
Karl Hermannsson
Tvö tónlistarmenn eiga afmæli í dag og eru í gagnabanka Glatkistunnar
Karl Hermannsson söngvari úr Keflavík er sjötíu og þriggja ára gamall á þessum degi en hann fæddist 1945. Fyrsta hljómsveit hans mun líklega hafa verið Skuggar en einnig var hann söngvari um tíma í Hljómum. Söngferil sinn lagði Karl að mestu á hilluna en söng hans má þó heyra á plötunni Hemmi Gunn og Rúnni Júl syngja fyrir börnin og Keflavíkurplötunum ÍBK og Keflavíkurhraðlestin.
Erling Blöndal Bengtsson sellóleikari (f. 1932) hefði einnig átt afmæli á þessum degi en hann lést 2013. Hann varð snemma efnilegur á sellóinu og kom fram á tónleikum aðeins fjögurra ára gamall, hann varð síðar virtur í klassíska geira tónlistarinnar og lék með mörgum af fremstu sinfóníuhljómsveitum heimsins. Nokkrar 78 snúninga plötur með sellóleik Erlings komu út á fyrri hluta sjötta áratugarins og í seinni tíð hafa fjölmargar plötur komið út með honum, einnig er hægt að heyra leik hans á plötum með Kammersveit Reykjavíkur og Sinfóníuhljómsveit Íslands.