Hörður Jónsson (1953-2015)

Hörður Jónsson var alþýðutónlistarmaður sem bjó lengst af á Akranesi en var ættaður úr Árneshreppi á Ströndum og gekk því undir nafninu Hörður Strandamaður. Hann kom oft fram sem trúbador, samdi lög og texta og hluti þeirra kom út á plötu að honum látnum. Hörður Jónsson var fæddur (vorið 1953) og uppalinn á Stóru-Ávík á…

Hæfileikakeppni þjóðhátíðarnefndar Akraness [tónlistarviðburður] (1984-87)

Þjóðhátíðarnefnd Akraness stóð fyrir hæfileikakeppni meðal ungs fólks líklega á árunum 1984 til 87, ekki er ólíklegt að teygja megi fyrra ártalið framar. Hæfileikakeppnin fór líklega fram í félagsmiðstöðinni Arnardal á Akranesi og hefð mun hafa verið fyrir að sigurvegarar hennar træðu upp í þjóðhátíðardagskrá þeirra Skagamanna 17. júní. Litlar upplýsingar er að finna um…

Hvísl [3] (2013-15)

Hljómsveit starfaði á Akranesi undir nafninu Hvísl á árunum 2013 til 2015 – líklega þó lengur. Meðlimir Hvísls voru þau Gunnar Sturla Hervarsson, Elfa Margrét Ingvadóttir, Gunnhildur Vilhjálmsdóttir, Heiðrún Hámundardóttir og Samúel Þorsteinsson en frekari upplýsingar vantar um hljóðfæraskipan sveitarinnar. Hvísl var stofnuð haustið 2013 og starfaði til ársins 2015 að minnsta kosti, hún kom…

Hvað er það stórt? (1987)

Hljómsveit sem bar nafnið Hvað er það stórt? sigraði hæfileikakeppni NFFA á haustmánuðum 1987 en keppnin var lengi árviss viðburður innan Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Hljómsveitin var skipuð þeim Guðmundi Sigurðssyni gítarleikara, Loga Guðmundssyni trommuleikara, Hallgrími Guðmundssyni bassaleikara og Ómari Rögnvaldssyni gítarleikara. Hvað er það stórt? virðist ekki hafa starfað lengi eftir þennan sigur í…

Hátónsbarkakeppnin [tónlistarviðburður] (1988-)

Allt frá árinu 1988 hefur verið haldin söngkeppni í samstarfi félagsmiðstöðvarinnar Arnardals og grunnskólanna á Akranesi, Brekkjubæjarskóla og Grundaskóla undir nafninu Hátónsbarkakeppnin eða Hátónsbarkinn. Þessi keppni hafði lengi vel enga utanaðkomandi tengingu en eftir að Samfés hóf að standa fyrir söngkeppni Samfés hefur keppnin verið eins konar undankeppni fyrir Samfés keppnina. Hátónsbarkakeppnin var haldin í…

Hornstrandir (2002)

Upplýsingar óskast um hljómsveit sem bar nafnið Hornstrandir og starfaði hugsanlega á Akranesi eða nágrenni árið 2002. Hér er óskað eftir upplýsingum um meðlimi og hljóðfæraskipan Hornsteina, starfstíma og annað sem heima ætti í umfjöllun um sveitina – myndefni væri einnig vel þegið.

Hljómur [1] (1990-)

Samkórinn Hljómur hefur verið starfræktur á Akranesi síðan 1990 en hann er kenndur við félagsskapinn FEBAN, félag eldri borgara á Akranesi og nágrenni sem hafði verið stofnað ári fyrr. Afar takmarkaðar upplýsingar er að finna um sögu kórsins frá fyrstu árum hans og t.a.m. liggur ekkert fyrir um stjórnendur hans fyrstu árin. Árið 1997 tók…

Hljómsveitin sem mamma þín bannaði þér að hlusta á (1994)

Upplýsingar óskast um dauðarokksveit frá Akranesi eða nágrenni sem keppti í tónlistarkeppni NFFA (innan Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi) haustið 1992 undir nafninu Hljómsveitin sem mamma þín bannaði þér að hlusta á. Fyrir liggur að þessi sveit hafnaði í öðru sæti keppninnar, og var líklega ekki stofnuð sérstaklega fyrir hana en hér vantar allar upplýsingar um…

Hljómsveit Snorra Jónssonar (um 1990)

Harmonikkuleikarinn Snorri Jónsson starfrækti hljómsveit í eigin nafni innan félagsskaparins Harmonikuunnenda á Vesturlandi á tíunda áratug síðustu aldar en Snorri hafði búið á Akranesi frá því um 1980. Óskað er eftir frekari upplýsingum um þessa Hljómsveit Snorra Jónssonar, meðlimi hennar og hljóðfæraskipan, jafnframt hversu lengi hún starfaði.

