Snillingarnir [1] (1979-80)

Hljómsveitin Snillingarnir var ein allra fyrsta pönksveitin hér á landi, sjálfir skilgreindi sveitin sig aldrei sem pönk en þeir félagar blönduðu tónlist sína þjóðlögum. E.t.v. mætti segja að sveitin hafi verið eins konar útungarstöð fyrir Fræbbblana því tveir meðlima hennar áttu síðar eftir að leika með þeirri sveit. Snillingarnir munu hafa verið stofnaðir sumarið 1979…

Skuggar [5] (1963)

Í Reykjavík starfaði gítarhljómsveit undir nafninu Skuggar árið 1963 en sú sveit innihélt tvo gítarleikara og var í anda bresku sveitarinnar The Shadows sem þá naut mikilla vinsælda um heim allan, sveitin notaði svokallað Swissecho delay tæki til að ná Shadows gítar sándinu en það hafði verið keypt í Danmörku og var þá nýjung hérlendis.…

Afmælisbörn 30. mars 2022

Afmælisbörnin í dag eru fimm talsins: Páll Torfi Önundarson læknir og tónlistarmaður er sextíu og sjö ára í dag. Hann varð þekktur sem gítarleikari í Diabolus in musica á áttunda áratugnum en hefur einnig leikið í sveitum eins og Grasrexi, Combói Jóhönnu Þórhalls, Six pack lation, Saltfisksveit Villa Valla og Síríusi. Páll Torfi er einnig…

Afmælisbörn 29. mars 2022

Fjögur afmælisbörn dagsins eru eftirfarandi: Þórir Baldursson hljómborðsleikari er sjötíu og átta ára í dag. Hann er frá Keflavík og tilheyrir þeirri kynslóð þaðan sem markaði bítlaslóðir hérlendis, hann var þó meira í þjóðlagastílnum í upphafi. Þórir bjó lengi og starfaði að tónlist sinni í Þýskalandi, Bandaríkjunum og miklu víðar með tónlistarfólki eins og Donnu…

Afmælisbörn 28. mars 2022

Fjögur afmælisbörn (þrjú þeirra eru látin) koma við tónlistarsögu þessa dags hjá Glatkistunni: Jónas Þórir Þórisson píanó- og hljómborðsleikari er sextíu og sex ára gamall í dag. Jónas Þórir er líklega einn þekktasti undirleikari samtímans en hann hefur starfað með ótal tónlistarfólki í gegnum tíðina, þá hefur hann einnig leikið inn á fjölda platna og…

Blúshátíð í Reykjavík 2022

Blúshátíð í Reykjavík verður haldin nú um páskana en hún hefur ekki farið fram síðan 2019 af óviðráðanlegum orsökum. Hátíðin verður með breyttu sniði í ár en einungis verða einir tónleikar í boði – miðvikudagskvöldið 13. apríl nk. (kvöldið fyrir skírdag) kl. 20, sannkölluð tónlistarveisla þar sem allir bestu blúsarar landsins koma fram á Hilton…

Afmælisbörn 27. mars 2022

Afmælisbörn Glatkistunnar í dag eru sex talsins: Páll Einarsson sem er öllu þekktari sem jarðeðlisfræðingur en tónlistarmaður, er sextíu og fimm ára gamall í dag. Páll hefur leikið selló m.a. með Sinfóníuhljómsveitum Íslands, Reykjavíkur og áhugamanna, Palermo kvartettnum og hljómsveit Íslensku óperunnar en einnig á bassa með ýmsum sveitum s.s. Tríói Guðmundar Ingólfssonar, Veislutríóinu og…

Afmælisbörn 26. mars 2022

Þrjú afmælisbörn úr tónlistargeiranum líta dagsins ljós á Glatkistunni í dag: Hafnfirðingurinn Starri Sigurðarson bassaleikari Jet Black Joe og Nabblastrengja er fjörutíu og átta ára gamall í dag. Starri hefur leikið með Jet Black Joe nánast frá upphafi en með Nabblastrengjum reis ferill hans hæst er þeir félagarnir sigruðu Músíktilraunir Tónabæjar, þá ungir að árum.…

