Höfuðlausn [1] (1995-2007)

Djasspíanóleikarinn Egill B. Hreinsson starfrækti hljómsveitir, bæði tríó og kvartetta um langt árabil og er fjallað um tríó hans annars staðar á síðunni – hér eru hins vegar settir undir einn hatt kvartettar Egils en hann kom reglulega fram með slíka á árunum 1995 til 2007, fyrirferðamestur þeirra er kvartettinn Höfuðlausn. Elstu heimildir um kvartett…

Afmælisbörn 5. júní 2025

Í dag eru afmælisbörnin níu talsins: Fyrstan skal telja Einar Val Scheving trommuleikara og tónskáld en hann er fimmtíu og tveggja ára á þessum degi. Einar sem hefur leikið á ógrynni platna annarra tónlistarmanna, hefur einnig starfað með hljómsveitum eins og Stórsveit Reykjavíkur, Atlantshafsbandalaginu, Icelandic All Star Jazzband og Gleðigjöfunum auk margra annarra. Hann hefur…

Hljómsveit Guðmundar Steingrímssonar (1965-2012)

Trommuleikarinn Guðmundur Steingrímsson lék með ógrynni hljómsveita alla sína ævi en hann starfrækti jafnframt í nokkur skipti hljómsveitir í eigin nafni, þær léku flestar einhvers konar djasstónlist Elstu heimildir um hljómsveit Guðmundar í eigin nafni eru frá því um vorið 1965 en þá lék kvartett hans á djasskvöldi á vegum Jazzklúbbsins, engar upplýsingar er að…

Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar (1961 / 1965-92)

Saga hinnar einu sönnu Hljómsveitar Ragnars Bjarnasonar er tvíþætt, annars vegar lék sveitin um árabil á Hótel Sögu við miklar vinsældir – reyndar svo miklar að þegar ný hljómsveit tók við henni var sú sveit nánast púuð niður af tryggum og prúðbúnum miðaldra dansleikjagestum, hins vegar lék sveitin yfir sumartímann ásamt fleiri skemmtikröftum undir nafninu…

Hljómsveit Jóhanns G. Jóhannssonar (1974 / 1985 / 1989)

Tónlistarmaðurinn Jóhann G. Jóhannsson starfrækti að minnsta kosti í þrígang hljómsveitir sem kenndar voru við hann en þær voru allar settar saman fyrir sérverkefni. Árið 1974 voru haldnir stórtónleikar með nokkrum þekktum hljómsveitum í Háskólabíói en auk þeirra var Jóhann G. Jóhannsson með hljómsveit sem var sérstaklega sett saman fyrir viðburðinn og var hún skipuð…

Hljómsveit Hauks Morthens (1962-91)

Stórsöngvarinn Haukur Morthens starfrækti hljómsveitir í eigin nafni um árabil, nánast sleitulaust á árunum 1962 til 1991 en hann lést ári síðar. Sveitir hans voru mis stórar og mismunandi eftir verkefninu hverju sinni en honum hélst ótrúlega vel á mannskap og sumir samstarfsmanna hans störfuðu með honum lengi. Haukur Morthens var orðinn vel þekkt nafn…

Hljómsveit Gunnars Hrafnssonar (1993-2002)

Gunnar Hrafnsson bassaleikari hefur leikið með ógrynni hljómsveita í gegnum tíðina en hann hefur einnig í fáein skipti komið fram hljómsveit í eigin nafni í tengslum við djasshátíðir. Vorið 1993 var Gunnar með kvartett á Rúrek djasshátíðinni sem auk hans skipuðu Stefán S. Stefánsson saxófónleikari, Kjartan Valdemarsson píanóleikari og Gunnlaugur Briem trommuleikari en auk þeirra…

Afmælisbörn 5. júní 2024

Í dag eru afmælisbörnin níu talsins: Fyrstan skal telja Einar Val Scheving trommuleikara og tónskáld en hann er fimmtíu og eins árs á þessum degi. Einar sem hefur leikið á ógrynni platna annarra tónlistarmanna, hefur einnig starfað með hljómsveitum eins og Stórsveit Reykjavíkur, Atlantshafsbandalaginu, Icelandic All Star Jazzband og Gleðigjöfunum auk margra annarra. Hann hefur…

Heimsreisa Höllu [tónlistarviðburður] (1998-2008)

