Afmælisbörn 29. janúar 2025

Fjögur afmælisbörn í tónlistargeiranum eru skráð hjá Glatkistunni á þessum degi: Trommuleikarinn Ólafur Kolbeins Júlíusson fagnar í dag sextíu og átta ára afmælisdegi sínum en hann var þekktur trommuleikari einkum á áttunda áratugnum þar sem hann lék með mörgum af vinsælustu hljómsveitum landsins s.s. Paradís, Eik, Deildarbungubræðrum og Steinblómi en einnig minna þekktum sveitum eins…

Hljómsveit Hilmars Sverrissonar (1989-2006)

Tónlistarmaðurinn Hilmar Sverrisson hefur í gegnum tíðina starfrækt hljómsveitir í eigin nafni samhliða því að vera einyrki á sviði eða starfa með stökum tónlistarmönnum og -konum eins og Má Elísyni, Ara Jónssyni, Vilhjálmi Guðjónssyni, Helgu Möller og Önnu Vilhjálms. Stundum hefur slíkt samstarf tveggja samstarfsmanna reyndar verið kallað Hljómsveit Hilmars Sverrissonar. Hilmar starfrækti líklega í…

Afmælisbörn 29. janúar 2024

Fjögur afmælisbörn í tónlistargeiranum eru skráð hjá Glatkistunni á þessum degi: Trommuleikarinn Ólafur Kolbeins Júlíusson fagnar í dag sextíu og sjö ára afmælisdegi sínum en hann var þekktur trommuleikari einkum á áttunda áratugnum þar sem hann lék með mörgum af vinsælustu hljómsveitum landsins s.s. Paradís, Eik, Deildarbungubræðrum og Steinblómi en einnig minna þekktum sveitum eins…

Haukar [2] (1962-78)

Hljómsveitin Haukar hefur iðulega haft á sér hálf goðsagnakenndan blæ, tvennt er þá tínt til – annars vegar að sveitin hafi verið mikil djammsveit sem hafi farið mikinn á sviðinu í fíflaskap og gleði, hins vegar allar mannabreytingarnar í henni en Haukar hljóta að gera tilkall til fyrsta sætisins þegar kemur að fjölda meðlima meðan…

Sviss (1982-83)

Hljómsveitin Sviss starfaði um eins árs skeið á höfuðborgarsvæðinu – 1982 og 83 og lék eitthvað framan af á skemmtistöðum eins og Klúbbnum en virðist minna hafa komið fram eftir það. Upplýsingar um þessa sveit eru af skornum skammti, trommuleikarinn Ólafur Kolbeins og Axel Einarsson gítarleikari voru meðal meðlima hennar en engar upplýsingar er að…

Afmælisbörn 29. janúar 2023

Fjögur afmælisbörn í tónlistargeiranum eru skráð hjá Glatkistunni á þessum degi: Trommuleikarinn Ólafur Kolbeins Júlíusson fagnar í dag sextíu og sex ára afmælisdegi sínum en hann var þekktur trommuleikari einkum á áttunda áratugnum þar sem hann lék með mörgum af vinsælustu hljómsveitum landsins s.s. Paradís, Eik, Deildarbungubræðrum og Steinblómi en einnig minna þekktum sveitum eins…

Sunshine (1974)

Hljómsveit sem ýmist var kölluð Sunshine eða Sólskin starfaði um nokkurra mánaða skeið árið 1974, og lék þá töluvert á dansleikjum. Sveitin náði á sínum stutta starfstíma að senda frá sér tvö lög á safnplötu. Sunshine/Sólskin var stofnuð vorið 1974 og voru meðlimir hennar Herbert Guðmundsson söngvari, Ólafur Kolbeins Júlíusson trommuleikari, Hannes Jón Hannesson gítarleikari,…

Freeport (1978-79)

Hljómsveitin Freeport starfaði í nokkra mánuði seint á áttunda áratug síðustu aldar, en saga sveitarinnar hlaut sviplegan endi við lok verslunarmannahelgarinnar 1979. Freeport var stofnuð síðla árs 1978 og voru meðlimir hennar í upphafi þeir Axel Einarsson gítarleikari, Jón Ragnarsson gítarleikari, Ólafur Kolbeins trommuleikari, Yngvi Steinn Sigtryggsson hljómborðsleikari og Gunnlaugur Melsteð söngvari og bassaleikari. Þeir…

Foss (1983-84)

Hljómsveitin Foss birtist haustið 1983 en hún hafði þá verið stofnuð upp úr tveimur öðrum sveitum, það voru þeir Ágúst Ragnarsson söngvari, hljómborðs- og gítarleikari og Jón Ólafsson bassaleikari sem komu úr Start en Ólafur J. Kolbeinsson trommuleikari og Axel Einarsson gítarleikari úr hljómsveitinni Swiss. Sveitin fór hratt af stað og fáeinum vikum eftur stofnun…

Fjörorka (1984-85)

Hljómsveitin Fjörorka starfaði undir því nafni um eins og hálfs árs skeið um miðjan níunda áratug síðustu aldar og lék mestmegnis á dansstöðum á höfuðborgarsvæðinu, fyrst í Klúbbnum sem húshljómsveit og síðan í Skiphóli í Hafnarfirði, sveitin lék þó einnig á dansleikjum á landsbyggðinni og m.a. í nokkur skipti á Keflavíkurflugvelli. Þar var Bjarni Sveinbjörnsson…

