Allt er breytt

Allt er breytt Lag / texti: erlent lag / Magnús Ingimarsson Fyrir allra augu fórstu burt, ég friðlaus hef mig spurt – og hvurt – af hverju það gerðist einmitt hér. Enginn efar að þú hefur brugðist mér. Allir vita nú að allt er breytt, allir vita að þú sveikst mig. Enginn veit hve ég…

Til æskustöðvanna

Til æskustöðvanna Lag og texti: Guðjón Matthíasson Ég man þig enn og minning þína geymi milda, bjarta æskubyggðin mín. Þó árin líði, þér ég aldrei gleymi, og nú ég sendi kveðju heim til þín. Því þar mín liggja ótal æskusporin hjá litla bænum barn er lék ég mér, en fegurst alltaf fannst mér þó á…

Lipurtá

Lipurtá Lag og texti Jenni Jóns Fríða litla lipurtá. Ljúf með augu fögur, djúp og blá. Að dans jenka er draumurinn, hún dansar fyrir hann afa sinn. Annað dansa ekki má, annað en jenka, ónei það er frá, allir klappa hó og hó og hæ, hlegið hátt og dansað dátt og nú er kátt í…

Halló mamma

Halló mamma Lag / texti: erlent lag / Ómar Ragnarsson Halló pabbi, halló mamma! Ég er hér austur í sveit að djamma. Það er allt í lagi, ofsa gaman, ég er að hugsa um að stinga af frá öllu saman. Komdu austu, elsku pabbi, ég á nefnilega hérna í dálitlu kvabbi, því að ég get…

Anna María

Anna María Lag / texti: Hjörtur Guðbjartsson / Árni Reynisson Ást mína ég ætla að sanna, Anna María. Aðeins þig ég þrái, Anna María. Þig mig dreymir daga og nætur, drattast seint á fætur. Sæta Anna, Anna, Anna, Anna María. Ef þú velur einhvern annan, Anna María, mun ég höggva mann og annan, Anna María.…

Elskaðu mig

Elskaðu mig Lag / texti: erlent lag / Ómar Ragnarsson Elskaðu mig – ég mun alltaf elska þig. Þú ert ást mín fyrsta og eina, svo ung og barnaleg, þá ást svo æskuhreina við eigum, þú og ég. Ó, farðu ekki frá mér, ég finna vil þig alltaf hjá mér. Elskaðu mig – ég mun…

Karlarnir heyrnarlausu

Karlarnir heyrnarlausu Lag / texti: erlent lag / Ómar Ragnarsson Komdu blessaður, Kalli! Hvað segirðu, Palli? Ég sagði; komdu sæll! Hvað segirðu: Stæll? Ég sagði: Komdu sæll, Kalli! Hvað segirðu, Palli? Og þú ert skíthæll. Já – komdu sæll. Ég var að koma úr bíó. Hvað segirðu – Tríó? Nei – nei – nei nú…

Söngur villiandarinnar

Söngur villiandarinnar Lag / texti: erlent lag / Jakob Hafstein Í vor kom ég sunnan með sólskin í hjarta, hún seiddi mig dýrðin í landinu bjarta. Ó, íslenska byggð, þú átt ein mína tryggð. Ég byggði mér hreiður við bakkana lágu, og bjó þar með ungunum fallegu, smáu í friði og ást, sem aldregi brást.…

Ólafur sjómaður

Ólafur sjómaður Lag og texti Jenni Jóns Hann Ólafur sjómaður sagði það sínar ær og kýr, að segja fólkinu sögur, um sjómennsku ævintýr. Hann hafði á hafinu barist og hetjudáð sýnt og reynt. Og válegum brostum varist, og vegið að öldunni beint. Er hafaldan háa við himininn gnæfir, og hart er stormsamt og kalt, þá…

Afmælisbörn 24. október 2019

Í dag eru tvö afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Karl Ottó Runólfsson tónskáld hefði átt afmæli í dag. Karl fæddist aldamótaárið 1900, nam trompet- og píanóleik, auk þess ljúka námi í hljómsveitaútsetningum og tónsmíðum. Hann var einn af stofnendum Lúðrasveitar Reykjavíkur og stýrði nokkrum lúðrasveitum og danshljómsveitum víða um land, hann sinnti ennfremur tónlistarkennslu en lék…

Afmælisbörn 23. október 2019

Tvö afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar að þessu sinni: Skúli Sverrisson bassaleikari er fimmtíu og þriggja ára gamall í dag. Hann hefur starfað og verið með annan fótinn í Bandaríkjunum síðustu árin og gefið út fjöldann allan af sólóplötum frá árunum 1997 en á árum áður starfaði hann í hljómsveitum eins og Pax Vobis, Gömmum…