Afmælisbörn 25. mars 2022

Fimm afmælisbörn koma við sögu í dag: Garðar Olgeirsson harmonikkuleikarinn góðkunni er sjötíu og átta ára. Fjórar plötur hafa komið út með honum þar sem hann leikur listir sínar á nikkuna og er þekktast laga hans Meira fjör á samnefndri plötu frá 1978. Hann hefur einnig leikið á plötum í félagi við aðra harmonikkuleikara. Bjarki…

Afmælisbörn 24. mars 2022

Á þessum degi eru fjögur tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Gylfi Kristinsson söngvari er sjötugur í dag og á því stórafmæli en honum skýtur reglulega upp í hinum ýmsu hljómsveitum. Gylfi var til að mynda í upphaflegu útgáfunni af Stuðmönnum sem einnig hefur verið kölluð Frummenn, og gaf út plötu fyrir nokkrum árum. Hann var…

Smárakvartettinn í Reykjavík (1951-56 / 1986)

Smárakvartettinn í Reykjavík starfaði um fimm ára skeið en um sama leyti hafði sams konar kvartett verið starfandi á Akureyri um árabil undir sama nafni, aldrei kom þó til neins konar árekstra af því er virðist vegna nafngiftarinnar en kvartettarnir tveir sendu frá sér plötur um svipað leyti um miðjan sjötta áratuginn. Upphaf Smárakvartettsins í…

Smith (?)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit sem spilaði rokk í þyngri kantinum og gekk undir nafninu Smith. Þessi sveit mun hafa starfað seint á síðustu öld, líklega undir lok tíunda áratugarins og innihélt söngvara að nafni Egill. Frekari upplýsingar um meðlimi og hljóðfæraskipan sveitarinnar, starfstíma hennar og annað sem hæfir umfjöllun af þessu tagi má…

Smárakvartettinn í Reykjavík – Efni á plötum

Smárakvartettinn í Reykjavík – Baujuvaktin / Fossarnir [78 sn.] Útgefandi: Hljóðfæraverslun Sigríðar Helgadóttur Útgáfunúmer: HSH 18 Ár: 1954 1. Baujuvaktin 2. Fossarnir Flytjendur: Smárakvartettinn í Reykjavík – söngur Carl Billich – píanó     Smárakvartettinn í Reykjavík – Eyjan hvíta / Loftleiðavalsinn [78 sn.] Útgefandi: Hljóðfæraverslun Sigríðar Helgadóttur Útgáfunúmer: HSH 19 Ár: 1955 1. Eyjan…

Smjattpattarnir (2003)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um rappdúett sem starfaði á Ólafsfirði árið 2003 undir nafninu Smjattpattarnir en þeir sendu frá sér að minnsta kosti eitt lag til spilunar, hugsanlega fleiri.

Smjattpattar [2] (1991)

Árið 1991 var starfrækt hljómsveit í Nesskóla í Neskaupstað undir nafninu Smjattpattar. Þessi sveit starfaði að minnsta kosti frá því snemma árs og fram undir áramót 1991-92 en ekki liggur fyrir þó hversu lengi. Sigurjón Egilsson mun hafa verið söngvari Smjattpattanna en frekari upplýsingar er ekki að finna um aðra meðlimi hennar og er því…

Smjattpattar [1] – Efni á plötum

Smjattpattar – Smjattpattar: söngvar og sögur Útgefandi: Skífan Útgáfunúmer: SLP 012 Ár: 1984 1. Lagstúfur 2. Hér koma Smjattpattarnir: saga 3. Banana-rokk 4. Svala gúrka: saga 5. Byggt á sandi 6. Bogi brómber: saga 7. Skólasöngur 8. Pála púrra: saga 9. Vippi vorlaukur: saga 10. Geimferðin 11. Smjattpattar í útilegu: saga 12. Regnhlífar 13. Baunabelgur…

Smjattpattar [1] (1984)

Margir muna eftir Smjattpöttunum (Munch bunch) sem nutu töluverðra vinsælda á fyrri hluta níunda áratugar síðustu aldar, heil kynslóð barna fylgdist með ævintýrum þeirra í Stundinni okkar en þeir hurfu með jafnskjótum hætti og þeir höfðu birst. Íslendingar kynntust fyrst Smjattpöttunum þegar bókaútgáfan Vaka gaf út sumarið 1982 í þýðingu Þrándar Thoroddsen nokkrar barnabækur um…

SMS tríó [2] (?)

