Tríó Jóns Leifssonar – Efni á plötum

Tríó Jóns Leifssonar – …komdu í byssó Útgefandi: Geimsteinn Útgáfunúmer: GSCD 165 Ár: 1995 1. Stuð 2. Hver er galdurinn 3. Frjáls 4. Far away 5. Húsið 6. Oh darling 7. I´m down 8. Halleluja 9. Roll over Beethoven 10. Derrick 11. Game of love 12. Come on let´s go 13. La Bamba 14. Letter…

Tríó Jóns Leifssonar (1985-)

Tríó Jóns Leifssonar á rætur sínar að rekja í Kópavoginn um miðjan níunda áratug síðustu aldar en sveitin hefur aldrei hætt formlega, kemur einstöku sinnum saman og telst því vera starfandi. Þrátt fyrir nafnið er ekki um tríó að ræða, og hvorki hefur sveitin meðlim innanborðs sem ber nafnið Jón Leifsson né nokkra tengingu við…

Tríó Jóns Árnasonar (1954)

Harmonikkuleikarinn Jón Árnason frá Syðri-Á í Ólafsfirði starfrækti tríó í eigin nafni á sjötta áratug síðustu aldar að minnsta kosti. Árið 1954 myndaði hann tríó sem auk hans skipuðu bróðir hans, Helgi S. Árnason harmonikku- og gítarleikari, og Ásgeir H. Jónsson trommuleikari.

Tríó Jennýjar (1993)

Jenný Gunnarsdóttir djasssöngkona starfrækti sumarið 1993 Tríó Jennýjar en auk hennar voru í tríóinu Arnold Ludwig bassaleikari og Sunna Gunnlaugsdóttir píanóleikari. Tríó Jennýjar virðist hafa verið skammlíft.

Tríó Jemma (1991)

Tríó Jemma var starfandi 1991 og spilaði líklega pönk. Engar upplýsingar finnast um meðlimi þessarar sveitar og upplýsingar óskast þ.a.l. um hana.

Tríó Kristjáns Eldjárn (1996)

Gítarleikarinn Kristján Eldjárn starfrækti um skamman tíma djasstríó haustið 1996, sem m.a. kom fram á RÚREK djasshátíðinni. Auk Kristjáns voru í tríói hans, þeir Róbert Þórhallsson bassaleikari og Einar Valur Scheving trommuleikari. Tónlist þeirra var skilgreind sem eins konar nútíma gítardjass en þeir félagar léku inni á milli frumsamið efni.

Tríó Kára Kristinssonar (1980)

Tríó Kára Kristinssonar starfaði í fáeina mánuði á Stöðvarfirði árið 1980. Sveitin, sem gerði út á sveitaböll í heimahéraði, var sett á laggirnar í ársbyrjun 1980 til að anna þorrablótaeftirspurn og starfaði hún að öllum líkindum fram á haustið. Meðlimir Tríós Kára Kristinssonar voru Kári Kristinsson trommuleikari og hljómsveitarstjóri, Garðar Harðarson söngvari, bassa- og hljómborðsleikari…

Tríó Jóns Páls Bjarnasonar – Efni á plötum

Elly Vilhjálms – 79 af stöðinni Útgefandi: Hljóðfæraverslun Sigríðar Helgadóttur Útgáfunúmer: HSH 45 – 1014 Ár: 1962 1. Sjötíu og níu af stöðinni (Vegir liggja til allra átta) 2. Lítill fugl Flytjendur: Elly Vilhjálms – söngur hljómsveit undir stjórn Jóns Sigurðssonar: – Jón Sigurðsson – bassi – Guðmundur Steingrímsson – trommur – Þórarinn Ólafsson –…

Tríó Jóns Páls Bjarnasonar (1959-2010)

Gítarleikarinn Jón Páll Bjarnason starfrækti oft og iðulega djasstríó á meðan hann bjó hér á landi en hann bjó lengi erlendis, í Svíþjóð og Bandaríkjunum. Fyrst er tríóa getið í hans nafni á árunum í kringum 1960, í því voru auk hans Gunnar Ormslev tenór-saxófónleikari og Sigurbjörn Ingþórsson bassaleikari. Það tríó er líklega það þekktasta…

Harmonikutríó Jóns Sigurðssonar (1958 / 1969)

Heimildir finnast um tríó kennd við Jón Sigurðsson og er að öllum líkindum um að ræða Jón Sigurðsson bankamann svokallaðan en hann lék á harmonikku. Harmonikutríó Jóns Sigurðssonar lék inn á plötu árið 1958 en sú skífa var fjögurra laga og skiptist milli þeirrar sveitar og Harmonikutríós Jan Morávek. Engar upplýsingar er að finna um…

Tríó Jóns Möller (?)

