Afmælisbörn 4. mars 2020

María Brynjólfsdóttir

Í dag eru tvö tónlistartengd afmælisbörn skrásett hjá Glatkistunni.

Það er annars vegar gítarleikarinn og rithöfundurinn Friðrik Erlingsson en hann er fimmtíu og átta ára gamall á þessum degi. Friðrik sem kunnur sem handritshöfundur og rithöfundur í dag var í fjölda misþekktra hljómsveita hér áður fyrr og eru hér nefndar sveitir eins og Sykurmolarnir, Purrkur pillnikk, Stuðventlar, Tunglskinstríóið, Amen og Bacchus en einnig er hann þekktur textagerðarmaður og er m.a. skrifaður fyrir þeim textahlutanum í óperunni Ragnheiði.

Hins vegar er það tónskáldið María Brynjólfsdóttir (1919-2005) sem hefur verið nefnd sem ein huldukvenna í íslenskri tónlist þar sem lítið hefur farið fyrir henni. María var ein fyrsta íslenska konan sem komst á blað sem tónskáld og hafa nokkur sönglaga hennar komið út á plötum, um eitt hundrað lög eftir hana komu út í tveimur nótnaheftum en hún mun hafa samið annað eins af lögum sem hafa því miður ekki varðveist.