Grái fiðringurinn (1994-2009)

Það er svolítið erfitt að skrásetja sögu hljómsveitarinnar Gráa fiðringsins en hún gekk um tíma samtímis undir nafninu Hljómsveit Jakobs Ó. Jónssonar og Grái fiðringurinn, hér er miðað við  ártalið 1994 þegar sveitin tók upp nafnið Grái fiðringurinn. Jakob Ó. Jónsson hafði starfrækt sveitir í eigin nafni frá árinu 1970 og árið 1980 stofnaði hann…

Tvennir tímar (1991-99)

Ballsveitin Tvennir tímar starfaði mest allan tíunda áratug síðustu aldar og spilaði víðs vegar á dansstöðum, mestmegnis þó á höfuðborgarsvæðinu. Sveitin var stofnuð sumarið 1991 og þá voru meðlimir hennar Hannibal Hannibalsson söngvari og gítarleikari, Sigurður Kristinn Guðfinnsson söngvari og kassagítarleikari, Ólafur Kolbeinsson trommuleikari og Alfreð Lilliendahl bassaleikari. 1993 höfðu orðið þær breytingar á sveitinni…

Í gegnum tíðina (1988-89)

Hljómsveitin Í gegnum tíðina var húshljómsveit í Danshúsinu Glæsibæ veturinn 1988-89. Meðlimir sveitarinnar voru Mark Brink söngvari og bassaleikari, Hilmar Sverrisson söngvari og hljómborðsleikari, Sigurður Hafsteinsson söngvari og gítarleikari og Ólafur Kolbeins trommuleikari. Einnig komu söngvararnir Ari Jónsson og Anna Vilhjálms við sögu, þó ekki samtímis.

Danshljómsveitin okkar (1990)

Hljómsveit sem starfaði undir nafninu Danshljómsveitin okkar lék á dansleikjum í Danshúsinu í Glæsibæ fyrri hluta árs 1990. Meðlimir sveitarinnar voru Carl Möller hljómborðsleikari, Mark E. Brink söngvari og bassaleikari, Sigurður Hafsteinsson gítarleikari og Ólafur Kolbeins trommuleikari. Söngvararnir Þorvaldur Halldórsson og Kristbjörg Löve sungu með sveitinni, sem var fremur skammlíf.

Eik (1972-79 / 2000)

Hljómsveitin Eik er ein minnisstæðasta funkfusionsveit íslenskrar tónlistarsögu, fékk ævinlega frábæra dóma hvar sem hún spilaði en galt þess að starfa á tímabili svokallaðrar brennivínstónlistar og stuðs (eins og Dr. Gunni hefur skilgreint áttunda áratuginn), fyrir vikið átti sveitin sér lítinn en traustan aðdáendahóp sem mætti á tónleika til að hlusta en fór á mis…

Fjörefni (1977-78)

Hljómsveitin Fjörefni naut nokkurra vinsælda síðari hluta áttunda áratugarins en var svolítið sér á báti, mest fyrir að vera aðallega hljóðverssveit. Sveitin varð til eiginlega óvart þegar þeir félagar úr hljómsveitinni Dögg (sem var nokkuð áberandi um tíma), Jón Þór Gíslason og Páll Pálsson voru að huga að sólóplötum, hvor í sínu lagi árið 1977.…

Goðgá [2] (1978-88)

Hljómsveitin Goðgá starfaði með hléum á höfuðborgarsvæðinu um árabil, lék að mestu á dansstöðum borgarinnar en brá einstöku fyrir sig betri fætinum til að spila á sveitaböllum. Goðgá var stofnuð 1978, framan af voru í sveitinni Ásgeir Hólm saxófónleikari, Pétur Pétursson trommuleikari, Bragi Björnsson bassaleikari, Ingvi Þór Kormáksson hljómborðsleikari og Mjöll Hólm söngkona en þannig…

Landshornarokkarar (1981-85)

Hljómsveitin Landshornarokkarar var stofnuð vorið 1981 en hana skipuðu þremenningarnir Axel Einarsson söngvari og gítarleikari, Ágúst Ragnarsson bassaleikari og Ólafur Kolbeins trommuleikari. Sveitin spilaði víða á sveitaböllum þá um sumarið og næsta sumar (1982) en svo spurðist lítið til hennar þar til vorið 1984, að hún fór í samstarf með kvennasveitinni Jelly systur og herjaði…

Steinblóm [2] (1973-74)

Hljómsveitin Steinblóm (hin önnur í röðinni) starfaði í um eitt og hálft ár um á áttunda áratug liðinnar aldar og gaf út eina litla plötu. Sveitin var stofnuð sumarið 1972 en mun hafa verið eins konar afsprengi hljómsveitanna Júdasar og Jeremíasar, meðlimir hennar voru Skúli Björnsson gítarleikari, Þorsteinn Þorsteinsson söngvari (Jeremías, Trix o.fl.), Hrólfur Gunnarsson…

Deildarbungubræður (1976-79)

Deildarbungubræður var hljómsveit sem herjaði á sveitaballamarkaðinn á árunum 1977-79 og náði að gefa út tvær stórar plötur á þeim tíma. Hljómsveitin var upphaflega sett saman sem grínverkefni fyrir útihátíð á Melgerðismelum í Skagafirði um verslunarmannahelgina 1976 en þar lék hún í pásu hjá Eik, Deildarbungubræður skipuðu að sögn þeir Axel Einarsson gítarleikari, Bragi Björnsson…