One mö (1993)
Dúettinn One mö starfaði á höfuðborgarsvæðinu að öllum líkindum árið 1993. Meðlimir dúettsins voru þeir Ögmundur Rúnarsson gítarleikari og Sigurður Hjartarson söngvari (síðar bassaleikari hljómsveitarinnar Péturs).
Dúettinn One mö starfaði á höfuðborgarsvæðinu að öllum líkindum árið 1993. Meðlimir dúettsins voru þeir Ögmundur Rúnarsson gítarleikari og Sigurður Hjartarson söngvari (síðar bassaleikari hljómsveitarinnar Péturs).
Aðfangadagur jóla hefur að geyma þrjú tónlistartengd afmælisbörn: Jóhann R. Kristjánsson tónlistarmaður frá Egilsstöðum er fimmtíu og átta ára gamall í dag. Jóhann er ekki þekktasti tónlistarmaður þjóðarinnar en plata hans, Er eitthvað að? frá árinu 1982 hefur öðlast cult-sess meðal poppfræðinga. Á sínum tíma galt platan afhroð gagnrýnenda en hefur nú fengið uppreisn æru,…
Tveir Árnar eru skráðir afmælisbörn hjá Glatkistunni í dag, Þorláksmessu: Árni Blandon (Einarsson) tónlistarmaður, leikari, húsasmiður, sálfræðingur og bókmenntafræðingur er sextíu og níu ára gamall í dag. Árni ásamt Kristínu Lilliendahl gaf út plötu árið 1975 undir nafninu Söngfuglarnir, sem naut feikilegra vinsælda, einkum lagið Ég skal mála allan heiminn, en áður hafði hann leikið…
Tvö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Steini spil (Þorsteinn Pálmi Guðmundsson) tónlistarmaður og kennari á Selfossi hefði átt þennan afmælisdag en hann fæddist 1933. Segja má að hann hafi verið konungur sveitaballanna á Suðurlandi um tíma þegar hljómsveitir hans fóru mikinn á þeim markaði en hann gaf einnig út plötur ásamt hljómsveit…
Afmælisbörnin í tónlistargeiranum eru þrjú talsins í dag: Pétur Grétarsson slagverksleikari er sextíu og eins árs gamall í dag, hann hefur mest tengst djassgeiranum en hefur þó leikið með ýmsum öðrum sveitum. Þar má til dæmis nefna Stórsveit Reykjavíkur, Tarzan, Arnald og kameldýrin, Karnival, Havanabandið og Smartband. Pétur hefur mikið starfað við kvikmyndir og leikhús,…
Tvö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Hafnfirðingurinn Stefán Hjörleifsson gítarleikari Nýdanskrar er fimmtíu og fimm ára gamall í dag. Stefán hóf sinn tónlistarferil í heimabænum og var í hljómsveitinni Herramönnum ungur að árum. Á menntaskólaárum sínum gaf hann út plötuna Morgundagurinn sem hafði að geyma lög úr stuttmynd en síðan hefur hann…
Á þessum degi eru fjögur afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Ómar Diðriksson trúbador og hárskeri er fimmtíu og sjö ára gamall. Hann hefur starfrækt eigin sveitir, Síðasta sjens, Tríó Ómars Diðrikssonar og Sveitasyni, en hefur einnig gefið út nokkrar sólóplötur og í samstarfi við Karlakór Rangæinga. Hann býr nú í Noregi Gréta Sigurjónsdóttir gítarleikari Dúkkulísanna frá…
Fá nöfn eru jafn samofin þjóðhátíðarmenningu Vestmanneyinga og nafn Oddgeirs Kristjánssonar en hann er löngu orðinn þekktur sem eins konar tákn fyrir Eyjalögin enda samdi hann mörg af þeim þekktustu og nægir þar að nefna lög eins og ég Ég veit þú kemur, Gamla gatan, Blítt og létt og Bjarta vonir vakna svo aðeins fáein…
Hljómsveit Svavars Gests – Síldarstúlkurnar [ep] Útgefandi: Íslenzkir tónar Útgáfunúmer: EXP-IM 118 Ár: 1964 1. Þá varstu ungur 2. Sólbrúnir vangar 3. Ég veit þú kemur 4. Síldarstúlkurnar Flytjendur Hljómsveit Svavars Gests: – Magnús Ingimarsson – píanó – Svavar Gests – trommur – Gunnar Ormslev – tenór saxófónn – Gunnar Pálsson – bassi – Garðar Karlsson gítar Anna Vilhjálms – söngur Berti Möller – söngur Elly…
Occasional happyness er hljómsveit úr Vestmannaeyjum, starfandi 2007. Sveitin tók þátt í Músíktilraunum það árið og var skipuð þeim Andra Fannari Valgeirssyni gítarleikara, Ingibjörgu Sigurjónsdóttur bassaleikara, Alexöndru Sharon Róbertsdóttur hljómborðsleikara og söngvara og Inga Þór Þórarinssyni trommuleikara. Sveitin komst ekki áfram í úrslit.
