Fahrenheit (1984)

Hljómsveitin Fahrenheit starfaði á höfuðborgarsvæðinu árið 1994 og líklega lengur en hún spilaði það árið nokkuð á Gauki á Stöng en var einnig önnur aðalhljómsveitin á Bindindismótinu í Galtalæk um verslunarmannahelgina þá um sumarið. Meðlimir Fahrenheit voru þeir Ómar Guðmundsson trommuleikari, Elfar Aðalsteinsson söngvari, Óttar Guðnason gítarleikari, Karl Olgeirsson hljómborðsleikari og Róbert Þórhallsson bassaleikari.

Fagin (1987)

Hljómsveitin Fagin var meðal sveita sem kepptu í hljómsveitakeppninni í Atlavík um verslunarmannahelgina 1987. Engar upplýsingar finnast um meðlimi þessarar sveitar og hljóðfæraskipan hennar og er því óskað eftir slíkum upplýsingum, en hér er giskað á að hún hafi verið af norðan- eða austanverðu landinu.

Faðmlag (1987)

Hljómsveit sem var eins konar instrumental pönksveit starfaði um skamman tíma haustið 1987 undir nafninu Faðmlag, hugsanlega kom hún fram í aðeins eitt skipti. Faðmlag var einhvers konar angi af hljómsveitinni Rauðum flötum sem þá hafði notið nokkurra vinsælda en ekki finnast upplýsingar um hverjir þeirra Rauðra flata-liða skipuðu hana.

Crystal (1975-91)

Heimildir um hljómsveit sem er ýmist kölluð Crystal, Kristall, Krystal eða ýmsar orðmyndir út frá þeim, eru mjög misvísandi og margar, hér er gengið út frá því að þetta sé allt sama sveitin en óskað er eftir frekari upplýsingum um hana/þær. Fyrstu heimildir um hljómsveit með þessu nafni eru frá haustinu 1975 og þar er…

Croisztans – Efni á plötum

Croisztans – Karta Útgefandi: Croisztans Útgáfunúmer: CROI 01 Ár: 1998 1. Croivarive 2. Gnetsza voek 3. (Lilla) 4. Szagk 5. Ce Que 6. Luviali 7. Bangsi Flytjendur: Gwenn Houdry – harmonikka Þorbjörg Ása Kristinsdóttir – bassi Christian Elgaard – trommur Finnbogi Hafþórsson – gítar Páll Kristinsson – ásláttur Sigurður Óli Pálmason – söngur Croisztans –…

Croisztans (1997-)

Hljómsveitin Croisztans er fjölþjóðleg sveit sem í gegnum tíðina hefur skartað fjölmörgum Íslendingum, sem hafa yfirleitt verið í meirihluta í sveitinni en mannabreytingar hafa verið tíðar í henni. Croisztans var stofnuð snemma árs 1997 og hefur frá upphafi leikið eins konar þjóðlagapönk undir austur-evrópskum áhrifum, reyndar hefur sveitin kennt sig frá upphafi við úkraínskt fríríki…

F.I.R.E. Inc. [félagsskapur / útgáfufyrirtæki] – Efni á plötum

F.I.R.E. – ýmsir Útgefandi: FIRE Inc. Útgáfufyrirtæki: f 01 Ár: 1993 1. Púff – Götulíf 2. Curver – Nóttin 2. Hluti (bærinn) 3. Stilluppsteypa – Söngur söngl 4. Kolrassa krókríðandi – Ikarus 5. Stilluppsteypa – Riðuveiki 6. Púff – Bdfghmnpstv ælt of fljótt 7. Kolrassa krókríðandi – Ljáðu mér vængi 8. Curver – The magic…

Cupid [2] (2000)

Svo virðist sem harðkjarnasveit hafi starfað á Stöðvarfirði eða nágrenni sumarið 2000 undir nafninu Cupid. Óskað er eftir upplýsingum um þessa sveit, starfstíma hennar, hljóðfæra- og meðlimaskipan en sveitarliðar voru að öllum líkindum í yngri kantinum.

Cupid [1] (1997-98)

Hljómsveit að nafni Cupid starfaði í Mosfellsbænum á árunum 1997 og 98. Sveitin var meðal keppenda í Músíktilraunum vorið 1998 og voru meðlimir hennar þá Ólafur Haukur Flygenring gítarleikari, Egill Hübner söngvari og gítarleikari, Sigurbjörn Ragnarsson bassaleikari og Tumi Þór Jóhannesson trommuleikari. Sveitin komst ekki áfram í úrslit.

