Afmælisbörn 26. maí 2025

Sjö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Villi Valli (Vilberg Vilbergsson) hárskeri og tónlistarmaður á Ísafirði (1930-2024) átti afmæli á þessum degi. Villi Valli, sem upphaflega kom reyndar frá Flateyri, var mikill djassvakningarmaður á Vestfjörðum og starfrækti margar sveitir sem sérhæfðu sig í þeirri tegund tónlistar, meðal sveita sem hann lék með og starfrækti…

Hrókar [2] (1966-69 / 2009-)

Hljómsveitin Hrókar frá Keflavík starfaði um nokkurra ára skeið á sjöunda áratugnum – frá 1966 og líklega til 1969 en sveitin mun síðan hafa starfað lítt breytt undir nokkrum nöfnum til ársins 1973, sveitin var svo endurreist árið 2009 og hefur starfað nokkuð óslitið síðan þá. Hrókar voru stofnaðir í Gagnfræðaskóla Keflavíkur árið 1966, líklega…

Hljómsveit Guðmundar Steingrímssonar (1965-2012)

Trommuleikarinn Guðmundur Steingrímsson lék með ógrynni hljómsveita alla sína ævi en hann starfrækti jafnframt í nokkur skipti hljómsveitir í eigin nafni, þær léku flestar einhvers konar djasstónlist Elstu heimildir um hljómsveit Guðmundar í eigin nafni eru frá því um vorið 1965 en þá lék kvartett hans á djasskvöldi á vegum Jazzklúbbsins, engar upplýsingar er að…

Hljómsveit Guðmundar Eiríkssonar (1983-89)

Guðmundur Eiríksson var við tónlistarnám í Kaupmannahöfn um nokkurra ára skeið á níunda áratugnum og var á þeim tíma virkur í samfélagi Íslendinga í Danmörku. Hann kom fram á ýmsum samkomum og skemmtunum Íslendingafélagsins í borginni og starfrækti einnig hljómsveitir, sem léku djass og almenna danstónlist. Ein þessara hljómsveita, sem lék margoft á dansleikjum Íslendingafélagsins,…

Afmælisbörn 26. maí 2024

Sjö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Villi Valli (Vilberg Vilbergsson) hárskeri og tónlistarmaður á Ísafirði er níutíu og fjögurra ára á þessum ágæta degi. Villi Valli, sem upphaflega kemur reyndar frá Flateyri, var mikill djassvakningarmaður á Vestfjörðum og starfrækti margar sveitir sem sérhæfðu sig í þeirri tegund tónlistar, meðal sveita sem hann lék…

Hjólið (1975-78)

Hljómsveitin Hjólið frá Akureyri lék á dansleikjum nyrðra um og eftir miðjan áttunda áratug síðustu aldar, sveitin varð svo fræg að koma tveimur lögum inn á safnplötu en hlaut þó enga sérstaka athygli fyrir það. Hjólið var stofnuð haustið 1975 og virðist sem meðlimaskipan hafi allan tímann verið sú sama meðan sveitin starfaði, Matthías Henriksen…

Hið íslenzka plastik band (1970)

Ekki er alveg víst að hljómsveitin Hið íslenzka plastik band hafi nokkru sinni starfað eða komið fram en talað var um hana sem eins konar súpergrúbbu sem myndi koma fram við hátíðleg tækifæri, sem virðist jafnvel aldrei hafa orðið. Það var snemma árs 1970 sem grein birtist þess efnis að þessi sveit hefði verið stofnuð…

Afmælisbörn 26. maí 2023

Sex afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Villi Valli (Vilberg Vilbergsson) hárskeri og tónlistarmaður á Ísafirði er níutíu og þriggja ára á þessum ágæta degi. Villi Valli, sem upphaflega kemur reyndar frá Flateyri, var mikill djassvakningarmaður á Vestfjörðum og starfrækti margar sveitir sem sérhæfðu sig í þeirri tegund tónlistar, meðal sveita sem hann lék…

