Afmælisbörn 22. mars 2025

Afmælisbörn Glatkistunnar eru fimm í dag: Árni Hjörvar Árnason sem er hvað þekktastur fyrir að plokka bassann í bresku sveitinni Vaccines er fjörutíu og eins árs gamall í dag. Áður en Árni fluttist til Bretlands hafði hann leikið í ýmsum hljómsveitum hér heima eins og The Troopers, Dice, Future future og Kimono svo nokkur dæmi…

Hljómsveit Guðmundar Steingrímssonar (1965-2012)

Trommuleikarinn Guðmundur Steingrímsson lék með ógrynni hljómsveita alla sína ævi en hann starfrækti jafnframt í nokkur skipti hljómsveitir í eigin nafni, þær léku flestar einhvers konar djasstónlist Elstu heimildir um hljómsveit Guðmundar í eigin nafni eru frá því um vorið 1965 en þá lék kvartett hans á djasskvöldi á vegum Jazzklúbbsins, engar upplýsingar er að…

Hljómsveit Sverris Garðarssonar (um 1947-55 / 1961-62)

Sverrir Garðarsson var fyrst og fremst kunnur fyrir aðkomu sína að félags- og réttindamálum tónlistarmanna, m.a. sem formaður FÍH en hann var einnig lengi starfandi tónlistarmaður og starfrækti hljómsveitir í eigin nafni einkum áður en félagsstörfin tóku yfir. Fyrsta hljómsveit Sverris var í raun skólahljómsveit í gagnfræðideild Austurbæjarskólans þar sem hann var við nám en…

Hljómsveit Jóns Sigurðssonar [2] (1954-93)

Jón Sigurðsson bassaleikari eða Jón bassi, eins og hann var iðulega kallaður til aðgreiðingar frá nöfnum sínum Jóni trompetleikara og Jóni í bankanum (og reyndar fleirum), stjórnaði ógrynni hljómsveita um ævi sína – þar var bæði um að ræða danshljómsveitir sem léku á skemmtistöðum og félagsheimilum víða um land og einnig hljómsveitir sem hann stjórnaði…

Hljómsveit Hauks Morthens (1962-91)

Stórsöngvarinn Haukur Morthens starfrækti hljómsveitir í eigin nafni um árabil, nánast sleitulaust á árunum 1962 til 1991 en hann lést ári síðar. Sveitir hans voru mis stórar og mismunandi eftir verkefninu hverju sinni en honum hélst ótrúlega vel á mannskap og sumir samstarfsmanna hans störfuðu með honum lengi. Haukur Morthens var orðinn vel þekkt nafn…

Hljómsveit Gunnars Ormslev (1950-71)

Gunnar Ormslev saxófónleikari starfrækti nokkrar hljómsveitir í eigin nafni frá sjötta og fram á áttunda áratug síðustu aldar en þekktust þeirra sveita var án nokkurs vafa sú sem fór til Sovétríkjanna á heimsmót æskunnar og vakti þar mikla athygli en Haukur Morthens var þá söngvari sveitarinnar. Gunnar hafði starfrækt hljómsveit (GO kvintett) á síðari hluta…

Hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar (1974-2004)

Tónlistarmaðurinn Birgir Gunnlaugsson starfrækti hljómsveit/ir líklega nokkuð samfleytt í um þrjá áratugi eða allt frá árinu 1974 og fram á þessa öld, jafnframt hefur hljómsveitin komið við sögu á nokkrum plötum en tvær þeirra voru gefnar út í nafni sveitarinnar. Birgir Gunnlaugsson stofnaði sína fyrstu hljómsveit af því er virðist árið 1974 og voru meðlimir…

Hljómsveit Árna Ísleifssonar (1945-97)

Það sem hér er kallað Hljómsveit Árna Ísleifssonar (Hljómsveit Árna Ísleifs) er í raun fjölmargar og ólíkar hljómsveitir sem starfræktar voru með mismunandi mannskap og á mismunandi tímum í nafni Árna, saga þeirra spannar tímabil sem nær yfir ríflega hálfa öld. Fyrsta sveit Árna virðist hafa verið stofnuð árið 1945 en hún starfaði á Hótel…