Oddrún (Kristjana) Kristófersdóttir var ein af mörgum ungum og efnilegum söngvurum rokkkynslóðarinnar sem spreytti sig á söngsviðinu í kringum 1960. Oddrún (f. 1945) söng með hljómsveitum eins og G.J. tríóinu 1961, Ó.M. kvintettnum 1961-63 og Pónik veturinn 1963-64 áður en hún sneri sér að öðrum verkefnum, flestum tengdum ferðaþjónustu erlendis, hún starfaði t.a.m. bæði hjá…
Söngflokkurinn Octavia (Oktavía) starfaði á Akranesi á seinni hluta níunda áratugar síðustu aldar, að minnsta kosti á árunum 1987 til 89. Meðlimir Octaviu voru Hrönn Eggertsdóttir, Jensína Valdimarsdóttir, Leif Steindal, Sigurjón Skúlason, Bjarki Sveinbjörnsson, Jensína Waage og Sigurður Ólafsson.
Söngkonan Oktavía Stefánsdóttir var nokkuð þekkt hér áður en lengi var talað um hana sem einu íslensku djasssöngkonuna. Oktavía Erla Stefánsdóttir (f. 1938) er lærð leikkona og hefur starfað nokkuð við leikhús, m.a. við leikstjórn en í tónlistinni var hún þekktust fyrir að syngja djass, hún söng eitthvað með Hljómsveit Hauks Morthens seint á sjöunda…
Upplýsingar um hljómsveit sem bar heitið Oheo eru af skornum skammti en hún starfaði sumarið 1971 í Keflavík. Allar frekari upplýsingar um sveitina má senda til Glatkistunnar.
Margir Íslendingar sem komnir eru vel yfir miðjan aldur muna eftir dansleikjum í Oddfellowhúsinu við Vonarstræti en í húsnæðinu voru reknir veitinga- og skemmtistaðir um árabil, fyrst Tjarnarcafé og síðan Tjarnarbúð. Það var Oddfellow reglan lét byggja húsið sem stendur við Vonarstræti 10 í miðbæ Reykjavíkur og var það vígt í lok árs 1932, það…
Hljómsveit sem gekk undir nafninu Oddfellowbandið var að öllum líkindum starfandi á Akranesi árið 1990, að minnsta kosti lék sveitina á tónleikum þar í bæ sumarið 1990. Óskað er eftir upplýsingum um þessa hljómsveit.
Hljómsveit sem bar nafnið Október starfaði árin 1988 og 89 og var þá nokkuð áberandi í tónleikahaldi á höfuðborgarsvæðinu, sveitin átti tvö lög á safnsnældunni Bít árið 1990 en ekki er ljóst hvort sveitin var þá enn starfandi. Meðlimir Októbers voru þau Jóhanna Steinunn Hjálmtýsdóttir (Hanna Steina) söngkona, Árni Daníel Júlíusson hljómborðsleikari, Ríkharður H. Friðriksson…
Oktettinn Ottó var skammlíf kammersveit sem hélt fáeina tónleika sumarið 1996, fyrst í Reykjavík og svo á Akureyri. Ottó var skipaður þeim Kjartani Óskarssyni klarinettuleikara, Sigurlaugu Eðvaldsdóttur fiðluleikara, Margréti Kristjánsdóttur fiðluleikara, Herdísi Jónsdóttur lágfiðluleikara, Lovísu Fjeldsted sellóleikara, Hávarði Tryggvasyni kontrabassaleikara, Emil Friðfinnssyni hornleikara og Rúnari Vilbergssyni fagottleika en þau voru þá öll í Sinfóníuhljómsveit Íslands.
