Glamúr (1997)

Tríóið Glamúr var skammlíf pöbbasveit af því er virðist en hún starfaði vorið 1997. Meðlimir Glamúrs voru þeir Birgir Jóhann Birgisson hljómborðsleikari [?], Hafsteinn Hafsteinsson söngvari og gítarleikari [?] og Rúnar Þór Guðmundsson trommuleikari [?]. Glamúr virðist hafa verið sama sveit og gekk nokkru áður undir nafninu Ýktir.

Glampar [4] (2005)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit (hugsanlega unglingasveit) úr Hafnarfirði en hún mun hafa verið starfandi sumarið 2005. Upplýsingar um meðlimi, hljóðfæraskipan, starfstíma og annað áhugavert má senda Glatkistunni með fyrirfram þökk.

Gissur Björn Eiríksson – Efni á plötum

Gissur Björn Eiríksson – The Beginning Útgefandi: Gissur Björn Eiríksson Útgáfunúmer: Gissur 001 Ár: 2001 1. Beginning 2. Test of music 3. Test of sound 4. The pyramids of Egypt 5. The 3 days of Jesus Christ and people 6. The working people of Karl Marx 1819 7. Learning and living 8. The earth is…

Gildrumezz – Efni á plötum

Gildrumezz – Rock´ roll Creedence Clearwater Revival Útgefandi: Gildrumezz Útgáfunúmer: PARCD1004 Ár: 1999 1. Rock and roll girls 2. Lodi 3. Green river 4. Bad moon rising 5. Have you ever seen the rain 6. Centerfield 7. Born on the bayou 8. Wrote a song for everyone 9. Proud Mary 10. Run through the jungle…

Gleðibankinn (1998)

Rafdúettinn Gleðibankinn keppti vorið 1998 í Músíktilraunum Tónabæjar en varð lítt ágengt þar, komst ekki áfram í úrslit. Meðlimir Gleðibankans voru þeir Jakob R. Jakobsson og Halldór H. Jónsson tölvu- og hljómborðsmenn.

Afmælisbörn 11. mars 2020

Þrjú afmælisbörn í tónlistargeiranum eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni Rósa Guðmundsdóttir er fjörutíu og eins árs gömul í dag. Hún kemur upphaflega frá Vestmannaeyjum og er af tónlistarfólki komin en þar lærði hún á píanó, fiðlu og flautu. Hún starfaði m.a. með danshljómsveitinni Dancin‘ mania í Eyjum áður en hún kom upp á…

Afmælisbörn 10. mars 2020

Á þessum annars ágæta degi koma fyrir fjögur afmælisbörn á lista Glatkistunnar Hanna Valdís Guðmundsdóttir söngkona var ein af fyrstu barnastjörnunum og enn í dag heyrist reglulega lag hennar um Línu Langsokk, auk annarra. Hún var einnig ein af stúlkunum sem prýddi Sólskinskórinn og söng lagið Sól sól skín á mig, sem margir þekkja. Hanna…

Blúshátíð í Reykjavík 2020

Nú styttist í Blúshátíð í Reykjavík 2020 en hún fer fram í byrjun apríl mánaðar. Setning hátíðarinnar fer fram laugardaginn 4. apríl með Blúsdegi í miðborginni, þá leggur blúshátíðin Skólavörðustíginn undir sig en skrúðganga verður frá Leifsstyttu klukkan 14. Lúðrasveitin Svanur leikur nokkur lög og Krúser klúbburinn verður með glæsilega bílasýningu. Við setningu hátíðarinnar verður…

Afmælisbörn 9. mars 2020

Tvö afmælisbörn úr tónlistargeiranum eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni Símon H. Ívarsson gítarleikari og kórstjórnandi er sextíu og níu ára gamall. Hann er kunnur gítarleikari, nam gítarleik og tónlistarkennarafræði hér heima auk þess að fara í framhaldsnám í Austurríki. Þrjár plötur hafa komið út með gítarleik hans, sú síðasta 2004. Símon var formaður…

Afmælisbörn 8. mars 2020

Tvö tónlistarbörn eiga afmæli í dag og eru í gagnabanka Glatkistunnar Karl Hermannsson söngvari úr Keflavík er sjötíu og fimm ára gamall á þessum degi en hann fæddist 1945. Fyrsta hljómsveit hans mun líklega hafa verið Skuggar en einnig var hann söngvari um tíma í Hljómum. Söngferil sinn lagði Karl að mestu á hilluna en…

Afmælisbörn 6. mars 2020

Fjögur tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum degi Árni Guðmundsson (Árni úr Eyjum) f. 1913 átti þennan afmælisdag, hann var fyrst og fremst texta- og ljóðaskáld og samdi marga kunna texta við lög Oddgeirs Kristjánssonar. Þar má nefna lögin Góða nótt, Vor við sæinn, Ágústnótt, Blítt og létt og Bjartar vonir vakna. Árni…

