Græni bíllinn hans Garðars – Efni á plötum

Græni bíllinn hans  Garðars – Endalaust Útgefandi: Menningarhópurinn Græni bíllinn hans Garðars Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 2003 1. Bíldudalur bærinn minn 2. Endalaust 3. Hana dreymir 4. Svo lengi 5. Senjorinn 6. Inn í Otradal Flytjendur: Bjarni Þór Sigurðsson – gítar og raddir Þórarinn Hannesson – söngur, raddir og kassagítar G. Hjalti Jónsson – trommur…

Grunaðir um tónlist (1991-95)

Keflvíska hljómsveitin Grunaðir um tónlist starfaði um árabil á tíunda áratug síðustu aldar og var um tíma nokkuð virk í spilamennskunni, bæði á heimaslóðum í Keflavík og á höfuðborgarsvæðinu. Meðlimir sveitarinnar sem var líklega stofnuð haustið 1991, voru þeir Svanur Leó Reynisson gítarleikari og söngvari, Sveinn Björgvinsson (Svenni Björgvins) gítarleikari og söngvari einnig, Júlíus Jónasson…

Grunaðir um tónlist – Efni á plötum

Grunaðir um tónlist – G.U.T. Útgefandi: Grunaðir um tónlist Útgáfunúmer: G.U.T. 001 Ár: 2000 1. Dagskrá kvöldsins 2. Þotuliðið 3. Eldurinn 4. Landnemar nútímans 5. Klikkuð kynslóð 6. Láttu mig í friði 7. Fangi 8. Nautnabelgur 9. Cant sit around Flytjendur: Svanur Leó Reynisson – söngur, gítar, raddir, tambúrína og bjalla Sveinn Björgvinsson – bassi,…

Grænir vinir (1991-2015)

Hljómsveitin Grænir vinir starfaði í Garðinum og var vinsæl ballsveit á Suðurnesjunum um nokkurt skeið en sveitin lék nokkuð á árshátíðum og þess háttar skemmtunum. Sveitin mun hafa verið stofnuð 1991 en ekki liggur alveg fyrir hverjir skipuðu hana þá utan þess að Birta Rós Arnórsdóttir var söngkona sveitarinnar líklega til ársins 2001 og einnig…

Guðbjörg Bjarnadóttir (1959-)

Guðbjörg Bjarnadóttir (fædd 1959) telst varla til þekktustu söngkvenna íslenskrar tónlistarsögu en hún kom þó nokkuð við sögu hennar á tíunda áratug síðustu aldar, annars vegar sem söngkona pöbbahljómsveitarinnar Ultra (Últra) og hins vegar á safnplötunni Lagasafnið no. 5: Anno 1996 þar sem hún söng erlent lag við íslenskan texta. Lítið hefur spurst til sönglistar…

Guð (1998)

Dúettinn Guð var meðal keppenda í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1998. Það voru þeir Halldór H. Jónsson og Egill Anton Gústafsson tölvumenn sem skipuðu Guð, þeir léku eins konar drum‘n bass en komust ekki áfram í tilraunum. Guð var líklega skammlíf sveit.

Gröm (1993-95)

Hljómsveitin Gröm var meðal keppenda í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1994 en sveitin komst þó ekki í úrslit keppninnar, hún hafði verið stofnuð árið á undan. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Grímur Hákonarson söngvari og bassaleikari, Finnur Pálmi Magnússon trommuleikari Einar Friðjónsson gítarleikari og Hafdís Bjarnadóttir gítarleikari. Gröm starfaði áfram eftir Músíktilraunir, spilaði heilmikið á tónleikum á…

Grænir vinir – Efni á plötum

Grænir vinir og Birta Rós Arnórsdóttir – Lífsins ljóð [ep] Útgefandi: Gerðahreppur Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2003 1. Lífsins ljós 2. Garðurinn er bestur Flytjendur: Friðrik Örn Ívarsson – [?] Sigurjón Georg Ingibjörnsson – [?] Jón Rósmann Ólafsson – [?] Birta Rós Arnórsdóttir – söngur

Guðirnir (1982)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit sem hét Guðirnir en hún var starfandi sumarið 1982 og var skipuð fjórum piltum um tólf ára aldur. Tveir meðlimir sveitarinnar sendu póst til Vikunnar þar sem þeir spurðust fyrir um hvernig þeir gætu komist í samband við plötuútgefanda.