Heimsreisa Höllu var tónlistardagskrá sem var í höndum Egils Ólafssonar og Tríós Björns Thoroddsen, sem skipað var auk Björns sem lék á gítar þeim Ásgeiri Óskarssyni trommuleikara og Gunnari Hrafnssyni bassaleikara en Egill og tríóið höfðu þá starfað saman frá árinu 1993. Dagskráin var upphaflega sett saman fyrir tónlistarverkefnið Tónlist fyrir alla sem sett var…

Afmælisbörn 5. júní 2023

Í dag eru afmælisbörnin átta talsins: Fyrstan skal telja Einar Val Scheving trommuleikara og tónskáld en hann er fimmtugur í dag og fagnar því stórafmæli. Einar sem hefur leikið á ógrynni platna annarra tónlistarmanna, hefur einnig starfað með hljómsveitum eins og Stórsveit Reykjavíkur, Atlantshafsbandalaginu, Icelandic All Star Jazzband og Gleðigjöfunum auk margra annarra. Hann hefur…

Sveiflukvartettinn [2] (2017)

Djassaður kammerkvartett sem gekk undir nafninu Sveiflukvartettinn lék á fáeinum tónleikum á landsbyggðinni árið 2017 og var að líkindum settur saman sérstaklega fyrir þá ferð. Kvartettinn skipuðu systkinin Guðrún S. Birgisdóttir flautuleikari og Snorri Sigfús Birgisson píanóleikari, Óskar Kjartansson trommuleikari og Gunnar Hrafnsson bassaleikari.

Svartfugl [1] (1998-99)

Djasstríóið Svartfugl starfaði um rúmlega eins árs skeið undir lok síðustu aldar. Svartfugl kom fyrst fram sumarið 1998 þegar tríóið lék á Jómfrúnni lög eftir Cole Porter í eigin útsetningum og Cole Porter var jafnan meginstef sveitarinnar framan af en þeir félagar léku einkum á höfuðborgarsvæðinu og á stöðum eins og áðurnefndri Jómfrú, Múlanum og…

Afmælisbörn 5. júní 2022

Í dag eru afmælisbörnin átta talsins: Fyrstan skal telja Einar Val Scheving trommuleikara og tónskáld en hann er fjörutíu og níu ára. Einar sem hefur leikið á ógrynni platna annarra tónlistarmanna, hefur einnig starfað með hljómsveitum eins og Stórsveit Reykjavíkur, Atlantshafsbandalaginu, Icelandic All Star Jazzband og Gleðigjöfunum auk margra annarra. Hann hefur gefið út þrjár…

Smuraparnir (1994)

Smuraparnir (Smurapar) var djass- eða bræðingshljómsveit sem lék töluvert opinberlega vorið og sumarið 1994, m.a. á uppákomu tengdri Listahátíð í Reykjavík. Sveitin var að mestu skipuð þeim sömu og þá skipuðu Tamlasveit Egils Ólafssonar en upphaflega átti sú sveit að bera Smurapa-nafnið. Meðlimir hennar voru Björn Thoroddsen gítarleikari, Gunnar Hrafnsson kontrabassaleikari, Ásgeir Óskarsson trommuleikari og…

Sextettinn (1975-77)

Hljómsveit sem gekk undir nokkrum nöfnum en verður hér skráð undir nafninu Sextettinn var starfrækt innan Menntaskólans við Tjörnina um skeið um og upp úr miðjum áttunda áratug síðustu aldar, sveitin vakti nokkra athygli fyrir spilamennsku sína en hún hýsti meðlimi sem síðar urðu þekktir tónlistarmenn og segja má að Sextettinn sé nokkurs konar undanfari…

Afmælisbörn 5. júní 2021

Í dag eru afmælisbörnin átta talsins: Fyrstan skal telja Einar Val Scheving trommuleikara og tónskáld en hann er fjörutíu og átta ára. Einar sem hefur leikið á ógrynni platna annarra tónlistarmanna, hefur einnig starfað með hljómsveitum eins og Stórsveit Reykjavíkur, Atlantshafsbandalaginu, Icelandic All Star Jazzband og Gleðigjöfunum auk margra annarra. Hann hefur gefið út þrjár…

Fílabandið (1990)

Fílabandið var ekki starfandi hljómsveit heldur nokkrir tónlistarmenn sem kölluðu sig því nafni þegar þeir léku á plötunni Leikskólalögin sem Almenna bókafélagið gaf út á vínylplötu- og kassettuformi fyrir jólin 1990. Þetta voru þeir Gunnar Hrafnsson bassaleikari, Stefán S. Stefánsson flautu-, saxófón-, hljómborðs- og slagverksleikari og Ari Einarsson gítarleikari en Sigurður Rúnar Jónsson upptökumaður kom…

