Afmælisbörn 30. mars 2025

Afmælisbörnin í dag eru sjö talsins: Páll Torfi Önundarson læknir og tónlistarmaður er sjötugur og á því stórafmæli í dag. Hann varð þekktur sem gítarleikari í Diabolus in musica á áttunda áratugnum en hefur einnig leikið í sveitum eins og Grasrexi, Combói Jóhönnu Þórhalls, Six pack lation, Saltfisksveit Villa Valla og Síríusi. Páll Torfi er…

Hljómsveit Gunnars Þórðarsonar (1975 / 1983-2018)

Hljómsveitir í nafni Gunnars Þórðarsonar skipta líklega tugum, sú fyrsta var líkast til sett saman árið 1975 en frá árinu 1983 stjórnaði hann fjöldanum öllum af hljómsveitum sem léku í tónlistarsýningum á Broadway, Hótel Íslandi og miklu víðar. Upplýsingar um þessar sveitir eru mis aðgengilegar enda sáu þær mestmegnis um vandaðan undirleik á framangreindum sýningum…

Hljómsveit Jóa Ásmunds (1999)

Hljómsveit sem gekk undir nafninu Hljómsveit Jóa Ásmunds kom fram á einum tónleikum haustið 1999 og var hún líkast til sett saman fyrir þá einu uppákomu en um var að ræða einhvers konar funk/fusion sveit. Meðlimir sveitarinnar voru allt þekktir tónlistarmenn, hljómsveitarstjórinn Jóhann Ásmundsson bassaleikari, Jóel Pálsson saxófónleikari, Eyþór Gunnarsson hljómborðsleikari og Jóhann Hjörleifsson trommuleikari.

Afmælisbörn 30. mars 2024

Afmælisbörnin í dag eru sex talsins: Páll Torfi Önundarson læknir og tónlistarmaður er sextíu og níu ára í dag. Hann varð þekktur sem gítarleikari í Diabolus in musica á áttunda áratugnum en hefur einnig leikið í sveitum eins og Grasrexi, Combói Jóhönnu Þórhalls, Six pack lation, Saltfisksveit Villa Valla og Síríusi. Páll Torfi er einnig…

Heart 2 heart (1992)

Heart 2 heart (Heart to heart) var hljómsveit sem sett var á fót í kringum framlag Íslands í Eurovision söngvakeppninni vorið 1992 en var í raun hljómsveitin Stjórnin eftir mannabreytingar. Tildrög málsins voru þau að í undankeppni Eurovision söngvakeppninnar hér heima í febrúar 1992 bar lagið Nei eða já sigur úr býtum og skaut þar…

Afmælisbörn 30. mars 2023

Afmælisbörnin í dag eru sex talsins: Páll Torfi Önundarson læknir og tónlistarmaður er sextíu og átta ára í dag. Hann varð þekktur sem gítarleikari í Pálliin musica á áttunda áratugnum en hefur einnig leikið í sveitum eins og Grasrexi, Combói Jóhönnu Þórhalls, Six pack lation, Saltfisksveit Villa Valla og Síríusi. Páll Torfi er einnig tónskáld…

Svartur ís (1998)

Hljómsveitin Svartur ís starfaði um nokkurra mánaða skeið árið 1998 og skartaði þekktum tónlistarmönnum, sveitin lék fönkskotna tónlist á skemmtistöðum borgarinnar og sendi frá sér eitt lag á safnplötu sem fór reyndar ekki hátt. Svartur ís kom fram á sjónarsviðið í mars 1998 en gæti hafa verið starfandi frá því árið á undan, sveitin lék…

Sturlungar [2] (1979-83)

Hljómsveitin Sturlungar var nokkurs konar systurhljómsveit Mezzoforte um tíma en heimildir eru nokkuð mismunandi um hversu lengi sveitin starfaði, hún mun hafa tekið til starfa árið 1979 en er ýmist sögð hafa starfað til 1980 eða jafnvel til 1983. Meðlimir Sturlunga voru þeir Eyþór Gunnarsson hljómborðsleikari, Friðrik Karlsson gítarleikari, Gunnlaugur Briem trommuleikari, Björn Thorarensen hljómborðsleikari,…