Afmælisbörn 22. október 2019

Þrír tónlistarmenn eru á afmælisbarnaskrá Glatkistunnar í dag: Steinn Kárason tónlistarmaður og umhverfishagfræðingur frá Sauðárkróki er sextíu og fimm ára á þessum degi. Steinn starfaði á árum áður með hljómsveitunum Djöflahersveitinni og Háspennu lífshættu í Skagafirði en gaf út sólóplötuna Steinn úr djúpinu fyrir fáeinum árum, hann hefur einnig gefið út smáskífu í samstarfi við…

Afmælisbörn 21. október 2019

Þrjú tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Karl Olgeir Olgeirsson hljómborðsleikari og lagahöfundur frá Akureyri er fjörutíu og sjö ára gamall á þessum degi. Hann hefur starfað ýmist í hljóðverum sem upptökumaður eða hljóðfæraleikari en einnig með ýmsum hljómsveitum í gegnum tíðina. Sem dæmi um sveitir sem hann hefur verið í má…

Afmælisbörn 20. október 2019

Afmælisbörn dagsins í dag eru fjögur: Þóra Einarsdóttir sópransöngkona er fjörutíu og átta ára gömul í dag. Þóra lærði píanóleik og söng hér heima en fór til Englands í framhaldsnám í söng, þar bjó hún um tíma sem og í Svíþjóð og Þýskalandi. Hún hefur sungið á fjölmörgum plötum og óperuhlutverk hennar skipta tugum en…

Afmælisbörn 19. október 2019

Fjögur afmælisbörn eru á skrá hjá Glatkistunni í dag: Guðmundur S. Steingrímsson (Papa Jazz) trommuleikari með meiru er níræður á þessum degi og á þessi stórmerki maður því stórafmæli dagsins. Guðmundur lék á sínum tíma með fjöldanum öllum af djass- og danshljómsveitum þess tíma og alltof langt mál yrði að telja þær allar upp en…

Afmælisbörn 18. október 2019

Í dag koma tvö tónlistartengd afmælisbörn við sögu Glatkistunnar: Magni Friðrik Gunnarsson gítarleikari frá Akureyri er fimmtíu og tveggja ára gamall í dag. Magni er kunnastur fyrir framlag sitt með Stuðkompaníinu sem sigraði Músíktilraunir 1987 en hefur svosem komið mun víðar við á sínum tónlistarferli, hann hefur leikið og sungið í sveitum eins og Foringjunum,…

Afmælisbörn 17. október 2019

Eitt tónlistartengt afmælisbarn er á listanum í dag: Söng- og fjölmiðlakonan Erla (Sigríður) Ragnarsdóttir Dúkkulísa er fimmtíu og tveggja ára gömul í dag. Erla var söngkona hljómsveitarinnar Dúkkulísanna frá Egilsstöðum sem sigruðu Músíktilraunir 1983 og gaf út í kjölfarið lög eins og Pamela, Svarthvíta hetjan mín og Skítt með það, sem nutu mikilla vinsælda. Erla…

Mjólkurstöðin [tónlistartengdur staður] (1945-53)

Mjólkurstöðin við Laugaveg var um skeið einn vinsælasti skemmtistaðurinn á höfuðborgarsvæðinu en Guðmundur Kristjánsson rak staðinn í umboði Mjólkursamsölunnar á efstu hæð hússins á árunum 1945 til 53, húsið var reist 1945. Fjöldi hljómsveita lék fyrir dansi í Mjólkurstöðinni og er KK-sextettinn líkast til þekktust sveita sem þar lék en hún lék þar nýstofnuð haustið…

Minningar [safnplöturöð] – Efni á plötum

Minningar – ýmsir Útgefandi: PS músík Útgáfunúmer: PS 91071 / PS 91072 Ár: 1991 1. Erna Gunnarsdóttir – Augun þín 2. Sigrún Hjálmtýsdóttir – Hvert örstutt spor 3. Páll Óskar Hjálmtýsson – Yndislegt líf 4. Ari Jónsson – Móðurminning 5. María Björk Sverrisdóttir – Ástarbréf 6. Sigrún Hjálmtýsdóttir – Aldrei einn á ferð 7. Erna Gunnarsdóttir, María Björk…

Minningar [safnplöturöð] (1991-2000)

Safnplötuserían Minningar naut nokkurra vinsælda á síðasta áratug síðustu aldar en þrjár plötur komu út í röðinni og höfðu að geyma þekkt lög í meðförum vinsælustu söngvara landsins s.s. Páls Óskars Hjálmtýssonar, Diddúar, Ernu Gunnarsdóttur, Guðrúnar Gunnarsdóttur og Bergþórs Pálssonar svo nokkur dæmi séu hér nefnd. Það voru þau María Björk Sverrisdóttir og Pétur Hjaltested…

Mínus [1] (1996)

Sumarið 1996 var starfandi hljómsveit í Stykkishólmi en hún hét Mínus og var skipuð meðlimum í yngri kantinum. Ekki finnast neinar upplýsingar um meðlimi sveitarinnar eða hljóðfæraskipan og starfstíma og er því hér með óskað eftir þeim.

