
Kristinn Júníusson
Í dag eru afmælisbörn á skrá Glatkistunnar tvö talsins en þau eru eftirfarandi:
Tvíburabræðurnir Kristinn og Guðlaugur Júníussynir eru fjörutíu og sjö ára gamlir en þeir eru eins og kunnugt er af mikilli tónlistarfjölskyldu. Þeir bræður hafa mikið unnið saman í tónlist sinni, voru í hljómsveitum eins og Tjalz Gissur, Vinyl (Vínyll), Lace, Jet Black Joe (undir það síðasta), Jetz og Music zoo en einnig hafa starfað starfað í öðrum sveitum í sitt hvoru lagi. Þeir bræður hafa ekki verið áberandi í íslenskri tónlist síðustu árin.
Vissir þú að Hera Björk Þórhallsdóttir og Regína Ósk Óskarsdóttir sungu bakraddir á fyrstu plötu Jóhönnu Guðrúnar en þær hafa allar þrjár farið sem fulltrúar Íslands í Eurovision?














