Spark [2] (2003)

Hljómsveit starfaði sumarið og haustið 2003 undir nafninu Spark og var hún skipuð nokkrum þekktum tónlistarmönnum, hún gæti átt sér eldri rætur og gæti hafa starfað nokkru fyrr einnig. Meðlimir Sparks voru Friðrik Ómar Hjörleifsson söngvari, Halldór Gunnlaugur Hauksson trommuleikari, Jóhann Ásmundsson bassaleikari og Kristján Edelstein gítarleikari. Sveitin spilaði töluvert á Akureyri árið 2003.

Afmælisbörn 30. mars 2022

Afmælisbörnin í dag eru fimm talsins: Páll Torfi Önundarson læknir og tónlistarmaður er sextíu og sjö ára í dag. Hann varð þekktur sem gítarleikari í Diabolus in musica á áttunda áratugnum en hefur einnig leikið í sveitum eins og Grasrexi, Combói Jóhönnu Þórhalls, Six pack lation, Saltfisksveit Villa Valla og Síríusi. Páll Torfi er einnig…

Afmælisbörn 30. mars 2021

Afmælisbörnin í dag eru fimm talsins: Páll Torfi Önundarson læknir og tónlistarmaður er sextíu og sex ára í dag. Hann varð þekktur sem gítarleikari í Diabolus in musica á áttunda áratugnum en hefur einnig leikið í sveitum eins og Grasrexi, Combói Jóhönnu Þórhalls, Six pack lation, Saltfisksveit Villa Valla og Síríusi. Páll Torfi er einnig…

Groove orchestra (1999)

Óskar Guðjónsson saxófónleikari setti saman hljómsveit fyrir Jazzhátíð Reykjavíkur haustið 1999 undir nafninu Groove orchestra en sveitin lék frumsamið efni eftir Óskar. Sveitin var nokkuð sérstæð að samsetningu en hún var skipuð tveimur trommuleikurum og tveimur bassaleikurum auk Óskars sjálfs, þeir voru Jóhann Ásmundsson rafbassaleikari, Þórður Högnason kontrabassaleikari og trommuleikararnir Birgir Baldursson og Matthías M.D.…

Grái fiðringurinn (1994-2009)

Það er svolítið erfitt að skrásetja sögu hljómsveitarinnar Gráa fiðringsins en hún gekk um tíma samtímis undir nafninu Hljómsveit Jakobs Ó. Jónssonar og Grái fiðringurinn, hér er miðað við  ártalið 1994 þegar sveitin tók upp nafnið Grái fiðringurinn. Jakob Ó. Jónsson hafði starfrækt sveitir í eigin nafni frá árinu 1970 og árið 1980 stofnaði hann…

Afmælisbörn 30. mars 2020

Afmælisbörnin í dag eru fimm talsins: Páll Torfi Önundarson læknir og tónlistarmaður er sextíu og fimm ára í dag. Hann varð þekktur sem gítarleikari í Diabolus in musica á áttunda áratugnum en hefur einnig leikið í sveitum eins og Grasrexi, Combói Jóhönnu Þórhalls, Six pack lation, Saltfisksveit Villa Valla og Síríusi. Páll Torfi er einnig…

Gildran (1985-2013)

Rokkhljómsveitin Gildran starfaði í áratugi í Mosfellsbænum / Mosfellssveitinni og var lengi órjúfanlegur hluti af  menningarlífi bæjarins. Sveitin sendi frá sér fjölda platna, náði um tíma allnokkrum vinsældum en þó aldrei nægum til að teljast meðal allra stærstu böndum landsins, þrautseigja er hugtak sem nokkrir blaðamenn notuðu um sveitina en mörgum þótti með ólíkindum hversu…

