Hvellir (um 1967)

Hljómsveitin Hvellir starfaði í gagnfræðiskólanum á Hvolsvelli líklega veturinn 1966-67 en sveitin mun þá hafa leikið á samkomu tengdri skólanum. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Reynir Daníel Gunnarsson gítarleikari, Stefán Ólafsson gítarleikari, Ísólfur Gylfi Pálmason trommuleikari og Helgi Bjarnason sem lék á melódiku. Engar upplýsingar er að finna um starfstíma Hvella en líklega var hljómsveitin ekki…

Hjónabandið [5] (1996-)

Hljómsveitin Hjónabandið í Rangárþingi eystra er líklega þekktust þeirra sveita sem starfað hafa undir þessu nafni en sveitin á sér sögu allt frá árinu 1995 og er líklega enn starfandi að nafninu til þótt ekki sé víst að hún hafi komið fram opinberlega á allra síðustu árum. Stofnun Hjónabandsins má rekja til ársins 1995 þegar…

Stæltir strumpar (1993)

Stæltir strumpar var hljómsveit sem starfaði innan Grunnskólans á Hvolsvelli árið 1993 en sveitin lék á skemmtun í skólanum þá um vorið. Óskað er eftir upplýsingum um meðlimi sveitarinnar, hljóðfæraskipan, starfstíma og annað sem á heima í slíkri umfjöllun.

Stúlknakór Gagnfræðaskólans á Hvolsvelli (1973-75)

Stúlknakór Gagnfræðaskólans á Hvolsvelli starfaði af því er virðist tvo vetur um miðjan áttunda áratug síðustu aldar, frá hausti 1973 til vors 1975 undir stjórn hjónanna Sigríðar Sigurðardóttur og Friðriks Guðna Þórleifssonar sem þá höfðu nýverið komið til starfa sem tónlistarkennarar á Hvolsvelli. Þau stofnuðu um líkt leyti Barnakór Hvolsskóla en kórarnir tveir voru eins…

Status [2] (1985)

Hljómsveit sem bar nafnið Status starfaði á Hvolsvelli árið 1985 og var líklega stofnuð upp úr annarri, Fleksnes sem þá hafði starfað þar um nokkurra ára skeið. Aðalsteinn Ingvason bassaleikari, Sölvi Rafn Rafnsson trommuleikari, Sigurjón Þórisson Fjeldsted gítarleikari, Kjartan Aðalbjörnsson hljómborðsleikari og Sveinn Ægir Árnason söngvari höfðu skipað Fleksnes og því er allt eins líklegt…

Staccato (1985)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit, líkast til frá Hvolsvelli eða nágrenni sem starfaði vorið 1985 en hún lék þá á dansleik tengdum Héraðsvöku Rangæinga. Hér er giskað á að Friðrik Guðni Þórleifsson hafi jafnvel verið viðloðandi þessa sveit en þar er um tóma ágiskun að ræða. Hér vantar upplýsingar um meðlimi og hljóðfæraskipan, starfstíma…

Skólahljómsveit Hvolsskóla (1957)

Veturinn 1956-57 var starfrækt skólahljómsveit í Hvolsskóla á Hvolsvelli en slíkt þótti óvenjulegt í skóla sem einungis hafði að geyma um fimmtíu nemendur. Hljómsveitina skipuðu ellefu nemendur við skólann, átta stúlkur og þrír drengir og léku þau á gítar, blokkflautur, sýlófón, trommu og slagverk undir stjórn skólastjórafrúarinnar, Birnu Frímannsdóttur.