Hljómsveit Péturs Jónssonar (1951)

Hljómsveit Péturs Jónssonar mun hafa starfað á Akranesi en sveitin kom til Reykjavíkur og lék á djasstónleikum ásamt fleiri sveitum sumarið 1951. Meðlimir sveitarinnar voru þar Pétur Jónsson hljómsveitarstjóri og tenór saxófónleikari, Ásgeir Sigurðsson klarinettu- og saxófónleikari, Jón Sveinsson trompetleikari, Haraldur Jósefsson trommuleikari og Sigurður Þ. Guðmundsson píanóleikari, auk þess léku þeir Karl Lilliendahl gítarleikari…

Hljómsveit Ólafs Guðmundssonar (1965)

Haustið 1965 starfaði á Akranesi hljómsveit undir stjórn Ólafs Guðmundssonar sem lék þá á dansleik er haldinn var af félagi stúdenta á Vesturlandi. Hér er óskað eftir upplýsingum um hljómsveit Ólafs Guðmundssonar, meðlimi hennar og hljóðfæraskipan og ekki síst um sjálfan hljómsveitarstjórann.

Hljómsveit Ole Östergaard (1955-56)

Danski gítarleikarinn Ole Östergaard bjó lengi á Akranesi en þar starfrækti hann hljómsveitir. Hann hafði t.a.m. verið með strengjahljómsveit vorið 1948 en einnig starfrækti hann um og eftir 1950 hljómsveitina Fjarkann. Nokkru síðar stofnaði hann svo hljómsveit í eigin nafni sem hét einfaldlega Hljómsveit Ole Östergaard en hún starfaði í tvö eða þrjú ár, á…

Hljómsveit Kalla Bjarna (1974-80)

Hljómsveit Kalla Bjarna starfaði á Akranesi um árabil á áttunda áratug síðustu aldar og lék sveitin á fjölmörgum dansleikjum á Skaganum og nágrannasveitarfélögunum. Sveitin var stofnuð haustið 1974 og voru upphaflegir meðlimir sveitarinnar þeir Sveinn Jóhannsson trommuleikari, Reynir Theódórsson söngvari og gítarleikari, Brynjar Víkingur Sigurðsson bassaleikari, Jón Trausti Hervarsson saxófónleikari og hljómsveitarstjórinn Ketill Baldur Bjarnason…

HLH flokkurinn [2] (1990)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem gekk undir nafninu HLH flokkurinn en sveitin mun hafa keppt í hæfileikakeppni Nemendafélags Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi árið 1990. Hér er óskað eftir upplýsingum um meðlimi sveitarinnar og hljóðfæraskipan en mestar líkur eru á að sveitin hafi verið stofnuð og starfrækt eingöngu í kringum fyrrgreinda hæfileikakeppni.

Hið óttalega burp (um 1990)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit sem hét að öllum líkindum Hið óttalega burp en nafn sveitarinnar er fengið úr teiknimyndasögu um þá félaga Sval og Val sem kom út árið 1987, líklegast er því að sveitin hafi starfað einhvern tímann fljótlega eftir það. Fyrir liggur að Geir Harðarson var einn meðlimur Hins óttalega burps,…

Hestaleigan (1989)

Hljómsveitin Hestaleigan var meðal keppnissveita í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1989, sveitin var frá Akranesi og voru meðlimir hennar þeir Jón Ingi Þorvaldsson bassaleikari, Þorbergur Auðunn Viðarsson söngvari, Bjarni Þór Hjaltason trommuleikari, Þóroddur Bjarnason gítarleikari og Finnur Guðmundsson hljómborðsleikari. Sveitin komst ekki áfram í úrslit keppninnar. Hestaleigan kom aftur saman tíu árum síðar þegar sveitin hitaði…

Hemra (2000-01)