Afmælisbörn 5. mars 2020

Tvö afmælisbörn eru skráð að þessu sinni í afmælisdagbók Glatkistunnar Þórunn Björnsdóttir kórstjórnandi og tónmenntakennari er sextíu og sex ára gömul í dag en hún er að sjálfsögðu kunnust fyrir störf sín sem stjórnandi Skólakórs Kársnesskóla til margra áratuga. Hún stýrði ennfremur Vallagerðisbræðrum sem var afsprengi kórsins en hefur aukinheldur komið að ýmsum félagsmálum tengt…

Geirmundur Valtýsson (1944-)

Geirmundur Valtýsson telst vera þekktasti tónlistarmaður Skagafjarðar og um leið eitt helsta einkenni Sauðárkróks og nágrennis, og reyndar er svo að heil tónlistarstefna hefur verið kennd við hann, fjölmargir stórsmellir eru runnir frá Geirmundi auk fjölda breiðskífa en þær eru á annan tug, auk þriggja smáskífa. Hjörtur Geirmundur Valtýsson er fæddur í Skagafirði (1944) og…

Geirmundur Valtýsson – Efni á plötum

Geirmundur Valtýsson – Bíddu við / Ég vona það [ep] Útgefandi: Tónaútgáfan Útgáfunúmer: T 120 Ár: 1972 1. Bíddu við 2. Ég vona það Flytjendur: Geirmundur Valtýsson – söngur Gunnar Þórðarson – gítarar Gunnar Jökull Hákonarson – trommur Rúnar Júlíusson – bassi Björgvin Halldórsson – munnharpa Magnús Kjartansson – orgel Reynir Jónasson – saxófónn nokkrir…

Gerður G. Bjarklind – Efni á plötum

Jólakveðja: Gerður G. Bjarklind og Ragnheiður Ásta Pétursdóttir velja jólalögin heilögu sem hljóma milli jólakveðjanna á Þorláksmessu – ýmsir Útgefandi: 21 12 Culture Company / Frost music Útgáfunúmer: 2112 022 / [engar upplýsingar um útgáfunúmer] Ár: 2005 / 2009 1. Dómkirkjuklukkur – Hátíðarhringing 2. Sinfóníuhljómsveit Íslands – Bráðum koma blessuð jólin 3. Hljómeyki – Hin…

Gerður G. Bjarklind (1942-)

Gerður G. Bjarklind er ein þeirra sem með réttu mætti kalla rödd þjóðarinnar en hún gegndi stöðu þular og dagskrárgerðarmanns í Ríkisútvarpinu í hálfa öld. Hennar hlutverk var m.a. að breiða út og kynna landsmönnum íslenska tónlist. Gerður Guðmundsdóttir Bjarklind fæddist í Reykjavík haustið 1942 og hefur búið þar mest alla sína tíð. Hún lauk…

Gibson kvintettinn (1962-64)

Gibson kvintettinn (Gipson) var hljómsveit sem starfaði í Borgarnesi á árunum 1962 til 64 að minnsta kosti en sveitin lék á dansleikjum mest á vestanverðu landinu og allt norður í Hrútafjörð. Meðlimir sveitarinnar voru Sigurður Halldórsson gítarleikari, Haukur H. Gíslason kontrabassaleikari, Ólafur Steinþórsson tenór saxófónleikari, Jóhann Már Jóhannsson víbrafónleikari og Viðar Loftsson trommuleikari, Guðrún Gestsdóttir…

Gibson (1963)

Hljómsveit starfaði á Siglufirði árið 1963 undir nafninu Gibson (einnig nefnd Gipson). Ekki finnast margar heimildir um þessa sveit s.s. hversu lengi hún starfaði en meðlimir hennar voru Jósep Blöndal [?], Tómas Hertervig [?], Baldvin Júlíusson söngvari og trommuleikari og Magnús Guðbrandsson gítarleikari, fleiri gætu hafa komið við sögu sveitarinnar.

