Ornamental – Efni á plötum

Ornamental – No pain [ep] Útgefandi: Gramm Útgáfunúmer: GRAMM 28 Ár: 1987 1. No pain 2. No pain #2 (Short mix) 3. Le Sacré d‘Hiver 4. No pain (Get ready mix) Flytjendur: Dave Ball – [?] Hilmar Örn Hilmarsson – [?] Rose McDowall – söngur Einar Örn Benediktsson – söngur og trompet Skytturnar [1]: kyrrlát…

G.J. tríóið (1961-63)

G.J. tríóið sérhæfði sig í gömlu dönsunum og lék á dansstöðum Reykjavíkurborgar, Ingólfscafé og Silfurtunglinu á árunum 1961-62, einkum yfir vetrartímann. Upplýsingar liggja ekki fyrir um meðlimi tríósins eða hvað G.J. stendur fyrir en söngvarar með sveitinni voru þau Oddrún Kristófersdóttir, Sigurður Ólafsson og Björn Þorgeirsson.

Oz artists – Efni á plötum

Oz artists – The Zone [ep] Útgefandi: Oz interactive inc. Útgáfunúmer: Z12002 Ár: 1997 1. Art of wrestling 2. Other exercises 3. As if the living were moving 4. Target for tampax advertising Flytjendur: [engar upplýsingar um flytjendur]   Oz artists – K-Kort [ep] Útgefandi: Uni:form recording Útgáfunúmer: uni02 Ár: 1998 1. Debetkort 2. Sparkkort…

Oz artists (1997-98)

Tónlistarmennirnir Þórhallur Skúlason og Aðalsteinn Guðmundsson skipuðu dúettinn Oz artists en þeir hófu að gera eins konar teknótónlist árið 1997 undir því nafni, báðir hafa verið virkir í raftónlistarsenunni og starfað undir ýmsum nöfnum auk þess að fást við hliðartengd verkefni s.s. útgáfu o.fl. Oz artists sendu fyrst frá sér fjögurra laga ep-plötuna The Zone…

The Outrage – Efni á plötum

The Outrage – Voices inside my head Útgefandi: Shadowlands Útgáfunúmer: SL – OUTR 001 Ár: 1997 1. Voices inside my head 2. Technetium 3. Shot in the dark 4. The twilight zone 5. Expand your mind 6. Complete darkness Flytjendur: Halldór Hrafn Jónsson – [?] Gísli K. Björnsson – [?] Þórhallur Gísli Samúelsson – [?]…

The Outrage (1996-98)

Drum‘n bass sveitin The Outrage keppti tvívegis í Músíktilraunum og vakti töluverða athygli fyrir tónlist sína rétt fyrir aldamótin. Sveitin var stofnuð haustið 1996 og var í upphafi dúett þeirra Halldórs Hrafns Jónssonar og Brynjars Arnar Ólafssonar sem báðir notuðu tölvur við tónsköpun sína. Þeir félagar voru fyrst í rave-tónlistinni en síðan þróaðist tónlist þeirra…

G.H.G. tríó (um 1955-60)

G.H.G. tríóið var starfrækt um og eftir 1955 í Húnavatnssýslu en spilaði fremur stopult enda bjó þá Þorvaldur Björnsson harmonikkuleikari sem var einn meðlima, sunnan heiða. Ekki liggja fyrir upplýsingar um aðra meðlimi G.H.G. tríósins en óskað er eftir þeim hér með.

G.B. kvartettinn (1954)

G.B. kvartettinn var starfandi haustið 1954 og var að öllum líkindum hljómsveit fremur en söngkvartett. Sveitin lék stúdentalög en engar upplýsingar er að finna um hverjir skipuðu hana eða um hljóðfæraskipan hennar.

G.B. kvartett [2] (um 1970)

Óskað er upplýsinga um hljómsveitina G.B. kvartett sem starfaði í kringum 1970 en Anton Kröyer mun hafa verið einn meðlima hennar, ekki liggur fyrir hverjir aðrir skipuðu hana eða hvenær hún starfaði nákvæmlega.