Afmælisbörn 26. maí 2022

Sex afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Villi Valli (Vilberg Vilbergsson) hárskeri og tónlistarmaður á Ísafirði er níutíu og tveggja ára á þessum ágæta degi. Villi Valli, sem upphaflega kemur reyndar frá Flateyri, var mikill djassvakningarmaður á Vestfjörðum og starfrækti margar sveitir sem sérhæfðu sig í þeirri tegund tónlistar, meðal sveita sem hann lék…

Sfinx (1966-67)

Hljómsveitin Sfinx var starfandi á árunum 1966-67 og lék á dansleikjum á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. Meðlimir Sfinx voru þeir Ólafur Sigurðsson trommuleikari, Pétur Þorsteinsson bassaleikari, Magnús Stefánsson gítarleikari og Hannes Jón Hannesson gítarleikari, ekki er ljóst hver þeirra söng í hljómsveitinni en þeir félagar voru á aldrinum 17 til 19 ára gamlir.

Afmælisbörn 26. maí 2021

Fimm afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Villi Valli (Vilberg Vilbergsson) hárskeri og tónlistarmaður á Ísafirði er níutíu og eins árs á þessum ágæta degi. Villi Valli, sem upphaflega kemur reyndar frá Flateyri, var mikill djassvakningarmaður á Vestfjörðum og starfrækti margar sveitir sem sérhæfðu sig í þeirri tegund tónlistar, meðal sveita sem hann lék…

Fífí og Fófó (1970-71)

Hljómsveitin Fífí og Fófó (Fí fí og fó fó) starfaði í fáeina mánuði veturinn 1970 til 71 og lék þá í nokkur skipti á skemmtistöðum höfuðborgarsvæðisins, sveitin þótti nokkuð efnileg en starfaði ekki nógu lengi til að vekja verulega athygli. Meðlimir Fífí og Fófó voru þeir Ólafur Sigurðsson bassaleikari, Kári Jónsson gítarleikari, Hlynur Höskuldsson orgelleikari,…

Afmælisbörn 26. maí 2020

Fjögur afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Villi Valli (Vilberg Vilbergsson) hárskeri og tónlistarmaður á Ísafirði á stórafmæli en hann er níræður á þessum ágæta degi. Villi Valli, sem upphaflega kemur reyndar frá Flateyri, var mikill djassvakningarmaður á Vestfjörðum og starfrækti margar sveitir sem sérhæfðu sig í þeirri tegund tónlistar, meðal sveita sem hann…

Afmælisbörn 26. maí 2019

Þrjú afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Villi Valli (Vilberg Vilbergsson) hárskeri og tónlistarmaður á Ísafirði er áttatíu og níu ára gamall á þessum ágæta degi. Villi Valli, sem upphaflega kemur reyndar frá Flateyri, var mikill djassvakningarmaður á Vestfjörðum og starfrækti margar sveitir sem sérhæfðu sig í þeirri tegund tónlistar, meðal sveita sem hann…

Bláklukkur [2] (1978)

Hljómsveitin Bláklukkur (einnig nefnd Bítlahljómsveitin Bláklukkur) var angi af líflegu og öflugu starfi Íslendinga í Kaupmannahöfn á síðari hluta áttunda áratugar síðustu aldar. Sveitin var nátengd hinum goðsagnarkenndu Kamarorghestum en meðlimir sveitarinnar voru Benóný Ægisson, Björgúlfur Egilsson, Ólafur Sigurðsson, Sigrún Einarsdóttir, Sigurður Einarsson og Stefán Ásgrímsson. Eflaust komu fleiri við sögu sveitarinnar.

Afmælisbörn 26. maí 2018

Þrjú afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Villi Valli (Vilberg Vilbergsson) tónlistarmaður á Ísafirði er áttatíu og átta ára gamall á þessum ágæta degi. Villi Valli, sem upphaflega kemur reyndar frá Flateyri, var mikill djassvakningarmaður á Vestfjörðum og starfrækti margar sveitir sem sérhæfðu sig í þeirri tegund tónlistar, meðal sveita sem hann lék með…

Tívolí (1977-81)

Hljómsveitin Tívolí var einn hlekkur í keðju nokkurra sveita sem störfuðu um skeið undir mismunandi nöfnum og afar tíðum mannabreytingum. Sveitin, sem var dæmigerð ballsveit fyrst um sinn, hafði um tíma gengið undir nafninu Kvintett Ólafs Helgasonar en um svipað leyti og Ellen Kristjánsdóttir, átján ára gömul sögkona, gekk til liðs við sveitina um vorið…

