Afmælisbörn 1. febrúar 2015

Tage Ammendrup1

Tage Ammendrup

Eitt afmælisbarn kemur við sögu þessa dags:

Tage Ammendrup (1927-95) átti afmæli á þessum degi en hann var mikilvirkur plötuútgefandi og kom að tónlist með ýmsum hætti. Hann rak tvær hljómplötuútgáfur, Íslenzka tóna og Stjörnuhljómplötur og komu eitthvað á fjórða hundrað platna út undir merkjum þeirra. Hann gaf ennfremur út tvö tímarit um tónlist, Jazz og Musicu, flutti inn hljómplötur og tónlistarmenn, rak plötu- og hljóðfæraverslun auk þess að gefa út nótur og kennslubækur í hljóðfæraleik. Hann starfaði lengi hjá Ríkissjónvarpinu sem útsendingastjóri.