G.B. kvartett [1] (1965)

Hljómsveit sem bar heitið G.B. kvartett lék á áramótadansleik á skemmtistaðnum Glaumbæ um áramótin 1965-66. Svo virðist sem sveitin hafi aðeins leikið í þetta eina skipti og því líklegt að hún hafi verið sett saman sérstaklega fyrir þennan viðburð og G.B. standi því jafnvel fyrir Glaumbæ. Engar upplýsingar finnast um meðlimi sveitarinnar en Janis Carol…

Óson (1986-90)

Hljómsveitin Óson (einnig ritað Ozon) starfaði í Flóanum í Árnessýslu á árunum 1986 til 90. Sveitin var stofnuð 1986 og voru meðlimir hennar í upphafi þeir Ingólfur Arnar Þorvaldsson trommuleikari, Jónas Már Hreggviðsson bassaleikari og Hreinn Óskarsson gítarleikari og söngvari en einnig var Jón Elías Gunnlaugsson meðal meðlima sveitarinnar fyrsta árið. Árið 1988 urðu þær…

G.K. tríóið (1951-55)

G.K. tríóið var starfrækt á höfuðborgarsvæðinu að öllum líkindum á árunum 1951-55 en upplýsingar um sveitina eru af afar skornum skammti. G.K. tríóið var kennt við harmonikkuleikarann Gunnar Kristjánsson frá Grund í Grundarfirði en hann var þá löngu fluttur til Reykjavíkur og starfrækti sveitina þaðan, tríóið lék þó oft á dansleikjum og skemmtunum á Snæfellsnesinu…

Afmælisbörn 8. janúar 2020

Sjö tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu í dag, þau eru: Stórsöngvarinn og strætóbílstjórinn André Bachmann er sjötíu og eins árs í dag, hann er einna þekktastur fyrir framlag sitt til ýmissa styrktarverkefna í formi tónleika og plötuútgáfu en hefur einnig gefið út sólóplötur og sungið með hljómsveitum eins og Hljómsveit Þorsteins Guðmundssonar (Steina spil), Aríu,…

Afmælisbörn 7. janúar 2020

Enn og aftur er heimurinn fullur af tónlistartengdum afmælisbörnum: Kristján Hreinsson (Hreinsmögur) tónlistarmaður og tón- og textaskáld með meiru er sextíu og þriggja ára gamall á þessum degi. Fyrir utan að hafa samið mörg hundruð texta sem komið hafa út á plötum hefur Kristján gefið út fjölmargar plötur undir eigin nafni frá 1990. Stefán (Guðmundur)…

Afmælisbörn 6. janúar 2020

Fjölmörg afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar í dag, þau eru eftirfarandi: Þórunn Lárusdóttir leik- og söngkona er fjörutíu og sjö ára gömul en hún hefur komið víða við í tónlistarlegum skilningi. Hún gaf t.a.m. út plötuna Álfar og tröll ásamt Friðrik Karlssyni 2006, jólaplötu með systrum sínum (Dísellu og Ingibjörgu) 2004 og hefur einnig sungið…

Afmælisbörn 5. janúar 2020

Í dag eru fjögur tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Davíð Þór Jónsson er fimmtíu og fimm ára gamall í dag, hann er fremur þekktur sem skemmtikraftur, fjölmiðlamaður, guðfræðingur og nú prestur, annar Radíus bræðra og sitthvað fleira en að vera tónlistarmaður. Hann var þó söngvari hljómsveitarinnar Faríseanna sem gaf út plötu 1996, samdi þar bæði…

Afmælisbörn 4. janúar 2020

Þrír tónlistarmenn eiga afmæli í dag, þeir eru eftirfarandi: Gunnar Þórðarson gítarleikari og lagahöfundur er sjötíu og fimm ára gamall í dag. Gunnar þarf auðvitað alls ekki að kynna, hann fæddist á Hólmavík, fluttist ungur til Keflavíkur, varð fyrst landsfrægur sem gítarleikari, söngvari og aðal lagahöfundur bítlasveitarinnar Hljóma en síðar komu aðrar sveitir eins og…