Píanóleikarinn Jón Möller starfrækti í gegnum tíðina nokkur djasstríó í sínu nafni en í öllum tilfellum var um að ræða skammlífar sveitir og á löngu tímabili. Það er fyrst árið 1959, þegar Jón var aðeins tvítugur, sem tríó í hans nafni kemur til sögunnar en svo ekki fyrr en 1977, engar upplýsingar er að hafa…

Tríó Kristjáns Jónssonar (1970)

Tríó Kristjáns Jónssonar lék um tíma í Blómasal Hótel Loftleiða árið 1970. Engar frekari upplýsingar er að finna um þessa sveit, hverjir skipuðu hana auk Kristjáns en hér er giskað á að um sé að ræða Kristján Jónsson trompetleikara. Nánari upplýsingar óskast um þetta tríó.

Látum sönginn hljóma

Látum sönginn hljóma Lag / texti: Geirmundur Valtýsson / Hjálmar Jónsson Til er á jörðu mál sem tengir þjóð við þjóð, þögn og múrar hindra ekki tónaflóð. Það skiptir engu hvaðan berast lög og ljóð, við söngva metum, sungið getum og saman fetum nýja slóð. Tökum nú lagið, nýtum nóttina og daginn, nú er lag…

Afmælisbörn 13. mars 2018

Fjögur afmælisbörn koma við sögu á Glatkistunni í dag: (Þórir) Karl Geirmundsson gítarleikari frá Ísafirði er sjötíu og níu ára en hann lék í BG & Ingibjörgu með bróður sínum Baldri Geirmundssyni, en sú sveit gekk reyndar undir ýmsum nöfnum. Einnig lék Karl á sínum tíma með Hljómsveit Vilbergs Vilbergssonar (Villa Valla), Hljómsveit Björns R.…

Afmælisbörn 12. mars 2018

Á þessum degi er eitt tónlistartengt afmælisbarn á skrá Glatkistunnar: Hjördís Elín Lárusdóttir (Dísella) söngkona, hljómborðs- og trompetleikari er fjörutíu og eins árs gömul í dag. Hún er ein Þriggja systra, dóttir Lárusar Sveinssonar trompetleikara og hefur komið víða við sögu í tónleikahaldi og plötuútgáfu. Hún gaf t.d. út plötuna Solo noi árið 2007, söng…

Afmælisbörn 11. mars 2018

Tvö afmælisbörn í tónlistargeiranum eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni Þuríður Pálsdóttir óperusöngkona og ein þekktasta söngkona íslenskrar tónlistarsögu er níutíu og eins árs gömul í dag. Þuríður er dóttir Páls Ísólfssonar, lærði söng hér heima og síðan á Ítalíu og þar reis hennar söngferill einna hæst þótt hún hefði alltaf sungið hér heima…

Afmælisbörn 10. mars 2018

Á þessum annars ágæta degi koma fyrir fjögur afmælisbörn á lista Glatkistunnar Hanna Valdís Guðmundsdóttir söngkona var ein af fyrstu barnastjörnunum og enn í dag heyrist reglulega lag hennar um Línu Langsokk, auk annarra. Hún var einnig ein af stúlkunum sem prýddi Sólskinskórinn og söng lagið Sól sól skín á mig, sem margir þekkja. Hanna…

Afmælisbörn 9. mars 2018

Tvö afmælisbörn úr tónlistargeiranum eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni Símon H. Ívarsson gítarleikari og kórstjórnandi er sextíu og sjö ára gamall. Hann er kunnur gítarleikari, nam gítarleik og tónlistarkennarafræði hér heima auk þess að fara í framhaldsnám í Austurríki. Þrjár plötur hafa komið út með gítarleik hans, sú síðasta 2004. Símon var formaður…

