Benny Crespo’s gang (2003-)

Hljómsveitin Benny Crespo‘s Gang var stofnuð á Selfossi haustið 2003 af þeim Magnúsi Öder Kristinssyni bassaleikara (Stoneslinger), Helga Rúnari Gunnarssyni söngvara og gítarleikara, Magnúsi Guðmundssyni gítarleikara (Veðurguðirnir, Hölt hóra o.fl.) og Birni (Bassa) Sigmundi Ólafssyni trommuleikara (Stoneslinger, Envy of nova o.fl.), sá síðastnefndi er sonur Ólafs Þórarinssonar (Labba í Glóru). Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir söngvari, gítar-…

Gormar og geimfluga (1995)

Rokksveitin Gormar og geimfluga frá Selfossi keppti í Músíktilraunum Tónabæjar 1995. Meðlimir sveitarinnar voru Örn Gunnþórsson bassaleikari, Haraldur G. Ásmundsson gítarleikari, Heimir Tómasson gítarleikari, Haraldur B. Ólafsson trommuleikari, Sjöfn Gunnarsdóttir söngvari og Valur Arnarson söngvari. Sveitin komst ekki áfram í úrslit og liggur ekki fyrir hvort hún starfaði áfram eftir Músíktilraunir.

Hljómsveit Gissurar Geirssonar (1970-81)

Hljómsveit Gissurar Geirssonar frá Selfossi var ein aðal sveitaballasveit áttunda áratugarins en Suðurland var aðalvettvangur sveitarinnar. Sveitin var stofnuð haustið 1970 og voru meðlimir hennar yfirleitt þrír talsins en einnig komu söngvarar við sögu hennar, lengst af líklega Hjördís Geirs, systir hljómsveitarstjórans sem söng með þeim með hléum á árunum 1974-80. Ekki liggja fyrir upplýsingar um…

Hor [2] (um 1990)

Hljómsveitin Hor var starfrækt á Selfossi og nágrenni upp úr 1990. Meðlimir þessarar sveitar voru Jónas Már Hreggviðsson söngvari og bassaleikari, Gísli Rafn Gylfason gítarleikari, Ragnar Tryggvason hljómborðsleikari og Sigurður Óli [?] trommuleikari. Hor átti lag á safnplötunni Suðurlandsskjálftinn sem út kom 1993. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um hljómsveitina.

Hyldýpi (1999-2000)

Hljómsveitin Hyldýpi frá Selfossi var starfandi að minnsta kosti á árunum 1999 og 2000, og keppti vorið 2000 í Músíktilraunum Hins hússins. Meðlimir sveitinnar voru Vignir Egill Vigfússon gítarleikari, Viktor Ingi Jónsson bassaleikari, Þorsteinn Már Jónsson trommuleikari og Helgi Rúnar Gunnarsson gítarleikari. Hyldýpi komst ekki áfram í úrslit Músíktilraunanna.

Limbó [1] (1961-65)

Hljómsveitin Limbó frá Selfossi var skipuð ungum mönnum á uppleið í tónlistinni í árdaga bítls, sem sumir gerðu síðar garðinn frægan á öðrum vettvangi. Eitthvað er á reiki hvenær Limbó var stofnuð en heimildir nefna árin 1961-65, meðlimir sveitarinnar voru í upphafi ungir að árum, líklegast um fjórtán til fimmtán ára gamlir og er sveitin…

Loðbítlar (1990-95)

Hljómsveitin Loðbítlar var frá Selfossi og Hveragerði, og var starfandi upp úr 1990. Meðlimir Loðbítla voru Grétar Einarsson hljómborðsleikari, Óli Ólason söngvari, Árni Ólason bassaleikari, Gunnar Ólason gítarleikari, Karl Þór Þorvaldsson [?] og Jóhann Bachmann trommuleikari. Jón Ingi Gíslason tók við af þeim síðastnefnda snemma árs 1993. Óli, Árni og Gunnar eru allir bræður og…

Lótus [2] (1982-90)

