Moskító (?)

Hljómsveit sem bar annað hvort nafnið Moskito eða Moskító var líklega starfandi á Akranesi, meðal meðlima sveitarinnar var Geir Harðarson en ekki liggja fyrir upplýsingar um aðra Moskító-liða. Þessi sveit var líkast til starfandi á síðari hluta níunda áratugarins.

Mozart var ýktur spaði (1992)

Hljómsveitin Mozart var ýktur spaði var starfrækt í Breiðholtinu (líklega innan Fjölbrautaskólans í Breiðholti) 1992 og starfaði að líkindum í nokkra mánuði, sveitin lék m.a. á bindindismóti í Galtalæk um verslunarmannahelgina. Meðlimir sveitarinnar voru Hjörvar Hjörleifsson söngvari, Pétur Karlsson hljómborðsleikari, Eiríkur Kristinsson gítarleikari, Friðborg Jónsdóttir söngvari, Halldór Kr. Júlíusson gítarleikari, Daníel Brandur Sigurgeirsson bassaleikari og…

Mound (1994-96)

Rokksveitin Mound af Suðurnesjunum (líklega Keflavík) starfaði árið 1994 og keppti þá um vorið í Músíktilraunum Tónabæjar, sveitin kom ekki í úrslit. Meðlimir sveitarinnar voru þá Guðmundur Vigfússon bassleikari, Bjarni Rafn Garðarsson trommuleikari, Guðmundur Sigurðsson gítarleikari og Þráinn Guðbjörnsson gítarleikari og söngvari. Ekkert spurðist til Mound í langan tíma eftir Músíktilraunir en hún virðist þó…

Móa [2] (1996-98)

Á árunum 1996 til 98 starfrækti Móeiður Júníusdóttir hljómsveit sem lék með henni víða hér heima og erlendis en hún var þá að eltast við frægðardrauma erlendis. Sveitin bar að öllum líkindum nafn hennar og voru meðlimir hennar auk Móeiðar þeir Hjörleifur Jónsson trommuleikari, Kristinn Júníusson bassaleikari, Haraldur [?] Bergmann hljómborðsleikari, og Sveinbjörn Bjarki Jónsson…

Afmælisbörn 13. nóvember 2019

Afmælisbörn dagsins eru fjögur að þessu sinni: Ingibjörg Guðjónsdóttir sópran söngkona og kórstjórnandi er fimmtíu og fjögurra ára í dag. Hún gaf út plötu með óperuaríum fyrir nokkrum árum og síðar einnig djassskotnu plötuna Ó ó Ingibjörg, ásamt bræðrum sínum, hún hefur aukinheldur sungið inn á nokkrar aðrar plötur. Ingibjörg hefur stjórnað Kvennakór Garðabæjar og…

Afmælisbörn 12. nóvember 2019

Fjögur tónlistartengd afmælisbörn dagsins eru eftirfarandi: Natalía Chow Hewlett kórstjórnandi frá Hong Kong er fimmtíu og sjö ára gömul á þessum degi, hún hefur stýrt kórum eins og Kvennakór Kópavogs, Englakórnum og Kór Ytri-Njarðvíkurkirkju. Þá á Emilía Björg Óskarsdóttir söngkona (Emilía í Nylon) þrjátíu og fimm ára afmæli í dag. Emilía staldraði styst í Nylon-flokknum,…

Afmælisbörn 11. nóvember 2019

Afmælisbörn Glatkistunnar eru fjölmörg á þessum degi: Ásgerður Flosadóttir er sextíu og fimm ára gömul í dag. Ásgerður var þekktust fyrir framlag sitt á plötu Samsteypunnar sem út kom 1970 og hafði m.a. að geyma lagið Friður á jörð (Give peace a change). Hún hefur lítið verið viðloðandi tónlist seinni ár. Jóhann Davíð Richardsson trommuleikari…

Afmælisbörn 10. nóvember 2019

Fjögur tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Gylfi (Viðar) Ægisson söngvari, gítarleikari, sprellari, söngleikjahöfundur, útgefandi, laga- og textasmiður á sjötíu og þriggja ára gamall í dag, hann hefur mest starfað sem sólólistamaður og gefið út fleiri tugi platna sem slíkur en hefur einnig unnið með GRM, Áhöfninni á Halastjörnunni, auk annarra. Kormákur…

Afmælisbörn 9. nóvember 2019

Eitt afmælisbarn kemur við tónlistarsögu Glatkistunnar í dag: Leó (Reynir) Ólason hljómborðsleikari frá Siglufirði er sextíu og fjögurra ára gamall á þessum degi, hann hefur komið víða við á hljómsveitaferli sínum og hefur leikið með sveitum eins og Frum, Hendrix, Vönum mönnum og Miðaldamönnum auk fleiri. Leó hefur jafnfram haft veg og vanda af útgáfu…

