Páskar frá Akureyri (1992)

Litlar upplýsingar er að finna um hljómsveitina Páska frá Akureyri en hún var starfandi á höfuðborgarsvæðinu sumarið 1992. Kormákur Geirharðsson mun hafa verið trymbill Páska frá Akureyri en aðrar upplýsingar um þessa sveit eru ekki tiltækar.

Páll Stefánsson – Efni á plötum

Páll Stefánsson [78 sn.] Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: Columbia DI 1038 Ár: 1930 1. Kvöldvaka 2. Lausavísur (rímnalög) Flytjendur: Páll Stefánsson – kveður rímur Jón Lárusson og Páll Stefánsson [78 sn.] Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: Columbia DI 1100 Ár: 1930 1. Vor er indælt ég það veit 2. Tölum við um trygð og ást 3. Lausavísur: Yfir…

Páll Stefánsson (1886-1973)

Páll Stefánsson var kvæðamaður af gamla skólanum og kom m.a. annars fram á skemmtunum á sínum tíma en hann varð einnig með fyrstu mönnum til að fara með slíkan kveðskap á plötu. Páll (Böðvar) Stefánsson var fæddur 1886 í Kjósinni og bjó þar fram yfir fermingu en þá fór hann að heiman, lærði trésmíði og…

Pentagon (1991-92)

Hljómsveitin Pentagon starfaði í nokkra mánuði 1991 og 92 á höfuðborgarsvæðinu. Sveitin var stofnuð haustið 1991 upp úr Kormáki afa sem var skipuð sama mannskap en meðlimir sveitanna voru Pétur Hrafnsson söngvari, Sævar Árnason gítarleikari, Sigurður Ragnarsson hljómborðsleikari, Ásgrímur Ásgrímsson trommuleikari og Sævar Þór Sævarsson bassaleikari. Pentagon starfaði fram á vorið 1992.

Afmælisbörn 12. maí 2016

Fjögur tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Helga Möller er fimmtíu og níu ára í dag. Helga er iðulega kölluð diskódrottning Íslands en einnig mætti kalla hana drottningu jólalaganna. Hún söng m.a. ásamt Jóhanni Helgasyni í dúettnum Þú og ég, auk Celsius, Moldrok, Melchior og Snörunum hún byrjaði reyndar sinn söngferil sem…

Afmælisbörn 11. maí 2016

Eitt afmælisbarn er á skrá Glatkistunnar á þessum degi: Jóhann (Óskar) Hjörleifsson trommu- og slagverksleikari með meiru er fjörutíu og þriggja ára gamall. Jóhann er trommuleikari Sálarinnar hans Jóns míns en hefur aukinheldur leikið með sveitum eins og Jagúar, Rokkabillíbandi Reykjavíkur, Stórsveit Reykjavíkur, Trix, Ullarhöttunum, Tríó Björns Thoroddsen og Straumum & Stefáni. Session-mennska hefur þó…

Afmælisbörn 10. maí 2016

Þrjú tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar í dag: (Guðbjörn) Reynir Guðsteinsson tenórsöngvari frá Vestmannaeyjum er áttatíu og þriggja ára í dag, hann hefur sungið einsöng með ýmsum kórum á plötum, þar má nefna Maíkórinn, Kór Snælandsskóla og Samkór Vestmannaeyja en Reynir hefur einnig sungið með Karlakór Reykjavíkur. Hann gaf út sólóplötuna Ég er gestur…

Afmælisbörn 9. maí 2016

Í dag eru afmælisbörn dagsins fjögur talsins: Páll Pampichler Pálsson tónskáld og tónlistarfrömuður er áttatíu og níu ára gamall, hann var upphaflega Austurríkismaður sem hingað kom seint á fimmta áratugnum, stýrði lúðrasveitum, kórum og hljómsveitum á borð við Lúðrasveit Reykjavíkur, Karlakór Reykjavíkur og Sinfóníuhljómsveit Íslands, auk þess að vera einn stofnenda Kammersveitar Reykjavíkur. Hilmar Örn…

Könnun – Hvernig mun Gretu Salóme ganga í Eurovision?

Það styttist í lokakeppni Eurovision 2016 en keppt verður til úrslita laugardagskvöldið 14. maí nk. Í vikunni verða tvö undanúrslitakvöld, á þriðjudags- og fimmtudagskvöldið en Greta Salóme mun flytja Hear them calling, framlag okkar Íslendinga fyrrnefnda kvöldið. En nú er spurt, í hvaða sæti mun íslenska lagið hafna í Eurovision?