Eitt tónlistartengt afmælisbarn kemur við sögu á lista Glatkistunnar í dag: Sólveig Matthildur Kristjánsdóttir er tuttugu og fimm ára gömul á þessum degi. Hún er hljómborðsleikari í hljómsveitinni Kælunni miklu sem sigraði Ljóðaslamm Borgarbókasafnsins 2013, Sólveig hefur einnig sent frá sér sólóplötu þrátt fyrir ungan aldur en hún ber titilinn Unexplained miseries & the acceptance…
Í dag eru tvö tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Tónlistarkonan Rakel Mjöll Leifsdóttir á stórafmæli dagsins en hún er þrítug á þessum degi. Rakel Mjöll vakti fyrst athygli í söngkeppni Samfés og hefur m.a.s. keppt í undankeppni Eurovision en hefur fyrst og fremst verið þekkt sem söngkona s.s. sveita eins og Útidúr og Dream wife…
í dag eru skráð tvö afmælisbörn, þau eru þessi: Söngvarinn Herbert Guðmundsson (Hebbi) er sextíu og sex ára í dag. Hann var áður söngvari fjölmargra hljómsveita eins og Pelican, Eikur, Raflosts, Tilveru, Sólskins, Ástarkveðju, Stofnþels og Kan svo nokkrar vel valdar séu nefndar en þekktastur er hann þó fyrir sólóferil sinn, fyrst og síðast skal…
Afmælisbörn Glatkistunnar í dag eru eftirfarandi: Friðrik S. Kristinsson kórstjórnandi með meiru er fimmtíu og átta ára, hann hefur stýrt kórum eins og Karlakór Reykjavíkur, Snæfellingakórnum, Unglingakór Hallgrímskirkju, Drengjakór Reykjavíkur og Landsbankakórnum en hann er menntaður söngkennari og starfar einnig sem slíkur. Hann hefur sungið sjálfur inn á plötur enda söngmenntaður. Ástvaldur (Zenki) Traustason hljómborðsleikari…
í dag eru þrír tónlistarmenn á skrá Glatkistunnar sem eiga afmæli: Lárus Halldór Grímsson tónskáld, hljómsveitastjórnandi og hljómborðs- og flautuleikari er sextíu og fimm ára á þessum degi. Hann nam hér heim og í Hollandi, lék með mörgum hljómsveitum hér á árum áður s.s. Sjálfsmorðssveit Megasar, Súld, Með nöktum, Þokkabót, Eik og Deildarbungubræðrum og lék…
Glatkistan hefur á skrá sinni í dag þrjú tónlistartengd afmælisbörn: Jóhann Friðgeir Valdimarsson tenórsöngvari er fimmtíu og tveggja ára gamall í dag, hann nam söng hér heima og á Ítalíu, hefur starfað m.a. í Íslensku óperunni, með Frostrósum og Mótettukórnum og haldið fjölda tónleika á Íslandi og erlendis. Jóhann Friðgeir hefur gefið út nokkrar sólóplötur…
Múspell – [demo] Útgefandi: [engar upplýsingar] Útgáfunúmer: [án útgáfunúmer] Ár: 2000 1. Blindfolded 2. Fades away 3. Murk 4. Revenge 5. Sons of muspell 6. The final oath 7. The gathering Flytjendur: [engar upplýsingar um flytjendur] Múspell – In god’s shadow [ep demo] Útgefandi: [engar upplýsingar] Útgáfunúmer: [án útgáfunúmer] Ár: 2001 1. In god’s shadow…
Margt er óljóst varðandi dauðarokkssveitina Múspell, hún birtist fyrst í Músíktilraunum 1993 en hvarf svo af sjónarsviðinu til fjölda ára, var þá að öllum líkindum ekki starfandi en birtist aftur skömmu eftir aldamót og hefur síðan þá komið nokkuð reglulega fram án þess að hægt sé sagt að segja að hún hafi starfað samfleytt til…
Mæðusöngvasveit Reykjavíkur eða Mæðusöngvasveitin eins og hún var einnig gjarnan nefnd, gerði garðinn frægan á öldurhúsum borgarinnar um og eftir miðjan síðasta áratug tuttugustu aldarinnar, og reyndar einnig víðs vegar um landsbyggðina. Nafn sveitarinnar kemur upphaflega frá leikaranum Flosa Ólafssyni en í því felst augljós skírskotun til blústónlistar sem var sú tónlist sem sveitin kenndi…
Hljómsveitin Myrkramanía var starfandi haustið 1988 og lék þá á tónleikum sem Útvarp Rót stóð fyrir. Engar upplýsingar liggja fyrir um þessa sveit og mættu einhverjir sem til þekktu gjarnan fræða Glatkistuna um þessa sveit.
Tónlistarhátíðin Myrkir músíkdagar hefur verið haldin frá árinu 1980 og hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem einn helsti viðburður hérlendis í samtímatónlist. Myrkir músíkdagar voru fyrst haldnir árið 1980 á vegum Tónskáldafélags Íslands en þá hafði undirbúningur staðið í nokkurn tíma, meðal hvatamanna að stofnun hátíðarinnar var Þorkell Sigurbjörnsson. Hátíðin dregur nafn sitt…
Hljómsveitin O´hara var starfrækt innan Menntaskólans á Akureyri veturinn 1968-69. Fáar og litlar heimildir finnast um þessa sveit en líklega var um að ræða tríó þeirra Bergs Þórðarsonar (Bergs Thorberg), Níels Níelssonar og Ingólfs Steinssonar. Óskað er eftir frekari upplýsingum um O‘hara, s.s. um hljóðfæraskipan sveitarinnar.
