Hörkutól (um 1998-2009)

Félagsskapur sem nefndist Hörkutól eða Hörkutólafélagið var starfrækt meðal karlkyns kennara við grunnskólann í Stykkishólmi, um og eftir aldamótin 2000, hugsanlega var félagið stofnað haustið 1998 og það starfaði hið minnsta til ársins 2009 en starfsemi þess sneri að einhvers konar gríni í garð karlmennsku og var með margvíslegum hætti. Afar litlar upplýsingar er að…

Hljómsveit Jóns Svans Péturssonar (1988)

Hljómsveit Jóns Svans Péturssonar var starfrækt um skamma hríð en sveitin lék á tónleikum sem Kirkjukór Stykkishólms efndi til í febrúar 1988, og lék væntanlega undir söng kórsins. Meðlimir sveitarinnar voru Hafsteinn Sigurðsson [?], Lárus Pétursson [gítarleikari?], Daði Þór Einarsson básúnuleikari og hljómsveitarstjórinn Jón Svanur Pétursson [?]. Hugsanlega lék þessi sama sveit nokkru síðar í…

Hljómskálinn í Stykkishólmi [tónlistartengdur staður] (1957-)

Lúðrasveit Stykkishólms hafði starfað í ríflega áratug árið 1957 og verið á hrakhólum með æfingahúsnæði þegar henni bauðst gamla bókasafnshúsið sem stóð á Þinghúshöfðanum í bænum til eignar gegn því að fjarlægja það af lóðinni en til stóð að reisa þar nýtt bókasafn. Þá um haustið var farið í verkefnið, turn áfastur húsinu var rifinn…

Hass (1983)

Óskað er eftir upplýsingum um meðlimi og hljóðfæraskipan hljómsveitarinnar Hass sem starfrækt var sumarið 1983 í Stykkishólmi en þá kom sveitin fram á 17. júní dansleik í þorpinu. Meðlimir sveitarinnar munu hafa verið tíu og ellefu ára gamlir en ekkert annað liggur fyrir um þessa hljómsveit.

Harmonikufélag Stykkishólms [félagsskapur] (1984-2007)

Afar takmarkaðar upplýsingar er að finna um Harmonikufélag Stykkishólms en félagið var stofnað árið 1984 og starfaði að líkindum til 2007, e.t.v. lengur. Formaður félagsins var alla tíð Hafsteinn Sigurðsson tónlistarkennari í Stykkishólmi, hann lést 2012 en félagið var þá líklega hætt störfum nokkrum árum fyrr. Ekkert annað liggur fyrir um Harmonikufélag Stykkishólms, hvorki um…

Hafsteinn Sigurðsson (1945-2012)

Hafstenn Sigurðsson var einn þeirra drifkrafta sem geta haldið tónlistarlífi heils bæjarfélags í gangi en hann var margt í mörgu þegar kom að þeim málum í Stykkishólmi. Hafsteinn Sigurðsson fæddist í Stykkishólmi haustið 1945 og bjó þar alla tíð. Hann var lærður trésmiður og starfaði eitthvað við það en tónlistin átti eftir að taka yfir…

Söngfélag Stykkishólms (1878-88)

Kór eða söngflokkur var starfandi í Stykkishólmi um áratugar skeið undir lok 19. aldar, undir nafninu Söngfélag Stykkishólms en bókbindarinn Guðmundur Guðmundsson var stofnandi þess og söngstjóri. Söngfélag Stykkishólms var stofnað árið 1878 til að syngja á milli atriða á leiksýningum sem leikfélagið í bænum setti upp en það var stofnað um svipað leyti. Guðmundur…

Stykk (1975-2000)

Hljómsveitin Stykk frá Stykkishólmi starfaði í áratugi og lék á dansleikjum í heimabyggð og miklu víðar, sveitin hafði frumsamda tónlist á takteinum og um það leyti sem hún fagnaði tuttugu og fimm ára afmæli gaf hún út plötu. Stykk mun hafa verið stofnuð sumarið 1975 í Stykkishólmi en ein heimild segir reyndar að hún hafi…

Flím (1999-2001)

Afar takmarkaðar heimildir er að finna um unglingahljómsveitina Flím en hún starfaði í Stykkishólmi á árunum í kringum síðustu aldamót, 1999 til 2001 að minnsta kosti. Óskað er eftir nánari upplýsingum um þessa sveit, nöfn meðlima hennar o.s.frv.

