Afmælisbörn 10. febrúar 2016

Jóhann Bachmann1

Jóhann Bachmann

Eitt afmælisbarn kemur við sögu í dag:

Jóhann Bachmann Ólafsson (Hanni Bach) trommuleikari frá Selfossi á stórafmæli en hann er hvorki meira né minna en fertugur á þessum annars ágæta degi. Hanni hefur leikið með mörgum hljómsveitum í gegnum tíðina en þekktastar þeirra eru Skítamórall og Írafár. Aðrar sveitir eru til dæmis Loðbítlar, Poppins flýgur og Boogie knights svo fáeinar séu tíndar til.