Hljómsveit Péturs Péturssonar (1988)

Hljómsveit Péturs Pétursson lék í fáein skipti á skemmtistað í Kópavogi haustið 1988. Engin frekari deili er að finna um þessa sveit en Pétur sá sem sveitin er kennd við gæti hafa verið hljómborðsleikari. Óskað er eftir frekari upplýsingum um Pétur og hljómsveit hans, meðlima- og hljóðfæraskipan hennar, starfstíma og annað sem heima ætti í…

Næturgalar [2] (1972-97)

Hljómsveit sem sérhæfði sig líklega í gömlu dönsunum starfaði á áttunda áratug síðustu aldar undir nafninu Næturgalar en þá hafði sveit með sams konar nafn verið starfandi um nokkurra ára skeið og því allt eins líklegt að einhvers konar ruglingur milli sveitanna sé fyrir hendi. Þessi sveit starfaði líklega fyrst á árunum 1972 til 1977…

Skuggar [4] (1962-65)

Á árunum 1962-65 að minnsta kosti, var hljómsveit starfandi á Akranesi undir nafninu Skuggar en hún var skipuð ungum tónlistarmönnum úr gagnfræðaskólanum í bænum. Sveitin sótti nafn sitt til bresku sveitarinnar The Shadows eins og svo margar á þessum tíma og var því líklega um gítarsveit að ræða, meðal meðlima hennar voru Karl J. Sighvatsson…

Síðasta lag fyrir fréttir [annað] (1930-)

Dagskrárliðurinn Síðasta lag fyrir fréttir er án nokkurs vafa elsti dagskrárliður útvarps hér á landi en hann hefur verið viðhafður hjá Ríkisútvarpinu nánast frá upphafi stofnunarinnar þótt vissulega hafi það ekki verið alveg samfleytt og án breytinga. Það mun hafa verið á upphafsdögum Útvarpsins, nánar til tekið á sjöunda starfsdegi þess síðla árs 1930 sem…

Friðrik XII (1992-93)

Hljómsveitin Friðrik XII var stórsveit sem lék bæði rokk og djass og starfandi árin1992 og 93, sveitin kom fram í fjölmörg skipti þann tíma, m.a. á Gauki á Stöng og þess konar samkomustöðum. Friðrik XII (Friðrik tólfti) var stofnuð sumarið 1992 en kom ekki fram opinberlega fyrr en í ársbyrjun 1993 og þá undir nafninu…

Músíkbandið [1] (1988)

Músíkbandið var skammlíf hljómsveit sem virðist einungis hafa komið fram í örfá skipti á skemmtistaðnum Evrópu í febrúar 1988. Meðlimir Músíkbandsins voru Þórður Bogason söngvari, Einar Jónsson gítarleikari, Oddur Sigurbjörnsson trommuleikari, Pétur Pétursson hljómborðsleikari og Kristófer K. [?] bassaleikari.

Mistök [1] (um 1969)

Hljómsveitin Mistök var skammlíf hljómsveit starfandi í kringum 1969 og lék þá eitthvað í Oddfellow húsinu við Vonarstræti. Meðlimir þessarar sveitar voru Benedikt Torfason söngvari og gítarleikari, Hilmar Kristjánsson gítarleikari, Pétur Pétursson trommuleikari og Þráinn Örn Friðþjófsson bassaleikari.

Mánar [3] (1965-)

Mánar frá Selfossi var ein stærsta bítla- og hipparokkssveit Íslands á sínum tíma, líklega fór þó nokkuð minna fyrir sveitinni en ella þar sem hún var utan af landi og kom sér þ.a.l. minna á framfæri á höfuðborgarsvæðinu. Vígi sveitarinnar var Suðurland, og oftast er talað um að stærstu og frægustu hljómsveitir landsins hefðu ekki…

Veturliði, Sumarliði & Yfirliði (1976)

Tríó sem gekk undir nafninu Veturliði, Sumarliði & Yfirliði kom í nokkur skipti fram vorið 1976 á tónlistarsamkomum í höfuðborginni, ásamt fleiri sveitum. Reyndar var nokkuð á reiki hver röð nafnanna var í fjölmiðlum en röðin var jafn misjöfn og fjöldi umfjallana um sveitina. Meðlimir tríósins, sem mun hafa leikið djassskotna tónlist, voru þeir Pétur…

Brimkló (1972-)

Saga hljómsveitarinnar Brimkló er fyrir margra hluta sakir mjög merkileg í íslenskri tónlistarsögu, sveitin var fyrst íslenskra sveita til að leika amerískt kántrý og breiða þá tónlist út meðal almennings hér á landi, herjaði á sveitaballamarkaðinn um og eftir miðjan áttunda áratuginn sem átti heldur betur undir högg að sækja mitt í miðri diskó- og…

Borgarsveitin (1991)

Borgarsveitin var húshljómsveit á skemmtistaðnum Borgarvirkinu haustið 1991 og lék einkum kántrítónlist. Meðlimir sveitarinnar voru Pétur Pétursson hljómborðsleikari, Einar Jónsson gítarleikari og Torfi Ólafsson bassaleikari en þeir sungu einnig allir. Söngvararnir Anna Vilhjálms og Bjarni Ara skiptust á að syngja með Borgarsveitinni en einnig söng Sigurður Johnny með henni í nokkur skipti.