Feedback [1] (1997-98)

Dúettinn Feedback var skipaður fimmtán og sextán ára tónlistarmönnum frá Stykkishólmi sem gáfu út eina plötu sumarið 1998. Feedback var stofnuð haustið 1997 í Stykkishólmi þegar þeir félagar Sigmar Hinriksson og Hrafnkell Thorlacius hófu að gera tónlist undir því nafni. Fljótlega söfnuðust frumsamin lög í sarpinn og þeir hófu upptökur strax um haustið í félagsmiðstöðinni…

Músíkbandið [2] (1992)

Árið 1992 var starfrækt níu manna hljómsveit í Stykkishólmi sem bar nafnið Músíkbandið. Svo virðist sem þessi sveit hafi einungis verið starfandi í skamman tíma en engar upplýsingar er að finna um meðlimi hennar og hljóðfæraskipan.

Mínus [1] (1996)

Sumarið 1996 var starfandi hljómsveit í Stykkishólmi en hún hét Mínus og var skipuð meðlimum í yngri kantinum. Ekki finnast neinar upplýsingar um meðlimi sveitarinnar eða hljóðfæraskipan og starfstíma og er því hér með óskað eftir þeim.

Víkingasveitin [3] (2007-)

Innan Lúðrasveitar Stykkishólms eru starfandi nokkrir minni hópar og er Víkingasveitin meðal þeirra. Víkingasveitin var stofnuð árið 2007 og er líklega stofnuð í höfuðið á Víkingi Jóhannssyni sem var fyrsti stjórnandi Lúðrasveitar Stykkishólms, sveitin mun víst innihalda þá sem lengst eru komnir í hljóðfæraleiknum eins og það er orðað og er þá væntanlega í því…

Óvera (1971-72)

Hljómsveitin Óvera frá Stykkishólmi sigraði í hljómsveitakeppni sem haldin var í Húsafelli um verslunarmannahelgina 1971, meðlimir sveitarinnar voru þar þeir Hinrik Axelsson bassaleikari, Gunnar Ingvarsson trommuleikari, Ragnar Berg Gíslason gítarleikari og Gunnar Svanlaugsson gítarleikari og söngvari. Óvera starfaði í nokkurn tíma eftir sigurinn í Húsafelli en árið 1972 bættist gítarleikarinn Sigurður Björnsson (Siggi Björns) í…

Þórsmenn [2] (1968-71)

Hljómsveitin Þórsmenn frá Stykkishólmi starfaði í nokkur ár og lék víða á Snæfellsnesinu, Borgarfirði og allt norður í Húnavatnssýslu. Meðlimir þessarar sveitar voru Lárus Pétursson söngvari og gítarleikari, Sigurður Grétar Hjörleifsson bassaleikari, Hafsteinn Sigurðsson söngvari, trommu- og orgelleikari og Ólafur Geir Þorvarðarson saxófón- og trommuleikari. Sveitin var stofnuð sumarið 1968 og starfaði að minnsta kosti…

Ísjá (1976-80)

Hljómsveitin Ísjá var ein helsta danshljómsveitin á Snæfellsnesi á árunum 1976-80, að minnsta kosti. Meðlimir Ísjár voru Gunnar Ingvarsson trommuleikari, Elvar Gunnlaugsson gítarleikari, Lárus Pétursson gítarleikari, Hinrik Axelsson bassaleikari og Hafsteinn Sigurðsson hljómborðsleikari. Ekki liggur fyrir hver var söngvari sveitarinnar. Ísjá, sem var frá Stykkishólmi, starfaði mestmegnis á heimaslóðum og kann að hafa starfað lengur…

Júnó kvintett (1963-66)

Júnó kvintett starfaði í Stykkishólmi á árunum 1963 til 1966, og hugsanlega lengur. Júnó lék einkum á héraðsmótum á heimaslóðum og nágrenni en munu reyndar einnig hafa farið suður til Reykjavíkur og þá leikið t.d. í Glaumbæ. Liðsmenn sveitarinnar voru þeir Sigurður Björgvinsson [?], Friðrik Alexandersson gítarleikari, Jón Svanur Pétursson [?], Ólafur Geir [Þorvarðarson?] saxófónleikari,…

Drengjalúðrasveit Stykkishólms (1965-66)

Í fjölmiðlum um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar er lítilræði að finna um Drengjalúðrasveit Stykkishólms. Upplýsingar um þessa sveit er af skornum skammti en ekki er ólíklegt að þessi sveit hafi heyrt undir Tónlistarskóla Stykkishólms sem stofnaður var 1964, lúðrasveit hafði starfað í bænum síðan 1944.