Afmælisbörn 8. maí 2016

Sex afmælisbörn í tónlistarsögu Íslands eru í gagnagrunni Glatkistunnar að þessu sinni: Ari Jónsson söngvari og trommuleikari er sextíu og sex ára gamall í dag. Auk þess að hafa gefið út sólóplötur og sungið á plötum ýmissa annarra listamanna, hefur Ari sungið og leikið með hljómsveitum á borð við Roof tops, Ómum, Altó, Borgís, Pónik,…

Afmælisbörn 7. maí 2016

Fjögur afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum ágæta degi: Svavar Lárusson söngvari frá Neskaupstað er áttatíu og sex ára á þessum degi. Svavar söng inn á fjölmargar 78 snúninga plötur hér á árum áður og meðal laga sem urðu vinsæl með honum má nefna Ég vild‘ ég væri og Hreðavatnsvalsinn. Svavar má með rétta…

Afmælisbörn 6. maí 2016

Afmælisbörnin eru tvö að þessu sinni: Nanna Bryndís Hilmarsdóttir söngkona, gítarleikari og stofnandi hljómsveitarinnar Of monsters and men er tuttugu og sjö ára í dag. Nanna Bryndís, sem kemur úr Garði, kom fyrst í stað fram sem trúbador undir nafninu Songbird, hún hafði einnig tekið þátt í söngkeppni framhaldsskólanna og verið í hljómsveitinni Pointless en…

Afmælisbörn 5. maí 2016

Þrjú tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar að þessu sinni, þar af er eitt stórafmæli: Herbert Viðarsson bassaleikari frá Selfossi á einmitt stórafmæli en hann er fertugur í dag. Hebbi er í Skítamórali eins og flestir vita en hann hefur einnig leikið með sveitum eins og Boltabandinu á Selfossi, Boogie knights, Ceres 4, Miðnesi, The…

Pax vobis (1983-86)

Pax vobis var meðal nýbylgjusveita á fyrri hluta níunda áratugarins sem sóttu áhrif sín til sveita eins og Japan og var tónlistin jafnan kennd við nýrómantík. Þrír meðlimir sveitarinnar sem allir voru ungir að árum, Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson gítarleikari, Skúli Sverrisson bassaleikari og Ásgeir Sæmundsson söngvari og hljómborðsleikari höfðu starfað saman í hljómsveitinni Exodus en…

Páll Jóhannesson – Efni á plötum

Páll Jóhannesson – Páll Jóhannesson Útgefandi: Studio Bimbo Útgáfunúmer: Studio Bimbo 009 Ár: 1984 1. Lindin 2. Bikarinn 3. Ferðalok 4. Hirðinginn 5. Ég lít í anda liðna tíð 6. Stormar 7. Sofðu, sofðu góði 8. Hamraborgin 9. Ave Maria 10. Ave verum corpus 11. Frondi tenere – Ombra mai fu 12. Panis angelicus 13.…

Páll Jóhannesson (1950-)

Páll Jóhannesson tenórsöngvari hefur ekki verið áberandi í íslensku sönglífi síðustu áratugina enda hefur hann dvalist erlendis löngum stundum, hann hefur m.a.s. verið kallaður „týndi tenórinn“. Páll fæddist í Öxnadalnum fyrir norðan 1950 en fluttist síðan inn á Akureyri ungur. Hann vann hefðbundin störf í heimahéraði framan af, varð búfræðingur og vann m.a. við smíðar…

Páll Ísólfsson – Efni á plötum

Páll Ísólfsson [78 sn.] Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: Columbia DIX 507 Ár: 1933 1. Toccata og fuga (1. hluti) 2. Toccata og fuga (2. hluti) Flytjendur: Páll Ísólfsson – orgel Páll Ísólfsson [78 sn.] Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: HMV DB 30000 Ár: 1953 1. Tocata og fuga í d-moll I 2. Tocata og fuga í d-moll II…

Páll Ísólfsson (1893-1974)

Páll Ísólfsson tónskáld og orgelleikari hlýtur að teljast einn af hornsteinum íslenskrar tónlistar enda einn af forystumönnum í íslensku tónlistarlífi sem hafði áhrif á kynslóðir tónlistarfólks hérlendis. Páll fæddist 1893 á Stokkseyri og bjó þar til fimmtán ára aldurs þegar hann fór til Reykjavíkur til orgelnáms hjá Sigfúsi Einarssyni tónskáldi en faðir Páls, Ísólfur Pálsson…

Páksí (um 1980)

Páksí mun hafa verið ein þeirra hljómsveita sem Björk Guðmundsdóttir tónlistarmaður var í á unglingsaldri, væntanlega í kringum eða fyrir 1980. Allar upplýsingar um meðlimi þessarar sveitar eru vel þegnar.