Hljómsveitin Hemra (sem hét líklega áður Hentai) starfaði á Akranesi á árunum 2000 og 2001 að minnsta kosti, hugsanlega lengur en hún kom fyrst fram á sjónarsviðið í hljómsveitakeppni Nemendafélags Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi haustið 2000, en sveitin sigraði einmitt þá keppni með einhvers konar afbrigði af metalrokki. Hemra var síðan snemma vors 2001 meðal…

Hentai (1999)

Hljómsveitin Hentai á Akranesi sigraði tónlistarkeppni NFFA í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi haustið 1999 en það var árleg tónlistarkeppni í skólanum og bar þarna yfirskriftina Millenium. Meðlimir Hentai voru þeir Davíð Rósinkrans Hauksson bassaleikari, Márus Hjörtur Jónsson gítarleikari, Sverrir Aðalsteinn Jónsson trommuleikari og Freyr Rögnvaldsson söngvari. Hentai virðist ekki hafa starfað lengi undir þessu nafni…

Hljómsveit Akraness (1941-48)

Hljómsveit Akraness var um margt merkileg sveit en hún var fyrsta starfandi danshljómsveitin á Skaganum. Hljómsveitin var stofnuð árið 1941 á Akranesi og var í byrjun tríó sem þeir Ingólfur Runólfsson harmonikkuleikari, Eðvarð Friðjónsson harmonikkuleikari og Ásmundur Guðjónsson skipuðu, upphaflega var því um að ræða eins konar harmonikkuhljómsveit sem síðar átti eftir að verða að…

Haukur Guðlaugsson (1931-2024)

Haukur Guðlaugsson vann mikið starf í þágu íslensks tónlistarlífs, sem hljóðfæraleikari, tónlistarkennari og kórstjórnandi en einnig sem söngmálastjóri þjóðkirkjunnar en þeirri stöðu gegndi hann í ríflega aldarfjórðung. Það var ekki fyrr en á seinni árum sem hann gaf sér tóm til að senda frá sér plötur með orgelleik sínum. Haukur fæddist á Eyrarbakka vorið 1931…

Hawaii tríóið (1952-53)

Fáar heimildir er að finna um hljómsveit sem gekk undir nafninu Hawai tríóið en hún starfaði líkast til á Akranesi á árunum 1952-53, hugsanlega lengur. Það munu hafa verið þeir Óðinn G. Þórarinsson harmonikkuleikari, Ole Ostergaard trommuleikari og Helga Jónsdóttir sem myndu tríóið, að minnsta kosti þegar þau léku í útvarpsþætti hjá Pétri Péturssyni árið…

Sönghópurinn Sólarmegin (1990-2001)

Saga Sönghópsins Sólarmegin á Akranesi spannaði yfir áratug og á þeim tíma sem hann starfaði hélt hann fjölda tónleika og gaf út eina plötu. Sönghópurinn Sólarmegin var stofnaður í upphafi árs 1990 af Ragnheiði Ólafsdóttur sem jafnframt varð fyrsti stjórnandi hópsins. Ekki liggur fyrir hverjir skipuðu kórinn í upphafi eða hversu margir voru þá í…

Söngsystur [8] (1999-2006)

Á Akranesi var starfræktur sönghópur kvenna undir nafninu Söngsystur, og reyndar gæti verið um tvo aðskilda sönghópa að ræða. Í ársbyrjun 1999 söng hópur fimm kvenna undir þessu nafni á þorrablóti á Skaganum en upplýsingar um þær eru af skornum skammti, þrjár þeirra léku einnig á gítara. Söngsystur störfuðu einnig á Akranesi árið 2003 og…

Söngfélag Akurnesinga (um 1890)

Söngfélag var sett á laggirnar haustið 1886 innan Bindindisfélags Akurnesinga í því skyni að laða fólk að félagsskapnum en bindindisfélag þetta hafði verið stofnað tveimur árum fyrr. Ráðagerðin heppnaðist prýðilega og fljótlega höfðu um sextíu manns, þar af átta konur skráð sig í félagið en sungið var einu sinni í viku – að öllum líkindum…

Sveifluvaktin [1] (1985-86)

