Þjóðhátíðarlagið í flutningi Jóhönnu Guðrúnar frumflutt

Jóhanna Guðrún

Nýtt þjóðhátíðarlag hefur nú litið dagsins ljós en það var frumflutt í morgun á Vísi og myndbandið við lagið sem að þessu sinni er flutt af söngkonunni Jóhönnu Guðrúnu hefur nú verið gert aðgengilegt á Youtube.

Myndbandið við lagið var tekið upp í Vestmannaeyjum en Jóhanna Guðrún segir að það hafi verið magnað að fara til Eyja til að taka það upp og mikill heiður að fá þetta verkefni, þar er Eyjafólki gert hátt undir höfði en nokkur fjöldi íbúa Vestmannaeyja kemur fram í myndbandinu. Handrit, leikstjórn og eftirvinnsla myndbandsins var öll í höndum UNDIR EINS og er leikstjóri þess Birgitta Stefánsdóttir.

Þjóðhátíðarlagið 2024 ber nafnið Töfrar og er samið af Klöru Ósk Elíasdóttur (Klöru Elias) og Halldóri Gunnari Pálssyni en sá síðarnefndi annaðist einnig útsetningu og upptökustjórn á laginu.  Þau Klara Ósk og Halldór Gunnar eru ekki alveg ókunn þjóðhátíðarlögum því Halldór Gunnar hefur samið slíkt lag tvívegis áður (Þar sem hjartað slær (2012) og Ástin á sér stað (2016)), og Klara Ósk var einmitt höfundur og flytjandi þjóðhátiðarlagsins 2022 (Eyjanótt) en lagið í ár er aðeins í þriðja sinn sem þjóðhátíðarlagið er flutt og samið af konu, Ragnhildur Gísladóttir var fyrst til þess árið 2017 með lagið Sjáumst þar.

Töfrar er óður til fyrri laga og flytjenda en í ár fagnar Þjóðhátíð Vestmannaeyinga 150 ára afmæli.

Myndbandið við lagið má sjá hér og einnig má heyra lagið hér.