Geysiskvartettinn – Efni á plötum

Geysiskvartettinn – Geysiskvartettinn Útgefandi: Tónaútgáfan Útgáfunúmer: T-20 / T-309 Ár: 1978 / 1979 1. Kátir söngvasveinar 2. Santa Lúsía 3. Anna Lár 4. Kveðja 5. Jón granni 6. Blíða vor 7. Blátt lítið blóm eitt er 8. Bjórkjallarinn 9.Nú hylst mér brekkan 10. Slúðursaga 11. Ég man það enn 12. Sævar að sölum 13. Swing…

Geysiskvartettinn (1968-90)

Geysiskvartettinn á Akureyri naut nokkurra vinælda á áttunda og níunda áratug síðustu aldar, hann var nokkurs konar afsprengi Karlakórsins Geysis og sendi frá sér plötu sem síðar var endurútgefin og aukin að efni. Kvartettinn mun hafa verið stofnaður fyrr hálfgerða tilviljun en það var árið 1968 er Æskulýðssamband kirkjunnar í Hólastifti var að vinna að…

GIM tríóið (1967-68)

Óskað er eftir upplýsingum um GIM tríóið svokallaða en það var starfrækt á Fáskrúðsfirði 1967 og 68 að minnsta kosti og kom þá m.a. fram á héraðsmótum eystra. Líklega var um að ræða þjóðlagatríó.

Glaðir gæjar (1967)

Glaðir gæjar var skammlíf hljómsveit starfandi í Reykholti í Borgarfirði árið 1967 en uppistaðan í þessari sveit voru kennarar við héraðsskólann á staðnum og flestir þeirra kunnir af öðru en hljómsveitastússi. Þetta voru þeir Jónas Árnason söngvari (síðar kunnur sem þingmaður og söngleikja- og textaskáld), Kjartan Sigurjónsson harmonikkuleikari (síðar organisti á Ísafirði og víðar) og…

Gísli Jónsson (1871-1938)

Gísli Jónsson verslunarmaður var ekki tónlistarmaður en hann hafði frumkvæði að því að stofna þrjár lúðrasveitir á landsbyggðinni. Gísli fæddist í Reykjavík á nýársdag 1871, ekki eru neinar heimildir um að hann hafi numið tónlist en hann var góður söngmaður og finnast heimildir um að hann hafi m.a. sungið dúett við jarðarför. Hann starfaði við…

Gíslarnir (1987-88)

Þegar Guðjón G. Guðmundsson sendi frá sér sólóplötuna Gaui haustið 1987 kom hann fram á nokkrum tónleikum til að kynna afurð sína, og naut hann þá liðsinnis hljómsveitar sem bar heitið Gíslarnir. Ekki finnast heimildir yfir meðlimi og hljóðfæraskipan sveitarinnar en ýjað er að því í blöðum og tímaritum þess tíma að um sé að…

Glampar [3] (1996)

Hljómsveitin Glampar starfaði á Akureyri í tengslum við leiksýningu sem nemendafélag Verkmenntaskólans á Akureyri setti á svið vorið 1996. Meðlimir sveitarinnar voru Guðbjörn Dan Gunnarsson gítarleikari [?], Aðalsteinn Jóhannsson bassaleikari [?], Stefán Þórsson [?] og Guðmundur Rúnar Brynjarsson trommuleikari [?]. Gunnhildur Júlíusdóttir, Rúnar Þór Snorrason og Hildigunnur Árnadóttir sungu með sveitinni í leiksýningunni en voru…

Afmælisbörn 4. mars 2020

Í dag eru tvö tónlistartengd afmælisbörn skrásett hjá Glatkistunni. Það er annars vegar gítarleikarinn og rithöfundurinn Friðrik Erlingsson en hann er fimmtíu og átta ára gamall á þessum degi. Friðrik sem kunnur sem handritshöfundur og rithöfundur í dag var í fjölda misþekktra hljómsveita hér áður fyrr og eru hér nefndar sveitir eins og Sykurmolarnir, Purrkur…

Afmælisbörn 3. mars 2020

Þrír tónlistarmenn koma við afmælissögu Glatkistunnar í dag Guðbjörn Guðbjörnsson óperusöngvari er fimmtíu og átta ára en hann nam söng hér heima, í Þýskalandi og Sviss, og starfaði erlendis þar til hann sneri heim til Íslands. Hér heima hefur hann lítið fengist við söng síðustu árin, starfar sem yfirtollvörður en hefur reyndar kennt við Söngskóla…

Afmælisbörn 2. mars 2020

Á þessum degi eru þrjú tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar. Fyrst skal nefna Jón Bjarna Pétursson gítarleikara hljómsveitarinnar Diktu en hann kemur m.a. við sögu í hinu þekkta lagi Thank you, sem ómaði um allt land 2009 og 10. Jón Bjarni er þrjátíu og átta ára gamall í dag. Einnig á bassaleikari hljómsveitarinnar Hjaltalín, Guðmundur…

Afmælisbörn 1. mars 2020

Í dag eru fjögur tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Árni Johnsen Vestmannaeyingur og fyrrverandi alþingismaður er sjötíu og sex ára gamall í dag. Hann var framarlega í þjóðlagasöngvaravakningunni um og upp úr 1970, m.a. í félagsskapnum Vikivaka og kom oft fram á samkomum því tengt. Hann var einnig hluti af Eyjaliðinu sem gaf út plötu…