Djasskvartett sem hlaut nafnið Sveifluvaktin starfaði á Akranesi um miðjan níunda áratug síðustu aldar, sveitin var stofnuð vorið 1985 og starfaði að minnsta kosti fram á vorið 1986 en hún mun hafa verið fyrsta starfandi djasssveitin á Skaganum. Sveitin kom fram í nokkur skipti í heimabænum og lék blöndu frumsamins efnis og þekktra standarda. Meðlimir…

Subhumans (2000)

Hljómsveitin Subhumans starfaði á Akranesi árið 2000 en ekki liggur fyrir hversu lengi. Sveitin var nokkuð áberandi haustið 2000, var þá m.a. meðal keppenda í tónlistarkeppni NFFA í Fjölbrautaskóla Vesturlands og spilaði einnig meira opinberlega um það leyti. Þeir Hallur Heiðar Jónsson hljómborðsleikari og Bjarki Þór Jónsson trommuleikari var líkast til meðlimir Subhumans en upplýsingar…

Spartakus [2] (1997)

Hljómsveitin Spartakus var starfrækt á Akranesi, líkast til innan Fjölbrautaskóla Vesturlands því sveitin tók þátt í tónlistarkeppni nemendafélags FVA haustið 1997. Meðlimir sveitarinnar voru Rúnar Magni Jónsson söngvari, Bjarki Þór Jónsson gítarleikari, Þórður B. Ágústsson bassaleikari, Snæbjörn Sigurðarson hljómborðsleikari, Vilhjálmur Magnússon trommuleikari og Óli Örn Atlason gítarleikari en þannig var Spartakus skipuð þegar tvö lög…

Sónar [1] (1964-66)

Bítlasveitin Sónar starfaði á Akranesi um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar og naut töluverðra vinsælda meðal unglinga á Skaganum. Sónar voru að öllum líkindum stofnaðir haustið 1964 og gæti hafa verið gítarsveit í upphafi, þ.e. leikið tónlist í anda The Shadows. Sveitin starfaði að minnsta kosti fram til 1966 og lék mestmegnis á dansleikjum í…

Soul deluxe (1993-95)

Soul deluxe var tíu manna hljómsveit frá Akranesi sem sérhæfði sig í soul- og fönktónlist en sveitin hafði auk hefðbundinna hljóðfæraleikara á að skipa blásurum. Sveitin starfaði að minnsta kosti á árunum 1993 til 95 og hugsanlega lengur, hún gæti hafa verið stofnuð við Fjölbrautaskóla Vesturlands – að minnsta kosti voru flestir meðlima hennar á…

Slamm djamm (1992)

Litlar upplýsingar er að hafa um hljómsveit sem starfaði innan Fjölbrautaskólans á Akranesi haustið 1992 undir nafninu Slamm djamm. Sveitin hafði verið starfandi um tíma þegar hún tók þátt í Tónlistarkeppni NFFA innan skólans og hafnaði þar í þriðja sæti, upplýsingar vantar hins vegar um meðlimi sveitarinnar og hljóðfæraskipan og er því óskað eftir þeim…

Skuggar [4] (1962-65)

Á árunum 1962-65 að minnsta kosti, var hljómsveit starfandi á Akranesi undir nafninu Skuggar en hún var skipuð ungum tónlistarmönnum úr gagnfræðaskólanum í bænum. Sveitin sótti nafn sitt til bresku sveitarinnar The Shadows eins og svo margar á þessum tíma og var því líklega um gítarsveit að ræða, meðal meðlima hennar voru Karl J. Sighvatsson…

Skólalúðrasveit Akraness (1959-85)

Hljómsveit sem hér er kölluð Skólalúðrasveit Akraness starfaði í ríflega tvo áratugi en lognaðist svo útaf eftr stopula starfsemi síðustu árin. Sveitin hafði verið sett á stofn rétt fyrir 1960 af því er heimildir herma og starfaði reyndar fyrstu árin við Barnaskólann á Akranesi, Rotary-klúbbur þeirra Skagamanna átti sinn þátt í því að sveitin varð…

Skólakór Gagnfræðaskólans á Akranesi (um 1945-65)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um Skólakór Gagnfræðaskólans á Akranesi en hann var þar starfræktur að minnsta kosti á árunum 1945 til 1965 – ekki er þó vitað hvort það var samfleytt. Óskað er eftir upplýsingum um starfstíma kórsins, kórstjórnendur og annað sem þætti bitastætt í umfjöllun um hann.