Óskað er eftir upplýsingum um SMS tríóið sem starfaði líkast til í Vestur-Húnavatnssýslu, annað hvort á síðari hluta níunda áratugar síðustu aldar eða þeim tíunda. Skúli Einarsson var einn meðlima sveitarinnar, hann gæti hafa verið gítar- eða trommuleikari en upplýsingar vantar um aðra meðlimi SMS tríósins.

SMS tríó [1] (1972-75)

SMS tríó var hljómsveit sem sérhæfði sig líklega í gömlu dönsunum en hún starfaði á árunum 1972-75. Tríóið var stofnað upp úr Fljóðatríóinu sem var reyndar fyrsta kvennahljómsveit Íslands, en SMS stendur fyrir upphafsstafi meðlima sveitarinnar þau Sigurborgu Einarsdóttur söngvara og gítarleikara, Maríu Einarsdóttur systur hennar sem einnig lék á gítar og söng og svo…

Smondarnir (1983)

Upplýsingar um þungarokkshljómsveit sem starfaði árið 1983 undir nafninu Smondarnir, eru af skornum skammti og er óskað eftir þeim hér með. Smondana skipuðu fimmmenningar með hljóðfæraskipanina tvo gítara, bassa, trommur og söng.

The Smjör (1987)

Hljómsveitin The Smjör var meðal skráðra þátttökusveita í hljómsveitakeppni sem haldin var á útihátíð í Atlavík um verslunarmannahelgina 1987, líkur eru því á að hún hafi verið af norðan- eða austanverðu landinu. Ekkert er vitað um þessa sveit, hvort hún keppti og þá hvernig henni gekk í keppninni, hverjir voru meðlimir hennar og hver hljóðfæraskipan…

Skuggar [3] (1961-62)

Í Hraungerðishreppi rétt við Selfoss var hljómsveit ungra manna sem um tíma gekk undir nafninu Skuggar 1961 og 62, þar voru á ferð verðandi tónlistarmenn að stíga sín fyrstu skref en þeir voru Ólafur Þórarinsson (Labbi) og Guðmundur Benediktsson sem léku á gítara og Kristján Jens Kristjánsson trommuleikari. Einnig söng Labbi eitthvað en sveitin kom…

Afmælisbörn 23. mars 2022

Afmælisbörn dagsins eru fjölmörg og eftirfarandi: Guðrún Árný Karlsdóttir söngkona, píanóleikari og tónlistarkennari úr Hafnarfirði á stórafmæli en hún er fertug í dag. Guðrún Árný sem hefur sungið frá blautu barnsbeini vakti fyrst athygli þegar hún sigraði Söngkeppni framhaldsskólanna 1999 og í framhaldinu söng hún í ýmsum sýningum á Hótel Íslandi og víðar. Hún hefur…

Afmælisbörn 22. mars 2022

Afmælisbörn Glatkistunnar eru fjögur í dag: Árni Hjörvar Árnason sem er hvað þekktastur fyrir að plokka bassann í bresku sveitinni Vaccines er þrjátíu og átta ára gamall í dag. Áður en Árni fluttist til Bretlands hafði hann leikið í ýmsum hljómsveitum hér heima eins og The Troopers, Dice, Future future og Kimono svo nokkur dæmi…

Afmælisbörn 21. mars 2022

Á þessum degi eru afmælisbörnin fjögur á skrá Glatkistunnar: Bergsveinn Arilíusson söngvari er fjörutíu og níu ára, hann var áberandi á árunum fyrir og um aldamótin og söng lengst af með hljómsveitinni Sóldögg en einnig með Pöpum. Áður hafði hann vakið athygli með Ðí Kommittments og Acid juice, og 1993 kom út platan Kærleikur sem…