Gunnar Hrafnsson (1957-)

Gunnar Hrafnsson hefur líklega leikið með fleiri hljómsveitum en flestir aðrir en hann er eftirsóttur bassaleikari og varla er djasstríó eða -kvartett sett saman án þess að kallað sé til hans, þá hefur hann leikið á fjölda platna af alls konar tagi. Hann hefur samhliða þessu verið öflugur í félags- og réttindamálum tónlistarmanna, m.a. í…

Galdrakarlar (1975-83)

Hljómsveitin Galdrakarlar starfaði um nokkurra ára skeið á áttunda og níunda áratug liðinnar aldar, sveitin var lengi húshljómsveit í Þórscafé og kom hún við sögu á fáeinum plötum. Galdrakarlar voru stofnaðir haustið 1975 upp úr hljómsveitinni Bláberi en hún kom fyrst fram opinberlega í febrúarmánuði 1976 og vakti þá einkum athygli fyrir skemmtilega spilamennsku, fjölhæfni…

Melchior (1973-80 / 2006-)

Saga hljómsveitarinnar Melchior skiptist í tvö tímabil, annars vegar er um að ræða Melchior áttunda áratugarins þegar nokkrir vinir úr menntaskóla stofnuðu hljómsveit sem starfaði í sjö ár og sendi frá sér tvær breiðskífur og eina smáskífu, hins vegar Melchior tuttugustu og fyrstu aldarinnar þar sem sami mannskapur að mestu leyti er orðinn ríflega aldarfjórðungi…

Bobby’s blues band (1985-88)

Trommuleikarinn Bobby Harrison starfrækti blúsband hér á landi um tíma með hléum á síðari hluta níunda áratugarins, undir nafninu Bobby‘s blues band (og einnig stundum Blues band Bobby Harrison / B.H. blues band / Solid silver). Sveitin mun hafa byrjað um mitt árið 1985 og voru þá Björn Thoroddsen gítarleikari, Gunnlaugur Briem trommuleikari, Gunnar Hrafnsson…

Blúsbrot Garðars Harðarsonar (1995-)

Blúbrot Garðars Harðarsonar hefur starfað frá árinu 1995 að minnsta kosti en þá kom hún fyrst fram á Jazzhátíð Egilsstaða. Sveitin gekk fyrstu árin undir nafninu Blúsband Garðars Harðarsonar en síðar var nafni hennar breytt í Blúsbrot Garðars Harðarsonar. Upphaflega gerði hún út frá Stöðvarfirði þaðan sem Garðar kemur en síðan má segja að sveitin…

Tríó Reynis Sigurðssonar (1960-2014)

Reynir Sigurðsson víbrafónleikari starfrækti fjöldann allan af tríóum allt frá 1960 og fram á annan áratug næstu aldar. Fyrsta tríó Reynis var húshljómsveit í Silfurtunglinu árið 1960, ásamt honum skipuðu Gunnar Guðjónsson gítarleikari og Jón Möller píanóleikari það. Veturinn 1966-67 var Reynir með tríó í Leikhúskjallaranum en engar upplýsingar er að finna um hverjir skipuðu…

Tríó Ólafs Gauks (1948-56 / 2000-01)

Ólafur Gaukur Þórhallsson gítarleikari starfrækti fjöldann allan af hljómsveitum á sínum tíma og voru þar á meðal tríó en fyrsta hljómsveit Ólafs var einmitt tríó. Ólafur Gaukur var aðeins átján ára þegar hann stofnaði tríó í eigin nafni árið 1948, ásamt honum voru í tríóinu Kristján Magnússon píanóleikari og Hallur Símonarson bassaleikari en jafnframt söng…

Tríó Jóns Páls Bjarnasonar (1959-2010)

Gítarleikarinn Jón Páll Bjarnason starfrækti oft og iðulega djasstríó á meðan hann bjó hér á landi en hann bjó lengi erlendis, í Svíþjóð og Bandaríkjunum. Fyrst er tríóa getið í hans nafni á árunum í kringum 1960, í því voru auk hans Gunnar Ormslev tenór-saxófónleikari og Sigurbjörn Ingþórsson bassaleikari. Það tríó er líklega það þekktasta…

Tríó Egils B. Hreinssonar (1986-95)