Afmælisbörn 8. mars 2018

Tvö tónlistarmenn eiga afmæli í dag og eru í gagnabanka Glatkistunnar Karl Hermannsson söngvari úr Keflavík er sjötíu og þriggja ára gamall á þessum degi en hann fæddist 1945. Fyrsta hljómsveit hans mun líklega hafa verið Skuggar en einnig var hann söngvari um tíma í Hljómum. Söngferil sinn lagði Karl að mestu á hilluna en…

Tríó Gunnars Reynis Sveinssonar (1956)

Gunnar Reynir Sveinsson víbrafónleikari og tónskáld mun hafa hætt í KK sextettnum árið 1956 til að stofna tríó í eigin nafni sem gekk ýmist undir nafninu Tríó Gunnars Reynis Sveinssonar eða Tríó Gunna Sveins. Tríóið varð líklega ekki langlíft en náði þó að leika fjögur lög inn á tvær plötur með Hauki Morthens, þekktast þeirra…

Tríó Guðmundar Steinssonar (1968)

Afar takmarkaðar heimildir er að finna um Tríó Guðmundar Steinssonar sem starfaði haustið 1968, hverjir skipuðu tríóið með honum eða hvers konar tónlist það lék. Guðmundur lék líklega sjálfur á trommur. Anna Vilhjálms söng eitthvað með Tríói Guðmundar Steinssonar en aðrar upplýsingar um sveitina væru vel þegnar.

Tríó Guðmundar Steingrímssonar (1992-2005)

Guðmundur Steingrímsson (Papa Jazz) starfrækti djasstríó með hléum á árunum 1992 til 2005. Litlar upplýsingar er að finna um hverjir skipuðu tríóið með honum enda hefur það sjálfsagt verið nokkuð mismunandi, þó liggur fyrir að Carl Möller píanóleikari lék með því 1993. Ýmsir kunnir söngvarar hafa sungið með tríóinu og eru Linda Walker, Andrea Gylfadóttir,…

Tríó Gunnars Sigurgeirssonar (1934-35)

Tríó Gunnars Sigurgeirssonar spilaði á samkomum í Eyjafirði árin 1934 og 35 og var því að öllum líkindum ættað þaðan. Engar frekari upplýsingar finnast um þetta tríó, hljóðfæraskipan þess eða meðlimi en ekki er ólíklegt að um einhvers konar harmonikkusveit hafi verið um ræða.

Tríó Gunnars Ringsted (1995)

Tríó Gunnars Ringsted starfaði líkast til á Akureyri 1995. Engar upplýsingar er hins vegar að finna um þessa sveit en líklegt er að Gunnar Ringsted gítarleikari hafi verið sá sem nafn tríósins vísar til. Allar frekari upplýsingar um þessa sveit óskast sendar Glatkistunni.

Tríó Gunnars Reynis Sveinssonar – Efni á plötum

Haukur Morthens – Gunnar póstur / Vísan um Jóa [78 sn.] Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: HMV JOR 228 Ár: 1956 1. Gunnar póstur 2. Vísan um Jóa Flytjendur: Haukur Morthens – söngur Tríó Gunnars Reynis Sveinssonar; – Gunnar Reynir Sveinsson – víbrafónn – Hjörleifur Björnsson – bassi – Jón Páll Bjarnason – gítar Haukur Morthens –…

Hljómsveitir Jan Morávek (1948-62)

Tékknesk/austurríski tónlistarmaðurinn Jan Morávek bjó og starfaði hér á landi allt frá árinu 1948 og til andláts 1970 en hann var afkastamikill, lék á fjölda hljóðfæra með fjölmörgum tónlistarmönnum og inn á fjölda platna, hann starfrækti jafnframt fjölda hljómsveita af ýmsum stærðum og gerðum sem hér verða til umfjöllunar eftir fremsta megni – upplýsingar eru…

Tríó Hrafns Pálssonar (1956 / 1960-61)