Tilvera (1969-72)

Tilvera var hljómsveit sem hafði alla burði til að verða meðal þeirra vinsælustu hér á landi upp úr 1970 en tíðar mannabreytingar og los á mannskap samhliða óvissu um strauma og stefnur varð sveitinni að lokum að falli, þrátt fyrir tilraunir forsprakkans, Axels Einarssonar til að halda bandinu saman. Upphaf Tilveru má rekja beint til…

Óðmenn (1966-68 / 1969-70)

Óðmenn voru í raun tvær hljómsveitir þó að hér sé fjallað um hana sem eina, Jóhann G. Jóhannsson myndaði þær báðar en þær voru að öðru leyti alls óskyldar, bæði meðlima- og tónlistarlega séð. Síðari útgáfa hennar var að mörgu leyti frumkvöðlasveit í margs konar skilningi og starfaði að flestra mati í allt of skamman…

Hljómsveit Jakobs Ó. Jónssonar (1970-1994)

Jakob Óskar Jónsson starfrækti danshljómsveitir undir eigin nafni frá áttunda áratug síðustu aldar. Margir komu og fóru í gegnum þær sveitir. Það var 1970 fremur en 1969 sem Jakob stofnaði hljómsveit sína en hann hafði áður sungið með fjölmörgum hljómsveitum í sama geira, 1968 hafði hann hins vegar þurft að taka sér hlé frá tónlistinni…

Experiment (1970-77)

Hljómsveitin Experiment starfaði í nokkuð langan tíma á áttunda áratug síðustu aldar og höfðu margir viðkomu í þessari danshljómsveit. Reyndar hét sveitin upphaflega Hljómsveit Önnu Vilhjálms, stofnuð vorið 1969 en starfaði aðeins í fáeina mánuði undir því nafni áður en þau breyttu nafni sínu í Experiment árið 1970. Framan af lék sveitin eingöngu fyrir hermenn…

Dýpt (1969-71)

Litlar upplýsingar er að hafa um hljómsveitina Dýpt sem samkvæmt heimildum starfaði á árunum 1969-71, ekkert er þó að finna um sveitina í dagblöðum þess tíma utan ársins 1971. Dýpt var ein þeirra hljómsveita sem spilaði á Saltstokk ´71 hátíðinni. Eftir myndum að dæma var fyrst um fimm manna sveit að ræða, en síðar sex…

Rivera (1986-87)

Fáar heimildir er að finna um hljómsveit sem bar nafnið Rivera og starfaði á Akranesi. Sveitin hóf störf snemma um vorið 1986 og starfaði að minnsta kosti um eins árs skeið, þeir léku töluvert undir borðum og á dansleikjum í veitingahúsinu Stillholti á Skaganum, auk annarra tilefna. Sveitina skipuðu þeir Ólafur Frímann Sigurðsson trommuleikari og…

Örlög (1971)

Hljómsveitin Örlög var skammlíft ævintýri, stóð yfir í nokkra mánuði árið 1971. Pétur Pétursson trommuleikari, Pálmi Gunnarsson bassaleikari, Ómar Óskarsson gítarleikari og hjónin Guðmundur Ingólfsson orgelleikari og Helga Sigþórsdóttir söngkona skipuðu sveitina, sem stofnuð var í febrúar 1971. Á þeim stutta tíma sem sveitin starfaði lagði hún einkum áherslu á tónlistina úr söngleiknum/kvikmyndinni Jesus Christ…

Bendix [1] (1966-68 / 1971-75)

Hljómsveitin Bendix úr Hafnarfirði er hvað þekktust fyrir að vera fyrsta sveitin sem Björgvin Halldórsson var í. Sveitin var stofnuð 1966 af Ágústi Ragnarssyni söngvara, Gunnari Eyþóri Ársælssyni gítarleikara og söngvara (d. 1988), Viðari Sigurðssyni gítarleikara og söngvara (d. 1991), Finnboga Aðalsteinssyni trommuleikara og Pétri Stephensen bassaleikara og söngvara, sveitin var eiginleg skólahljómsveit í Flensborgarskóla.…

Goðgá [2] (1978-88)

Hljómsveitin Goðgá starfaði með hléum á höfuðborgarsvæðinu um árabil, lék að mestu á dansstöðum borgarinnar en brá einstöku fyrir sig betri fætinum til að spila á sveitaböllum. Goðgá var stofnuð 1978, framan af voru í sveitinni Ásgeir Hólm saxófónleikari, Pétur Pétursson trommuleikari, Bragi Björnsson bassaleikari, Ingvi Þór Kormáksson hljómborðsleikari og Mjöll Hólm söngkona en þannig…

GÓP & Helga (1974)

GÓP & Helga starfaði um nokkurra mánaða skeið sumarið 1974 og var a.m.k. í upphafi hugsuð sem eins konar blús- og sálarsveit. Hún var skipuð hjónunum Guðmundi Ingólfssyni píanóleikara og Helgu Sigþórsdóttur, auk Ólafs Sigurðssonar bassaleikara og Péturs Péturssonar trommuleikara. Nafn sveitarinnar vísar til upphafsstafa meðlima hennar. Enginn gítarleikari virðist hafa verið í þessari sveit.