Afmælisbörn 20. janúar 2025

Fimm afmælisbörn koma í dag við sögu á skrá Glatkistunnar yfir tónlistarfólk: Ársæll Másson gítarleikari hefði fagnað sjötugs afmæli á þessum degi en hann lést fyrir stuttu. Ársæll lék með fjölmörgum og ólíkum hljómsveitum og þeirra á meðal má nefna Stórsveit Reykjavíkur, Bambinos, Strandhögg, Kennarabland MS, Úrkula vonar, Misgengið og Föruneyti Gísla Helgasonar. Ársæll gegndi…

Hljómsveit Guðmundar Steingrímssonar (1965-2012)

Trommuleikarinn Guðmundur Steingrímsson lék með ógrynni hljómsveita alla sína ævi en hann starfrækti jafnframt í nokkur skipti hljómsveitir í eigin nafni, þær léku flestar einhvers konar djasstónlist Elstu heimildir um hljómsveit Guðmundar í eigin nafni eru frá því um vorið 1965 en þá lék kvartett hans á djasskvöldi á vegum Jazzklúbbsins, engar upplýsingar er að…

Hljómsveit Sverris Garðarssonar (um 1947-55 / 1961-62)

Sverrir Garðarsson var fyrst og fremst kunnur fyrir aðkomu sína að félags- og réttindamálum tónlistarmanna, m.a. sem formaður FÍH en hann var einnig lengi starfandi tónlistarmaður og starfrækti hljómsveitir í eigin nafni einkum áður en félagsstörfin tóku yfir. Fyrsta hljómsveit Sverris var í raun skólahljómsveit í gagnfræðideild Austurbæjarskólans þar sem hann var við nám en…

Hljómsveit Sigurðar Þ. Guðmundssonar (1963-64)

Hljómsveit Sigurðar Þ. Guðmundssonar lék um eins árs skeið í Þjóðleikhúskjallaranum árið 1963 og 64. Sveitin hóf að leika í Leikhúskjallaranum um haustið 1963 og var í fyrstu kölluð Tríó Sigurðar Þ. Guðmundssonar en hlaut svo hljómsveitar-titilinn. Meðlimir sveitarinnar voru þau Sigurður Þ. Guðmundsson píanóleikari, Axel Kristjánsson og Reynir Sigurðsson sem líklega hafa skipt með…

Hljómsveit Hauks Morthens (1962-91)

Stórsöngvarinn Haukur Morthens starfrækti hljómsveitir í eigin nafni um árabil, nánast sleitulaust á árunum 1962 til 1991 en hann lést ári síðar. Sveitir hans voru mis stórar og mismunandi eftir verkefninu hverju sinni en honum hélst ótrúlega vel á mannskap og sumir samstarfsmanna hans störfuðu með honum lengi. Haukur Morthens var orðinn vel þekkt nafn…

Hljómsveit Gunnars Ormslev (1950-71)

Gunnar Ormslev saxófónleikari starfrækti nokkrar hljómsveitir í eigin nafni frá sjötta og fram á áttunda áratug síðustu aldar en þekktust þeirra sveita var án nokkurs vafa sú sem fór til Sovétríkjanna á heimsmót æskunnar og vakti þar mikla athygli en Haukur Morthens var þá söngvari sveitarinnar. Gunnar hafði starfrækt hljómsveit (GO kvintett) á síðari hluta…

Hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar (1974-2004)

Tónlistarmaðurinn Birgir Gunnlaugsson starfrækti hljómsveit/ir líklega nokkuð samfleytt í um þrjá áratugi eða allt frá árinu 1974 og fram á þessa öld, jafnframt hefur hljómsveitin komið við sögu á nokkrum plötum en tvær þeirra voru gefnar út í nafni sveitarinnar. Birgir Gunnlaugsson stofnaði sína fyrstu hljómsveit af því er virðist árið 1974 og voru meðlimir…

Hljómsveit Árna Ísleifssonar (1945-97)

Það sem hér er kallað Hljómsveit Árna Ísleifssonar (Hljómsveit Árna Ísleifs) er í raun fjölmargar og ólíkar hljómsveitir sem starfræktar voru með mismunandi mannskap og á mismunandi tímum í nafni Árna, saga þeirra spannar tímabil sem nær yfir ríflega hálfa öld. Fyrsta sveit Árna virðist hafa verið stofnuð árið 1945 en hún starfaði á Hótel…

