Ecco [1] (fyrir 1970)

Á sjöunda áratugnum var bítlahljómsveit starfandi á Siglufirði undir nafninu Ecco. Heimildir eru fyrir því að gítarleikarinn Gestur Guðnason (Eik, Tatarar o.fl.) hafi verið í þessari sveit á yngri árum, einnig eru nefnd nöfnin Elías [?], Gestur Þ. [?] og Ingvar [?] en engar frekari upplýsingar liggja fyrir um þá eða hljóðfæraskipan sveitarinnar aðrar.

Óskað er því eftir frekari upplýsingum um þessa sveit.