Mín [2] (1988)

Hljómsveitin Mín spilaði í nokkur skipti á skemmtistaðnum Hollywood vorið 1988 en ekki liggur fyrir hversu lengi sveitin starfaði. Meðlimir hennar voru Guðlaugur Pálsson trommuleikari, Atli Viðar Jónsson bassaleikari og söngvari, Sigurður Hafsteinsson gítarleikari og söngvari og Pétur Hreinsson hljómborðsleikari.

Mín [1] (1973)

Hljómsveitin Mín starfaði árið 1973, lék þá á Hótel Borg en ekki finnast neinar haldbærar heimildir um þessa sveit, meðlima- eða hljóðfæraskipan hennar. Glatkistan óskar því eftir frekari upplýsingum um þessa sveit.

Mínir menn (?)

Hljómborðsleikarinn Nikulás Róbertsson lék á einhverjum tímapunkti með hljómsveit sem bar heitið Mínir menn. Af nafngiftinni að dæma hefur þessi sveit verið starfandi á höfuðborgarsvæðinu, þ.e. ekki á Vopnafirði þaðan sem Nikulás kemur upphaflega snemma á áttunda áratug síðustu aldar. Allar frekari upplýsingar um þessa sveit óskast sendar Glatkistunni með fyrirfram þökkum.

Mímósa [1] (1976-82)

Hljómsveitin Mímósa starfaði um árabil í Bolungarvík á síðari hluta áttunda áratugar tuttugustu aldar, hér er giskað á að sveitin hafi starfað á árunum 1976-82 en á einhverjum tímapunkti í upphafi gekk hún undir nafninu Krosstré. Upphaflega voru í Mímósu þeir Brynjólfur Lárusson söngvari og gítarleikari, Jónmundur Kjartansson trommuleikari (síðar yfirlögregluþjónn við embætti ríkislögreglustjóra), Pálmi…

Bítilbræður (2014-)

Hljómsveitin Bítilbræður hefur verið starfandi frá árinu 2014 og leikur mestmegnis eins og nafn hennar gefur kannski til kynna, tónlist frá sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar. Það var Guðjón B. Hilmarsson trommuleikari sem stofnaði sveitina árið 2014 og aðrir stofnmeðlimir voru þeir Þórólfur Guðnason bassaleikari og söngvari, Guðmundur Eiríksson hljómborðsleikari og söngvari, Ársæll Másson…

Bambinos (1996-2007)

Hljómsveitin Bambinos starfaði í um áratug í kringum síðustu aldamót en sveitin lék einkum á minni samkomum s.s. árshátíðum og afmælum. Uppistaðan í sveitinni upphaflega voru læknar á Landspítalanum. Bambinos var stofnuð haustið 1996 í því skyni að leika í fimmtugs afmæli og voru upphafsmeðlimir læknarnir og söngvararnir Þórólfur Guðnason gítarleikari og Viðar Eðvarðsson tenórsaxófónleikari,…

Mjá (1983)

Hljómsveitin Mjá var auglýst ásamt fleiri sveitum fyrir tónleika í Norðurkjallara Menntaskólans í Hamrahlíð í febrúar 1983. Engar upplýsingar finnast um þessa sveit og er hér með óskað eftir þeim.

Afmælisbörn 16. október 2019

Tvær tónlistarkonur koma við sögu á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Jóhanna Guðrún (Jónsdóttir) söngkona er tuttugu og níu ára í dag. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún gefið út nokkrar plötur, þar af höfðu komið út þrjár plötur með henni þegar hún var aðeins tólf ára gömul. Hún gaf einnig út plötuna Butterflies and…

Afmælisbörn 15. október 2019

Á þessum degi koma fjögur afmælisbörn við sögu á skrá Glatkistunnar: Fyrstan skal nefna Ísfirðinginn Baldur Geirmundsson sem er áttatíu og tveggja ára gamall í dag. Baldur sem leikur á ýmis hljóðfæri starfrækti á árum áður ýmsar sveitir undir eigin nafni, Hljómsveit Baldurs Geirmundssonar og BG kvintettinn voru dæmi um slíkar sveitir en frægust þeirra…