Hljómsveit Erichs Hübner (1957-62)

Trommuleikarinn Erich Hübner (Erik Hubner) starfrækti hljómsveit í eigin nafni eftir að hann flutti suður til Reykjavíkur árið 1952 frá Ísafirði en ekki er ljóst hvenær sú sveit tók til starfa. Fyrir liggur að sveitin var starfandi á árunum 1957 til 1962 en hún gæti hafa verið stofnuð fyrr. Meðlimir sveitarinnar voru árið 1957 þeir…

Afmælisbörn 22. mars 2024

Afmælisbörn Glatkistunnar eru fjögur í dag: Árni Hjörvar Árnason sem er hvað þekktastur fyrir að plokka bassann í bresku sveitinni Vaccines er fertugur og fagnar því stórafmæli í dag. Áður en Árni fluttist til Bretlands hafði hann leikið í ýmsum hljómsveitum hér heima eins og The Troopers, Dice, Future future og Kimono svo nokkur dæmi…

Hljómsveit Björns R. Einarssonar (1945-64)

Hljómsveit Björns R. Einarssonar á sér langa og merkilega sögu, varla er hægt að tala um hana sem eina hljómsveit þar sem mannabreytingar voru miklar í henni alla tíð auk þess sem fjöldi meðlima var mjög misjafn, allt frá því að vera kvartett og upp í þrettán manns. Töluvert er til varðveitt af upptökum með…

Haukar [2] (1962-78)

Hljómsveitin Haukar hefur iðulega haft á sér hálf goðsagnakenndan blæ, tvennt er þá tínt til – annars vegar að sveitin hafi verið mikil djammsveit sem hafi farið mikinn á sviðinu í fíflaskap og gleði, hins vegar allar mannabreytingarnar í henni en Haukar hljóta að gera tilkall til fyrsta sætisins þegar kemur að fjölda meðlima meðan…

Afmælisbörn 22. mars 2023

Afmælisbörn Glatkistunnar eru fjögur í dag: Árni Hjörvar Árnason sem er hvað þekktastur fyrir að plokka bassann í bresku sveitinni Vaccines er þrjátíu og níu ára gamall í dag. Áður en Árni fluttist til Bretlands hafði hann leikið í ýmsum hljómsveitum hér heima eins og The Troopers, Dice, Future future og Kimono svo nokkur dæmi…

Afmælisbörn 22. mars 2022

Afmælisbörn Glatkistunnar eru fjögur í dag: Árni Hjörvar Árnason sem er hvað þekktastur fyrir að plokka bassann í bresku sveitinni Vaccines er þrjátíu og átta ára gamall í dag. Áður en Árni fluttist til Bretlands hafði hann leikið í ýmsum hljómsveitum hér heima eins og The Troopers, Dice, Future future og Kimono svo nokkur dæmi…

The Icelandic all star (1955)

Nafnlaus hljómsveit sem síðar hlaut nafnið The Icelandic all star var sett saman fyrir jam session í Breiðfirðingabúð snemma árs 1955 en sveitina skipuðu þeir Gunnar Ormslev saxófónleikari, Gunnar Reynir Sveinsson víbrafónleikari, Kristján Magnússon píanóleikari, Sigurbjörn Ingþórsson bassaleikari og Bob Grauso trommuleikari. Sá síðast taldi var Bandaríkjamaður sem dvaldi um tíma á Keflavíkurflugvelli og að…

Afmælisbörn 22. mars 2021

Afmælisbörn Glatkistunnar eru fjögur í dag: Árni Hjörvar Árnason sem er hvað þekktastur fyrir að plokka bassann í bresku sveitinni Vaccines er þrjátíu og sjö ára í dag. Áður en Árni fluttist til Bretlands hafði hann leikið í ýmsum hljómsveitum hér heima eins og The Troopers, Dice, Future future og Kimono svo nokkur dæmi séu…

Gunnar Ormslev (1928-81)