Afmælisbörn 20. janúar 2024

Fimm afmælisbörn koma í dag við sögu á skrá Glatkistunnar yfir tónlistarfólk: Ársæll Másson gítarleikari er sextíu og níu ára gamall á þessum degi en hann hefur leikið með ýmsum og ólíkum hljómsveitum í gegnum tíðina. Þeirra á meðal má nefna Stórsveit Reykjavíkur, Bambinos, Misgengið og Föruneyti Gísla Helgasonar. Ársæll gegndi starfi djasstónlistargagnrýnanda á DV…

Tónlistarfólk sem lést á árinu 2023

Það hefur þótt við hæfi um áramót að minnast þeirra sem féllu frá á árinu en hér má líta lista tónlistarfólks sem lést á árinu 2023 og kom að íslensku tónlistarlífi og -sögu með mismiklum og ólíkum hætti. Ámundi Ámundason (1945-2023) – umboðsmaður og útgefandi. Ámundi var umboðsmaður nokkurra þekktra hljómsveita á sínum tíma og…

Hljómsveit Andrésar Ingólfssonar (1954-64)

Saxófónleikarinn Andrés Ingólfsson starfrækti hljómsveitir í þrígang á sjötta og sjöunda áratug liðinnar aldar og segja má að síðasta sveitin hafi skipað sér meðal vinsælustu hljómsveita landsins, hún gaf þó aldrei út plötu. Hljómsveit Andrésar Ingólfssonar hin fyrsta starfaði um eins árs skeið 1954 til 55 en engar upplýsingar er að finna um skipan þeirrar…

Afmælisbörn 20. janúar 2023

Fimm afmælisbörn koma í dag við sögu á skrá Glatkistunnar yfir tónlistarfólk: Ársæll Másson gítarleikari og menntaskólakennari er sextíu og átta ára gamall í dag en hann hefur leikið með ýmsum sveitum í gegnum tíðina. Þeirra á meðal má nefna Stórsveit Reykjavíkur, Bambinos, Misgengið og Föruneyti Gísla Helgasonar. Ársæll gegndi starfi djasstónlistargagnrýnanda á DV um…

Stórhljómsveit Reynis Sigurðssonar (1992)

Reynir Sigurðsson fór austur á Hérað fyrir jólin 1992 með hljómsveit sem kallaðist Stórhljómsveit Reynis Sigurðssonar og lék á einum dansleik í Fellabæ en allt lítur út fyrir að sveitin hafi verið sett saman fyrir þetta eina gigg, alltént finnast ekki aðrar heimildir um hana. Auk Reynis sem gæti hafa leikið á hljómborð eða jafnvel…

Afmælisbörn 20. janúar 2022

Fimm afmælisbörn koma í dag við sögu á skrá Glatkistunnar yfir tónlistarfólk: Ársæll Másson gítarleikari og menntaskólakennari er sextíu og sjö ára gamall í dag en hann hefur leikið með ýmsum sveitum í gegnum tíðina. Þeirra á meðal má nefna Stórsveit Reykjavíkur, Bambinos, Misgengið og Föruneyti Gísla Helgasonar. Ársæll gegndi starfi djasstónlistargagnrýnanda á DV um…

Skólakór Álftamýrarskóla (1968-)

Skólakórar hafa lengi verið starfandi við Álftamýrarskóla og nokkuð samfleytt á áttunda og níunda áratug síðustu aldar, eitthvað dró úr kórstarfi innan skólans eftir það en í dag er þar þó starfandi kór. Ekki liggur fyrir víst hvenær fyrst starfaði kór innan Álftamýrarskóla en árið 1968 stjórnaði Reynir Sigurðsson slíkum skólakór sem m.a. kom fram…

Villikettirnir [1] (um 1970)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem starfaði eitt sinn á Skagaströnd og gekk undir nafninu Villikettirnir (eða Villikettir), sveitin var stofnuð árið 1970 en ekki liggur fyrir hversu lengi hún starfaði. Meðlimir Villikattanna fyrsta árið að minnsta kosti voru þeir Hallbjörn Hjartarson [?], Helgi Gunnarsson [?] og Hjörtur Guðbjartsson [?] en engar upplýsingar er…

