
Óskar Norðmann
Glatkistan hefur upplýsingar um eitt afmælisbarn í dag:
Óskar Norðmann einsöngvari og stórkaupmaður (1902-71) átti afmæli á þessum febrúar degi en hann var einna fyrstur íslenskra einsöngvara til að starfa á erlendri grundu. Hann söng einsöng á plötum með Karlakór KFUM og einnig á nokkrum öðrum 78 snúninga plötum. Söng hans má heyra á safnplötunni Síðasta lag fyrir fréttir (1993). Óskar var fyrsti formaður SÍK (Sambands íslenskra karlakóra) en annars er lítið um hann vitað.