Gildrumezz (1998-2003)

Hljómsveitin Gildrumezz starfaði í Mosfellsbænum um nokkurra ára skeið en hún sérhæfði sig í tónlist bandarísku rokksveitarinnar Creedence Clearwater Revival. Nafn sveitarinnar kom til af því að meðlimir hennar komu annars vegar úr Gildrunni og hins vegar Mezzoforte en þeir voru Karl Tómarsson trommuleikari, Birgir Haraldsson söngvari, Sigurgeir Sigmundsson gítarleikari og Jóhann Ásmundsson bassaleikari. Aðalvígi…

Moly pasta (1985)

Hljómsveit sem bar nafnið Moly pasta var starfrækt á Akureyri árið 1985, hugsanlega lengur en þá var sveitin meðal þeirra sem kepptu í hljómsveitakeppni í Atlavík um verslunarmannahelgina. Meðlimir sveitarinnar voru Jóhann Ásmundsson [?], Kristinn Valgeir Einarsson [trommuleikari?] og Sigurjón Baldvinsson [gítarleikari?] en ekki liggja fyrir upplýsingar um fleiri meðlimi hennar. Óskað er eftir frekari…

Wonderhammondsveitin Ísbráð (1999)

Sumarið og haustið 1999 fór Wonderhammondsveitin Ísbráð um landið með tónleika og lék fönkdjasstónlist, m.a. eftir Stevie Wonder. Meðlimir Ísbráðar voru þeir Einar Scheving trommuleikari, Óskar Guðjónsson saxófónleikari, Þórir Baldursson Hammond-orgelleikari og Jóhann Ásmundsson bassaleikari. Birgir Baldursson leysti Einar af hólmi þegar haustaði.

Afmælisbörn 30. mars 2019

Afmælisbörnin í dag eru fimm talsins: Páll Torfi Önundarson læknir og tónlistarmaður er sextíu og fjögurra ára í dag. Hann varð þekktur sem gítarleikari í Diabolus in musica á áttunda áratugnum en hefur einnig leikið í sveitum eins og Grasrexi, Combói Jóhönnu Þórhalls, Six pack lation, Saltfisksveit Villa Valla og Síríusi. Páll Torfi er einnig…

Bobby’s blues band (1985-88)

Trommuleikarinn Bobby Harrison starfrækti blúsband hér á landi um tíma með hléum á síðari hluta níunda áratugarins, undir nafninu Bobby‘s blues band (og einnig stundum Blues band Bobby Harrison / B.H. blues band / Solid silver). Sveitin mun hafa byrjað um mitt árið 1985 og voru þá Björn Thoroddsen gítarleikari, Gunnlaugur Briem trommuleikari, Gunnar Hrafnsson…

Afmælisbörn 30. mars 2018

Afmælisbörnin í dag eru fimm talsins: Páll Torfi Önundarson læknir og tónlistarmaður er sextíu og þriggja ára í dag. Hann varð þekktur sem gítarleikari í Diabolus in musica á áttunda áratugnum en hefur einnig leikið í sveitum eins og Grasrexi, Combói Jóhönnu Þórhalls, Six pack lation, Saltfisksveit Villa Valla og Síríusi. Páll Torfi er einnig…

3TO1 (1995-96)

3TO1  (Three to one / 3TOONE) var upphaflega tríó sem starfaði sumarið 1995, líklegast fyrst í kringum tónlistarhátíðina UXA sem haldin var við Kirkjubæjarklaustur þá um verslunarmannahelgina. Sveitina skipuðu þá Egill Ólafsson söngvari, Sigurður Gröndal gítarleikari og Ingólfur Guðjónsson hljómborðsleikari þeir félagar fluttu eins konar rafdjass með þjóðlagaívafi. 3TO1 starfaði áfram um veturinn og um…

Ópera [1] (1976-79)