Skólakór Akraness (1990-2000)

Skólakórar hafa lengi verið starfræktir á Akranesi en málin eru töluvert flókin þar sem Barnaskóla Akraness (síðar Grunnskóla Akraness) var á sínum tíma skipt niður í Brekkubæjarskóla og Grundaskóla (upp úr 1980), svo virðist sem Skólakór Akraness hafi verið samstarfsverkefni skólanna tveggja (að minnsta kosti hluta starfstíma hans) en þeir hafa jafnframt stundum gengið undir…

Skólakór Barnaskólans á Akranesi (um 1950-60)

Fjölmennur kór starfaði við Barnaskólann á Akranesi um og upp úr miðri síðustu öld, líklega í heilan áratug eða lengur og söng hann eitthvað opinberlega á tónleikum. Fyrir liggur að kórinn var starfandi í kringum 1950 og einnig um 1960 en þá var hann að öllum líkindum undir stjórn Hans Jörgensen. Upplýsingar um þennan barnakór…

Skólahljómsveitir Barnaskóla og Gagnfræðaskóla Akraness (1946-75)

Hefð var fyrir því að skólahljómsveitir væru starfandi við barna og gagnfræðaskólana á Akranesi um árabil, bæði var um að ræða blásarasveitir en þó mestmegnis sveitir sem léku léttari tónlist s.s. bítlatónlist. Nokkrir síðar þekktir tónlistarmenn komu við sögu þessara sveita. Elstu heimildir um hljómsveit við Gagnfræðaskóla Akraness eru frá því laust fyrir 1950 en…

Skagasextettinn (1992-94)

Á árunum 1992-94 starfaði söngsextett kvenna á Akranesi undir nafninu Skagasextettinn. Skagasextettinn skipuðu þær Ragnhildur Theodórsdóttir, Dröfn Gunnarsdóttir, Helga Aðalsteinsdóttir, Unnur H. Arnardóttir, Dóra Líndal Hjartardóttir og Guðbjörg Ragnarsdóttir. Þær stöllur komu í nokkur skipti fram opinberlega og nutu þá undirleiks Lisbeth Dahlin. Haustið 1994 hafði þeim fjölgað um eina og þá var sextetts-nafninu lagt,…

Skagarokk [tónlistarviðburður] (1989-94)

Þegar minnst er á Skagarokk-tónleikana tengja flestir það við tvenna tónleika sem haldnir voru á Akranesi haustið 1992, annars vegar með Jethro tull, hins vegar Black sabbath. Málið er hins vegar að bæði fyrr og síðar hafa verið haldnir tónleikar á Skaganum undir þessari sömu yfirskrift. Fyrstu svonefndu Skagarokks-tónleikar voru haldnir vorið 1989 í Bíóhöllinni…

Skagatríó (um 1974)

Á Akranesi starfaði um skeið hljómsveit sem gekk undir nafninu Skagatríó en sveitin mun hafa orðið til þegar Dúmbó sextett lagði upp laupana. Þeir Reynir Gunnarsson og Ásgeir R. Guðmundsson komu úr Dúmbó en ekki liggur fyrir hver þriðji meðlimur tríósins var, né á hvaða hljóðfæri þeir félagar spiluð Upplýsingar vantar um hversu lengi sveitin…

Salt (2000)

Haustið 2000 keppti hljómsveit sem bar nafnið Salt í Tónlistarkeppni NFFA (nemendafélags Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi) en sú keppni var árviss viðburður í félagslífi skólans lengi vel. Salt var að líkindum skammlíf hljómsveit og ekki liggja fyrir upplýsingar um meðlimi hennar utan þess að Michael Nicolai Lucas Tosik fiðluleikari var einn þeirra, upplýsingar óskast um…

Ungmennafélagskórinn á Akranesi (um 1935)

Kór var starfandi innan Ungmennafélagsins á Akranesi undir stjórn Svöfu Þorleifsdóttur skólastjóra á sínum tíma. Ekki er að fullu ljóst hvenær þessi kór var starfandi en Svafa bjó og starfaði á Akranesi um tuttugu fimm ára skeið, á árunum 1919 til 1944 og því hefur kórinn verið starfandi á því tímabili. Eins gætu fleiri stjórnendur…

Universal monsters (um 2002)

