Vignir Bergmann (1950-)

Tónlistarmaðurinn Vignir Bergmann (Sigurður Vignir Bergmann Magnússon) var einn af þeim tónlistarmönnum sem Keflavík ól af sér á sjöunda og áttunda áratugnum en hann starfaði með nokkrum af þekktustu hljómsveitum Suðurnesjanna. Vignir er fæddur 1950 og var strax á unglingsaldri kominn í hljómsveitir, hann spilaði t.a.m. með Echo sem fleiri keflvískir tónlistarmenn stigu sín fyrstu…

Viggó tinnitus (1996)

Hljómsveitin Viggó tinnitus starfaði í Vestmannaeyjum árið 1996 í nokkra mánuði. Meðlimir hennar voru Þröstur Jóhannsson bassaleikari, Birgir Hrafn Hafsteinsson hljómborðs- og gítarleikari, Ívar Bjarklind söngvari, Gísli Elíasson trommuleikari og Leifur Geir Hafsteinsson gítarleikari.

Exit [2] – Efni á plötum

Exit [2] – Exit [snælda] Útgefandi: [engar upplýsingar] Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1990 1. Meint geðveiki 2. Jesú 3. Móðurást 4. Slam 5. Spilafíkn 6. Andaborð 7. Sláturhúsmorðinginn 8. Hvísl í myrkri 9. Bið Flytjendur: [engar upplýsingar um flytjendur] Exit [2] – Exit [snælda] Útgefandi: [engar upplýsingar] Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: [1990?] [engar upplýsingar um…

Afmælisbörn 27. mars 2019

Afmælisbörn Glatkistunnar í dag eru þrjú talsins, öll eru látin: Jón Hrólfsson harmonikkuleikari hefði átt afmæli í dag en hann lést 2017. Jón  (f. 1946) sem upphaflega kom af Melrakkasléttunni, lék með ýmsum harmonikkusveitum en kom einnig margsinnis einn síns liðs fram með nikkuna í gegnum tíðina. Hann gaf á sínum tíma út sólóplötuna Gleðihopp…

Afmælisbörn 26. mars 2019

Þrjú afmælisbörn úr tónlistargeiranum líta dagsins ljós á Glatkistunni í dag: Hafnfirðingurinn Starri Sigurðarson bassaleikari Jet Black Joe og Nabblastrengja er fjörutíu og fimm ára gamall í dag. Starri hefur leikið með Jet Black Joe nánast frá upphafi en með Nabblastrengjum reis ferill hans hæst er þeir félagarnir sigruðu Músíktilraunir Tónabæjar, þá ungir að árum.…

Afmælisbörn 25. mars 2019

Fimm afmælisbörn koma við sögu í dag: Garðar Olgeirsson harmonikkuleikarinn góðkunni er sjötíu og fimm ára. Fjórar plötur hafa komið út með honum þar sem hann leikur listir sínar á nikkuna og er þekktast laga hans Meira fjör á samnefndri plötu frá 1978. Hann hefur einnig leikið á plötum í félagi við aðra harmonikkuleikara. Bjarki…

Afmælisbörn 24. mars 2019

Á þessum degi eru tvö tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Gylfi Kristinsson söngvari er sextíu og sjö ára en honum skýtur reglulega upp í hinum ýmsu hljómsveitum. Gylfi var til að mynda í upphaflegu útgáfunni af Stuðmönnum sem einnig hefur verið kölluð Frummenn, og gaf út plötu fyrir nokkrum árum. Hann var einnig í sveitum…

Afmælisbörn 23. mars 2019

Afmælisbörn dagsins eru fjölmörg og eftirfarandi: Guðrún Árný Karlsdóttir söngkona úr Hafnarfirði er þrjátíu og sjö ára í dag. Guðrún Árný sem hefur sungið frá blautu barnsbeini vakti fyrst athygli þegar hún sigraði Söngkeppni framhaldsskólanna 1999 og í framhaldinu söng hún í ýmsum sýningum á Hótel Íslandi og víðar. Hún hefur verið áberandi í sönglagakeppnum…

Afmælisbörn 22. mars 2019

Afmælisbörn Glatkistunnar eru þrjú í dag: Árni Hjörvar Árnason sem er hvað þekktastur fyrir að plokka bassann í bresku sveitinni Vaccines er þrjátíu og fimm ára í dag. Áður en Árni fluttist til Bretlands hafði hann leikið í ýmsum hljómsveitum hér heima eins og The Troopers, Dice, Future future og Kimono svo nokkur dæmi séu…