Cuba libre [1] (1991-93)

Hljómsveitin Cuba libre (einnig ritað Cuba libra) var starfrækt á höfuðborgarsvæðinu á fyrri hluta tíunda áratugar síðustu aldar og var þá nokkuð dugleg við spilamennsku á öldurhúsunum. Bræðurnir Jón Kjartan bassaleikari og Trausti Már trommuleikari Ingólfssynir (úr Stuðkompaníinu frá Akureyri) skipuðu sveitina við þriðja mann, Aðalstein Bjarnþórsson gítarleikara en Tryggvi J. Hübner kom einnig við…

Faction (1985)

Hljómsveit að nafni Faction starfaði í Njarðvíkum árið 1985 og lék þá eitthvað opinberlega. Engar upplýsingar er að finna um meðlimi og hljóðfæraskipan þessarar sveitar og er því hér með óskað eftir þeim.

Afmælisbörn 14. október 2020

Afmælisbörn Glatkistunnar eru tvö í dag: Einn af fjölmörgum sem borið hafa nafnið Siggi pönk á afmæli í dag, það er Sigurður Ágústsson en hann er fimmtíu og sjö ára gamall. Siggi pönk varð landsþekktur þegar hann kom fram í kvikmyndinni Rokk í Reykjavík ásamt pönkhljómsveit sinni, Sjálfsfróun en hann starfaði einnig á sínum tíma…

Afmælisbörn 13. október 2020

Tvö afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar í dag: Sigurður Bjóla Garðarsson tónlistarmaður er sextíu og átta ára gamall. Bjólan eins og hann er oft kallaður hefur að margra mati haldið sig alltof mikið til hlés í tónlistinni en hann er kunnastur fyrir framlag sitt með Spilverki þjóðanna og Stuðmönnum, hann var til að mynda hugmyndasmiðurinn…

Afmælisbörn 12. október 2020

Tvö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum degi: Páll Ísólfsson tónskáld og Dómorganisti hefði átt afmæli á þessum degi. Hann fæddist 1893 á Stokkseyri og nam þar fyrst orgelleik, sem og í Reykjavík en fór síðan til Þýskalands og síðar Frakklands til framhaldsnáms. Þegar heim var komið gerðist hann organisti fyrst hjá Fríkirkjunni en…

Afmælisbörn 11. október 2020

Afmælisbörnin á þessum degi eru fimm talsins: Jón Ásgeirsson tónskáld er níutíu og tveggja ára í dag. Jón fæddist á Ísafirði en nam fræði sín í Reykjavík og síðar í Skotlandi, hann hefur komið að tónlistinni með margs konar hætti, til að mynda hefur hann stjórnað kórum og lúðrasveitum eins og Fóstbræðrum og Lúðrasveit verkalýðsins,…

Afmælisbörn 10. október 2020

Aðeins eitt tónlistartengt afmælisbarn kemur við sögu Glatkistunnar í dag: Hilmar Jensson gítarleikari er fimmtíu og fjögurra ára gamall á þessum degi. Hilmar sem hefur síðustu árin fyrst og fremst starfað í djassgeiranum hefur gefið út nokkrar sólóplötur og með hljómsveitunum Tyft og Mógil en einnig hefur hann gefið út plötur í samstarfi við Skúla…

Afmælisbörn 9. október 2020

Glatkistan hefur eitt tónlistartengt afmælisbarn á sinni skrá á þessum degi: Fjölnir Stefánsson tónskáld og tónlistarfrömuður hefði átt afmæli þennan dag en hann lést árið 2011. Fjölnir (f. 1930) lærði á selló auk hljómfræði og tónsmíða hér heima áður en hann fór til London til framhaldsnáms í tónsmíðum. Þegar heim var komið kenndi hann við…

Afmælisbörn 8. október 2020

Afmælisbörnin eru sjö að þessu sinni: Ingimar Oddsson söngvari hljómsveitarinnar Jójó frá Skagaströnd er fimmtíu og tveggja ára í dag. Jójó sigraði Músíktilraunir Tónabæjar árið 1988 en náði ekki sömu hæðum og margir sigurvegarar keppninnar fyrr og síðar hafa náð. Ingimar var viðloðandi fleiri hljómsveitir en þær vöktu litla athygli, þetta voru verkefni eins og…

Cosinus (1979-81)

Hljómsveitin Cosinus var skipuð meðlimum á unglingsaldri en hún starfaði í kringum 1980 í Mosfellssveitinni. Sveitin var að öllum líkindum stofnuð 1979 og starfaði hún fram að vori 1981 þegar ný sveit, Sextett Bigga Haralds var stofnuð upp úr henni. Meðlimir Cosinus munu hafa verið sex talsins, Karl Tómasson trommuleikari, Þórhallur Árnason bassaleikari, Hjalti Árnason…

Corpsegrinder (1993)