Hljómsveitin Möl keppti vorið 1997 í Músíktilraunum Tónabæjar. Meðlimir sveitarinnar sem var af Seltjarnarnesinu voru þeir Jón Davíð Ásgeirsson gítarleikari, Sverrir Örn Arnarson trommuleikari, Sævaldur Harðarson söngvari og gítarleikari og Ágúst Bogason trommuleikari. Sveitin sem lék einhvers konar sýrukennt rokk, komst ekki áfram í úrslitin og virðist ekki hafa starfað lengi.
Hljómsveit sem bar nafnið Mögulegt óverdós kom fram á einum tónleikum í febrúar 1983. Sveitin flutti að sögn tilraunakennda framúrstefnutónlist, m.a. með tveimur trommusettum, og voru meðlimir hennar flestir þekktir úr nýbylgjusenunni sem þá hafði verið nýlega verið áberandi, það voru þeir Bubbi Morthens söngvari, Mike Pollock gítarleikari, Rúnar Erlingsson bassaleikari, Sævar Sverrisson trommuleikari, Halldór…
Oboi er hljómsveit úr Kópavogi sem var starfandi 2007. Sveitin keppti í Músíktilraunum vorið 2007 og voru þá meðlimir þeir Axel Birgisson gítarleikari, Örn Ágústsson píanóleikari, Þorbergur Ingvi Kristjánsson bassaleikari, Gísli Gunnar D. Guðmundsson söngvari og gítarleikari og Sveinn Óskar Karlsson trommuleikari. Sveitin komst ekki áfram í úrslit Músíktilraunanna.
Á Selfossi mun hafa starfað hljómsveit forðum daga undir nafninu O.M.O. kvintett, fyrir liggur að sveitin var starfandi árið 1958 en engar upplýsingar að finna um hversu lengi hún starfaði. Óskað er eftir upplýsingum þess efnis sem og fyrir hvað O.M.O. stendur fyrir. Fjölmargir munu hafa leikið með hljómsveitinni þann tíma er hún starfaði en…
Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit í Vestmannaeyjum sem starfaði undir nafninu O.K. (eða hugsanlega OK.) að öllum líkindum fyrir síðustu aldamót, fyrir liggur að Gísli Elíasson var trymbill sveitarinnar en engar aðrar upplýsingar er að finna um hana.
Í dag eru tvö afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Annars vegar er það Guðlaugur Kristinn Óttarsson tónlistarmaður en hann er sextíu og fimm ára gamall. Hann hefur leikið sem gítarleikari í fjölmörgum en misþekktum hljómsveitum eins og Steinblómi, Lótusi, INRI, Kukli, Elgar sisters, Sextett, Current 93, Galdrakörlum og Þey en síðast talda sveitin er kannski sú…
Nokkur afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Einar Hólm Ólafsson söngvari og trymbill er sjötíu og fjögurra ára gamall á þessum degi. Einar söng inn á eina litla plötu 1973 en var trommuleikari í mörgum hljómsveitum hér áður s.s. Pónik, Stuðlatríóinu, Næturgölum og Hljómsveit Ólafs Gauks svo einhverjar sé nefndar. Einar er faðir Ólafs…
Tónlistartengdu afmælisbörn dagsins eru þrjú talsins að þessu sinni: Björgvin Franz Gíslason leikari er fjörutíu og tveggja ára gamall í dag. Björgvin Franz var barnastjarna og vakti fyrst athygli fyrir söng sinn í Óla prik syrpu sem naut vinsælda fyrir margt löngu en hefur síðan aðallega verið tengdur barnatónlist, t.d. Benedikt búálfi, Stundinni okkar o.þ.h.…
Á þessum degi eru afmælisbörn Glatkistunnar tvö: Guðni (Þórarinn) Finnsson bassaleikari Ensímis er fjörutíu og níu ára í dag. Auk þess að vera bassaleikari í Ensími hefur Guðni leikið með hljómsveitum eins og Áhöfninni á Húna II, Bikarmeisturunum, Dr. Spock, Rass, Pondus, Hispurslausa kvartettnum og mörgum fleirum. Guðni hefur meira að segja farið sem einn…