Afmælisbörn 3. janúar 2020

Afmælisbörnin eru þrjú á skrá Glatkistunnar í dag: Sölvi (Haraldsson) Blöndal fyrrum Quarashi-liði á fjörutíu og fimm ára afmæli í dag. Sölvi hafði verið í ýmsum sveitum áður en hann gerði það gott með Quarashi, s.s. Púff, SSSpan, Júpiters og Stjörnukisa svo dæmi séu tekin en hefur einnig starfrækt dúettinn Halleluwah, auk annarra verkefna. Hann…

Ormarslónsbræður (um 1930-50)

Bræðurnir Jóhann Óskar og Þorsteinn Pétur Jósefssynir frá Ormarslóni í Þistilfirði voru landsþekktir harmonikkuleikarar á fyrri hluta síðustu aldar en þeir bræður léku á dansleikjum og héldu tónleika víða um land. Jóhann (f. 1911) var öllu þekktari en hann varð fyrstur til að gefa út harmonikkuplötu hér á landi (1933), sú plata var einnig tímamótaverk…

Orion [2] (1964-70)

Hljómsveitin Orion var nokkuð sér á báti þann tíma sem hún starfaði síðari hluta sjöunda áratugar síðustu aldar en hún var nokkuð trú sinni Shadows-stefnu meðan aðrar sveitir breyttust í bítla- og síðan hippasveitir. Sveitin hafði líka þá sérstöðu í bransanum að hún var yfirlýst bindindissveit en slíkt var fátítt í þessum heimi. Sveitin var…

Orion [1] – Efni á plötum

Haukur Morthens – P E P / Þér ég ann [78 sn.] Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: HMV JOR 236 Ár: 1957 1. P E P 2. Þér ég ann Flytjendur: Haukur Morthens – söngur Orion kvartettinn: – [engar upplýsingar um flytjendur]   Haukur Morthens – Halló… skipti… / Lagið hans Guðjóns [78 sn.] Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer:…

Orion [1] (1956-58)

Nokkrar hljómsveitir hafa gengið undir nafninu Orion, sú fyrsta á sjötta áratugnum en hún bar ýmist nafnið Orion kvintett eða Orion kvartett, fyrrnefnda nafnið þó mun lengur. Sveitin varð að öllum líkindum fyrsta íslenska hljómsveitin til að fara í útrás. Það var gítarleikarinn Eyþór Þorláksson sem stofnaði Orion kvintett á fyrri hluta árs 1956 en…

Organistablaðið [fjölmiðill] (1968-95 / 2000)

Organistablaðið kom út í fjölmörg ár og var málgagn organista á Íslandi en blaðið kom út nokkuð samfleytt á árunum 1968 til 95. Stofnað var til blaðsins árið 1968 af Félagi íslenskra organleikara (síðar organista) og segir í inngangsorðum fyrsta tölublaðsins að því væri ætlað að vera málgagn organista, tengiliður milli þeirra og fólksins í…

Org í A (um 1980)

Hljómsveit sem bar nafnið Org í A var starfrækt líklega í kringum 1980. Fyrir liggur að gítarleikarinn Bergþór Morthens var í þessari sveit en engar upplýsingar er að finna um aðra meðlimi hennar og hljóðfæraskipan, og er hér með óskað eftir þeim.

Ormétinn (1996)

Keflvíska hljómsveitin Ormétinn tók þátt í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1996 en varð þar lítt ágengt og komst ekki í úrslit keppninnar þrátt fyrir fremur jákvæða umsögn í Morgunblaðinu. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Arnar Már Frímannsson bassaleikari, Ingi Þór Ingbergsson gítarleikari, Þórarinn Karlsson söngvari og Jóhann D. Albertsson trommuleikari. Sveitin virðist hafa verið skammlíf.

