söngkona og Guðmundur Jónsson gítarleikari og lagasmiður sér fyrst sæmilega á poppkortið en þau áttu bæði eftir að verða meðal þeirra fremstu í íslensku tónlistarlífi. Sveitarinnar verður þó helst minnst fyrir sex laga plötu og tíð mannaskipti. Hljómsveitin var stofnuð haustið 1982…

Deild 1 (1983)

Hljómsveitin Deild 1 hafði gengið undir nafninu Puppets í nokkra mánuði vorið 1983 og gengið þannig undir heilmiklar mannabreytingar þegar Björgvin Gíslason fékk hana til að leika undir á tónleikum til að kynna plötu sína, Örugglega, sem þá var nýkomin út. Niðurstaðan varð sú að Björgvin gekk til liðs við sveitina sem hljómborðs- og gítarleikari,…

Upplyfting (1975-)

Saga hljómsveitarinnar Upplyftingar er nær samfelld frá árinu 1975 og hún telst því vera með eldri sveitum landsins, oft er hún sögð vera frá Samvinnuskólanum á Bifröst – stofnuð þar 1979 eða 80 en hún er nokkrum árum eldri en það og kemur upphaflega frá Hofsósi. Eitt megin einkenni Upplyftingar er, reyndar eins og hjá…

Upplyfting – Efni á plötum

Upplyfting – Kveðjustund 29-6 1980 Útgefandi: SG hljómplötur Útgáfunúmer: SG 132 Ár: 1980 1. Langsigling 2. Kveðjustund 3. Traustur vinur 4. Útrás 5. Upplyfting 6. Lokaður úti 7. Dansað við mánaskin 8. Vor í lofti 9. Finnurðu hamingju 10. Mótorhjól 11. Reikningurinn 12. Angan vordraumsins Flytjendur Gústaf Guðmundsson – trommur Sigurður V. Dagbjartsson – búsúkí, hljómborð, söngur og gítar…

Útrás [1] (1973-76)

Hljómsveit sem stofnuð var upp úr rústum annarrar, Nú-jæja, frá Hellissandi 1973. Meðlimir hinnar fyrri sveitar voru Pálmi Almarsson gítarleikari, Eggert Sveinbjörnsson trommuleikari og Benedikt Jónsson orgelleikari en auk þeirra bættist nú í hópinn Sigurður Egilsson bassaleikari (Lexía). 1974 kom Ægir Þórðarson gítarleikari í sveitina og spilaði hún víða um land allt til 1976 þegar…