INNIPÚKINN Í REYKJAVÍK UM VERSLUNARMANNAHELGINA

Bríet, Gugusar, Þórunn Antonía og Kristín Sesselja eru meðal þeirra sem nú bætast við dagskrá tónlistarhátíðarinnar Innipúkans 2023 sem fram fer í Reykjavík um verslunarmannahelgina. Í fyrsta sinn munu plötusnúðar troða upp á stóra sviði hátíðinnar þegar DJ Frímann og DJ Yamaho koma fram á lokakvöldi Innipúkans undir merkjum PartyZone 95 þar sem house og teknó danstónlistarslagarar níunnar verða í aðalhlutverki.

Þegar hefur verið tilkynnt að Birnir, Daniil, GDRN, Kvikindi, Langi Seli og skuggarnir, Moses Hightower, Skrattar, Ultraflex og Valdimar komi fram á Innipúkanum í ár. Alls samanstendur dagskrá hátíðarinnar af hátt í þrjátíu hljómsveitum, listamönnum og plötusnúðum.

Aðaldagskrá Innipúkans fer að sjálfsögðu fram innandyra eins og hefð er fyrir. Hátíðin fer annað árið í röð fram í Gamla bíói og Röntgen og boðið verður upp á hátíðarstemningu milli staðanna í Ingólfsstræti alla helgina þar sem gera má ráð fyrir þrautreyndum dagskrárliðum á borð við hinn árlega lista- og fatamarkaði Innipúkans, plötusnúðum og veitingasölu. Tónleikadagskrá hátíðarinnar fer fram föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld, 4.-6. ágúst.

Innipúkinn fer nú fram í 21. sinn í höfuðborginni. Margir ástsælustu listamenn þjóðarinnar hafa komið fram á hátíðinni síðustu tuttugu ár og má þar nefna Daða Freyr, Emmsjé Gauta, Eyjólf Kristjánsson, FM Belfast, Hatara, Hjaltalín, Hjálma, Lay Low, Möggu Stínu, Megas, Mínus, Mugison, Of Monsters and Men, Ólaf Arnalds, Ómar Ragnarsson, Ragga Bjarna, Reykjavíkurdætur, Siggu Beinteins, Sóleyju, Svölu, Trabant og Þú & ég.

Það er alltaf gott veður á Innipúkanum – og bara gaman!

Hljómsveitir og listamenn:

  • Birnir
  • Countess Malaise 
  • Daniil
  • DJ Flugvél & geimskip
  • GDRN
  • Icy-G  
  • Ízleifur
  • Kristín Sesselja
  • Kvikindi
  • Langi seli og skuggarnir
  • Moses Hightower
  • Partyzone 95: Frímann & Yamaho
  • Ragga Holm X Steina  
  • Skrattar
  • Sykur
  • Tofi
  • Ultraflex
  • Valdimar
  • Xiupill
  • Þórunn Antonía 
Plötusnúðar sem koma fram: 

Glókollur, DJ Hotline, KGB, DJ Ívar Pétur, Már & Nielson, DJ Mellí, DJ Python og DJ Station Helgi.

Miðasala á hátíðina fer fram á tix.is. Armband á hátíðina gildir alla helgina. Einnig er hægt að kaupa miða á stök kvöld hátíðarinnar. Síðustu ár hefur verið uppselt á Innipúkann – og því um að gera að tryggja sér miða í tíma. – Þriggja daga hátíðarpassi: 9.990 krónur