Afmælisbörn 6. maí 2016

Nanna Bryndís Hilmarsdóttir

Nanna Bryndís Hilmarsdóttir

Afmælisbörnin eru tvö að þessu sinni:

Nanna Bryndís Hilmarsdóttir söngkona, gítarleikari og stofnandi hljómsveitarinnar Of monsters and men er tuttugu og sjö ára í dag. Nanna Bryndís, sem kemur úr Garði, kom fyrst í stað fram sem trúbador undir nafninu Songbird, hún hafði einnig tekið þátt í söngkeppni framhaldsskólanna og verið í hljómsveitinni Pointless en það var ekki fyrr en hún stofnaði OMAM sem hlutirnir fóru að gerast, og í kjölfarið tók við frægð og frami á erlendri grund.

Henni Rasmus (Sigurður Gunnar Sigurðsson (1911-91)) píanóleikari átti einnig þennan afmælisdag, hann starfaði með hljómsveitum eins og The Blue boys og Hljómsveit Þóris Jónssonar en hann starfrækti auk þess eigin sveit undir nafninu Hljómsveit Henna Rasmus. Henni Rasmus samdi mörg kunn lög eins og Viltu með mér vaka, Anna Maja og Manstu.