Guðgeir Björnsson (1954-)

Guðgeir Björnsson (f. 1954) er blústónlistarmaður á Egilsstöðum en þar hefur hann starfað um árabil m.a. með hljómsveitinni Bræðingi en einnig með hljómsveit í eigin nafni. Guðgeir hefur margsinnis komið fram á tónlistarhátíðum eystra s.s. Djasshátíð Egilsstaða, Norðurljósablús (blúshátíð Hornfirðinga) og Blúshátíð á Stöðvarfirði, bæði með hljómsveitum og einn á sviði. Þá hefur hann margoft…

Guðjón Guðmundsson [2] (1958-)

Afar takmarkaðar upplýsingar er að finna um Guðjón Guðmundsson (f. 1958) en hann kemur við sögu á tveimur safnplötum, Lagasafninu 4 (1993) og Lagasafninu 6 (1997)  sem laga- og textahöfundur auk þess sem hann syngur lög sín (eitt þeirra ásamt söngkonunni Regínu Ósk Óskarsdóttur). Glatkistan óskar því hér með eftir frekari upplýsingum um Guðjón og…

Guðjón Guðmundsson [1] (1954-)

Guðjón Guðmundsson (fæddur 1954), einnig þekktur sem Gaupi er þekktur íþróttafréttamaður og hefur haft þann starfa til fjölda ára, áður var hann einnig þekktur sem liðsstjóri og aðstoðarmaður Bogdans Kowalczyk hjá Víkingi og landsliði Íslands í handknattleik. Sjálfur lék Guðjón, sem er reyndar trésmiður að mennt, handknattleik með Víkingi en hætti þegar hann var kominn…

Afmælisbörn 13. maí 2020

Afmælisbörn Glatkistunnar eru þrjú talsins í dag: Tónskáldið Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson er sextíu og tveggja ára gamall í dag. Hann bar fyrst á góma fjölmiðla á fyrri hluta áttunda áratugarins sem tónlistarmaður með hljómsveitinni Síberíu og síðar Melchior þar sem hann lék á gítar. Hann fór síðar í tónsmíðanám, fyrst í Reykjavík en síðan í…

Afmælisbörn 12. maí 2020

Níu tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Helga Möller á sextíu og þriggja ára afmæli í dag. Helga er iðulega kölluð diskódrottning Íslands en einnig mætti kalla hana drottningu jólalaganna. Hún söng m.a. ásamt Jóhanni Helgasyni í dúettnum Þú og ég, auk Celsius, Moldrok, Melchior og Snörunum hún byrjaði reyndar sinn söngferil…

Afmælisbörn 11. maí 2020

Eitt afmælisbarn er á skrá Glatkistunnar á þessum degi: Jóhann (Óskar) Hjörleifsson trommu- og slagverksleikari með meiru er fjörutíu og sjö ára gamall. Jóhann er trommuleikari Sálarinnar hans Jóns míns en hefur aukinheldur leikið með sveitum eins og Jagúar, Rokkabillíbandi Reykjavíkur, Stórsveit Reykjavíkur, Trix, Ullarhöttunum, Tríó Björns Thoroddsen og Straumum & Stefáni. Session-mennska hefur þó…

Afmælisbörn 10. maí 2020

Fimm tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar í dag: (Guðbjörn) Reynir Guðsteinsson tenórsöngvari frá Vestmannaeyjum er áttatíu og sjö ára í dag, hann hefur sungið einsöng með ýmsum kórum á plötum, þar má nefna Maíkórinn, Kór Snælandsskóla og Samkór Vestmannaeyja en Reynir hefur einnig sungið með Karlakór Reykjavíkur. Hann gaf út sólóplötuna Ég er gestur…

Afmælisbörn 9. maí 2020

Í dag eru afmælisbörn dagsins fimm talsins: Páll Pampichler Pálsson tónskáld og tónlistarfrömuður er níutíu og tveggja ára gamall í dag, hann er upphaflega Austurríkismaður sem hingað kom seint á fimmta áratugnum, stýrði lúðrasveitum, kórum og hljómsveitum á borð við Lúðrasveit Reykjavíkur, Karlakór Reykjavíkur og Sinfóníuhljómsveit Íslands, auk þess að vera einn stofnenda Kammersveitar Reykjavíkur.…

Afmælisbörn 8. maí 2020

Sex tónlistartengd afmælisbörn eru í gagnagrunni Glatkistunnar að þessu sinni: Ari Jónsson söngvari og trommuleikari á stórafmæli en hann er sjötugur í dag. Auk þess að hafa gefið út sólóplötur og sungið á plötum ýmissa annarra listamanna, hefur Ari sungið og leikið með hljómsveitum á borð við Roof tops, Ómum, Altó, Borgís, Pónik, Sheriff, Ríó…