Tónlistartengd afmælisbörn Glatkistunnar eru þrjú í þetta skipti en þau eru öll látin: Jórunn Viðar tónskáld (1918-2017) hefði átt afmæli í dag. Jórunn nam tónsmíðar í Þýskalandi, Bandaríkjunum og Austurríki á sínum tíma og samdi fjöldann allan af þekktum lögum s.s. Það á að gefa börnum brauð, Kall sat undir kletti og tónverkið Únglíngurinn í…
Fimm afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Grímur Atlason tónlistarmaður og margt annað, er fjörutíu og níu ára gamall á þessum degi. Grímur hefur starfað með ótal hljómsveitum í gegnum tíðina, verið bassaleikari í sveitum eins og Drep, Dr. Gunni, Grjóthruni í Hólshreppi, Unun, Rosebud og Ekki þjóðinni og hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra tónlistarhátíðarinnar…
Þá er komið að afmælisbörnum Glatkistunnar en að þessu sinni eru tvö á skrá: Lýður Árnason læknir og tónlistarmaður frá Flateyri er fimmtíu og sjö ára gamall, hann hefur komið víða við á tónlistarferli sínum, verið í hljómsveitum á borð við Kartöflumúsunum, Vítamíni, Grjóthruni í Hólahreppi og Göglum svo fáeinar séu nefndar. Hann var einnig…
Músíktilraunir hafa verið haldnar síðan árið 1982 og hafa verið frá upphafi kjörinn vettvangur og stökkpallur fyrir ungt tónlistarfólk sem vill koma sér á kortið. Fjölmargar þeirra sveita sem hafa sigrað tilraunirnar hafa nýtt sér sigurinn og jafnvel öðlast allt að heimsfrægð fyrir, margar þeirra hafa gefið út plötur og starfað við miklar vinsældir og…
Musica Antiqua – Amor Útgefandi: Ísdiskar Útgáfunúmer: Klassís 102 Ár: 1996 1. La Rotta – Trotto 2. La plus des plus 3. Ob glück hat neid 4. Ich hab ein lange Zeit 5. Der Maruscat Danntz 6. Die brünnlin die da fliessen 7. Margaretha 8. Meins traurens ist 9. Ach Gott, ein grossen Pein 10.…
Musica Antiqua sem starfaði um tveggja áratuga skeið fyrir og um aldamótin síðustu, var tónlistartengdur félagsskapur og gegndi margs konar margþættu hlutverki. Musica Antiqua var stofnaður haustið 1981 og voru þau Snorri Örn Snorrason lútuleikari, Ólöf Sesselja Óskarsdóttir víólu da gamba leikari, Camilla Söderberg blokkflautuleikari og Helga Ingólfsdóttir semballeikari stofnendur hópsins sem gegndi margs konar…
Mullet – XXX Útgefandi: Mullet / Valgeirsbakarí Útgáfunúmer: MU 001 Ár: 1999 1. Mullet 2. Everything 3. You’re a star 4. It doesn’t matter 5. Tobekan 6. Sangria 7. Fixed mood 8. Home 9. Prospectus 10. Heima er best Flytjendur: Ásmundur Ö. Valgeirsson – söngur gítar og annar hljóðfæraleikur Þórður Helgi Þórðarson – söngur og…
Dúettinn Mullet úr Njarðvíkum fór ekki hátt á sínum tíma en eftir hann liggur tíu laga plata sem hafði að geyma eins konar afturhvarf til nýrómantíkur níunda áratugarins. Það voru þeir Þórður Helgi Þórðarson (Doddi litli) sem flestir kannast við sem dagskrárgerðarmann í útvarpi og undir aukasjálfinu Love Guru, og Ásmundur Örn Valgeirsson sem skipuðu…
Söngflokkur eldri borgara í Reykjavík, líklega í Gerðubergi, gekk undir nafninu Músíkbandið sumarið 2002. Óskað er eftir frekari upplýsingum um það.
Árið 1992 var starfrækt níu manna hljómsveit í Stykkishólmi sem bar nafnið Músíkbandið. Svo virðist sem þessi sveit hafi einungis verið starfandi í skamman tíma en engar upplýsingar er að finna um meðlimi hennar og hljóðfæraskipan.
Músíkbandið var skammlíf hljómsveit sem virðist einungis hafa komið fram í örfá skipti á skemmtistaðnum Evrópu í febrúar 1988. Meðlimir Músíkbandsins voru Þórður Bogason söngvari, Einar Jónsson gítarleikari, Oddur Sigurbjörnsson trommuleikari, Pétur Pétursson hljómborðsleikari og Kristófer K. [?] bassaleikari.