Hrafn Pálsson var að minnsta kosti tvívegis með tríó á sínum snærum, annars vegar um miðjan sjötta áratug síðustu aldar (1956) á Akureyri en það skipuðu auk hans Árni Scheving harmonikkuleikari og Sigurður Jóhannsson [?], sjálfur lék Hrafn á píanó. Hrafn starfrækti einnig tríó á höfuðborgarsvæðinu veturinn 1960-61 og þá voru þeir Magnús Pétursson píanóleikari…

Tríó Hafdísar Kjamma (1999-2000)

Gítarleikarinn Hafdís Bjarnadóttir starfrækti um síðustu aldamót Tríó Hafdísar Kjamma. Auk hennar voru í tríóinu Þórður Högnason kontrabassaleikari og Birgir Baldursson trommuleikari en um var að ræða einhvers konar djasstríó, það kom fyrst fram á Menningarnótt sumarið 1999.

Tríó Hafdísar (2001-02)

Hafdís Bjarnadóttir gítarleikari, Ragnar Emilsson gítarleikari og Grímur Helgason klarinettuleikari mynduðu Tríó Hafdísar en það starfaði á árununum 2001 og 02 að minnsta kosti. Tríóið lék tónlist af ýmsu tagi, þjóðlög og jafnvel spuna.

Hljómsveitir Jan Morávek – Efni á plötum

Svavar Lárusson – Í Mílanó / Út við Hljómskála [78 sn.] Útgefandi: Íslenzkir tónar Útgáfunúmer: IM 6 Ár: 1952 1. Í Mílanó 2. Út við Hljómskála Flytjendur Svavar Lárusson – söngur Kvartett Jan Morávek – Bragi Hlíðberg – harmonikka – Jón Sigurðsson (Jón bassi) – bassi – Jan Morávek – fiðla og klarinetta – Eyþór Þorláksson – gítar   Soffía Karlsdóttir og Tígulkvartettinn [78…

Afmælisbörn 6. mars 2018

Fjögur tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum degi Árni Guðmundsson (Árni úr Eyjum) f. 1913 átti þennan afmælisdag, hann var fyrst og fremst texta- og ljóðaskáld og samdi marga kunna texta við lög Oddgeirs Kristjánssonar. Þar má nefna lögin Góða nótt, Vor við sæinn, Ágústnótt, Blítt og létt og Bjartar vonir vakna. Árni…

Afmælisbörn 5. mars 2018

Tvö afmælisbörn eru skráð að þessu sinni í afmælisdagbók Glatkistunnar Þórunn Björnsdóttir kórstjórnandi og tónmenntakennari er sextíu og fjögurra ára gömul í dag en hún er að sjálfsögðu kunnust fyrir störf sín sem stjórnandi Skólakórs Kársnesskóla til margra áratuga. Hún stýrði ennfremur Vallagerðisbræðrum sem var afsprengi kórsins en hefur aukinheldur komið að ýmsum félagsmálum tengt…

Afmælisbörn 3. mars 2018

Þrír tónlistarmenn koma við afmælissögu Glatkistunnar í dag Guðbjörn Guðbjörnsson óperusöngvari er fimmtíu og sex ára en hann nam söng hér heima, í Þýskalandi og Sviss, og starfaði erlendis þar til hann sneri heim til Íslands. Hér heima hefur hann lítið fengist við söng síðustu árin, starfar sem yfirtollvörður en hefur reyndar kennt við Söngskóla…

Afmælisbörn 2. mars 2018

Á þessum degi eru tvö tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar. Fyrst skal nefna Jón Bjarna Pétursson gítarleikara hljómsveitarinnar Diktu en hann kemur m.a. við sögu í hinu þekkta lagi Thank you, sem ómaði um allt land 2009 og 10. Jón Bjarni er þrjátíu og sex ára gamall í dag. Einnig á bassaleikari hljómsveitarinnar Hjaltalín, Guðmundur…

Afmælisbörn 1. mars 2018

Í dag eru fjögur tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Árni Johnsen Vestmannaeyingur og fyrrverandi alþingismaður er sjötíu og fjögurra ára gamall í dag. Hann var framarlega í þjóðlagasöngvaravakningunni um og upp úr 1970, m.a. í félagsskapnum Vikivaka og kom oft fram á samkomum því tengt. Hann var einnig hluti af Eyjaliðinu sem gaf út plötu…