Afmælisbörn 20. mars 2022

Afmælisbörnin tónlistartengdu eru fjögur að þessu sinni: Tónskáldið Finnur Torfi Stefánsson er sjötíu og fimm ára gamall í dag, hann hefur samið fjölbreytilega tónlist og má þar nefna óperu, hljómsveitaverk og verk fyrir einleikshljóðfæri, kammertónlist og rokk en á árum áður var hann í fjölmörgum hljómsveitum á tímum bítla og blómabarna. Þekktustu sveitir hans eru…

Afmælisbörn 19. mars 2022

Þrjú tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu dagsins: Fyrstan skal nefna Sigurð Björnsson óperusöngvara sem er níræður í dag og á því stórafmæli. Hann nam söng fyrst hér heima hjá Guðmundi Jónssyni, Kristni Hallssyni og fleirum en fór til framhaldsnáms í Þýskalandi, þar starfaði hann um árabil. Ein fjögurra laga plata með jólasálmum kom út hér…

Afmælisbörn 18. mars 2022

Eftirfarandi eru fjögur afmælisbörn á lista Glatkistunnar: Selfyssingurinn Einar (Þór) Bárðarson, oft nefndur umboðsmaður Íslands á stórafmæli í dag en hann er fimmtugur. Einar hefur komið víða við í tónlistarlegum skilningi en þekktastur er hann þó fyrir umboðsmennsku fyrir Nylon. Hann hefur einnig sinnt umboðsmennsku fyrir ýmsa aðra, samið tónlist (m.a. Ertu þá farin? með…

Afmælisbörn 17. mars 2022

Fimm tónlistarmenn koma að þessu sinni við sögu afmælisbarna dagsins: Ingólfur Sigurðsson trommuleikari er fimmtíu og tveggja ára í dag. Hann er maður margra hljómsveita og starfar iðulega í mörgum í senn. Fyrsta sveit Ingólfs var líkast til hljómsveitin Chorus en síðan hafa þær komið í röðum og eftirfarandi runa er aðeins sýnishorn; Blátt áfram,…

Sniglabandið (1985-)

Saga hljómsveitarinnar Sniglabandsins er æði löng og spannar þegar þetta er ritað, hátt í fjörutíu ára nokkuð samfellda sögu þar sem léttleiki og gleði hafa löngum verið einkenni sveitarinnar en jafnframt hefur hún tekist á við alvarlegri verkefni inn á milli. Á þessum tíma hafa komið út á efnislegu formi á annan tug breiðskífna og…

Sniglabandið – Efni á plötum

Sniglabandið – Fjöllin falla í hauga… [ep] Útgefandi: Sniglabandið Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1986 1. Álfadans 2. 750 cc blús Flytjendur: Björgvin Ploder – trommur Einar Rúnarsson – hljómborð Skúli Gautason – gítar Sigurður Kristinsson – gítar Stefán Hilmarsson – söngur Sniglabandið – Áfram veginn – með meindýr í maganum [ep] Útgefandi: Sniglabandið Útgáfunúmer: Hjól…

Smávinir [1] (1944)

Barnakórinn Smávinir starfaði af því er virðist í nokkra mánuði lýðveldisárið 1944, í Vestmannaeyjum. Smávinir sem í upphafi voru skipaðir ríflega fimmtíu börnum, mest stúlkum, hóf æfingar í byrjun mars undir stjórn Helga Þorlákssonar organista og aðeins fáeinum vikum síðar hafði hann sungið í nokkur skipti opinberlega í Eyjum, þar á meðal um páskana, við…

Smárakvartettinn (2006)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um söngkvartett sem starfaði innan Grundartungaskórsins árið 2006, og gekk undir nafninu Smárakvartettinn. Óskað er eftir upplýsingum um hversu lengi þessi kvartett starfaði, hverjir skipuðu hans og hvar hann kom fram.