Ballsveitin Ópera starfaði um nokkurra ára skeið, fyrst í Þorlákshöfn en síðan á höfuðborgarsvæðinu. Sveitin hafði starfað um tíma undir nafninu Clítores en breytti nafni sínu í Ópera haustið 1976, þá voru í henni Einar M. Gunnarsson söngvari og gítarleikari, Ómar B. Ásbergsson söngvari og gítarleikari, Hjörleifur Brynjólfsson bassaleikari og Sigurvin Þórkelsson trommuleikari. Ópera var…

Afmælisbörn 30. mars 2017

Afmælisbörnin í dag eru þrjú talsins: Páll Torfi Önundarson læknir og tónlistarmaður er sextíu og tveggja ára í dag. Hann varð þekktur sem gítarleikari í Diabolus in musica á áttunda áratugnum en hefur einnig leikið í sveitum eins og Grasrexi, Combói Jóhönnu Þórhalls, Six pack lation, Saltfisksveit Villa Valla og Síríusi. Páll Torfi er einnig…

Norðurljós [1] (1980)

Hljómsveitin Norðurljós var skammlíf sveit, eins konar hliðarsjálf Mezzoforte sem þá var að stíga sín fyrstu spor á frægðarbrautinni. Norðurljós mun hafa verið stofnuð um áramótin 1979-80 og voru meðlimir hennar Eyþór Gunnarsson hljómborðsleikari, Jóhann Ásmundsson bassaleikari, Gunnlaugur Briem trommuleikari, Björn Thorarensen hljómborðsleikari og Friðrik Karlsson gítarleikari, sem allir komu úr Mezzoforte en aðrir voru…

Picasso (1979)

Picasso var ein þeirra hljómsveita sem kennd var við Pétur Kristjánsson en sveitin var sú síðasta í röð nokkurra sem höfðu stafinn P að upphafsstaf. Picasso var stofnuð vorið 1979, fljótlega eftir að Póker lagði upp laupana. Það var aldrei ætlunin að sveitin yrði langlíf enda varð hún það ekki, Pétur var á þessum tíma…

Afmælisbörn 30. mars 2016

Afmælisbörnin Glatkistunnar í dag eru þrjú talsins: Páll Torfi Önundarson læknir og tónlistarmaður er sextíu og eins árs í dag. Hann varð þekktur sem gítarleikari í Diabolus in musica á áttunda áratugnum en hefur einnig leikið í sveitum eins og Grasrexi, Combói Jóhönnu Þórhalls, Six pack lation, Saltfisksveit Villa Valla og Síríusi. Páll Torfi er…

Dúndur (1986-87)

Hljómsveitin Dúndur (oft einnig nefnd Dúndrið m. gr.) var fremur skammlíf sveit úr ranni Péturs Kristjánssonar en hún starfaði í rúmlega ár um miðjan níunda áratug síðustu aldar. Hugmyndin var að þetta yrði eins konar útgöngusveit Péturs út úr poppinu en hann hafði á þessum tímapunkti stofnað fjölskyldu og ætlaði að helga sér henni. Þeir…

Reykjavík Rhythm Section (1981)

Reykjavík Rhythm Section var eins konar funkstórsveit starfandi sumarið 1981, hún gæti þó hafa starfað lengur. Meðlimir sveitarinnar voru liðsmenn Mezzoforte þá ungir að árum, Karl J. Sighvatsson hljómborðsleikari og einhverjir aðrir, svo líklega hefur fjöldi meðlima náð því að fylla tuginn. Sveitin lék á að minnsta kosti á einum tónleikum sumarið 1981 en ekki…

Rikshaw (1984-91 / 2003)

Rikshaw er þekktust íslenskra hljómsveita sem kenndar eru við svokallaða 80‘s tónlistarbylgju eða nýrómantík, sá partur er reyndar hvað fyrirferðaminnstur í sögu sveitarinnar enda komu einungis fjögur lög út með henni sem tengja má beint við þá tónlistarstefnu en Rikshaw gaf út þrjá tugi laga á um sjö ára starfsferli. Sveitarinnar verður þó líklega aldrei…