Lótus frá Selfossi var ein kunnasta sveitaballasveit Suðurlands um árabil. Sveitin var stofnuð sumarið 1982 upp úr hljómsveitinni Stress og voru meðlimir sveitarinnar í upphafi þeir Gunnar Árnason gítarleikari (síðar hljóðmaður), Kjartan Björnsson söngvari, Hróbjartur Örn Eyjólfsson bassaleikari, Bragi Vilhjálmsson gítarleikari, Heimir Hólmgeirsson trommuleikari og Hilmar Hólmgeirsson hljómborðsleikari. Helgi E. Kristjánsson leysti síðan Hróbjart af…

Poppins flýgur (1990-94)

Hljómsveitin Poppins flýgur (einnig nefnd Poppins) var starfandi á Selfossi upp úr 1990. Meðlimir sveitarinnar voru Gunnar Ólason gítarleikari (Skítamórall), Sigurður Fannar Guðmundsson söngvari, Steinar Erlingsson bassaleikari og Jóhann Bachmann trommuleikari (Skítamórall). Poppins flýgur átti lög á safnplötunum Suðurlandsskjálftinn sem út kom 1993 og Sándkurl sem kom út ári síðar. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar…

RLR (1999)

Rappdúettinn RLR kom frá Selfossi og Reykjavík, og keppti í Músíktilraunum Tónabæjar 1999. Dúettinn skipuðu þeir Georg K. Hilmarsson rappari og Stefán Ólafsson rappari og dj. Þeir félagar fengu verðlaun fyrir besta rappið í tilraununum en komust ekki í úrslit.

Samkór Selfoss – Efni á plötum

Samkór Selfoss – Þú bærinn minn ungi Útgefandi: eigin útgáfa Útgáfunúmer: SEL 001 Ár: 1980 1. Selfoss 2. Vorsól 3. Vopnafjörður 4. Maríubæn 5. Sýnin 6. Engjadagur 7. Fagra veröld 8. Á Sprengisandi 9. Sveinkadans 10. Líf 11. Ungverskt þjóðlag 12. Dísa 13. Róðravísur 14. Kisukvæði 15. Spunaljóð Flytjendur Samkór Selfoss undir stjórn Björgvins Þ. Valdimarssonar…

Selana (1976)

Hljómsveitin Selana var fremur skammlíf hljómsveit frá Selfossi sem spilaði á böllum 1976. Hún var stofnuð líklega um áramótin 1975-76 og lifði eitthvað fram á haustið þegar til hún lognaðist út af. Meðlimir sveitarinnar voru Sigurður Ásgeirsson bassaleikari, Bragi Sverrisson trommuleikari, Bergsteinn Einarsson gítarleikari og Ómar Þ. Halldórsson söngvari og píanó- og orgelleikari, sveitin hafði…

Skrýtnir (1993)

Hljómsveitin Skrýtnir var ættuð frá Selfossi, skipuð meðlimum úr Fjölbrautaskóla Suðurlands. Skrýtnir voru starfandi 1993 en þá var sveitin skipuð þeim Ólafi Unnarssyni gítarleikara, Auðunni Örvari Pálssyni trommuleikara, Val Arnarssyni söngvara og Kristni Jóni Arnarsyni bassaleikara. Hljómsveitin átti lög á safnplötunni Suðurlandsskjálftinn sem kom út 1993, auk þess kepptu Skrýtnir í Músíktilraunum sama ár en…

Spark [1] (1993-94)

Hljómsveitin Spark var frá Selfossi og Hveragerði og var starfandi 1993 og 94. Síðarnefnda árið átti sveitin lag á safnplötunni Sándkurl og voru meðlimir hennar Páll Sveinsson trommuleikari, Árni Ólason bassaleikari, Gunnar Ólason gítarleikari, Grétar Einarsson hljómborðsleikari, Elísabet Hólm Júlíusdóttir söngkona, Rakel Magnúsdóttir trompetleikari, Karl Þór Þorvaldsson ásláttarleikari og Óli Ólason söngvari. Önnur heimild segir…

Trinity [1] (1980-86)

Hljómsveitin Trinity frá Selfossi starfaði á níunda áratug síðustu aldar en hún var skipuð ungum tónlistarmönnum. Sveitin var stofnuð haustið 1980 og þá voru meðlimir hennar líklega allt niður í tíu ára gamlir, þeir félagar áttu svo eftir að leika á skólaböllum um nokkurra ára skeið og starfaði sveitin að líkindum til ársins 1986. Meðlimir…