Smá djók (1992-93)

Hljómsveit sem bar nafnið Smá djók (einnig ritað Smádjók) starfaði á höfuðborgarsvæðinu, hugsanlega í Hafnarfirði árið 1992 að minnsta kosti og að öllum líkindum fram á árið 1993 – einnig gæti hún hafa verið stofnuð fyrir 1992. Meðlimir þessarar sveitar, sem kom fram í nokkur skipti á öldurhúsum höfuðborgarsvæðisins voru þau Þorfinnur [?] gítarleikari, Einar…

Smass (1996-97)

Hljómsveit, að öllum líkindum í rokkaðri kantinum starfaði um nokkurra mánaða skeið veturinn 1996-97 undir nafninu Smass, og kom þá fram og lék í Rósenberg kjallaranum. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Flosi Þorgeirsson bassaleikari, Ingvar Lundberg Jónsson hljómborðsleikari, Ríkharður Flemming Jensen trommuleikari, Sigurgeir Sigmundsson gítarleikari og Jóhannes Eiðsson söngvari.

Smellir [2] (1995)

Dúettinn Smellir starfaði um skamman tíma árið 1995 en það var skipað þeim Kristni Rósantssyni söngvara og hljómborðsleikara og Mark Brink söngvara og gítarleikara en sá síðarnefndi hafði fáeinum árum fyrr starfað með hljómsveit undir sama nafni. Smellir störfuðu sem fyrr segir í skamman tíma.

Smellir [1] (1988-93)

Hljómsveitin Smellir var um nokkurt skeið húshljómsveit í Danshúsinu Glæsibæ og skartaði þá söngvurum eins og Ragnari Bjarnasyni og fleiri þekktum slíkum. Smellir voru fyrst auglýstir í dagblöðum sem húshljómsveit í Danshúsinu árið 1990 en ein heimild hermir að saga sveitarinnar nái alveg aftur til 1988 og miðast þessi umfjöllun um það. Sveitin starfaði lengst…

Smekkmenn (1986-87)

Hljómsveitin Smekkmenn starfaði í Vestmannaeyjum veturinn 1986-87, eða að minnsta kosti hluta hans. Sveitin lék töluvert í Eyjum frá því um haustið 1986 og fram yfir áramótin en virðist hafa hætt fljótlega eftir það, upplýsingar um meðlimi og hljóðfæraskipan hennar óskast sendar Glatkistunni.

Smávinir [2] (1992-97)

Sönghópurinn Smávinir starfaði um fimm ára skeið undir lok síðustu aldar og söng víða opinberlega á þeim tíma. Smávinir voru stofnaðir árið 1992 upp úr vinahópi sem hafði verið saman í námi við Fjölbrautaskólann í Breiðholti en hópinn skipuðu tíu manns, það voru þau Arna Grétarsdóttir, Signý H. Hjartardóttir og Sonja B. Guðfinnsdóttir sópranar, Elva…

Smile (1968)

Hljómsveit að nafni Smile var meðal keppnissveita í hljómsveitakeppni sem haldin var á útihátíðinni í Húsafelli um verslunarmannahelgina 1968, engar sögur fara af gengi sveitarinnar í keppninni en hún lék eitthvað meira opinberlega þetta sumar, m.a. í Iðnó. Meðlimir Smile, sem var úr Garðahreppi (síðar Garðabæ) voru þeir Gunnar Magnússon söngvari, Hermann Gunnarsson gítarleikari, Meyvant…

Afmælisbörn 16. mars 2022

Glatkistan hefur fjögur afmælisbörn á takteinum í dag: Páll Óskar Hjálmtýsson á fimmtíu og tveggja ára afmæli í dag. Hann þarf vart að kynna en hann kom fyrst fram á sjónarsviðið á ævintýraplötum Gylfa Ægissonar, plötum Áhafnarinnar á Halastjörnunni og plötu með tónlistinni úr leikritinu Gúmmí Tarzan en allt þetta var þegar hann var enn…

