Hljómsveitin The Sweet parade hefur sent frá sér nýja smáskífu af væntanlegri breiðskífu en lagið ber heitið „Luck“ og fjallar texti þess um vonina um smá heppni í lífinu eins og flestir hafa líklega upplifað á lífsleiðinni, eins og segir í fréttatilkynningu.
The Sweet parade er fjögurra ára íslensk hljómsveit, einsmannssveit Snorra Gunnarssonar sem hefur komið víða við í íslenskri tónlist s.s. með hljómsveitum eins og Soma, Stolið og Fjöll, en hér er um að ræða tíundu smáskífuna sem hann gefur út undir þessu þessu nafni, fyrr á þessu ári kom t.a.m. út lagið In the rearview með sveitinni.
Lagið má heyra hér á Spotify.














