Afmælisbörn 14. október 2019

Afmælisbörn Glatkistunnar eru tvö í dag: Einn af fjölmörgum sem borið hafa nafnið Siggi pönk á afmæli í dag, það er Sigurður Ágústsson en hann er fimmtíu og sex ára gamall. Siggi pönk varð landsþekktur þegar hann kom fram í kvikmyndinni Rokk í Reykjavík ásamt pönkhljómsveit sinni, Sjálfsfróun en hann starfaði einnig á sínum tíma…

Afmælisbörn 13. október 2019

Tvö afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar í dag: Sigurður Bjóla Garðarsson tónlistarmaður er sextíu og sjö ára gamall. Bjólan eins og hann er oft kallaður hefur að margra mati haldið sig alltof mikið til hlés í tónlistinni en hann er kunnastur fyrir framlag sitt með Spilverki þjóðanna og Stuðmönnum, hann var til að mynda hugmyndasmiðurinn…

Afmælisbörn 12. október 2019

Tvö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum degi: Páll Ísólfsson tónskáld og Dómorganisti hefði átt afmæli á þessum degi. Hann fæddist 1893 á Stokkseyri og nam þar fyrst orgelleik, sem og í Reykjavík en fór síðan til Þýskalands og síðar Frakklands til framhaldsnáms. Þegar heim var komið gerðist hann organisti fyrst hjá Fríkirkjunni en…

Afmælisbörn 11. október 2019

Afmælisbörnin á þessum degi eru fimm talsins: Jón Ásgeirsson tónskáld er níutíu og eins árs í dag. Jón fæddist á Ísafirði en nam fræði sín í Reykjavík og síðar í Skotlandi, hann hefur komið að tónlistinni með margs konar hætti, til að mynda hefur hann stjórnað kórum og lúðrasveitum eins og Fóstbræðrum og Lúðrasveit verkalýðsins,…

Afmælisbörn 10. október 2019

Aðeins eitt tónlistartengt afmælisbarn kemur við sögu Glatkistunnar í dag: Hilmar Jensson gítarleikari er fimmtíu og þriggja ára gamall á þessum degi. Hilmar sem hefur síðustu árin fyrst og fremst starfað í djassgeiranum hefur gefið út nokkrar sólóplötur og með hljómsveitunum Tyft og Mógil en einnig hefur hann gefið út plötur í samstarfi við Skúla…

Miðnes – Efni á plötum

Miðnes – Reykjavík helvíti Útgefandi: R&R músík Útgáfunúmer: R&RCD2004 Ár: 2000 1. Borg óttans 2. Reykjavík helvíti 3. Vild’ég væri 4. Heimsins aular takið saman höndum 5. Ástin er pókerspil 6. Dagurinn í dag 7. Vaknað í víti 8. Einar 9. Bláar pillur 10. Ég hún og hann 11. Æsufell 4 12. Ekki rétti gæinn…

Miðnes (1995-2004)

Hljómsveitin Miðnes starfaði í tæplega áratug og sendi frá sér tvær breiðskífur, nafn sveitarinnar var alla tíð samtvinnað Grand rokk en hún var hálfgildings húshljómsveit þar. Miðnes mun hafa verið stofnuð árið 1995 en líklega kom hún ekki opinberlega fram fyrr en haustið 1997 þegar hún fór að sjást reglulega á Grand rokk þar sem…

Miranda [2] (1994-96)

Á árunum 1994 til 1996 starfaði hljómsveit á Akureyri undir nafninu Miranda (einnig nefnd Míranda / Mýranda), en þessi sveit spilaði víða á dansleikjum nyrðra og jafnvel á höfuðborgarsvæðinu. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Páll Steindór Steindórsson söngvari, Hallgrímur Ingvarsson gítarleikari, Sigurður Ingvarson bassaleikari og Ásgeir Ingvarsson trommuleikari. Miranda átti lag á safnplötunni Músíkblanda 1: Rymur,…

Miranda [3] (1994-95)

Hljómsveitin Miranda var starfrækt í Keflavík á árunum 1994 og 95. Óskað er eftir upplýsingum um þessa sveit, meðlimum, hljóðfæraskipan o.fl.

Miranda [1] (um 1988)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit að nafni Miranda starfandi í Þorlákshöfn á síðari hluta níunda áratugar síðustu aldar, líklega í kringum 1988 en sú sveit var að öllum líkindum skipuð meðlimum á grunnskólaaldri. Jónas Sigurðsson gæti hafa verið meðlima þessarar sveitar.