Viðar Alfreðsson – Efni á plötum

Viðar Alfreðsson – Spilar og spilar: Plays and plays Útgefandi: Viðar Alfreðsson / Skífan Útgáfunúmer: VA 101 Ár: 1980 1. Be my love 2. If he walked into my life 3. Cavatina 4. Vala 5. Making woophee 6. As long as he needs me 7. For once in my life 8. Three 9. Misty Flytjendur:…

Viðar Alfreðsson (1936-99)

Viðar Alfreðsson tónlistarmaður var lengi vel fremstur íslenskra tónlistarmanna þegar kom að blásturshljóðfærum en hann blés í flest málmblásturshljóðfæri og var jafnvígur á klassík og djass. Líklega kom þó skaplyndi hans í veg fyrir frekari frama á erlendri grundu en varð um leið til að Íslendingar nutu krafta hans þess í stað. Ferli hans má…

Við [4] (2008)

Þjóðlagadúett undir nafninu Við kom fram á viðburðum tengdum Menningarnótt 2008 en ekki liggur fyrir hver skipuðu hann. Þó liggur fyrir að um karl og konu var að ræða. Óskað er eftir frekari upplýsingum.

Við [3] (1990-92)

Þeir Björgvin Gíslason gítarleikari og Kristján Frímann Kristjánsson myndlistamaður og ljóðskáld starfræktu um tíma dúett undir nafninu Við. Um var að ræða ljóðalestur Kristjáns við undirleik Björgvins. Þeir félagar komu fyrst fram undir þessu nafni haustið 1990 en þeir höfðu þá í raun starfað mun lengur saman, m.a. hafði Kristján þá séð um draumaráðningaþætti í…

Við [2] (1989)

Dúettinn Við kom fram í að minnsta kosti eitt skipti á Ölveri í Glæsibæ árið 1989. Það voru þeir Sigurður Hafsteinsson gítarleikari og söngvari og Mark Brink bassaleikari og söngvari sem skipuðu dúettinn en ekki liggur fyrir hversu lengi þeir störfuðu.

Við á vellinum (um 1990)

Hljómsveit með þessu nafni starfaði í kringum 1990, að öllum líkindum á Akureyri. Tómas Hermannsson gítarleikari [?] var í þessari sveit en ekki er vitað um aðra meðlimi hennar, óskað er eftir frekari upplýsingar um þá.

Við þrjú [2] (1990)

Síðsumars árið 1990 starfaði þjóðlagatríó undir nafninu Við þrjú. Ekkert bendir til þess að um sama tríó sé að ræða sem starfandi var um fimmtán árum fyrr. Upplýsingar um skipan tríósins liggja ekki fyrir en þó gæti Kjartan Ólafsson hafa verið í því, hann hefur við í sveit með sama nafni.

Við þrjú [1] (1973-76)

Þjóðlagatríóið Við þrjú vakti nokkra athygli um miðjan áttunda áratug síðustu aldar án þess þó að senda frá sér plötu, tríóið kom fram m.a. á skemmtunum sem Ferðaleikhúsið stóð fyrir, á héraðsmótum hjá framsóknarflokknum og á hvers kyns þjóðlagahátíðum sem haldnar voru á þessum árum. Meðlimir tríósins voru Ingibjörg Ingadóttir, Guðjón Þór Guðjónsson og Sturla…

Við strákarnir [2] (1993)

Pöbbatríóið Við strákarnir léku síðsumars og haustið 1993 á fjölmörgum pöbbum á landsbyggðinni, m.a. í Grindavík, Stykkishólmi, Hveragerði og Flateyri en ekki liggur þó fyrir hvaðan þeir félagar gerðu út sveitina. Meðlimir tríósins voru Jakob Ingi Jakobsson sem lék á midi-harmonikku, Sigurður Már Ágústsson banjó- og rafgítarleikari og Teitur Guðnason kassagítarleikari og söngvari. Teitur hafði…

Við strákarnir [1] (1989-90)

Hljómsveitin Við strákarnir starfaði á árunum 1989 og 90 á Akureyri, og hugsanlega eitthvað lengur. Við strákarnir léku blandaða blústónlist og komu fram í nokkur skipti á norðanverðu landinu, mest á Akureyri. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Húnbogi Valsson gítarleikari, Hafliði Hauksson trommuleikari, Teitur Guðnason bassaleikari og Gunnar Eiríksson söngvari og munnhörpuleikari.

Við kátir félagar (1979)

Hljómsveitin Við kátir félagar lék á skemmtun í Öskjuhlíðarskóla vorið 1979 en engar aðrar upplýsingar er að finna um þessa sveit, hverjir skipuðu hans, hversu lengi hún starfaði o.s.frv. Ef einhverjir luma á upplýsingum um þessa sveit mega þeir gjarnan senda þær til Glatkistunnar.