Afmælisbörn 15. mars 2022

Afmælisbarn dagsins er eitt að þessu sinni á Glatkistunni: Sigurður Halldór Guðmundsson (Siggi Hjálmur) hinn ótrúlega fjölhæfi tónlistarmaður er fjörutíu og fjögurra ára gamall á þessum degi en hann hefur leikið í mörgum af þekktustu sveitum íslenskrar tónlistarsögu, þar má nefna hljómsveitir eins og Hjálma, Senuþjófana, Baggalút, Memfísmafíuna, Tregasveitina og Skuggasveina en hann hefur einnig…

Afmælisbörn 14. mars 2022

Í dag eru fjögur tónlistartengd afmælisbörn á lista Glatkistunnar: Bernharður St. Wilkinson (Bernard Wilkinson) stjórnandi og flautuleikari er sjötíu og eins árs gamall í dag. Hann er Breti sem kom hingað til lands 1975 til að leika með Sinfóníuhljómsveit Íslands og hefur starfað hér meira og minna síðan, leikið inn á fjöldann allan af plötum…

Afmælisbörn 13. mars 2022

Fimm afmælisbörn koma við sögu á Glatkistunni í dag: (Þórir) Karl Geirmundsson gítarleikari frá Ísafirði er áttatíu og þriggja ára gamall í dag, hann lék í BG & Ingibjörgu með bróður sínum Baldri Geirmundssyni, en sú sveit gekk reyndar undir ýmsum nöfnum. Einnig lék Karl á sínum tíma með Hljómsveit Vilbergs Vilbergssonar (Villa Valla), Hljómsveit…

Afmælisbörn 12. mars 2022

Á þessum degi eru fjögur tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Hjördís Elín Lárusdóttir (Dísella) söngkona, hljómborðs- og trompetleikari er fjörutíu og fimm ára gömul í dag. Hún er ein Þriggja systra, dóttir Lárusar Sveinssonar trompetleikara og hefur komið víða við sögu í tónleikahaldi og plötuútgáfu, var t.a.m. kjörin söngkona ársins í flokki sígildrar og samtímatónlistar…

Afmælisbörn 11. mars 2022

Þrjú afmælisbörn í tónlistargeiranum eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni Rósa Guðmundsdóttir er fjörutíu og þriggja ára gömul í dag. Hún kemur upphaflega frá Vestmannaeyjum og er af tónlistarfólki komin en þar lærði hún á píanó, fiðlu og flautu. Hún starfaði m.a. með danshljómsveitinni Dancin‘ mania í Eyjum áður en hún kom upp á…

Afmælisbörn 10. mars 2022

Á þessum annars ágæta degi koma fyrir fjögur afmælisbörn á lista Glatkistunnar Fyrst er hér nefnd Hanna Valdís Guðmundsdóttir söngkona en hún var ein af fyrstu barnastjörnunum og enn í dag heyrist reglulega lag hennar um Línu Langsokk, auk annarra. Hún var einnig ein af stúlkunum sem prýddi Sólskinskórinn og söng lagið Sól sól skín…

Smárakvartettinn á Akureyri (1935-65)

Smárakvartettinn á Akureyri er meðal allra þekktustu tónlistarflytjenda höfuðstaðs Norðurlands en kvartettinn naut geysilegra vinsælda um allt land meðan hann starfaði og jafnvel lengur því lengi eftir að hann var hættur störfum ómuðu lög hans í Ríkisútvarpinu. Kvartettinn gaf út nokkrar plötur á meðan hann starfaði en jafnframt var gefin út veglegt heildarsafn hans um…

Smárakvartettinn á Akureyri – Efni á plötum

Smárakvartettinn á Akureyri – Það er svo margt / Góða nótt [78 sn.] Útgefandi: Músikbúðin Tónika Útgáfunúmer: K 503 Ár: 1955 1. Það er svo margt 2. Góða nótt Flytjendur: Smárakvartettinn á Akureyri – söngur Jakob Tryggvason – píanó     Smárakvartettinn á Akureyri – Blærinn í laufi / Við lágan sæ [78 sn.] Útgefandi:…