Gunnar Ormslev saxófónleikara má telja meðal máttarstólpa íslenskrar djasstónlistar á upphafsárum hennar en stundum er sagt að hann hafi komið með djassinn með sér til Íslands frá Danmörku, þar er kannski ofsögum sagt en það breytir því ekki að hann átti stóran þátt í öflugu djasslífi hér á landi á fimmta og sjötta áratug síðustu…

GO kvintett (1946-48)

GO kvintett vakti mikla athygli á sínum tíma en hún var meðal fyrstu djasssveita hér á landi og jafnframt sú fyrsta sem kennd var við sveiflutónlist. Sveitin var stofnuð í Hafnarfirði upp úr hljómsveitinni Ungum piltum árið 1946, í nafni Gunnars Ormslev en hann var þá á unglingsaldri, nýfluttur heim til Íslands frá Danmörku þar…

Afmælisbörn 22. mars 2020

Afmælisbörn Glatkistunnar eru þrjú í dag: Árni Hjörvar Árnason sem er hvað þekktastur fyrir að plokka bassann í bresku sveitinni Vaccines er þrjátíu og sex ára í dag. Áður en Árni fluttist til Bretlands hafði hann leikið í ýmsum hljómsveitum hér heima eins og The Troopers, Dice, Future future og Kimono svo nokkur dæmi séu…

GÁG tríóið (1948-49)

Upplýsingar um GÁG tríóið svokallaða eru af skornum skammti en tríóið mun hafa verið angi af Hljómsveit Björns R. Einarssonar og starfað 1948 og 49, sveitin gekk stundum undir nafninu „pásubandið“. GÁG tríóið var skipað þeim Gunnari Ormslev saxófónleikara, Árna Elfar píanóleikara og Guðmundi R. Einarssyni trommuleikara en skammstöfunin var mynduð úr nöfnum þeirra þriggja.…

Afmælisbörn 22. mars 2019

Afmælisbörn Glatkistunnar eru þrjú í dag: Árni Hjörvar Árnason sem er hvað þekktastur fyrir að plokka bassann í bresku sveitinni Vaccines er þrjátíu og fimm ára í dag. Áður en Árni fluttist til Bretlands hafði hann leikið í ýmsum hljómsveitum hér heima eins og The Troopers, Dice, Future future og Kimono svo nokkur dæmi séu…

Big band Kópavogs (1978-91)

Big band Kópavogs starfaði í nokkur ár og voru liðsmenn sveitarinnar líkast til fyrrverandi og þáverandi meðlimir Skólahljómsveitar Kópavogs og Hornaflokks Kópavogs. Sveitin gekk undir ýmsum öðrum nöfnum, s,s, Stórsveit Hornaflokks Kópavogs, Stórsveit Kópavogs og Djassband Kópavogs. Það var saxófónleikarinn Gunnar Ormslev sem stofnaði sveitina 1978 og var fyrsti stjórnandi hennar, og starfaði hún til…

Afmælisbörn 22. mars 2018

Afmælisbörn Glatkistunnar eru þrjú í dag: Eyþór Þorláksson gítarleikari er áttatíu og átta ára, hans hljóðfæri voru harmonikka og bassi til að byrja með en eftir að hann byrjaði að leika á gítar varð ekki aftur snúið. Hann nam gítarleik á Spáni og Englandi og starfaði víða erlendis áður en hann kom heim til Íslands…

Tríó Jóns Páls Bjarnasonar (1959-2010)

Gítarleikarinn Jón Páll Bjarnason starfrækti oft og iðulega djasstríó á meðan hann bjó hér á landi en hann bjó lengi erlendis, í Svíþjóð og Bandaríkjunum. Fyrst er tríóa getið í hans nafni á árunum í kringum 1960, í því voru auk hans Gunnar Ormslev tenór-saxófónleikari og Sigurbjörn Ingþórsson bassaleikari. Það tríó er líklega það þekktasta…

Afmælisbörn 22. mars 2017

Afmælisbörn Glatkistunnar eru þrjú í dag: Eyþór Þorláksson gítarleikari er áttatíu og sjö ára, hans hljóðfæri voru harmonikka og bassi til að byrja með en eftir að hann byrjaði að leika á gítar varð ekki aftur snúið. Hann nam gítarleik á Spáni og Englandi og starfaði víða erlendis áður en hann kom heim til Íslands…