Afmælisbörn 30. mars 2015

Afmælisbörnin í dag eru þrjú talsins: Páll Torfi Önundarson læknir og tónlistarmaður er sextugur á þesum mánudegi. Hann varð þekktur sem gítarleikari í Diabolus in musica á áttunda áratugnum en hefur einnig leikið í sveitum eins og Grasrexi, Combói Jóhönnu Þórhalls, Six pack lation, Saltfisksveit Villa Valla og Síríusi. Páll Torfi er einnig tónskáld og…

Action [2] (1983)

Hljómsveitin Action starfaði í stuttan tíma fyrri hluta ársins 1983, meðlimir sveitarinnar voru þeir Arnar Sigurbjörnsson gítarleikari, Guðmundur Benediktsson hljómborðsleikari, Jóhann Ásmundsson bassaleikari og Steingrímur Bjarnason trommuleikari.

Akureyrar-útlagarnir (1985-86)

Akureyrar-útlagarnir var eins og nafnið gefur til kynna, akureysk sveit og lét til sín taka um nokkurra mánaða skeið norðanlands veturinn 1985-86. Meðlimir sveitarinnar voru Kristján Pétur Sigurðsson söngvari og gítarleikari (Kamarorghestar o.fl.), Steinþór Stefánsson bassaleikari (Q4U o.fl.) Sigurjón Baldvinsson gítarleikari, Jóhann Ásmundsson söngvari og klarinettuleikari, Kristinn V. Einarsson trommuleikari og Ólafur Þór Kristjánsson orgelleikari.…

Alvaran (1994)

Hljómsveitin Alvaran lék á sveitaböllum um land allt um nokkurra mánaða skeið sumarið 1994. Sveitin var stofnuð snemma árs 1994 og voru meðlimir hennar Grétar Örvarsson söngvari og hljómborðsleikari, Ruth Reginalds söngkona, Kristján Edelstein gítarleikari, Jóhann Ásmundsson bassaleikari og Sigfús Óttarsson trommuleikari. Alvaran tók upp tvö lög sem fóru á safnplötuna Ýkt böst sem út…

Blackson brothers (1989)

Hljómsveit sem gekk undir nafninu Blackson brothers starfaði á Akureyri snemma árs 1989. Heimildir herma að sveitina hafi skipað bræðurnir Snorri Ásmundsson, Ásmundur Ásmundsson og Jóhann Ásmundsson en óskað er eftir frekari upplýsingum um hana

Hóstaflex (1986)

Akureyski dúettinn Hóstaflex var samstarf þeirra Sigurjóns Baldvinssonar og Jóhanns Ásmundssonar 1986. Hóstaflex kom líklega aðeins einu sinni fram opinberlega en félagarnir voru áberandi í akureysku tónlistarlífi á þessum tíma og voru t.d. í hljómsveitinni Lost og fjölmörgum öðrum sveitum.

Hurðaskellir og Stúfur – Efni á plötum

Hurðaskellir og Stúfur – Hurðaskellir og Stúfur staðnir að verki Útgefandi: Steinar Útgáfunúmer: STLP 064 Ár: 1982 1. Bæjarferð með Hurðaskelli og Stúfi: Í bæinn koma um sérhver jól / Bílarnir aka yfir brúna / Babbi segir / Snati og Óli / Mig langar að hætta að vera jólasveinn 2. Básúnan mín 3. Á góðri…

Rabbi – Efni á plötum

Rafn Jónsson – Andartak Útgefandi: eigin útgáfa Útgáfunúmer: RRJ LP 1 / RRJ CD 1 Ár: 1991 1. Andartak 2. Ég elska bara þig 3. Hvernig líður þér í dag 4. Leynistaðurinn 5. Hafið – forleikur 6. Hafið 7. Orðin 8. Draumurinn 9. Hve lengi 10. Í fyrra lífi 11. Æskustöðvar Flytjendur Kristján Edelstein – gítar…