Tilvera (1969-72)

Tilvera var hljómsveit sem hafði alla burði til að verða meðal þeirra vinsælustu hér á landi upp úr 1970 en tíðar mannabreytingar og los á mannskap samhliða óvissu um strauma og stefnur varð sveitinni að lokum að falli, þrátt fyrir tilraunir forsprakkans, Axels Einarssonar til að halda bandinu saman. Upphaf Tilveru má rekja beint til…

Tatarar (1968-72)

Hljómsveitin Tatarar vöktu nokkra athygli á tímum blóma- og hippabarna, sveitin sendi frá sér tvær athyglisverðar smáskífur með fjórum lögum og eitt þeirra lifir enn ágætu lífi. Sveitin var stofnuð sumarið 1968 af nokkrum strákum á menntaskólaaldri, reyndar höfðu þeir félagar starfað undir ýmsum nöfnum frá árinu 1966 s.s. Tacton, Bláa bandið og Dýrlingarnir en…

Þrumuvagninn (1981-82)

Sumir vilja meina að hljómsveitin Þrumuvagninn sé fyrsta þungarokksveit íslenskrar tónlistarsögu og líklega má færa nokkuð góð rök fyrir því. Tilurð Þrumuvagnsins er örlítið flókin en hún er í raun sama sveit og Tívolí sem hafði starfað í að minnsta kosti fimm ár við góðan orðstír og m.a.s. gefið út lag sem naut heilmikilla vinsælda…

Afmælisbörn 26. maí 2017

Þrjú afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Villi Valli (Vilberg Vilbergsson) tónlistarmaður á Ísafirði er áttatíu og sjö ára gamall á þessum ágæta degi. Villi Valli, sem upphaflega kemur reyndar frá Flateyri, var mikill djassvakningarmaður á Vestfjörðum og starfrækti margar sveitir sem sérhæfðu sig í þeirri tegund tónlistar, meðal sveita sem hann lék með…

Pops [1] (1966-70)

Hljómsveitin Pops var fyrsta hljómsveit Péturs Kristjánssonar en hún starfaði um fimm ára skeið á tímum bítla-, hippa- og proggrokks. Tíð mannaskipti einkenndu Pops. Pops var stofnuð í Laugalækjarskóla vorið 1966 og var eins konar skólahljómsveit þar en Pétur var þá aðeins fjórtán ára og nýfermdur, aðrir meðlimir sveitarinnar sem voru á svipuðu reki voru…

Kamarorghestar (1974-88)

Hljómsveitin eða öllu heldur fjöllistahópurinn Kamarorghestar komu með skemmtilegum hætti inn í ládautt íslenskt tónlistarlíf um 1980 með kabarettpönki sínu þótt sumir pönkarar þess tíma hefðu helst vilja afgreiða þau sem uppgjafahipppa á sínum tíma. Uppruna Kamarorghesta má rekja til kommúnunnar Skunksins sem staðsett var á jörðinni Gljúfurárholti í Ölfusi (rétt austan við Hveragerði) en…

Rosie (1971-72)

Rosie var skammlíf hljómsveit sem skartaði þekktum tónlistarmönnum. Sveitin sem ýmist var nefnd Rosie, Rosy eða jafnvel Rozy, var stofnuð á höfuðborgarsvæðinu haustið 1971. Meðlimir sveitarinnar í upphafi voru Jón Ólafsson bassaleikari og Gestur Guðnason gítarleikari sem báðir komu úr Töturum sem þá var nýhætt, Eiður Eiðsson söngvari sem hafði komið úr Pops og Ólafur…

Jamaica (1978-82)

Hljómsveitarnafnið Jamaica er eins fjarri því að vera norðlenskt sem unnt er, en sveit með þessu nafni lék og starfaði um árabil á Akureyri í lok áttunda áratugar síðustu aldar og við upphaf þess níunda. Jamaica var stofnuð upp úr hljómsveitinni Hjólinu en upphaflega voru líklega í bandinu þeir Snorri Guðvarðarson gítarleikari, Matthías Henriksen trommuleikari,…