Afmælisbörn 22. mars 2016

Afmælisbörn Glatkistunnar eru þrjú í dag: Eyþór Þorláksson gítarleikari er áttatíu og sex ára, hans hljóðfæri voru harmonikka og bassi til að byrja með en eftir að hann byrjaði að leika á gítar varð ekki aftur snúið. Hann nam gítarleik á Spáni og Englandi og starfaði víða erlendis áður en hann kom heim til Íslands…

Kammerjazzsveitin (1977)

Kammerjazzsveitin starfaði 1977, þá tók hún upp efni í útvarpssal Ríkisútvarpsins en það efni var að einhverju leyti notað á plötunni Jazz í 30 ár, sem gefin var út Gunnari Ormslev til heiðurs. Meðlimir sveitarinnar voru Viðar Alfreðsson trompetleikari, Alfreð Alfreðsson trommuleikari, Gunnar Reynir Sveinsson víbrafónleikari, Helgi E. Kristánsson kontrabassaleikari og svo Gunnar Ormslev sjálfur…

Afmælisbörn 22. mars 2015

Tónlistartengdu afmælisbörn Glatkistunnar eru tvö að þessu sinni: Eyþór Þorláksson gítarleikari er 85 ára, hans hljóðfæri voru harmonikka og bassi til að byrja með en eftir að hann byrjaði að leika á gítar varð ekki aftur snúið. Hann nam gítarleik á Spáni og Englandi og starfaði víða erlendis áður en hann kom heim til Íslands…

Alfa beta [1] – Efni á plötum

Alfa beta [1] – Velkomin í gleðskapinn Útgefandi: ÁÁ records Útgáfunúmer: ÁÁ 035 Ár: 1978 1. Allir eru að brugga 2. Yfir og undir 3. Sumarfrí 4. Ég fæ það 5. Við eigum saman 6. Ég skal gera það strax 7. Bara af því 8. Velkomin í gleðskapinn 9. Ég kom af sjónum 10. Bálskotinn 11.…

Bæjarsveitin (1978)

Bæjarsveitin var ekki eiginleg starfandi hljómsveit heldur sveit sem sett var saman af Karli Sighvatssyni fyrir upptökur á plötu Ása í Bæ, Undrahatturinn, sem út kom 1978. Meðlimir sveitarinnar voru auk Karls sem lék á hljómborð, þeir Tómas Tómasson bassaleikari, Þórður Árnason gítarleikari, Sigurður Karlsson trommuleikari, Guðmundur T. Einarsson trommuleikari, Grettir Björnsson harmonikkuleikari, Viðar Alfreðsson horn-…

Fjörefni – Efni á plötum

Fjörefni – A+ Útgefandi: Steinar Útgáfunúmer: STLP 019 Ár: 1977 1. Hraðferð stuð-leið 2. Ljón og vog 3. Á Halló 4. Með (söng) lögum skal land byggja 5. Hrein torg, fögur borg 6. Farandverkamaður 7. Þú 8. Í Læralæk 9. Disco dans 10. Meiri sól Flytjendur Ásgeir Óskarsson – ásláttur og trommur Tryggvi J. Hübner – gítarar…

Halli og Laddi – Efni á plötum

Halli, Laddi og Gísli Rúnar – Látum sem ekkert C Útgefandi: Ýmir / Arpa Útgáfunúmer: Ýmir 002 / PAR CD 1003 Ár: 1976 / 1998 1. Látum sem ekkert C, gefum ýmislegt í skyn en tökum því heldur fálega ha ha ha 2. Túri klúri eða Arthúr J. Sívertsen hinn dónalegi 3. Sveinbjörn Briem (hjónadj.)…