Föroingabandið (1996-97)

Föroingabandið var sex manna hljómsveit sem starfaði innan Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi veturinn 1996-97. Meðlimir Föroingabandsins voru þeir Árni Þór Guðjónsson trommuleikari, Hreimur Örn Heimisson gítarleikari og Halldór Geir Jensson gítarleikari sem komu frá Hvolsvelli og Guðmundur Karl Sigurdórsson söngvari, Baldvin Árnason hljómborðsleikari og Leifur Viðarsson bassaleikari sem voru Selfyssingar. Þegar skólaárinu lauk og félagarnir…

Friðrik Guðni Þórleifsson (1944-92)

Nafn Friðriks Guðna Þórleifssonar kemur víða við í íslenskri tónlist, hann ásamt eiginkonu sinni Sigríði Sigurðardóttur reif upp tónlistarlífið í Rangárvallasýslu með aðkomu sinni að Tónlistarskóla Rangæinga, orti fjölda texta og ljóða sem sum hver lifa enn ágætu lífi, og kom sjálfur að tónlistarflutningi með margvíslegum hætti. Friðrik Guðni varð ekki langlífur en hann lést…

Fleksnes (1982-85)

Hljómsveitin Fleksnes starfaði á Hvolsvelli á níunda áratug síðustu aldar og var skipuð nokkrum grunnskólanemum, sveitin spilaði töluvert á heimaslóðum og héldu m.a. sjálfir opinberan dansleik í Hvoli þrátt fyrir ungan aldur. Aðalsteinn Ingvason bassaleikari, Sölvi Rafn Rafnsson trommuleikari og Sigurjón Þórisson Fjeldsted gítarleikari stofnuðu sveitina og fljótlega bættust í hópinn Kjartan Aðalbjörnsson hljómborðsleikari og…

Fávitar í spennitreyju (2003)

Hljómsveitin Fávitar í spennitreyju úr Rangárþingi (líklega Hvolsvelli) var meðal þátttakenda í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 2003. Sveitina skipuðu þeir Árni Rúnarsson söngvari, Ómari Smári Jónsson gítarleikari og söngvari, Jón Óskar Björgvinsson bassaleikari og Andri Geir Jónsson trommuleikari. Fávitar í spennitreyju komust ekki áfram í úrslit keppninnar.

Barnakór Tónlistarskóla Rangæinga [1] (1976-87)

Barnakór Tónlistarskóla Rangæinga á Hvolsvelli var um tíma einn af öflugri barnakórum landsins en þar spilaði inn í þáttur Sigríðar Sigurðardóttur stjórnanda og eiginmanns hennar Friðriks Guðna Þórleifssonar en þau hjónin lyftu grettistaki í rangæsku tónlistarlífi þegar þau tóku við Tónlistarskóla Rangæinga. Kórinn var stofnaður haustið 1976 og varð strax áberandi í rangæsku tónlistarlífi undir…

Barnakór Tónlistarskóla Rangæinga [2] (1991-92)

Svo virðist sem Barnakór hafi verið starfandi innan Tónlistarskóla Rangæinga á Hvolsvelli veturinn 1991-92 undir stjórn stjórn Agnesar Löve þáverandi skólastjóra en ekkert bendir til að starfsemi hans hafi náð yfir lengri tíma. Frekari upplýsingar um það óskast sendar Glatkistunni með fyrirfram þökk.

Barnakór Hvolsskóla [1] (1973-74)

Barnakór Hvolsskóla starfaði veturinn 1973-74 undir stjórn Sigríðar Sigurðardóttur og Friðriks Guðna Þórleifssonar. Segja má að þessi kór hafi einungis verið undanfari annars kórs, Barnakór Tónlistarfélags Rangæinga sem þau hjónin, Sigríður og Friðrik Guðni starfræktu síðar um árabil á Hvolsvelli.