Egill B. Hreinsson píanóleikari starfrækti um áratug djasstríó í sínu nafni, tríóið kom fram á fjölmörgum stökum djasstónleikum en einnig á alþjóðlegum djasshátíðum hérlendis. Skipan tríós Egils var með nokkuð mismunandi hætti eins og títt er með djasstríó, upphaflega voru þeir Tómas R. Einarsson konatrabassaleikari og Guðmundur R. Einarsson trommuleikari með honum en síðar komu…

Tríó Guðmundar Ingólfssonar (1965-91)

Tríó Guðmundar Ingólfssonar píanóleikara var í rauninni mörg tríó sem voru starfaði á ýmsum tímum frá miðjum sjöunda áratug síðustu aldar allt til andláts Guðmundar sumarið 1991, stundum gekk það undir nafninu Jazztríó Guðmundar Ingólfssonar eða jafnvel Jazzgrallararnir. Frægasta útgáfa tríósins er án nokkurs vafa sú sem lék með söngkonunni Björku Guðmundsdóttur á plötunni Gling…

Tríó Carls Möller (1967 / 1992-93 / 2006-08)

Carl Möller píanóleikari starfrækti í nokkur skipti djasstríó undir eigin nafni, Tríó Carls Möller. Fyrst er tríós getið í hans nafni árið 1967 en engar upplýsingar er að finna um hverjir skipuðu tríóið með honum. Næst þarf að leita til ársins 1992 til að finna Tríó Carls Möller en það ár starfrækti hann sveit sem…

Tregasveitin [2] (2007)

Árið 2007 léku þremenningarnir Agnar Már Magnússon orgelleikari, Gunnar Hrafnsson bassaleikari og Einar Valur Scheving trommuleikari með söngkonunni Kristjönu Stefánsdóttur undir nafninu Tregasveitin. Hugsanlega var einungis um eina eða fáar uppákomur að ræða en líkast til var um blússveit að ræða.

Tívolí (1977-81)

Hljómsveitin Tívolí var einn hlekkur í keðju nokkurra sveita sem störfuðu um skeið undir mismunandi nöfnum og afar tíðum mannabreytingum. Sveitin, sem var dæmigerð ballsveit fyrst um sinn, hafði um tíma gengið undir nafninu Kvintett Ólafs Helgasonar en um svipað leyti og Ellen Kristjánsdóttir, átján ára gömul sögkona, gekk til liðs við sveitina um vorið…

Útlendingaeftirlitið (1993)

Útlendingaeftirlitið var blúsband sem starfaði í stuttan tíma sumarið 1993 og var líklega aldrei hugsað sem langtímaverkefni. Meðlimir Útlendingaeftirlitsins voru Þórður Árnason gítarleikari, Gunnar Hrafnsson bassaleikari, Ingvi Þór Kormáksson píanóleikari og Jón Björgvinsson trommuleikari. Sveitin lék að öllum líkindum í eitt skipti opinberlega og söng þá breski  söngvarinn John J. Soul (J.J. Soul) með henni.…

Pnin (1977)

Hljómsveitin Pnin mun líkast til hafa verið skammlíf hljómsveit sem kom fram á djasskvöldi Jazzvakningar sem haldið var í Glæsibæ haustið 1977. Meðlimir Pnin voru Arnþór Jónsson píanó- og sellóleikari, Freyr Sigurjónsson flautuleikari, Steingrímur Guðmundsson slagverksleikari, Hans Jóhannsson gítarleikari, Gunnar Hrafnsson bassaleikari og Björn Leifsson saxófónleikari, en þeir léku frumsamið efni á djasskvöldinu. Engar heimildir…

Járnsíða (1979)

Hljómsveitin Járnsíða var skammlíft sjö manna band skipað ólíkum einstaklingum á ýmsum aldri og með afar mismunandi bakgrunn. Þeir voru Andrés Helgason ásláttar- og trompetleikari, Eiríkur Pálsson trompetleikari, Gunnar Hrafnsson bassaleikari, Guðmundur Ingólfsson píanóleikari, Sigurgeir Sigmundsson gítarleikari, Gústaf Guðmundsson trommuleikari og Eiríkur Hauksson söngvari. Sveitin kom fram í aðeins eitt skipti, á uppákomu hjá Jazzvakningu…

ASIA (1980)

Blúskvartettinn ASIA var starfandi sumarið 1980 og innihélt þá Gunnar Hrafnsson á bassa, Bobby Harrison (Procul harum) á trommur, Gus Isadore á gítar og Einar Jónsson (Demo) á gítar. Sveitin kom fram í breskum rokkþætti hjá BBC en ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um hana.