Corpsegrinder var hljómsveit frá Selfossi í harðari kantinum, starfandi árið 1993 og tók þá þátt í Músíktilraunum um vorið. Meðlimir Corpsegrinder voru þeir Njörður Steinarsson bassaleikari, Sveinn Pálsson gítarleikari, Skúli Arason trommuleikari, Óli Rúnar Eyjólfsson söngvari og Óskar Gestsson gítarleikari. Sveitin komst ekki áfram í úrslit Músíktilrauna og ekkert bendir til að hún hafi verið…

Cor (1997-2000)

Hljómsveitin Cor frá Flateyri starfaði í nokkur ár vestra og varð nokkuð þekkt fyrir að leika annars vegar undir Popppassíu sem Lýður Árnadóttir læknir á Flateyri hafði sett saman fyrir páskahátíðina 1999, og hins vegar á Rollings stones kvöldum á Vestfjörðum. Cor var stofnuð 1997 og var Vagninn á Flateyri fljótlega eins konar heimavöllur sveitarinnar,…

Coplas tríóið (1966)

Árið 1966 (að öllum líkindum) starfaði þjóðlagatríó á höfuðborgarsvæðinu skipað ungum hljóðfæraleikurum undir nafninu Coplas tríó en nafnið var vísun í lag með Kingstone tríóinu. Meðlimir Coplas (einnig ritað Koplas tríóið) voru þeir Ágúst Atlason, Sverrir Ólafsson og Ómar Valdimarsson, þeir léku allir á gítara og sungu en Ómar var aðal söngvarinn. Þeir voru síðar…

Cooca noona (?)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit líkast til starfandi á síðustu öld, sem gekk undir nafninu Cooca noona. Gunnar Kr. Björgvinsson var einn meðlima þessarar sveitar en frekari upplýsingar finnast ekki um þessa sveit.

Conspiracy crew (1999)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hiphop-sveitina Conspiracy crew en hún starfaði í Garðabæ og keppti í söngvakeppni Samfés vorið 1999. Fyrir liggur að Kjartan Atli Kjartansson (Bæjarins bestu o.fl.) var einn meðlima hópsins en upplýsingar vantar um aðra.

Crossbreed (2000)

Hljómsveit, að öllum líkindum í harðari kantinum starfaði á höfuðborgarsvæðinu vorið 2000 undir nafninu Crossbreed og lék þá á tónleikum á vegum Hins hússins. Engar upplýsingar finnast um meðlima- og hljóðfæraskipan þessarar sveitar og er því óskað eftir þeim.

Crazy rhythm kvartettinn (1946-47)

Hljómsveitin Crazy rhythm kvartettinn starfaði veturinn 1946-47 og innihélt kunna tónlistarmenn. Það voru þeir Skapti Ólafsson trommuleikari, Eyþór Þorláksson bassaleikari, Ólafur Gaukur Þórhallsson gítarleikari og Steinþór Steingrímsson píanóleikari, Haukur Morthens var söngvari sveitarinnar. Gunnar Jónsson trommuleikari kom einnig við sögu sveitarinnar. Kvartettinn lék nokkuð víða þennan vetur en oftast í Iðnskólanum hver svo sem skýringin…

Craftblock (1981)

Hljómsveitin Craftblock starfaði í Kópavoginum árið 1981 en lítið er vitað um þessa sveit. Fyrir liggur að Birgir Baldursson trommuleikari var í Craftblock en engar upplýsingar er að finna um aðra meðlimi sveitarinnar og er því hér með óskað eftir þeim.

The Cowboys (2003)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem bar heitið The Cowboys og var starfandi sumarið og haustið 2003 að minnsta kosti, sveit þessi lék á öldurhúsum víða um land af því er virðist. Að öllum líkindum er ekki um að ræða sveit sem gekk undir nafninu Kúrekarnir nokkrum árum fyrr.

The Cosmonut – Efni á plötum

Orlando Careca / The Cosmonut – Just for tonight [ep] Útgefandi: 66 Degrees records Útgáfunúmer: 66D04 Ár: 2000 1. Just for tonight (feat. Blake) 2. Stars in your eyes 3. I‘m a sexmachine 4. A little bit of love 5. Ceramic Flytjendur: Jónas Þór Guðmundsson – [?] Aðalsteinn Guðmundsson – [?] Magnús Jónsson – [?] Orlando Careca / The Cosmonut –…

The Cosmonut (2000)

The Cosmonut var eitt fjölmargra aukasjálfa Aðalsteins Guðmundssonar (sem einnig hefur gengið undir nöfnunum Yagya, Sanasol, Plastik o.fl.) en um var að ræða eins konar raftónlist. Aðalsteinn kom fram undir The Cosmonut nafninu á tveimur split-plötum með Orlando Careca (Jónasi Þór Guðmundssyni) sem komu út á vegum 66 Degrees records (undirmerki Thule Records) árið 2000…

Corruption (1991)

Hljómsveitin Corruption starfaði sumarið 1991 og tók þá þátt í hljómsveitakeppni sem haldin var á útihátíð í Húnaveri um verslunarmannahelgina. Annað liggur ekki fyrir um þessa sveit, hvar á landinu hún starfaði, hversu lengi, hverjir skipuðu hana eða hver skipan hljóðfæra var í henni, og er því hér með óskað eftir upplýsingum um hana.