Afmælisbörn 7. maí 2020

Fimm afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum ágæta degi: Svavar Lárusson söngvari frá Neskaupstað á stórafmæli en hann er níræður á þessum degi. Svavar söng inn á fjölmargar 78 snúninga plötur hér á árum áður og meðal laga sem urðu vinsæl með honum má nefna Ég vild‘ ég væri og Hreðavatnsvalsinn. Svavar má með…

The Grinders (1987-90 / 2005)

Blússveitin The Grinders var íslensk/bandarísk sveit sem starfaði í Svíþjóð um skeið um lok níunda áratugarins en meðlimir sveitarinnar voru þeir Kristján Kristjánsson (KK) gítarleikari og söngvari, Þorleifur Guðjónsson bassaleikari, John Scott Alexander (Professor Washboard) ásláttarleikari og Derrick „Big“ Walker munnhörpu- og saxófónleikari. Þeir félagar busk-uðu um Svíþjóð að minnsta kosti og líklega víðar um…

The Grinders – Efni á plötum

Grinders – Special guest pass [snælda] Útgefandi: U&I music Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1989 1. Baby I don‘t care 2. Sitting in the rain 3. Boogie woogie nighthawk 4. What mama told me 5. Ever lovin‘ woman 6. Drive a car 7. My baby 8. Going back to home 9. True to you baby 10.…

Grimm-serían [safnplöturöð] (1992-93)

Árin 1992 og 93 komu út tvær plötur í skammlífri safnplötuseríu sem hér er kölluð Grimm-serían, hljómplötuútgáfan Steinar gaf þær út. Plöturnar tvær hétu Grimm sjúkheit og Grimm dúndur og geymdu safn nýrra íslenskra og erlendra laga en þau erlendu voru þar í meirihluta. Efni á plötum

Grimm-serían [safnplöturöð] – Efni á plötum

Grimm sjúkheit – ýmsir Útgefandi: Steinar Útgáfunúmer: SAFN 521 Ár: 1992 1. Stjórnin – Stór orð 2. Inner circle – Sweat (A la la la la long) 3. One more time – Highland 4. Jet black Joe – Starlight 5. Þúsund andlit – Með þér 6. Double you – We all need love 7. Erasure – Take a change…

Grindverk (1997-99)

Hljómsveitin Grindverk var fremur skammlíft tríó sem starfaði rétt fyrir síðustu aldamót en meðlimir þess voru þeir Sigtryggur Baldursson, Einar Örn Benediktsson og Hilmar Örn Hilmarsson sem allir höfðu verið áberandi í kringum nýbylgju- og pönksenuna upp úr 1980, Sigtryggur og Hilmar Örn í Þey og Einar Örn í Purrki pillnikk og Sigtryggur og Einar…

Grísli & Friðrik (1987-88)

Hljómsveitin Grísli & Friðrik starfaði á Hellu á Rangárvöllum í fáeina mánuði veturinn 1987-88. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Guðjón Jóhannsson trommuleikari, Garðar Jónsson gítarleikari, Elís Anton Sigurðsson bassaleikari og Helgi Jónsson hljómborðsleikari. Sveitin starfaði í skamman tíma sem tríó eftir að Elís bassaleikari hætti í henni.

Grindverk – Efni á plötum

Grindverk – Gesundheit Von K [ep] Útgefandi: Fat Cat records Útgáfunúmer: 12 FAT012 Ár: 1999 1. Gesundheit Von K 2. The twit & the tower 3. Gesundheit Von K9 4. Kastrato Flytjendur: Hilmar Örn Hilmarsson – [?] Einar Örn Benediktsson – [?] Sigtryggur Baldursson – [?]               Grindverk –…

Groove orchestra (1999)

Óskar Guðjónsson saxófónleikari setti saman hljómsveit fyrir Jazzhátíð Reykjavíkur haustið 1999 undir nafninu Groove orchestra en sveitin lék frumsamið efni eftir Óskar. Sveitin var nokkuð sérstæð að samsetningu en hún var skipuð tveimur trommuleikurum og tveimur bassaleikurum auk Óskars sjálfs, þeir voru Jóhann Ásmundsson rafbassaleikari, Þórður Högnason kontrabassaleikari og trommuleikararnir Birgir Baldursson og Matthías M.D.…

Grjótnemar (um 1980)

Hljómsveit sem bar nafnið Grjótnemar starfaði á Akureyri í kringum 1980, líklega aðeins fyrr. Fáar heimildir er að finna um þessa sveit sem ku hafa verið eins konar sveitaballaband en fyrir liggur að Jón Freysson hljómborðsleikari [?] og Þór Freysson gítarleikari [?] voru í henni, þeir bræður komu síðar við sögu Bara-flokksins. Óskað er eftir…

Gröftur (1993)

