Ný smáskífa frá The Sweet Parade

Hljómsveitin The Sweet Parade hefur nú sent frá sér smáskífuna In the Rearview en hún er af væntanlegri breiðskífu sveitarinnar, þetta er níunda smáskífan sem The Sweet parade gefur út en hún er aðgengileg á Spotify eins og fyrri skífur sveitarinnar, sú fyrsta kom út árið 2022 en In the Rearview er sú fyrsta á þessu ári. Nýja lagið má nálgast á Spotify-vefsetrinu.

The Sweet parade er eins manns sveit Snorra Gunnarssonar sem hann hefur starfrækt síðan haustið 2020 en Snorri hefur starfað sem gítarleikari í nokkrum þekktum sveitum á borð við Soma, Stolið og nú síðast Fjöll. Tónlistinni sveitarinnar hefur verið lýst sem blöndu indie / folk / alternative tónlist.