Jörn Grauengård (1921-88)

Jörn Grauengård1

Jörn Grauengård

Danski gítarleikarinn og hljómsveitarstjórinn Jörn (Jørgen) Grauengård (f. 1921) var íslenskum tónlistaráhugamönnum að góðu kunnur um miðja síðustu öld en hann lék þá undir og stjórnaði hljómsveitum á tugum platna með söng íslenskra söngvara.

Meðal íslenskra söngvara sem störfuðu með Grauengård voru Haukur Morthens, Erla Þorsteins, Ingibjörg Smith og Ragnar Bjarnason en plöturnar voru oftast teknar upp í róðraklúbbi (Roklubben Kvik við Svanemøllen) í Kaupmannahöfn, þar hafði Odeon útgáfufyrirtækið hljóðver. Ekki er að sjá að Grauengård hafi komið með hljómsveit sína nokkru sinni til Íslands í plötuupptökur.

Jörn Grauengård lést 1988.