Afmælisbörn 8. nóvember 2019

Tvö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Torfi Ólafsson tónlistarmaður er sextíu og fjögurra ára gamall í dag en fáir hafa líklega leikið á bassa og gítar með jafnmörgum pöbbasveitum og hann, þeirra á meðal má nefna sveitir eins Droplaugu, Rósina, Glæsi, Marz, Systur Söru, Venus, Borgarsveitina, Dansbandið, ET-bandið og Melódíku. Torfi er…

Afmælisbörn 7. nóvember 2019

Afmælisbörn dagsins eru fimm talsins á skrá Glatkistunnar: Óttarr Ólafur Proppé fyrrverandi alþingismaður og söngvari Ham, Funkstrasse, Rass, Dr. Spock, Drullu o.fl. er fimmtíu og eins árs gamall á þessum degi. Margir þekkja hann einnig sem prófessorinn á Diskóeyjunni og enn fleiri muna eftir honum í bakraddahlutverki í Eurovision keppninni með Pollapönkurunum. Alexandra Baldursdóttir gítarleikari…

Mosi frændi – Efni á plötum

Mosi frændi – Susy Creamcheese for president: Sandý Saurhól [snælda] Útgefandi: Vandamannaútgáfur Útgáfunúmer: Vandvid 01 Ár: 1987 1. Where have all the flowers gone? 2. Let the music play 3. Rainy night in Georga 4. Mosi frændi á útihátíð 5. Wild thing 6. Hello 7. Rose blue 8. Herbergið mitt, stíll eftir Sveinbjörgu Davíðsdóttur, 13…

Mosi frændi (1985-88 / 2009-)

Hljómsveitin Mosi frændi átti einhvern eftirminnilegasta sumarsmell sem komið hefur út á Íslandi, lagið sem varð feikivinsælt mun þó ekki hafa öðlast vinsældir sínar fyrir gæði hljómsveitarinnar eða spilamennskunnar heldur miklu fremur fyrir hið gagnstæða en sveitin sem mætti skilgreina sem pönksveit, þótti óvenju illa spilandi. Mosi frændi hafði verið stofnuð haustið 1985 innan veggja…

Mímir (1997-98)

Bræðingssveitin Mímir vakti nokkra athygli er hún tók þátt í Músíktilraunum vorið 1998, en hún komst þar í úrslit. Meðlimir Mímis voru þeir Kristján Orri Sigurleifsson bassaleikari, Ómar Guðjónsson gítarleikari, Hannes Helgason hljómborðsleikari og Sverrir Þór Sævarsson trommuleikari. Þrátt fyrir að skipa sér ekki meðal þeirra þriggja efstu í Músíktilraununum hlutu þeir viðurkenningar fyrir besta…

Mono kvartett (1965-66)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem starfaði árið 1965 og 66, og bar heitið Mono eða Mono kvartett, einnig ritað Mónó. Sveitin var úr Reykjavík en lék engu að síður tvívegis um verslunarmannahelgar að Bjarkalandi í Reykhólasveit.

Moly pasta (1985)

Hljómsveit sem bar nafnið Moly pasta var starfrækt á Akureyri árið 1985, hugsanlega lengur en þá var sveitin meðal þeirra sem kepptu í hljómsveitakeppni í Atlavík um verslunarmannahelgina. Meðlimir sveitarinnar voru Jóhann Ásmundsson [?], Kristinn Valgeir Einarsson [trommuleikari?] og Sigurjón Baldvinsson [gítarleikari?] en ekki liggja fyrir upplýsingar um fleiri meðlimi hennar. Óskað er eftir frekari…

Morbid silence (1991)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um dauðarokkssveitina Morbid silence sem litlar sem engar heimildir finnast um. Sveitin starfaði sumarið 1991 og lék þá á Porthátíð Útideildar en annað er ekki að finna um hana, óskað er því eftir upplýsingum um meðlimi hennar, hljóðfæraskipan og starfstíma, svo eitthvað sé nefnt.

Moondogs (1996)

Moondogs var rokksveit sem hefur eins og glöggir lesendur hafa væntanlega áttað sig á, nafnaskírskotun til Bítlanna, sveitin var starfandi árið 1996 og það sama ár átti hún lag á safnplötunni Músíkblanda 1: Rymur. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Arnar Guðjónsson söngvari og gítarleikari, Arnar Ólafsson bassaleikari, Þrándur Rögnvaldsson trommuleikari og Ófeigur Sigurðsson hljómborðsleikari. Einnig var…

Moonboots (1994-)

Hljómsveitin Moonboots (einnig The Moonboots) fór mikinn á öldurhúsum borgarinnar og víðar í kringum aldamótin síðustu en sveitin sérhæfði sig í ábreiðum frá níunda áratugnum sem féllu í góðan jarðveg hjá fólki, einkum á menntaskólaaldri. Moonboots mun hafa verið stofnuð á fyrri hluta árs 1994 innan Menntaskólans við Hamrahlíð en sami hópur að mestu hafði…

The Monster (um 1970)

Hér er óskað eftir upplýsingum um hljómsveit sem bar heitið The Monster (jafnvel The Monsters) en hún mun hafa verið skipuð ungum hljóðfæraleikurum á grunnskólaaldri fyrir eða í kringum 1970. Meðal meðlima sveitarinnar var Þorsteinn Magnússon gítarleikari en upplýsingar vantar um aðra Monster-liða, hljóðfæraskipan og starfstíma sveitarinnar.

