Afmælisbörn 3. febrúar 2015

Sigríður Schiöth

Sigríður Schiöth

Afmælisbarn dagsins er eitt að þessu sinni:

Sigríður (Guðmundsdóttir) Schiöth söngkona og organisti (1914-2008) hefði átt afmæli á þessum degi. Hún var mikill drifkraftur í söngmálum Eyfirðinga og reyndar Húsvíkinga einnig, hún stýrði fjölmörgum kórum og var organisti víða um norðlenskar sveitir, söng sjálf með kórum og hélt jafnvel einsöngstónleika, samdi bæði sönglög og ljóð, og vann að ýmsum félagsstörfum tengdum sönglistinni. Það þarf ekki að koma á óvart að Sigríður hlaut fálkaorðuna 1991 fyrir störf að söngmálum.