Sovkhoz (1993-94)

Sovkhoz var nýbylgjusveit sem starfaði á fyrri hluta tíunda áratugarins, líklega 1993 og 94 – hugsanlega þó eitthvað lengur.

Meðlimir sveitarinnar voru Magnús Axelsson bassaleikari, Heiðar Hafberg gítarleikari, Hlíðar Vilhelmsson trommuleikari, Sigurður [?] gítarleikari og svo Ragnheiður Eiríksdóttir söngkona (Heiða, iðulega kennd við Unun) sem kom síðust inn í sveitina.

Sovkhoz lék í nokkur skipti opinberlega og átti svo tvö lög á safnspólunni Strump í fótinn, sem kom út haustið 1995 en sveitin var þá hætt.