Sex appeal (1993-96)

Hljómsveitin Sex appeal var starfrækt á Hvolsvelli á árunum 1993-96 en hún var að hluta til stofnuð upp úr Munkum í meirihluta. Meðlimir sveitarinnar voru Þorsteinn Aðalbjörnsson trommuleikari, Sigurður Einar Guðjónsson hljómborðsleikari, Jón Guðfinnsson bassaleikari, Árni Þór Guðjónsson gítarleikari og söngvararnir Hreimur Örn Heimisson og Þorbjörg Tryggvadóttir. Sex appeal lék á sveitaböllum víðs vegar um…

Samkór Rangæinga [1] (1974-81)

Samkór Rangæinga hinn fyrri var öflugur blandaður kór sem starfaði í Rangárþingi undir stjórn hjónanna Friðriks Guðna Þórleifssonar og Sigríðar Sigurðardóttur, sem áttu stóran þátt í að lyfta grettistaki í tónlistarlífi sýslunnar á þeim tíma. Kórinn var stofnaður um áramótin 1973-74 af þeim hjónum sem stýrðu honum í sameiningu fyrst um sinn en síðar var…

Richter (1995)

Hljómsveitin Richter kom frá Hvolsvelli, keppti í Músíktilraunum vorið 1995 og lék stuðtónlist en afrekaði lítið og varð skammlíf. Hluti sveitarinnar átti hins vegar eftir að skjóta upp kollinum í öllu þekktari sveitum síðar. Meðlimir Richters voru Hreimur Örn Heimisson söngvari og gítarleikari, Jón Atli Helgason bassaleikari, Halldór Örn Jensson gítarleikari og Árni Þór Guðjónsson…

RÁ-kvartettinn (1989)

RÁ-kvartettinn var söngkvartett starfandi á Hvolsvelli árið 1989, hugsanlega lengur. Söngmennirnir fjórir voru Sölvi Rafn Rafnsson, Sigurður Oddgeir Sigurðarson, Sigmundur Sigurðarson og Guðjón Halldór Óskarsson, þeir voru allir um tvítugt.

Durex [1] (1987-89)

Hljómsveitin Durex frá Hvolsvelli starfaði í nokkur ár í kringum 1990 og lék nokkuð á sveitaböllum þess tíma á Suðurlandi. Durex var stofnuð haustið 1987 og hafði á að skipa í upphafi Lárus Inga Magnússon söngvara, Snæbjörn Reyni Rafnsson gítarleikara, Þorstein Aðalbjörnsson trommuleikara og bræðurna Guðmann Guðfinnsson hljómborðsleikara og Jón Guðfinnsson bassaleikara. Einnig kom Steinunn…

Echo [1] (1959-60)

Hljómsveit Echo (einnig nefnd Echo kvintett) frá Hvolsvelli lék á skemmtunum í Rangárvallasýslu um og fyrir 1960. Sveitin var stofnuð upp úr annarri sveit, Blástökkum, og hafði hugsanlega að geyma píanóleikarann Rúdolf Stolzenwald og Aðalbjörn Kjartansson harmonikku- og saxófónleikara. Haraldur Sigurðsson (Halli) var upphaflega söngvari sveitarinnar en Jakob Ó. Jónsson tók við því hlutverki haustið…

Frk. Júlía (1989-91)

Frk. Júlía var rangæsk hljómsveit (frá Hvolsvelli) sem var nokkuð öflug á sveitaböllum í heimahéraði, og starfaði á árunum 1989-91. Sveitin hafði reyndar verið starfandi frá 1987 undir nafninu Durex en breytti nafninu í Frk. Júlía sumarið 1989, þá voru meðlimir hennar Snæbjörn Reynir Rafnsson gítarleikari, Jón Guðfinnsson bassaleikari (Land og synir o.fl.), Lárus Ingi…

Munkar í meirihluta (1991-93)

Munkar í meirihluta var hljómsveit frá Hvolsvelli og Hellu, starfandi 1991-93. Sveitin var stofnuð upp úr annarri hljómsveit, Frk. Júlíu, og innihélt Jón Guðfinnsson bassaleikara (Land & synir o.fl.), Snæbjörn Rafnsson gítarleikara, Helga Jónsson hljómborðsleikara, Þorstein Aðalbjörnsson trommuleikara (Írafár, Rekkverk o.fl.) og Hafstein Thorarensen söngvara. Höskuldur Lárusson (Mikki refur, Spoon o.fl.) tók við söngnum af…