Busarnir (1987-92)

Hljómsveitin Busarnir var starfrækt á árunum 1987 til 92 en 1991 kom út lag með þeim á safnplötunni Húsið sem gefin var út til styrktar Krýsuvíkursamtökunum. Þá var sveitin skipuð þeim Ólafi H. Stefánssyni gítarleikara, Siggeiri Péturssyni bassaleikara, Njáli Þórðarsyni hljómborðs- og píanóleikara, Grétari Elíasi Sveinssyni trommuleikara og Þorsteini G. Ólafssyni söngvara. Þessi sveit var…

Bölverkur (2000-01)

Hljómsveitin Bölverkur frá Mosfellsbær og Stykkishólmi var starfandi 2000 og 01, og keppti reyndar í Músíktilraunum Tónabæjar síðara árið. Þá voru meðlimir sveitarinnar þeir Sigmar Logi Hinriksson gítarleikari, Bragi Páll Sigurðsson söngvari, Hrafnkell Thorlacius bassaleikari og Jón Ragnar Daðason trommuleikari. Sveitin sem lék rokk í þyngri kantinum, komst ekki áfram í úrslit keppninnar.

Egon (1955-67)

Hljómsveitin Egon (stundum nefnd Egon kvintett og síðar Egon og Eyþór) lífgaði upp á tónlistarlífið í Stykkishólmi um árabil á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar. Hljómsveitin var stofnuð 1955, meðlimir hennar höfðu allir fengið tónlistargrunn sinn úr Lúðrasveit Stykkishólms, og lék hún á dansleikjum, aðallega á Vesturlandi, framundir lok áratugarins. Sú útgáfa sveitarinnar var…

Forte (1984-87)

Hljómsveitin Forte starfaði í Stykkishólmi a.m.k. á árunum 1984 – 87 en hún tók þátt í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1987. Meðlimir sveitarinnar voru þá Ólafur H. Stefánsson gítarleikari, Ágúst Pétursson gítarleikari, Þorsteinn Gunnar Ólafsson trommuleikari, Njáll Þórðarson hljómborðsleikari (Land og synir o.fl.), Siggeir Pétursson bassaleikari og Jón Bjarki Jónasson söngvari en hluti sveitarinnar átti síðar…

Gígjan [4] (um 1900)

Söngfélag í Stykkishólmi hét þessu nafni líklega skömmu eftir aldamótin 1900, jafnvel eftir 1910. Baldvin Bárðdal mun hafa verið frumkvöðull að stofnun þess en ekki liggur fyrir hvort eiginlegur stjórnandi var við kórinn.

Kvass [1] (1987-88)

Hljómsveit starfandi 1987 í Stykkishólmi. Sigurður Ingi Viðarsson gítarleikari, Kristinn Þór Erlendsson bassaleikari, Unnsteinn Logi Eggertsson trommuleikari, Svavar Guðmundsson hljómborðsleikari og Jón Þór Sturluson söngvari og trompetleikari skipuðu sveitina sem lenti í þriðja sæti Músíktilrauna vorið 1987 (á eftir Stuðkompaníinu og Metan). Sama sumar keppti sveitin í hljómsveitakeppni í Húsafelli um verslunarmannahelgina og lenti þar…

Myrtur (1991)

Hljómsveitin Myrtur frá Akranesi (og Stykkishólmi) starfaði 1991 og keppti þá um vorið í Músíktilraunum, án þess reyndar að komast í úrslit. Meðlimir sveitarinnar voru þá Ingþór Bergmann bassaleikari, Erlingur Viðarsson gítarleikari (Abbababb), Unnsteinn Logi Eggertsson trommuleikari og Þorbergur Auðunn Viðarsson söngvari (Lalli og sentimetrarnir). Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um sveitina.

Strados (1982-83)

Hljómsveitin Strados frá Stykkishólmi var starfandi á árunum 1982-83. Sveitin tók þátt í Músíktilraunum Tónabæjar og SATT haustið 1982 og komst þar í úrslit. Meðlimir Strados  voru Gunnar Sturluson gítarleikari, Rafn Júlíus Rafnsson bassaleikari, Sigurður Sigurþórsson gítarleikari, Hafþór Guðmundsson trommuleikari og Jóna Lovísa Jónsdóttir en hún var söngkona hljómsveitarinnar.