Arfi (1969-70)

Arfi var hljómsveit sem stofnuð var 1969 og keppti þá um verslunarmannahelgina í hljómsveitakeppni í Húsafelli. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Kári Jónsson gítarleikari, Ásgeir Óskarsson trommuleikari (Stuðmenn o.fl.), Gunnar Jónsson söngvari, Ólafur Sigurðsson bassaleikari (bróðir Þuríðar söngkonu og Gunnþórs bassaleikara í Q4U) og Magnús Halldórsson orgelleikari. Það sama haust var Ólafur bassaleikari rekinn og Tómas…

Eik (1972-79 / 2000)

Hljómsveitin Eik er ein minnisstæðasta funkfusionsveit íslenskrar tónlistarsögu, fékk ævinlega frábæra dóma hvar sem hún spilaði en galt þess að starfa á tímabili svokallaðrar brennivínstónlistar og stuðs (eins og Dr. Gunni hefur skilgreint áttunda áratuginn), fyrir vikið átti sveitin sér lítinn en traustan aðdáendahóp sem mætti á tónleika til að hlusta en fór á mis…

Eik – Efni á plötum

Eik [ep] Útgefandi: Demantur Útgáfunúmer: D2 005 Ár: 1975 1. Mr. Sadness 2. Hotel Garbage can Flytjendur: Haraldur Þorsteinsson – bassi Berglind Bjarnadóttir – raddir Sigurður Sigurðsson – söngur Þorsteinn Magnússon – gítar Lárus H. Grímsson – flauta Ólafur Sigurðsson – trommur Helga Steinson – raddir Janis Carol – raddir Sigurður Long – saxófónn Eik – Speglun…

GÓP & Helga (1974)

GÓP & Helga starfaði um nokkurra mánaða skeið sumarið 1974 og var a.m.k. í upphafi hugsuð sem eins konar blús- og sálarsveit. Hún var skipuð hjónunum Guðmundi Ingólfssyni píanóleikara og Helgu Sigþórsdóttur, auk Ólafs Sigurðssonar bassaleikara og Péturs Péturssonar trommuleikara. Nafn sveitarinnar vísar til upphafsstafa meðlima hennar. Enginn gítarleikari virðist hafa verið í þessari sveit.

LagEr (1980-81)

Hljómsveitin LagEr varð ekki langlíf, starfaði um nokkurra mánaða skeið veturinn 1980-81. Meðlimir hennar voru Þröstur Þorbjörnsson gítarleikari, Jón Björgvinsson trommuleikari, Jóhann Morávek bassaleikari, Ólafur Örn Þórðarson hljómborðsleikari (ein heimild segir Ólafur Sigurðsson) og Jón Rafn Bjarnason söngvari. Sá síðarnefndi hafði einmitt stuttu áður sent frá sér litla tveggja laga sólóplötu. LagEr var sem fyrr…

Mods [2] (1969-70)

Hljómsveitin Mods (hin síðari) var stofnuð upp úr annarri hljómsveit, Arfa, haustið 1969. Sú sveit hafði upphaflega verið skipuð þeim Kára Jónssyni gítarleikara (úr Mods hinni fyrri), Gunnari Jónssyni söngvara, Ólafi Sigurðssyni bassaleikara, Ásgeiri Óskarssyni trommuleikara og Magnúsi Halldórssyni orgelleikara. Þegar Ólafur var rekinn úr sveitinni taldi hann sig eiga réttinn á Arfa-nafninu og því…

Pelican (1973-77 / 1993 / 2001)

Hljómsveitin Pelican auðgaði íslenskt tónlistarlíf um miðjan áttunda áratug 20. aldarinnar en hún var stofnuð sumarið 1973 af Pétri Wigelund Kristjánssyni söngvara og Gunnari Hermannssyni bassaleikara sem höfðu verið saman í hljómsveitinni Svanfríði, einnig voru Björgvin Gíslason gítarleikari, Ásgeir Óskarsson trommuleikari og Ómar Óskarsson gítarleikara meðal stofnenda en þeir höfðu verið í sveit sem hét…