Við sem fljúgum [2] (1989-90)

Hljómsveitin Við sem fljúgum var ballsveit sem starfaði í Vestmannaeyjum veturinn 1989-90. Meðlimir hennar voru Þórarinn Ólason söngvari, Birkir Huginsson saxófónleikari, Óskar Sigurðsson trommuleikari, Pétur Erlendsson gítarleikari, Jón Kristinn Snorrason bassaleikari og Hersir Sigurgeirsson hljómborðsleikari. Sigurður Ómar Hreinsson var líklega fyrsti trymbill sveitarinnar en Óskar tók við af honum. Stór hluti sveitarinnar starfaði síðar með…

Afmælisbörn 21. mars 2019

Á þessum degi eru afmælisbörnin tvö á skrá Glatkistunnar: Bergsveinn Arilíusson söngvari er fjörutíu og sex ára, hann var áberandi á árunum fyrir og um aldamótin og söng lengst af með hljómsveitinni Sóldögg en einnig með Pöpum. Áður hafði hann vakið athygli með Ðí Kommittments og Acid juice, og 1993 kom út platan Kærleikur sem…

Afmælisbörn 20. mars 2019

Afmælisbörnin tónlistartengdu eru fjögur að þessu sinni: Tónskáldið Finnur Torfi Stefánsson er sjötíu og tveggja ára gamall í dag, hann hefur samið fjölbreytilega tónlist og má þar nefna óperu, hljómsveitaverk og verk fyrir einleikshljóðfæri, kammertónlist og rokk en á árum áður var hann í fjölmörgum hljómsveitum á tímum bítla og blómabarna. Þekktustu sveitir hans eru…

Afmælisbörn 19. mars 2019

Þrjú tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu dagsins: Fyrstan skal nefna Sigurð Björnsson óperusöngvara sem er áttatíu og sjö ára í dag. Hann nam söng fyrst hér heima hjá Guðmundi Jónssyni, Kristni Hallssyni og fleirum en fór til framhaldsnáms í Þýskalandi, þar starfaði hann um árabil. Ein fjögurra laga plata með jólasálmum kom út hér heima…

Afmælisbörn 18. mars 2019

Eftirfarandi eru fjögur afmælisbörn á lista Glatkistunnar: Selfyssingurinn Einar (Þór) Bárðarson, oft nefndur umboðsmaður Íslands, er fjörutíu og sjö ára. Einar hefur komið víða við í tónlistarlegum skilningi en þekktastur er hann þó fyrir umboðsmennsku fyrir Nylon. Hann hefur einnig sinnt umboðsmennsku fyrir ýmsa aðra, samið tónlist (m.a. Ertu þá farin? með Skítamóral og Eurovision…

Blúshátíð í Reykjavík 2019

Blúshátíð í Reykjavík fer fram venju samkvæmt um páskana en hátíðin fer nú fram í þrettánda skipti. Blúshátíð í Reykjavík 2019 hefst laugardaginn 13. apríl með Blúsdegi í miðborginni þar sem Blúshátíðin leggur Skólavörðustíginn undir sig. Skrúðganga verður frá Leifsstyttu kl. 14, Lúðrasveitin Svanur og bílalest fagna vorinu. Við setningu hátíðarinnar verður tilkynnt um val…

Afmælisbörn 17. mars 2019

Fjórir tónlistarmenn koma að þessu sinni við sögu afmælisbarna dagsins: Ingólfur Sigurðsson trommuleikari er fjörutíu og níu ára. Hann er maður margra hljómsveita og starfar iðulega í mörgum í senn. Fyrsta sveit Ingólfs var líkast til hljómsveitin Chorus en síðan hafa þær komið í röðum og eftirfarandi runa er aðeins sýnishorn; Blátt áfram, Rauðir fletir,…

Afmælisbörn 16. mars 2019

Glatkistan hefur eitt afmælisbarn á takteinum í dag: Páll Óskar Hjálmtýsson hinn eini sanni er fjörutíu og níu ára gamall. Hann þarf vart að kynna en hann kom fyrst fram á sjónarsviðið á ævintýraplötum Gylfa Ægissonar, plötum Áhafnarinnar á Halastjörnunni og plötu með tónlistinni úr leikritinu Gúmmí Tarzan en allt þetta var þegar hann var…