Mind in motion (1991-93 / 2014)

Danssveitin Mind in motion var framarlega í þeirri danstónlistarbylgju sem gekk yfir landið um og upp úr 1990, sveitin sendi frá sér nokkur lög og ein kassetta ku liggja eftir þá félaga en þrátt fyrir nokkra leit finnast ekki upplýsingar um hana. Mind in motion var stofnuð í nóvember 1991 af þremur ungum Breiðhyltingum, það…

Mixtúran (1968-69)

Mixtúran var skammlíf sveit í Reykjavík stofnuð haustið 1968 upp úr Axlabandinu en lifði að líkindum aðeins rétt fram yfir áramótin 1968-69. Meðlimir Mixtúrunnar voru Finnbogi Kristinsson bassaleikari, Gunnar Jónsson söngvari, Guðmundur Óskarsson gítarleikari og Már Elíson trommuleikari, allir úr Axlabandinu en einnig voru í sveitinni Davíð Jóhannesson gítarleikari og Sofja Tony Kwasanko söngkona.

Mistök [3] (1986-90)

Hljómsveitin Mistök starfaði á Húsavík á síðari hluta níunda áratugar síðustu aldar og lék einkum á skóladansleikjum innan skólanna í bænum enda voru meðlimir sveitarinnar á grunnskóla- og menntaskólaaldri. Sveitin var að öllum líkindum stofnuð haustið 1986 og mun hafa gengið undir öðru nafni í byrjun. Ekki er ljóst hverjir skipuðu sveitina þá en haustið…

Mistök [2] (1976-77)

Hljómsveit að nafni Mistök starfaði veturinn 1976-77 í Héraðsskólanum á Núpi í Dýrafirði og mun hafa verið eins konar skólahljómsveit þar. Meðlimir Mistaka voru þeir Guðjón Ingi Sigurðsson gítarleikari, Hjalti Garðarsson bassaleikari, Viðar Kristinsson gítarleikari, Hilmar Þór Sigurðsson trommuleikari og Óðinn Einisson söngvari, sá síðast taldi starfaði með sveitinni fyrstu mánuðina en hætti síðan. Mistök…

Mistök [1] (um 1969)

Hljómsveitin Mistök var skammlíf hljómsveit starfandi í kringum 1969 og lék þá eitthvað í Oddfellow húsinu við Vonarstræti. Meðlimir þessarar sveitar voru Benedikt Torfason söngvari og gítarleikari, Hilmar Kristjánsson gítarleikari, Pétur Pétursson trommuleikari og Þráinn Örn Friðþjófsson bassaleikari.

Mímisbandið (um 1995)

Hljómsveitin Mímisbandið var starfrækt innan heimspekideildar Háskóla Íslands í kringum 1995. Fáar heimildr er að finna um Mímisbandið en meðal meðlima sveitarinnar voru fóstbræðurnir Hafþór Ragnarsson og Haraldur Gunnlaugsson sem líklega sungu báðir og léku á gítara. Óskað er eftir frekari upplýsingum um þessa sveit.

Afmælisbörn 9. október 2019

Glatkistan hefur eitt tónlistartengt afmælisbarn á sinni skrá á þessum degi: Fjölnir Stefánsson tónskáld og tónlistarfrömuður hefði átt afmæli þennan dag en hann lést árið 2011. Fjölnir (f. 1930) lærði á selló auk hljómfræði og tónsmíða hér heima áður en hann fór til London til framhaldsnáms í tónsmíðum. Þegar heim var komið kenndi hann við…

Afmælisbörn 8. október 2019

Afmælisbörnin eru sjö að þessu sinni: Ingimar Oddsson söngvari hljómsveitarinnar Jójó frá Skagaströnd er fimmtíu og eins árs í dag. Jójó sigraði Músíktilraunir Tónabæjar árið 1988 en náði ekki sömu hæðum og margir sigurvegarar keppninnar fyrr og síðar hafa náð. Ingimar var viðloðandi fleiri hljómsveitir en þær vöktu litla athygli, þetta voru verkefni eins og…

Afmælisbörn 7. október 2019

Á þessum degi eru fimm afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: (Guðmunda) Ragnhildur Gísladóttir er sextíu og þriggja ára gömul í dag. Ragnhildur hefur sungið með nánast öllum þekktum sveitum frá því að hún hóf sinn tónlistarferil sem bassaleikari hljómsveitarinnar Sveindísar, síðan komu sveitir á borð við Tilviljun og í kjölfarið Lummurnar, Brunaliðið, Brimkló, Grýlurnar og Stuðmenn…