HLH flokkurinn [1] – Efni á plötum

HLH flokkurinn – Í góðu lagi Útgefandi: Hljómplötuútgáfan / Skífan Útgáfunúmer: JUD 021 / JCD 021 Ár: 1979 / 1989 1. Minkurinn 2. Riddari götunnar 3. Hermína 4. Nesti og nýja skó 5. Ég mun bíða uns þú segir já 6. Kolbrún 7. Þú ert sú eina 8. Lífið yrði dans 9. Seðill 10. Kveðjan (Farinn…

Hljómsveit Svavars Gests (1949-65)

Hljómsveit Svavars Gests var ein af vinsælustu danshljómsveitum Íslands á sjötta og sjöunda áratug 20. aldar, sveitin keppti um þá nafnbót einkum við KK sextettinn en Svavar hafði reyndar verið í þeirri sveit nokkru áður. Sveitin var stofnuð haustið 1949 til að spila í Þórskaffi. Hana skipuðu þá Svavar sjálfur er lék á trommur, Árni…

Hljómsveit Svavars Gests – Efni á plötum

Sigurdór Sigurdórsson og Hljómsveit Svavars Gests – Sigurdór og Hljómsveit Svavars Gests [ep] Útgefandi: Íslenzkir tónar Útgáfunúmer: 45-2012 Ár: 1960 1. Mustafa 2. Þórsmerkurljóð Flytjendur: Sigurdór Sigurdórsson – söngur Hljómsveit Svavars Gests; – Svavar Gests – trommur og söngur – Eyþór Þorláksson – gítar – Gunnar Pálsson – bassi – Reynir Jónasson – harmonikka – Sigurður Þ. Guðmundsson – píanó Sigrún Ragnarsdóttir – raddir  Anna…

Jazzmiðlar (1972-73)

Jazzmiðlar var djasshljómsveit starfandi um miðjan áttunda áratuginn, líklegast veturinn 1972-73 en þá var Jón Páll Bjarnason gítarleikari staddur hérlendis. Meðlimir sveitarinnar voru Gunnar Ormslev saxófónleikari, Rúnar Georgsson saxófónleikari, Árni Scheving bassaleikari, Alfreð Alfreðsson trommuleikari og Jón Páll. Sveitin gaf aldrei út plötu en upptaka með sveitinni kom út á plötunni Jazz í 30 ár…

Kvartett Gunnars Ormslev (um 1950)

Kvartett Gunnars Ormslev var starfandi í kringum miðja 20. öldina. Hann var skipaður þeim Árna Elfar píanóleikara, Jóni Sigurðssyni bassaleikara, Guðmundi R. Einarssyni trommuleikara og Gunnari sjálfum sem lék á tenórsaxófón. Til eru upptökur með kvartettnum og m.a. má heyra þá leika á plötunni Jazz í 30 ár sem gefin var út í minningu Gunnars.…

Musica Quadro (1979)

Djassband starfandi 1979, meðlimir voru Gunnar Ormslev saxófónleikari, Reynir Sigurðsson víbrafónleikari, Helgi E. Kristjánsson bassaleikari og Alfreð Alfreðsson trommuleikari. Til er upptaka með sveitinni sem gefin var út á plötunni Jazz í 30 ár.

Ruth Reginalds – Efni á plötum

Róbert í Leikfangalandi – ýmsir Útgefandi: Demant / Skífan Útgáfunúmer: D1 001 / SCD 113 Útgáfuár: 1975 / 1993 1. Dýrakynning 2. Róbert, Róbert bangsi 3. Eigið hitakerfi 4. Heima 5. Bíllinn minn 6. Ef ég væri í skárra skapi 7. Sjá, sjá 8. Leikfangaland 9. Annar tími á öðrum stað 10. Áfram, áfram 11.…

Ungir piltar [1] (1944-45)

Hljómsveitin Ungir piltar var starfandi í Hafnarfirði á fimmta áratug síðustu aldar, líklegast á árunum 1944-45. Þeir Eyþór Þorláksson gítar- og harmonikkuleikari og Guðmundur Steingrímsson trommuleikari stofnuðu sveitina en þeir voru þá bara um fimmtán ára gamlir, einnig var Matthías Á. Mathiesen með í byrjun. Fljótlega bættist Vilberg Jónsson harmonikkuleikari við og síðar Bragi Björnsson…