Afmælisbörn 15. mars 2019

Afmælisbarn dagsins er eitt að þessu sinni á Glatkistunni: Sigurður Halldór Guðmundsson (Siggi Hjálmur) hinn ótrúlega fjölhæfi tónlistarmaður er fjörutíu og eins árs gamall á þessum degi en hann er í mörgum af þekktustu sveitum íslenskrar tónlistarsögu, þar má nefna hljómsveitir eins og Hjálma, Senuþjófana, Baggalút, Memfísmafíuna, Tregasveitina og Skuggasveina en hann hefur einnig sungið…

Afmælisbörn 14. mars 2019

Í dag eru þrjú tónlistartengd afmælisbörn á lista Glatkistunnar: Bernharður St. Wilkinson (Bernard Wilkinson) stjórnandi og flautuleikari er sextíu og átta ára. Hann er Breti sem kom hingað til lands 1975 til að leika með Sinfóníuhljómsveit Íslands og hefur starfað hér meira og minna síðan, leikið inn á fjöldann allan af plötum og stjórnað hljómsveitum…

Valgerður Lárusdóttir (1885-1924)

Valgerður Lárusdóttir (síðar Valgerður Briem) var ein fyrst söngkvenna á Íslandi og var reyndar frumkvöðull þegar kemur að ýmsum þáttum íslensks tónlistarlífs. Valgerður fæddist árið 1885 á Eskifirði og ólst þar upp en fluttist til Reykjavíkur þegar hún var á unglingsaldri. Fljótlega varð ljóst að hún var mjög músíkölsk enda var hún af tónlistarættum, afi…

Afmælisbörn 13. mars 2019

Fjögur afmælisbörn koma við sögu á Glatkistunni í dag: (Þórir) Karl Geirmundsson gítarleikari frá Ísafirði á stórafmæli dagsins en hann er áttræður, hann lék í BG & Ingibjörgu með bróður sínum Baldri Geirmundssyni, en sú sveit gekk reyndar undir ýmsum nöfnum. Einnig lék Karl á sínum tíma með Hljómsveit Vilbergs Vilbergssonar (Villa Valla), Hljómsveit Björns…

Afmælisbörn 12. mars 2019

Á þessum degi er eitt tónlistartengt afmælisbarn á skrá Glatkistunnar: Hjördís Elín Lárusdóttir (Dísella) söngkona, hljómborðs- og trompetleikari er fjörutíu og tveggja ára gömul í dag. Hún er ein Þriggja systra, dóttir Lárusar Sveinssonar trompetleikara og hefur komið víða við sögu í tónleikahaldi og plötuútgáfu, var t.a.m. kjörin söngkona ársins í flokki sígildrar og samtímatónlistar…

Afmælisbörn 11. mars 2019

Þrjú afmælisbörn í tónlistargeiranum eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni Rósa Guðmundsdóttir er fertug í dag og á því stórafmæli dagsins. Hún kemur upphaflega frá Vestmannaeyjum og er af tónlistarfólki komin en þar lærði hún á píanó, fiðlu og flautu. Hún starfaði m.a. með danshljómsveitinni Dancin‘ mania í Eyjum áður en hún kom upp…

Afmælisbörn 10. mars 2019

Á þessum annars ágæta degi koma fyrir fjögur afmælisbörn á lista Glatkistunnar Hanna Valdís Guðmundsdóttir söngkona var ein af fyrstu barnastjörnunum og enn í dag heyrist reglulega lag hennar um Línu Langsokk, auk annarra. Hún var einnig ein af stúlkunum sem prýddi Sólskinskórinn og söng lagið Sól sól skín á mig, sem margir þekkja. Hanna…

Afmælisbörn 9. mars 2019

Tvö afmælisbörn úr tónlistargeiranum eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni Símon H. Ívarsson gítarleikari og kórstjórnandi er sextíu og átta ára gamall. Hann er kunnur gítarleikari, nam gítarleik og tónlistarkennarafræði hér heima auk þess að fara í framhaldsnám í Austurríki. Þrjár plötur hafa komið út með gítarleik hans, sú síðasta 2004. Símon var formaður…

Afmælisbörn 8. mars 2019

Tvö tónlistarmenn eiga afmæli í dag og eru í gagnabanka Glatkistunnar Karl Hermannsson söngvari úr Keflavík er sjötíu og fjögurra ára gamall á þessum degi en hann fæddist 1945. Fyrsta hljómsveit hans mun líklega hafa verið Skuggar en einnig var hann söngvari um tíma í Hljómum. Söngferil sinn lagði Karl að mestu á hilluna en…

Versa (1997)