Bráðabirgðaflokkurinn (1981-83)

Bráðabirgðaflokkurinn var söngflokkur, líkast til eins konar vísna- eða þjóðlagasönghópur sem starfaði á Egilsstöðum í upphafi níunda áratugarins. Flokkurinn var stofnaður 1981 og kom reglulega fram á Héraði við ýmis tækifæri en meðlimir hans voru Ásdís Blöndal, Emelía Sigmarsdóttir, Bjarni Björgvinsson og Reynir Sigurðsson. Fleiri gætu hafa komið við sögu hans. Bráðabirgðaflokkurinn starfaði til ársins…

Tríó Reynis Sigurðssonar (1960-2014)

Reynir Sigurðsson víbrafónleikari starfrækti fjöldann allan af tríóum allt frá 1960 og fram á annan áratug næstu aldar. Fyrsta tríó Reynis var húshljómsveit í Silfurtunglinu árið 1960, ásamt honum skipuðu Gunnar Guðjónsson gítarleikari og Jón Möller píanóleikari það. Veturinn 1966-67 var Reynir með tríó í Leikhúskjallaranum en engar upplýsingar er að finna um hverjir skipuðu…

Hljómsveitir Guðjóns Matthíassonar (1954-78 / 1994 )

Guðjón Matthíasson harmonikkuleikari starfrækti hljómsveitir um árabil en hann var þekktur og virtur innan „gömlu dansa“ samfélagsins og komu út fjölmargar plötur í nafni Guðjóns og sveita hans, hér er fjallað um hljómsveitir hans eftir því sem heimildir liggja fyrir um þær en óskað er eftir frekari upplýsingum um sveitirnar eftir því sem við á.…

Tíglar [2] (um 1965)

Hljómsveitin Tíglar starfaði á Skagaströnd um miðjan sjöunda áratug 20. aldar og gæti hafa verið starfandi í um fjögur ár, jafnvel lengur. Meðlimir Tígla voru Hjörtur Guðbjartsson gítarleikari, Reynir Sigurðsson trommuleikari, Steindór Haraldsson bassaleikari og Bergur Jón Þórðarson söngvari og gítarleikari.

Tarzan! (1986)

Djasskvartettinn Tarzan! starfaði um nokkurra vikna skeið sumarið 1986 og lék þá m.a. á Hótel Borg í nokkur skipti. Meðlimir Tarzans! voru Sigurður Flosason saxófónleikari, Reynir Sigurðsson víbrafónleikari, Tómas R. Einarsson kontrabassaleikari og Pétur Grétarsson slagverksleikari.

Neo (1956-65)

Hljómsveitin Neo (einnig stundum ritað Neó) starfaði á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar, bæði hér heima og  erlendis Sveitin var ýmist tríó, kvartett eða jafnvel kvintett en hér verður hún einungis nefnd Neo til einföldunar. Neo var líklega stofnuð 1956 (reyndar segir ein heimild sveitina hafa verið stofnaða 1945 en það er harla ósennilegt),…

Rómeó kvartettinn (1958-59)

Litlar sögur fara af Rómeó kvartettnum en hann ku hafa verið starfræktur allavega 1958 og 59. Meðlimir kvartettsins voru Reynir Sigurðsson víbrafónleikari, Hrafn Pálsson bassaleikari, Reynir Jónasson saxófónleikari og Jón Páll Bjarnason gítarleikari. Nánari upplýsingar um Rómeó kvartettinn eru að sjálfsögðu vel þegnar.