Orlando Careca – Efni á plötum

Orlando Careca / The Cosmonut – Just for tonight [ep] Útgefandi: 66 Degrees records Útgáfunúmer: 66D04 Ár: 2000 1. Just for tonight (feat. Blake) 2. Stars in your eyes 3. I‘m a sexmachine 4. A little bit of love 5. Ceramic Flytjendur: Jónas Þór Guðmundsson – [?] Aðalsteinn Guðmundsson – [?] Magnús Jónsson – [?]…

Orlando Careca (1999-)

Raftónlistarmaðurinn Jónas Þór Guðmundsson á sér nokkur aukasjálf eins og svo margir í þeim geira tónlistarinnar, Orlando Careca er eitt þeirra en það nafn notaði hann nokkuð í kringum aldamótin. Orlando Careca var á mála hjá 66 Degrees records sem var undirmerki Thule records en að minnsta kosti þrjár smáskífur komu út með honum á…

Orion [3] (um 1980)

Hljómsveit starfaði á höfuðborgarsvæðinu um eða eftir 1980, undir nafninu Orion. Meðlimir Orion léku saman í mörg ár undir ýmsum nöfnum s.s. Just now, Band nútímans og Antarah og var yfirleitt nokkurn veginn sami kjarninn í þessu sveitum en ekki liggur fyrir nákvæmlega hverjir skipuðu sveitina undir þessu nafni og er því óskað eftir þeim.

Orion [2] – Efni á plötum

Orion – Orion & Sigrún Harðardóttir [ep] Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: CBEP 25 Ár: 1969 1. Enginn veit 2. Stef úr “The family way” 3. Litla lagið 4. Þriðji maðurinn 5. Kveðjan Flytjendur: Eysteinn Jónasson – bassi Stefán Jökulsson – trommur og slagverk Snorri Snorrason – gítar Sigurður Snorrason – gítar og klarinett [?] Sigrún Harðardóttir…

Ottó (1989-91)

Á Blönduósi var um tíma starfandi hljómsveit sem kallaðist Ottó, þessi sveit lék víða um Norðurland vestra á árshátíðum, þorrablótum, áramótadansleikjum, skólaböllum og öðrum tilfallandi sveitaböllum á árunum 1989 til 91. Meðlimir Ottós voru þeir Guðmundur Engilbertsson söngvari og gítarleikari, Guðmundur Karl Ellertsson söngvari, Halldór Rúnar Vilbergsson trommuleikari og Hafsteinn Björnsson söngvari og bassaleikari. Einar…

OSL (1998)

Upplýsingar óskast um hljómsveit sem bar nafnið OSL og var að öllum líkindum starfandi í Vestmannaeyjum 1998, sveitinni brá þá fyrir í tónlistardagskrá þjóðhátíðar um verslunarmannahelgina. Þessar upplýsingar má gjarnan senda Glatkistunni.

Afmælisbörn 2. janúar 2020

Glatkistan hefur eitt afmælisbarn á skrá sinni þennan annan dag ársins. Trommuleikarinn Pjetur Sævar Hallgrímsson eða Pjetur í Tónspili er sextíu og sjö ára gamall í dag. Pjetur sem hefur starfrækt verslunina Tónspil á Norðfirði til margra ára hefur leikið á trommur með ótal hljómsveitum í gegnum tíðina en mest þó fyrir austan. Þeirra á…

Afmælisbörn 1. janúar 2020

Glatkistan hefur tvö tónlistartengd afmælisbörn á fyrsta degi ársins: Felix Bergsson söngvari, leikari og fjölmiðlamaður á fimmtíu og þriggja ára afmæli á þessum degi. Felix vakti fyrst athygli í uppfærslu Verzlunarskóla Íslands á söngleiknum Rocky horror, varð síðar söngvari Greifanna sem sigraði Músíktilraunir vorið 1986, vann að barnaefni ásamt Gunnari Helgasyni og hóf enn síðar…