Skagasveitin Universal monsters starfaði í kringum síðustu aldamót, ekki er ljóst hvenær hún tók til starfa en hugsanlega var það fyrir 2000. Árið 2002 var sveitin meðal keppenda í árlegri tónlistarkeppni Nemendafélags Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi en engar sögur fara af afrekum hennar þar aðrar en Axel Freyr Gíslason bassaleikari sveitarinnar var kjörinn sá besti…

Ummhmm (1998-99 / 2012)

Hljómsveitin Ummhmm starfaði á Akranesi og sendi frá sér eina plötu við lok síðustu aldar, sveitin varð þó fremur skammlíf. Ummhmm var stofnuð snemma árs 1998 en forsprakki hennar, Jónas Björgvinsson kallaði þá saman hóp til að vinna tónlist sem hann hafði sjálfur samið. Sjálfur lék Jónas á gítar og söng en aðrir meðlimir Ummhmm…

Fyrirbæri [2] (1989)

Hljómsveitin Fyrirbæri var ein fjölmörgra sveita á Akranesi sem keppti í hljómsveitakeppni Fjölbrautaskóla Vesturlands haustið 1989 en sveitin var þar kjörin frumlegasta sveit keppninnar. Hugsanlega var Fyrirbæri, sem var átta manna sveit stofnuð sérstaklega fyrir þessa keppni og ekki eru heimildir um að hún komi við sögu á öðrum vettvangi en meðlimir hennar voru Anna…

Færibandið [2] (1997-2000)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit frá Akranesi sem starfaði við lok síðustu aldar, að minnsta kosti á árunum 1997 til 2000, undir nafninu Færibandið. Ekkert liggur fyrir um þessa sveit utan ofangreindra atriða en hún mun hafa verið í einhvers konar samstarfi við Grundartangakórinn á einhverjum tímapunkti auk þess að leika á þorrablótum og…

Frímann (1989-90)

Hljómsveitin Frímann frá Akranesi vakti nokkra athygli vorið 1990 þegar hún hafnaði í öðru sæti Músíktilrauna, ekki varð þó um frekari frama sveitarinnar. Frímann var líklega stofnuð 1989 og gekk í fyrstu undir nafninu Frímann & fokkararnir, undir því nafni spilaði sveitin eitthvað opinberlega á heimaslóðum en þegar sveitin var skráð til leiks í Músíktilraunum…

Frávik (1992)

Hljómsveitin Frávik var meðal keppenda í Tónlistarkeppni NFFA (Nemendafélags Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi) haustið 1992 og sigraði reyndar þá keppni. Meðlimir sveitarinnar voru þau Gunnar S. Hervarsson [gítarleikari?], Hrannar Örn Hauksson bassaleikari, Orri Harðarson gítarleikari, Valgerður Jónsdóttir söngkona og Guðmundur Claxton trommuleikari. Ekki finnast frekari heimildir um þessa sveit svo líklegt verður að teljast að…

Fleyja sjer (1997)

Hljómsveitin Fleyja sjer (færeyska) starfaði innan Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi haustið 1997 en þá var sveitin meðal keppenda í tónlistarkeppninni Frostrokki sem haldin var innan veggja skólans. Fleyja sjer hafnaði í þriðja sæti keppninnar og átti í framhaldinu tvö lög á safnplötunni Frostrokk 1997: tónlistarkeppni NFVA, sem kom út vorið 1998. Meðlimir sveitarinnar voru þau…

Fjúkyrðin með að utan (1988)

Fjúkyrðin með að utan var skammlíf rokksveit, stofnuð upp úr Óþekktum andlitum (frá Akranesi) snemma árs 1988. Ekki liggja fyrir upplýsingar um meðlimi og hljóðfæraskipan þessarar sveitar en óskað er eftir þeim hér með.

Fjarkinn [2] (um 1950)

Um miðbik síðustu aldar starfaði hljómsveit á Akranesi undir nafninu Fjarkinn. Fjarkinn (einnig stundum nefnd Fjarkar) gæti hafa verið sett á laggirnar litlu fyrir 1950 og starfaði hún í nokkur ár undir stjórn Danans Ole H. Östergaard gítarleikara, sem stofnaði hana. Fjarkinn var lengst af kvartett undir stjórn Östergaard en aðrir meðlimir voru Helga Jónsdóttir…