Hljómsveitin Gröftur frá Húsavík var ein af fjölmörgum sveitum í upphafi tíunda áratugarins sem spiluðu þungt rokk þar í bæ. Vorið 1993 var sveitin meðal þeirra sem kepptu í Músíktilraunum Tónabæjar, meðlimir Graftar voru þá þeir Valdimar Óskarsson bassaleikari, Jón Stefánsson trommuleikari og Jóhann Jóhannsson söngvari og gítarleikari, þeir félagar höfðu árið áður verið skráðir…

Græna matstofan (1982)

Græna matstofan var ein fjölmargra hljómsveita sem tók þátt í tónlistarviðburði á vegum SATT sem voru maraþon-tónleikar, haldnir í Tónabæ. Ekki liggja fyrir neinar upplýsingar um meðlimi þessarar sveitar og er því óskað eftir þeim hér með.

Grútur (um 1995)

Óskað er upplýsinga um hljómsveit að nafni Grútur, sem starfaði um miðbik tíunda áratugar liðinnar aldar. Grútur mun hafa verið tengdur hljómsveitinni Öpp jors en upplýsingar þ.a.l. liggja ekki fyrir.

Grumbl (1991)

Bræðingssveitin Grumbl kom fram á tónleikum tengdum djasshátíðinni Rúrek vorið 1991 en sveitin lék að mestu frumsamið efni. Sveitina skipuðu þeir Ari Einarsson gítarleikari, Kjartan Valdemarsson hljómborðsleikari, Hafþór Guðmundsson trommuleikari, Pétur Einarsson slagverksleikari og Þórður Guðmundsson bassaleikari. Sveitin virðist aðeins hafa verið sett saman fyrir þessa einu uppákomu.

Afmælisbörn 6. maí 2020

Afmælisbörn Glatkistunnar eru þrjú í dag: Nanna Bryndís Hilmarsdóttir söngkona, gítarleikari og stofnandi hljómsveitarinnar Of monsters and men er þrjátíu og eins árs gömul í dag. Nanna Bryndís, sem kemur úr Garði, kom fyrst í stað fram sem trúbador undir nafninu Songbird, hún hafði einnig tekið þátt í söngkeppni framhaldsskólanna og verið í hljómsveitinni Pointless…

Afmælisbörn 5. maí 2020

Þrjú tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar að þessu sinni: Herbert Viðarsson bassaleikari frá Selfossi er fjörutíu og fjögurra ára gamall á þessum degi. Hebbi er í hljómsveitinni Skítamóral eins og flestir vita en hann hefur einnig leikið með sveitum eins og Boltabandinu á Selfossi, Boogie knights, Ceres 4, Miðnesi, The Sushi‘s og Kántrýsveitinni Klaufum.…

Afmælisbörn 4. maí 2020

Afmælisbörn dagsins á Glatkistunni eru fimm talsins að þessu sinni: Adda Örnólfs (Arnbjörg Auður Örnólfsdóttir) söngkona er áttatíu og fimm ára á þessum degi en hún er kunnust fyrir upphaflegu útgáfuna af laginum um Bellu símamær. Adda kom upphaflega frá Suðureyri en fluttist á unglingsárunum til höfuðborgarsvæðisins, þar sem hún vakti fljótlega athygli fyrir söng…

Afmælisbörn 3. maí 2020

Fjögur afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Ólafur Helgi Helgason trommuleikari er sextíu og fimm ára á þessum degi en hann var áberandi í poppsveitum áttunda áratugar síðustu aldar. Ólafur lék með hljómsveitum á borð við Dögg, Tilfinningu og Kvintett Ólafs Helgasonar sem síðar hlaut nafnið Tívolí. Helga Marteinsdóttir veitingakona (1893-1979) átti afmæli þennan…

Afmælisbörn 2. maí 2020

Á þessum öðrum degi maímánaðar eru sex tónlistartengd afmælisbörn á skrá: Garðar Thor Cortes tenórsöngvari er fjörutíu og sex ára gamall í dag. Garðar lærði söng fyrst hér heima en fór að því loknu í framhaldsnám til Austurríkis, Danmerkur og Bretlands. Hann lét fyrst að sér kveða á plötu Samkórs Selfoss árið 1995 og hefur…

Afmælisbörn 1. maí 2020

Fjögur afmælisbörn dagsins eru á dagskrá Glatkistunnar að þessu sinni: Baldvin Albertsson hljómborðsleikari er þrjátíu og sjö ára en hann lék með hljómsveitinni Lokbrá á tíunda áratug síðustu aldar. Lokbrá skildi eftir sig breiðskífuna Army of soundwaves, sem vakti nokkra athygli. Trausti Laufdal Aðalsteinsson er einnig þrjátíu og sjö ára en hann starfaði með Baldvini…