Afmælisbörn 31. desember 2019

Eitt afmælisbarn kemur við sögu á þessum síðasta degi ársins: Gísli Þór Gunnarsson trúbador (G.G. Gunn) er sextíu og eins árs gamall í dag, Gísli er ef til vill ekki meðal þekktustu tónlistarmanna Íslands en eftir hann liggja þó sex útgáfur í formi kassettna. Gísli starfaði um tíma sem dagskrárgerðarmaður í útvarpi en hefur lítið…

Afmælisbörn 30. desember 2019

Í dag eru þrjú tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Haukur Gröndal klarinettu- og saxófónleikari er fjörutíu og fjögurra ára gamall á þessum degi. Hann hefur leikið með ýmsum hljómsveitum (mörgum djasstengdum) eins og Rodent, klezmersveitinni Schpilkas, Out of the loop og Reykjavik swing syndicate, og er víða gestur á plötum hinna ýmsu listamanna. Hann hefur…

Afmælisbörn 29. desember 2019

Þá er komið að afmælisbörnum dagsins sem eru þrjú talsins að þessu sinni: Alma (Goodman) Guðmundsdóttir söngkona er þrjátíu og fimm ára gömul í dag. Alma er hvað kunnust fyrir framlag sitt til söngsveitarinnar Nylons (síðar The Charlies) en hún kom einnig lítillega við sögu Eurovision undankeppninnar hér heima nýlega, hún býr nú og starfar…

Afmælisbörn 28. desember 2019

Glatkistan hefur í fórum sínum upplýsingar um fjölda tónlistartengdra afmælisbarna á þessum degi: Ingvi Steinn Sigtryggsson tónlistarmaður frá Keflavík er sextíu og sex ára gamall í dag. Hann gaf út litla plötu 1973 sem hafði að geyma Flakkarasönginn, sem naut nokkurra vinsælda. Ingvi Steinn lék með ýmsum hljómsveitum á áttunda áratugnum, og má hér nefna…

Afmælisbörn 27. desember 2019

Eitt afmælisbarn er á skrá Glatkistunnar í dag: Óperusöngvarinn Már Magnússon hefði átt afmæli á þessum degi en hann lést á síðasta ári. Már fæddist 1943, nam söng hér á landi hjá Sigurði Demetz, Maríu Markan og Einari Kristjánssyni áður en hann fór til söngnáms í Austurríki þar sem hann bjó og starfaði til ársins…

Afmælisbörn 26. desember 2019

Á þessum öðrum degi jóla er að finna eitt afmælisbarn tengt íslenskri tónlist: Trausti Júlíusson blaðamaður og tónlistargagnrýnandi er fimmtíu og sex ára gamall í dag. Trausti hefur fjallað um tónlist frá ýmsum hliðum og setið í ýmsum ráðum og nefndum tengdum íslenskri tónlist s.s. tónlistarsjóði Kraums. Trausti hefur ennfremur leikið með hljómsveitum eins og…

Olga Guðrún Árnadóttir – Efni á plötum

Olga Guðrún – Eniga meniga Útgefandi: ÁÁ records / Fálkinn Útgáfunúmer: ÁÁ 027 / FA 046 Ár: 1975 / 1984 / 1995a 1. Eniga meniga 2. Hattur og Fattur 3. Við erum fuglar 4. Ég heyri svo vel 5. Ef þú ert súr vertu þá sætur 6. Drullum sull 7. Sjómaður uppá hár 8. Það…

Olga Guðrún Árnadóttir (1953-)

Olga Guðrún Árnadóttir sendi á sínum tíma frá sér eina af allra bestu barnaplötum íslenskrar tónlistarsögu að mati flestra þegar Eniga meniga kom út árið 1976, Olgu Guðrúnu er margt til lista lagt og því hefur tónlistin á tíðum þurft að víkja fyrir öðrum hlutum. Olga Guðrún fæddist í Kópavogi 1953, fluttist tólf ára til…

Omo (1964-65)

