
Spacemen
Á Akureyri starfaði árið 1967 hljómsveit skipuð ungum hljóðfæraleikurum sem kölluðu sig þá því framúrstefnulega nafni Spacemen.
Sveitin var náskyld Bravó sem slegið hafði í gegn fáum árum áður en meðlimir Spacemen voru Árni K. Friðriksson trymbill, Gunnar Ringsted gítarleikari, Sævar Benediktsson bassaleikari, Jón Sigurðsson gítarleikari og Kristján Guðmundsson.
Þeir Spacemen-liðar áttu flestir eftir að koma víða við í tónlistarsköpun næstu áratugina.














