Pax vobis – Efni á plötum

Pax vobis – Pax vobis Útgefandi: Steinar Útgáfunúmer: STLP 078 Ár: 1984 1. Warfare 2. Mirror eyed 3. I refill 4. Somebody somebodies affair 5. Coming my way 6. Man’s hair stylist 7. Living drum 8. Religions Flytjendur: Þorvaldur B. Þorvaldsson – gítarar og hljómborð Ásgeir Sæmundsson – söngur, hljómborð og flygill Skúli Sverrisson –…

Páll Kr. Pálsson – Efni á plötum

Páll Kr. Pálsson – Páll Kr. Pálsson leikur á orgel (x2) Útgefandi: SG-hljómplötur Útgáfunúmer: SG – 168-169 Ár: 1983 1. Þrjú kóral forspil 2. Preludia og fúga 3. Ydil 4. Preludia 5. Preludia og fúga í a-moll 6. Kóral og fúgetta í d-moll 7. Andante – Spurn 8. Pastorale – hjarðpípur 9. Marcia fúnebre 10.…

Páll Kr. Pálsson (1912-93)

Páll Kr. Pálsson kom víða við á sínum ferli, hann var kórstjórnandi, tónlistarkennari og -skólastjóri, organisti og undirleikari auk þess að koma að félagsmálum tónlistarmanna á Íslandi með ýmsum hætti. Páll (Kristinn) fæddist 1912 í Reykjavík og bjó þar fram á fullorðinsár. Hann var músíkalskur með eindæmum og mun hafa verið farinn að spila á…

Afmælisbörn 4. maí 2016

 Afmælisbörn dagsins á Glatkistunni eru fjögur talsins að þessu sinni: Adda Örnólfs (Arnbjörg Auður Örnólfsdóttir) söngkona er áttatíu og eins árs á þessum degi en hún er kunnust fyrir upphaflegu útgáfuna af laginum um Bellu símamær. Adda kom upphaflega frá Suðureyri en fluttist á unglingsárunum til höfuðborgarsvæðisins, þar sem hún vakti fljótlega athygli fyrir söng…

Júníus Meyvant á leið í tónleikaferð um Evrópu

Óhætt er að segja að síðustu tvö ár hafa verið gæfurík fyrir tónlistarmanninn Júníus Meyvant.  Vestmannaeyingurinn Júníus sem heitir réttu nafni Unnar Gísli Sigurmundsson sendi í fyrra frá sér sína fyrstu þröngskífu og vakti hún mikla lukku hérlendis sem og í Skandinavíu. Júníus var tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem besti söngvari ársins í fyrra og…

Afmælisbörn 3. maí 2016

Fjögur afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Ólafur Helgi Helgason trommuleikari er sextíu og eins árs á þessum degi en hann var áberandi í poppsveitum áttunda áratugar síðustu aldar. Ólafur lék með hljómsveitum á borð við Dögg, Tilfinningu og Kvintett Ólafs Helgasonar sem síðar hlaut nafnið Tívolí. Helga Marteinsdóttir veitingakona (1893-1979) átti afmæli þennan…

Gagnagrunnur Glatkistunnar stækkar

Enn stækkar gagnagrunnur Glatkistunnar, í aprílmánuði bættust við á fjórða tug hljómsveita og annarra tónlistarflytjenda í grunninn og telur hann nú rétt tæplega fimmtán hundruð flytjendur. Meðal þeirra sem bættust við í apríl má nefna stórhljómsveitir eins og Paradís en einnig minni spámenn eins og Pal brothers, Pandóra og svo nokkrar sveitir sem bera nafnið…

Afmælisbörn 2. maí 2016

Á þessum öðrum degi maímánaðar eru fjögur tónlistartengd afmælisbörn á skrá: Garðar Thór Cortes tenórsöngvari er fjörutíu og tveggja ára gamall í dag. Garðar lærði söng fyrst hér heima en fór að því loknu í framhaldsnám til Austurríkis, Danmerkur og Bretlands. Hann lét fyrst að sér kveða á plötu Samkórs Selfoss árið 1995 og hefur…

Afmælisbörn 1. maí 2016

Fjögur afmælisbörn dagsins eru á dagskrá Glatkistunnar að þessu sinni: Baldvin Albertsson hljómborðsleikari er þrjátíu og þriggja ára en hann lék með hljómsveitinni Lokbrá á tíunda áratug síðustu aldar. Lokbrá skildi eftir sig breiðskífuna Army of soundwaves, sem vakti nokkra athygli. Trausti Laufdal Aðalsteinsson er einnig þrjátíu og þriggja ára en hann starfaði með Baldvini…