Afmælisbörn 5. maí 2016

Haraldur Sigurðsson og Dóra Sigurðsson

Haraldur Sigurðsson ásamt Dóru Sigurðsson eiginkonu sinni

Þrjú tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar að þessu sinni, þar af er eitt stórafmæli:

Herbert Viðarsson bassaleikari frá Selfossi á einmitt stórafmæli en hann er fertugur í dag. Hebbi er í Skítamórali eins og flestir vita en hann hefur einnig leikið með sveitum eins og Boltabandinu á Selfossi, Boogie knights, Ceres 4, Miðnesi, The Sushi‘s og Kántrýsveitinni Klaufum.

Óskar Guðmundsson hljómsveitastjóri á Selfossi (f. 1929) hefði einnig átt afmæli í dag en hann starfrækti ballhljómsveitir undir eigin nafni á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar, ýmist sem Hljómsveit Óskars Guðmundssonar eða Bigband Óskars Guðmundssonar. Óskar lést 2013.

Haraldur Sigurðsson píanóleikari og háskólaprófessor frá Kaldaðarnesi (f. 1892) átti ennfremur afmæli á þessum degi. Hann nam í Danmörku og Þýskalandi en bjó og starfaði mestmegnis í Danmörku ásamt austurrískri eiginkonu sinni Dóru Sigurðsson söngkonu. Hann lék á píanó undir söng hennar, Maríu Markan og Stefáns Íslandi á nokkrum plötum á sínum tíma. Haraldur lést 1985.