Monotone (1998)

Monotone var rafdúett starfandi 1998 en það haust átti sveitin tvö lög á safnplötunni Neistum sem Sproti gaf út. Meðlimir Monotone voru þeir Hjörvar Hjörleifsson og Halldór Kristinn Júlíusson en þeir fengu til liðs við sig á Neistum söngkonuna Rósu Birgittu Ísfeld og Kjartan Valdemarsson hljómborðsleikara. Svo virðist sem Monotone hafi starfað stutt.

Mono system (1964-65)

Hljómsveitin Mono system (Monosystem) var eins konar skólahljómsveit innan Menntaskólans á Laugarvatni veturinn 1964-65. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Þorvaldur Örn Árnason bassaleikari, Stefán Ásgrímsson gítarleikari, Jens Þórisson gítarleikari, Páll V. Bjarnason hljómborðsleikari og Guðmundur Harðarson trommuleikari. Mono system lék á dansleikjum og öðrum samkomum mestmegnis innan ML og annarra skóla í héraðinu þennan vetur, en…

Morð [1] (1995)

Hljómsveitin Morð starfaði á Seyðisfirði um miðjan tíunda áratug síðustu aldar, hugsanlega þó aðeins árið 1995. Sveitin keppti þá um vorið í Músíktilraunum Tónabæjar og voru meðlimir hennar þá Páll Jónasson gítarleikari, Gísli Þrastarson gítarleikari og söngvari, Kári Kolbeinsson trommuleikari, Ólafur Örn Pétursson söngvari og Logi Hallsson bassaleikari og söngvari. Morð komst ekki í úrslit…

Afmælisbörn 6. nóvember 2019

Í dag eru þrjú tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Jónas Sen er fimmtíu og sjö ára gamall í dag. Jónas er píanóleikari, tónskáld og tónlistargagnrýnandi á Fréttablaðinu og hefur fengist við tónlist af ýmsu tagi, hann gaf t.d. út plötu með píanóverkum fyrir um tveimur áratugum og hefur einnig gefið út plötu með söngkonunni Ásgerði…

Afmælisbörn 5. nóvember 2019

Eitt afmælisbarn í tónlistargeiranum er skráð hjá Glatkistunni á þessum degi: Viðar Jónsson tónlistarmaður er sjötíu og tveggja ára gamall í dag. Viðar hefur mestmegnis verið viðloðandi pöbbabransann í gegnum tíðina, hann hefur leikið og sungið með fjölda sveita til langs tíma auk þess að starfa eins síns liðs. Meðal sveita sem Viðar starfaði með…

Afmælisbörn 4. nóvember 2019

Eitt tónlistartengt afmælisbarn er á lista Glatkistunnar í dag: Það er ljóðskáldið Jóhannes (Bjarni Jónasson) úr Kötlum (1899-1972) sem hefði átt afmæli þennan dag. Fjöldi tónlistarfólks hefur í gegnum tíðina fært ljóð Jóhannesar í lagaform og gefið út á plötum, þeirra á meðal má nefna Valgeir Guðjónsson sem reyndar á að baki þrjár plötur byggðar…

Afmælisbörn 3. nóvember 2019

Afmælisbarn dagsins er aðeins eitt að þessu sinni: Ólafur Þór Arnalds tónlistarmaður er þrjátíu og þriggja ára gamall á þessum degi. Ólafur hefur að mestu leyti starfað sjálfstætt tónskáld og tónlistarmaður, gefið út fjöldann allan af plötum og hlotið fyrir þær viðurkenningar en hann hefur einnig leikið á trommur með sveitum eins og Mannamúl, Celestine,…

Afmælisbörn 2. nóvember 2019

Í dag eru afmælisbörn á skrá Glatkistunnar sex talsins: Troels Bendtsen er sjötíu og sex ára í dag. Troels var einkum þekktur fyrir framlag sitt í Savanna tríóinu og Þremur á palli en báðar sveitirnar nutu vinsælda á sjöunda áratugnum, síðarnefnda sveitin starfaði einkum í nánu samstarfi við Jónas Árnason og leikhúsið en allir þekkja…

Afmælisbörn 1. nóvember 2019

Afmælisbörn dagsins hjá Glatkistunni að þessu sinni eru sex talsins: Jón Sigurbjörnsson söngvari, leikari og hestamaður er níutíu og sjö ára í dag. Jón nam leiklist í Bandaríkjunum og samhliða því lærði hann söng. Hann hélt áfram söngnámi á Ítalíu og hér heima en vann þó fyrst og fremst í leiklistinni. Söng hans má heyra…