Hljómsveitin Omo starfaði á Siglufirði um miðjan sjötta áratug síðustu aldar, mitt í miðju bítlafárs. Sveitin mun hafa verið starfandi að minnsta kosti á árunum 1964 og 65, og fór víða um norðanvert landið til spilamennsku á dansleikjum. Meðlimir hennar voru þeir Magnús Guðbrandsson gítarleikari, Elías [Þorvaldsson?], Guðmundur Garðar Hafliðason trommuleikari og Halli [?] Óskarsson.…

Omen (um 1981)

Í kringum 1981 starfaði á höfuðborgarsvæðinu bílskúrssveit skipuð ungum meðlimum, sem gekk undir nafninu Omen. Fyrir liggur að Máni Svavarsson var í þessari sveit og spilaði þá að öllum líkindum á hljómborð en óskað er eftir upplýsingum um aðra meðlimi hennar og hljóðfæraskipan.

Ombabbeh (1983)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveitina Ombabbeh sem starfaði árið 1983 og skartaði þá trommuleikaranum Birgi Baldurssyni en engar heimildir er að finna um aðra meðlimi sveitarinnar. Líklegt er að þessi sveit hafi verið starfandi í Kópavogi.

Olympia – Efni á plötum

Olympia – Olympia Útgefandi: Smekkleysa Útgáfunúmer: SM51 CD Ár: 1994 1. 1st movement 2. By the time I won the prize 3. Drive 4. Symphony 5. Nations 6. Self pity waltz 7. Animal, animal 8. Singing 9. The bells 10. The rise Flytjendur: Arnar Geir Ómarsson – trommur Eiríkur Sigurðsson – gítarsóló Kjartan Sigurjónsson –…

Olympia (1994-95)

Olympia var eins manns hljómsveit Sigurjóns Kjartanssonar sem hann starfrækti um miðjan tíunda áratug síðustu aldar, tvær plötur komu út með sveitinni. Tónlist Olympiu var eins konar synfónískt syntharokk keyrt áfram af drungalegum söng Sigurjóns sem þarna hafði m.a. starfað með hljómsveitunum Ham og Funkstrasse, hann hóf að koma fram opinberlega undir þessu nafni snemma…

Orchestra Hótel Borgar (1991)

Engar upplýsingar er að finna um hljómsveit sem sett var á laggirnar á fyrri hluta árs 1991 og bar heitið Orchestra Hótel Borgar en hún mun hafa verið skipuð tónlistarmönnum í eldri kantinum og lék tónlist í anda stríðsáranna og skömmu eftir það. Tilefnið með stofnun sveitarinnar mun hafa verið að Hótel Borg opnaði eftir…

Oran (1999)

Fönksveitin Oran starfaði í nokkra mánuði síðari hluta árs 1999, og lék þá í nokkur skipti á öldurhúsum Reykjavíkur. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Jóel Pálsson saxófónleikari, Pétur Hallgrímsson gítarleikari, Guðni Finnsson bassaleikari og Matthías M.D. Hemstock trommuleikari, Eyþór Gunnarsson hljómborðsleikari kom inn í lokin í stað Guðna bassaleikara en sveitin hætti störfum í lok árs.

Operation strawberry (1998)

Hljómsveitin Operartion strawberry virðist hafa verið fremur skammlíf sveit en hún gekk einnig undir nafninu Aperacia klubnika (Aperatzia klubnika) þann skamma tíma sem hún starfaði árið 1998. Meðlimir Operation strawberry voru þeir Ingólfur Guðmundsson trommuleikari, Ragnar Örn Emilsson gítarleikari og Daníel Brandur Sigurgeirsson bassaleikari. Þegar Birgir Kárason bættist í sveitina sem bassaleikari færði Daníel Brandur…

Operation big beat (1996-97)

Hljómsveitin Operation big beat starfaði innan Fíladelfíu safnaðarins og lék trúarlega tónlist sem var einhvers konar rokk. Operation big beat starfaði að minnsta kosti á árunum 1996 og 97 og lék þá aðallega á samkomum tengdum söfnuðinum, sveitin átti fjögur lög á safnplötunni No3 sem Fíladelfía gaf út. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Grétar Þór Gunnarsson…