Crossroads (1991-92)

Blússveitin Crossroads starfaði um eins árs skeið snemma á tíunda áratug síðustu aldar og lék nokkuð á blúsbörum borgarinnar. Sveitin var stofnuð haustið 1991 og voru meðlimir hennar í upphafi þeir Tyrfingur Þórarinsson gítarleikari, Páll Kristjánsson söngvari, Hreiðar Júlíusson trommuleikari og Ástþór Hlöðversson bassaleikari. Svavar Sigurðsson Hammond orgelleikari bættist í hópinn snemma árs 1992 og…

Afmælisbörn 7. október 2020

Á þessum degi eru fimm afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: (Guðmunda) Ragnhildur Gísladóttir er sextíu og fjögurra ára gömul í dag. Ragnhildur hefur sungið með nánast öllum þekktum sveitum frá því að hún hóf sinn tónlistarferil sem bassaleikari hljómsveitarinnar Sveindísar, síðan komu sveitir á borð við Tilviljun og í kjölfarið Lummurnar, Brunaliðið, Brimkló, Grýlurnar og Stuðmenn…

Afmælisbörn 6. október 2020

Þrjú afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Lárus Ingi Magnússon söngvari er fimmtíu og tveggja ára gamall á þessum degi. Lárus kemur upphaflega frá Hvolsvelli og söng þar með sveitaballahljómsveitum á borð við Durex, Frk. Júlíu og Nonna og mönnunum en hlaut sína frægð þegar hann sigraði fyrstu Söngkeppni framhaldsskólanna vorið 1990. Lárus…

Afmælisbörn 4. október 2020

Fjögur afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar í dag: Ásgeir H. (Hermann) Steingrímsson trompetleikari er sextíu og þriggja ára gamall í dag. Ásgeir byrjaði tónlistarnám sitt á Húsavík og síðan í Reykjavík en hann lauk einleikara- og kennaraprófi áður en hann fór til Bandaríkjanna til framhaldsnáms. Hann hefur gegnt stöðu fyrsta trompetleikara við Sinfóníuhljómsveit Íslands síðan…

Afmælisbörn 3. október 2020

Að þessu sinni eru fjögur tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Þorlákur (Hilmar) Kristinsson Morthens eða bara Tolli Morthens er sextíu og sjö ára í dag. Allir þekkja listmálarann Tolla en margir muna líka eftir tónlistarferli hans, hann gaf út plötuna The boys from Chicago ásamt hljómsveitinni Ikarus árið 1983 en platan var einmitt lokaverkefni Tolla…

Afmælisbörn 2. október 2020

Afmælisbörn dagsins eru fimm í dag, meirihluti þeirra eru trommuleikarar: Birgir Baldursson trommuleikari er fimmtíu og sjö ára gamall. Birgir hefur leikið með ógrynni hljómsveita þar sem fjölbreytileikinn er í fyrirrúmi og hann er án efa sá trommuleikari sem leikið hefur með flestum sveitum hérlendis, hér eru einungis fáein sýnishorn: S.H. draumur, Stífgrím, Hitchcock, Jónatan…

Tónleikar á vegum Jazzfjelags Suðurnesjabæjar

Jazzfjelag Suðurnesjabæjar stendur fyrir tónleikum í kvöld, 1. október í Bókasafni Sandgerðis við Skólastræti og hefjast þeir klukkan 20:00. Það er bassaleikarinn Sigmar Þór Matthíasson sem er miðpunktur tónleikanna, hann gaf út sína fyrstu sólóplötu, Áróru í september 2018 en hún hlaut tvær tilnefningar til Íslensku Tónlistarverðlaunanna í flokki jazz- og blústónlistar á síðasta ári.…

Afmælisbörn 1. október 2020

Tvö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar þennan fyrsta dag október mánaðar: Þráinn Árni Baldvinsson gítarleikari og tónmenntakennari er fjörutíu og fjögurra ára á þessum degi. Þráinn hefur komið víða við í fjölbreytileika tónlistarinnar síðan hann lék með unglingahljómsveitinni Pain en þar má nefna sveitir eins og Sága, Klamidía X, Blóð, Innvortis, Kalk, Moonboot, Sikk og…