Rúbín kvartett (1957-58)

Rúbín kvartett mun hafa verið starfandi á Akureyri veturinn 1957-58. Reynir Sigurðsson sem að öllum líkindum lék á víbrafón, Edwin Kaaber bassaleikari, Þórarinn Ólafsson píanóleikari og Óðinn Valdimarsson trommuleikari skipuðu sveitina en sá síðast nefndi átti síðan eftir að verða söngvari sveitarinnar. Ekki liggur fyrir hvort annar trymbill kom í stað Óðins eða hvort hann…

Árblik (1975-78)

Saga hljómsveitarinnar Árblik markar hvorki tímamót né sporgöngu í sögu íslenskrar tónlistar en sveitin má eiga það að hún spilaði nokkuð af frumsömdu efni á sveitaballaferli sínum og ól af sér nokkra af þeim sem síðar voru kenndir við Rikshaw og skutu víðar upp kollinum á sínum tónlistarferli. Árblik var stofnuð í Hafnarfirði 1975 af…

BG og Ingibjörg – Efni á plötum

BG og Ingibjörg – Þín innsta þrá / Mín æskuást [ep] Útgefandi: SG hljómplötur Útgáfunúmer: SG 544 Ár: 1970 1. Þín innsta þrá 2. Mín æskuást Flytjendur: Ingibjörg Guðmundsdóttir – söngur Baldur Geirmundsson – saxófónn Gunnar Hólm – trommur Hálfdan Hauksson – bassi Karl Geirmundsson – gítar Kristinn Hermannsson – orgel BG og Ingibjörg –…

Geimsteinn [1] – Efni á plötum

Geimsteinn – Geimsteinn Útgefandi: Geimsteinn Útgáfunúmer: GS 103 Ár: 1976 1. Þeir hengja bakara fyrir smið 2. Heyrðu herra trúbador 3. Íhugaðu vel ef þú ætlar orðum að kasta 4. Dönsum saman 5. Með trega í sál 6. Get ready 7. Hvað ætli það sé 8. Betri bíla, yngri konur 9. Söngur förumannsins 10. Utan úr…

Graham Smith – Efni á plötum

Graham Smith – Með töfraboga / Touch of magic Útgefandi: SG hljómplötur Útgáfunúmer: SG 149 / SG 809 Ár: 1981 1. Suðurnesjamenn 2. Hvers vegna varst’ ekki kyrr? 3. Sofðu unga ástin mín 4. Blítt og létt 5. Bláu augun þín 6. Stolt siglir fleyið mitt 7. Jarðarfarardagur 8. Hrafninn 9. Viltu með mér vaka í…

Hljómsveit Svavars Gests (1949-65)

Hljómsveit Svavars Gests var ein af vinsælustu danshljómsveitum Íslands á sjötta og sjöunda áratug 20. aldar, sveitin keppti um þá nafnbót einkum við KK sextettinn en Svavar hafði reyndar verið í þeirri sveit nokkru áður. Sveitin var stofnuð haustið 1949 til að spila í Þórskaffi. Hana skipuðu þá Svavar sjálfur er lék á trommur, Árni…

Leiktríóið [1] (1960)

Leiktríóið  var stofnað til þess einungis að leika í Þjóðleikhúskjallaranum og starfaði um nokkurra mánaða skeið árið 1960. Tríóið var stofnað í byrjun árs og hafði að geyma Ólaf Gauk Þórhallsson gítarleikara, Hrafn Pálsson píanóleikara og Kristinn Vilhelmsson bassaleikara en sá síðast nefndi var titlaður hljómsveitarstjóri. Hann hafði þá áður stýrt Neo-tríóinu. Svanhildur Jakobsdóttir söngkona (þá…

Musica Quadro (1979)

Djassband starfandi 1979, meðlimir voru Gunnar Ormslev saxófónleikari, Reynir Sigurðsson víbrafónleikari, Helgi E. Kristjánsson bassaleikari og Alfreð Alfreðsson trommuleikari. Til er upptaka með sveitinni sem gefin var út á plötunni Jazz í 30 ár.

Elly Vilhjálms – Efni á plötum

Elly Vilhjálms [ep] Útgefandi: Íslenzkir tónar Útgáfunúmer: 45-2010 Ár: 1960 1. Ég vil fara upp í sveit 2. Kveðju sendir blærinn Flytjendur: Elly Vilhjálms – söngur KK-sextett – Jón Sigurðsson [2] (Jón bassi) – bassi og raddir – Jón Páll Bjarnason – gítar – Þórarinn Ólafsson – raddir og víbrafónn – Guðmundur Steingrímsson – trommur – Árni Scheving…