Hljómsveitin Versa var að öllum líkindum skammlíft verkefni menntaskólanema, sett saman til þess eins að koma fram á tónleikum í Norðurkjallara Menntaskólans við Hamrahlíð. Meðlimir Versu voru Bergþóra Magnúsdóttir, Hanna Loftsdóttir og Fjóla Dögg Sverrisdóttir. Tónleikarnir voru haldnir í febrúar 1997 og gefnir út á geislaplötu nokkru síðar, framlag Versu fékk ágæta dóma í umfjöllun…

Venus [3] (1977)

Hljómsveitin Venus starfaði í Mosfellssveit árið 1977 en hún var skipuð tónlistarmönnum á grunnskólaaldri og spilaði sveitin m.a. á skólaböllum, tveir þeirra áttu síðar eftir að koma við sögu Gildrunnar. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Karl Tómasson trommuleikari, Hafþór Hafsteinsson orgelleikari, Þórhallur Árnason gítarleikari og Erlendur Örn Fjeldsted Sturluson bassaleikari.

Venus [1] (1973)

Hér er óskað eftir upplýsingum um hljómsveit sem bar nafnið Venus. Hljómsveitin starfaði að öllum líkindum á höfuðborgarsvæðinu árið 1973 og mun Nikulás Róbertsson hafa verið einn meðlima hennar.

Venus [5] (1993-2005)

Hljómsveit sem bar nafnið Venus starfaði á Rifi á Snæfellsnesi um ríflega áratugar skeið í kringum síðustu aldamót og lék einkum á dansleikjum á heimaslóðum. Venus var stofnuð haustið 1993 en stofnmeðlimir hennar voru nokkrir vinnufélagar sem störfuðu við beitningar á Rifi, aðeins einn þeirra hafði þá reynslu af spilamennsku í hljómsveitum en það var…

Venus [4] (1983)

Danshljómsveitin Venus starfaði á Ólafsfirði vorið 1983. Óskað er eftir upplýsingum um þessa sveit, starfstíma hennar sem og meðlima- og hljóðfæraskipan.

Veraldarkeröld [útgáfufyrirtæki] (1990-95)

Útgáfufyrirtækið Veraldarkeröld starfaði á árunum 1990-95 og sendi frá sér á þeim tíma fjóra titla, þrjá í Strump-seríunni svokölluðu sem hafði að geyma blandaða jaðartónlist, og eina sjö tommu vínylplötu með hljómsveitinni Tilbura en forsprakki útgáfunnar, Magnús Axelsson var bassaleikari í þeirri sveit. Veraldarkeröld gáfu einnig út eina bók eða tímarit með efni eftir Magnús.

Vera Roth (1963-)

Vera Roth kvikmyndagerðar- og myndlistamaður (fædd 1963) gaf út árið 1979 nokkuð sérstæða plötu hjá útgáfufyrirtæki fjölskyldunnar Roth‘s Verlag, líkt og fleiri í fjölskyldunni hafa gert bæði fyrr og síðar. Vera var aðeins sextán ára þegar platan kom út en innihald hennar var „einfaldlega píanóglamur eftir Veru og upptaka af henni og Dieter að kjafta…

Ver iss mæ her (1991)

Haustið 1991 kom tríóið Ver iss mæ her fram opinberlega í fyrsta og eina skiptið þegar þeir félagar fluttu frumsamið efni sem þeir kölluðu sinfónískt rokk, í bland við aðra tónlist á Blúsbarnum. Ver iss mæ her skipuðu þrír félagar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands, þeir Roland Hartwell fiðluleikari sem þarna var í hlutverki gítarleikara, Steef van…

Venus kvartettinn (1960)

Venus kvartettinn starfaði árið 1960 í ársbyrjun, líklega í fáeinar vikur. Engar upplýsingar finnast um meðlimi kvartettsins en söngvararnir Þór Nielsen og Harald G. Haralds sungu með sveitinni.

Vestanhafs (1997)

Tríóið Vestanhafs lék blúsrokk af ýmsu tagi á öldurhúsum höfuðborgarinnar og landsbyggðarinnar árið 1997, og fór þar víða. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Björgvin Gíslason gítarleikari, Jón Björgvinsson trommuleikari og Jón Kjartan Ingólfsson bassaleikari og söngvari.

Vespré (1989-90)

Pönkhljómsveitin Vespré starfaði á Húsavík um eins árs skeið í lok níunda áratugs síðustu aldar en nafn sveitarinnar á sér augljósa skírskotun í samnefnd dömubindi. Vespré var stofnuð 1989 og voru meðlimir hennar Guðmundur Svafarsson söngvari, Heimir Kristinsson bassaleikari, Þormóður Aðalbjörnsson gítarleikari og Gauti Þór Grétarsson trymbill. Sveitin lék á tvennum tónleikum nyrðra en þar…